Morgunblaðið - 05.11.2019, Síða 23

Morgunblaðið - 05.11.2019, Síða 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019 í abstrakt. Ég vinn spontant, er ekki mjög skipulögð heldur læt verkin flæða. Þótt ég sé illa haldin af slit- gigt get ég enn málað og er mjög kát yfir því. Ég nota alla mína krafta í myndlistina.“ Fjölskylda Eiginmaður Sigríðar var Dieter Roth, f. 21.4. 1930 í Hannover í Þýskalandi, d. 5.6. 1998 í Basel í Sviss, myndlistarmaður. Þau skildu. Börn Sigríðar eru 1) Guðríður Adda Ragnarsdóttir, f. 13.5. 1950, atferlis- fræðingur, kennari og tónlistarkona; 2) Karl Roth, f. 17.11. 1957, tölvunar- fræðingur hjá Decode og tónlist- armaður. Eiginkona hans er Mar- grét Kristjánsdóttir, hann á fimm börn, tvö með Margréti og þrjú af fyrra hjónabandi; 3) Björn Roth, f. 26.4. 1961, myndlistarmaður. Kær- asta hans er Hanna Styrmisdóttir og hann á þrjú börn af fyrra hjóna- bandi; 4) Vera Roth, f. 17.2. 1963, jarðfræðingur, rithöfundur og verk- efnisstjóri á Kirkjubæjarstofu, hún á tvö börn á lífi, en elsti sonur henn- ar lést í bílslysi. Systkini Sigríðar: Ingibjörg Ragnheiður Björnsdóttir, f. 14.9. 1925, húsmóðir, búsett í Reykjavík; Vigfús Björnsson, f. 20.1. 1927, d. 6.1. 2010, bókbandsmeistari á Akur- eyri; Oddur Björnsson, f. 25.10. 1932, d. 21.11. 2011, rithöfundur og leikritaskáld, og Sigrún Björns- dóttir, f. 11.11. 1942, leikkona, út- varpsmaður og fyrrverandi skóla- stjóri Nýja tónlistarskólans, búsett í Reykjavík. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Guðríður Vigfúsdóttir, f. 2.6. 1901, d. 12.4. 1973, húsmóðir, og Björn O. Björnsson, f. 21.1. 1896, d. 12.9. 1975, sóknarprestur og ritstjóri. Sigríður Björnsdóttir Rannveig Ingibjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. á Geithömrum í Svínadal, A-Hún. Björn Oddsson bóndi á Leysingjastöðum í Sveinsstaðahr., og á Hofi í Vatnsdal, A-Hún. Oddur Björnsson prentsmiðjustjóri á Akureyri Séra Björn O. Björnsson sóknarprestur og ritstjóri Ingibjörg Benjamínsdóttir húsfreyja á Akureyri Ragnheiður Árnadóttir húsfreyja, frá Stóru-Mörk Benjamín Guðmundsson bóndi á Stóru-Mörk í Bólstaðarhlíðarhr., og Skeggjastöðum í Vindhælishr., A-Hún. Gísli Sveinsson sýslumaður í Vík í Mýrdal, alþingismaður og forseti Alþingis Ragnheiður O. Björnsson heiðursborgari á Akureyri Hera Hilmars- dóttir leik kona Oddur Björnsson rithöf- undur og leikrita- skáld Hilmar Oddsson kvik- mynda- gerðar- maður Sigurður O. Björnsson prentsmiðjustjóri á Akureyri Þuríður Ólafsdóttir húsfreyja, frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, V-Skaft. Gunnar Vigfússon bóndi á Flögu Vigfús Gunnarsson bóndi á Flögu Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja á Flögu í Skaftártungu Guðríður Pálsdóttir húsfreyja, frá Hörgsdal á Síðu, V-Skaft. Sveinn Eiríksson prestur í Ásum í Skaftártungu Úr frændgarði Sigríðar Björnsdóttur Guðríður Vigfúsdóttir húsmóðir „ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ ÞEIR MYNDU EKKI HALDA ÞÉR HÉR AÐ EILÍFU.” „ÉG RÉÐ ÞIG TIL ÞESS AÐ SÓPA GÓLFIÐ. LÁTTU VIÐSKIPTAVININA Í FRIÐI.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... stundum truflandi. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann MITT ER RÍKIÐ NEI, ÞETTA ER EKKI RÉTT MÍN ER PÍTSAN ÞAÐ ER FRAMORÐNARA EN ÉG HÉLT. ÉG VERÐ AÐ TÖLTA HEIM! ÁÐUR EN HELGA FER AÐ SAKNA ÞÍN? ÁÐUR EN ÉG MISSI AF MORGUNMATNUM! KRÁ Það er ferðahugur í Davíð Hjálm-ari í Davíðshaga: Suðrá bóginn senn ég fer í sólarlandareisu. Troðin nesti taskan er, ég trefil hef og peysu því fyrst og síðast forðast ber flensuskít og kveisu. Jóhann Gunnarsson skrifaði í Leirinn á sunnudag: „Þegar Hvera- gerðishreppur var stofnaður árið 1946 orti Gunnar Benediktsson, ný- bakaður hreppsnefndarmaður, um viðblasandi vanda hreppsbúa: Hér er kominn hreppur nýr hann er sagður kostarýr Þegar lífs við brjótum brýr bæði segi og skrifa. Í öllum hreppnum engin mold í að greftra látið hold. Við neyðumst til að nuddast við að lifa. En svo er aftur önnur sveit einstaklega kostafeit enga frjórri augað leit um að tala og skrifa. þar er þessi þykka mold þar má greftra látið hold, þar eru menn sem þurfa ekki að lifa. Síðastliðið vor bar svo við að tek- ið var að aka æði mörgum bíl- hlössum af mold, uppgrefti úr nýja þjóðveginum austur frá Hvera- gerði, á stærðar svæði sunnan við kirkjugarðinn á Kotströnd, fannst mér endilega að nú þyrfti að bæta við kviðling Gunnars. Ekkert varð þó úr fyrr en í morgun þegar mynd birtist á vefsvæði Hvergerðinga af væntanlegri viðbót við kirkjugarð- inn, sem nú er búið að slétta vel og sá í fræi. Datt mér þá þetta í hug: Enda þótt í þeirri sveit þykk sé mold og kostafeit undur mikil augað leit um það verð að skrifa. Ofan í vegavinnumold verður núna látið hold þeirra sem að þreyttir hættu að lifa.“ Ingólfur Ómar yrkir „Kvöldvísu“ og segir að alltaf sé gaman þegar sólin sest í æginn að sjá á himni rauða skýjarönd og farið að skyggja: Hnígur sólin hafs í djúp hylja skuggar grund og fláa. skýjarönd með skarlatshjúp skreytir loftið rökkurbláa. „Sáttur“ er yfirskrift þessarar stöku Péturs Stefánssonar: Sköllóttur með skeggið grátt og skapið eitilharða labba ég í ljúfri sátt um lífsins frjóu garða. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Mold fyrir hold og vegagerð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.