Morgunblaðið - 05.11.2019, Page 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2019
Hvítur, hvítur dagur vann um
helgina aðalverðlaun Norrænna
kvikmyndadaga í Lübeck í Þýska-
landi, sem haldnir voru í 61. sinn.
Ingvar E. Sigurðsson leikari var
viðstaddur þýsku frumsýninguna
og tók á móti verðlaununum fyrir
hönd myndarinnar. Myndin fer í al-
menna dreifingu í kvikmynda-
húsum í Þýskalandi 13. febrúar á
næsta ári.
Í umsögn dómnefndar segir að
hún velji að „verðlauna mynd sem
kanni örvæntingu mikils missis af
gáskafullum léttleika. Í óvenju-
legum og nákvæmum senum eiga
persónur í samskiptum sem jafn-
ingjar, sýna gríðarlegan styrk og
gleðileik. Þetta er hugrökk kvik-
myndagerð sem styrkt er hrífandi
hugvitssemi og öflugu myndmáli.“
Mikill fjöldi norrænna kvik-
mynda keppti um verðlaunin,
þeirra á meðal Héraðið eftir Grím
Hákonarson, Dronningen eftir May
el-Toukhy (sem vann Kvikmynda-
verðlaun Norðurlandaráðs í síðustu
viku), Om det oändliga eftir Roy
Andersson og Bergmál eftir Rúnar
Rúnarsson. Verðlaunaféð er 12.500
evrur eða um 1,7 milljónir íslenskra
króna. Bergmál eftir Rúnar
Rúnarsson hlaut einnig verðlaun á
hátíðinni, The Interfilm Church
Prize, ásamt verðlaunafé upp á
5.000 evrur eða um 700.000 íslensk-
ar krónur.
Hvítur, hvítur dagur og Bergmál unnu
Glaður Ingvar E. Sigurðsson leikari veitti
verðlaununum viðtöku um helgina.
Sterkasta kona í heimi ersannkallaður yndislestur ánnokkurs konar spennu.Einhvers konar „feel good“
bók, vellíðunarbókmennt. Saga sem
lesandinn getur leitað í til að gleyma
amstri dagsins um stundarsakir,
helst undir teppi.
Bókin fjallar um systkinin Gunn-
hildi og Eið og er sagan sögð bæði
frá þeirra sjónarhornum sem og
sjónarhorni son-
ar Gunnhildar.
Gunnhildur hef-
ur einstaka ofur-
krafta og hefur
alla burði til að
verða sterkasta
kona í heimi.
Bókin fjallar þó
ekki beint um
það og styrkur
Gunnhildar er í
raun aukaatriði. Aðskilnaður Gunn-
hildar og Eiðs er fyrirferðarmikill
sem og frásagnir af lífi þeirra hvors í
sínu lagi.
Lýsingar á atvikum og persónum
eru vel úr garði gerðar. Það er auð-
velt að týna sér hreinlega í svip-
myndum sem höfundur stillir upp
fyrir lesandanum og fagurlega mót-
uðum textanum. Þrátt fyrir það er
ekki annað hægt en að setja spurn-
ingarmerki við framvinduna.
Gunnhildur er líksnyrtir og fer
drjúgur partur bókarinnar í samtöl
hennar við manneskjur sem hafa
yfirgefið hinn veraldlega heim. Sen-
urnar eru unnar af vandvirkni og
standa margar hverjar eins og smá-
sögur innan stærri sögu. Þær gætu
sómt sér prýðilega á leiksviði eða
sem eiginlegar smásögur en sam-
tölin við hina dauðu gera lítið sem
ekkert fyrir framvindu sögunnar og
eru þau því nokkuð plássfrek í stóra
samhenginu.
Gríðarlegur styrkur Gunnhildar
og samræður hennar við líkin sem
hún snyrtir gefa bókinni ævintýra-
legan blæ. Þrátt fyrir það er fátt
ævintýralegt við bókina sjálfa.
Það er erfitt fyrir lesandann að
ganga inn í raunsæjan söguheiminn
og samþykkja samt sem áður yfir-
náttúrulegan styrk Gunnhildar og
hæfileika hennar til að eiga í sam-
ræðum við hina dauðu. Óveruleikinn
innan raunveruleikans rýrir trú-
verðugleika beggja veruleika.
Þó að bókina skorti einhvers kon-
ar spennu og þrátt fyrir að undirrit-
aðri þyki framvindan ekki upp á
marga fiska hefur Sterkasta kona í
heimi ýmislegt til brunns að bera.
Töfrandi lýsingar og svipmyndir eru
áberandi og bókin heldur lesand-
anum vel við efnið.
Óveruleiki innan
raunveruleika
Skáldsaga
Sterkasta kona í heimi
bbbnn
Eftir Steinunni G. Helgadóttur.
JPV, 2019. Innbundin, 255 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Töfrandi „Töfrandi lýsingar og svipmyndir eru áberandi og bókin heldur
lesandanum vel við efnið,“ segir í rýni um bók Steinunnar G. Helgadóttur.
Böðvar Páll Ásgeirsson
bodvarpall@mbl.is
„Þetta er samtímasaga úr Reykjavík
og gerist í raun núna; síðsumars og
haustið 2019,“ segir Sólveig Páls-
dóttir um bók sína Fjötra sem gefin
var út nýverið. Fjötrar er glæpasaga
líkt og fyrri bækur Sólveigar og
fylgjast lesendur með Guðgeiri
rannsóknarlögreglumanni, sem
hingað til hefur verið áberandi í bók-
um hennar.
Í byrjun sögunnar finnst kona að
nafni Kristín Kjarr látin í klefa sín-
um í fangelsinu á Hólmsheiði og í
klefanum finnast listaverk eftir hana
sem kalla á ýmsar áleitnar spurn-
ingar. Kemur það í hlut Guðgeirs og
félaga að rannsaka málið. „Í síðustu
bókinni minni, Refinum, kom þessi
persóna, Kristín, fyrir í örfáum lín-
um en hún hefur einhvern veginn lif-
að með mér,“ segir Sólveig og hún
segir söguna vera fjölskyldusögu
þar sem ein fjölskylda spilar stærstu
rulluna.
„Sú fjölskylda missti son sem
drukknaði í Soginu þegar Suður-
landsjarðskjálftinn reið yfir 17. júní
árið 2000. Þessar tvær sögur fléttast
saman, það er að segja annars vegar
ævi þessarar konu sem finnst látin
og þessarar fjölskyldu og svo sagan
af þessu mannshvarfi þegar ungi
maðurinn drukknar,“ segir Sólveig.
Í sögunni kemur Andrea, systir
þessa manns, mikið við sögu en hún
er samfélagsmiðlastjarna sem má
muna fífil sinn fegri. „Ég er að velta
vöngum yfir því hversu langt fólk er
tilbúið að ganga til að viðhalda
ímynd sinni og vernda hana. Svo
skoða ég yfirborðið gagnvart raun-
veruleikanum eða það sem þú sérð
gagnvart því sem er,“ segir Sólveig
en hún tekur hér á samfélagsmálum
eins og hún hefur gert áður í skrifum
sínum.
„Ég á alltaf eitthvert erindi og
mér finnst það erindi styrkjast með
hverri bók sem ég skrifa,“ segir Sól-
veig og bætir við að hún sé alltaf að
vinna út frá samfélagsmálum. „Les-
andinn getur alveg lesið bókina eins
og hverja aðra spennusögu en það er
líka hægt að lesa dýpra í verkin og
draga sínar ályktanir.“
Gekk skipulega til verks
Bókina segir Sólveig lesendur
geta lesið þó þeir þekki ekki persón-
urnar frá fyrri bókum. „Persón-
urnar þroskast alltaf og breytast
með hverri einustu bók líkt og gerist
í lífi okkar. Líf Guðgeirs sem les-
endur hittu fyrir til dæmis þremur
bókum síðan hefur tekið miklum
breytingum,“ segir Sólveig en hún
segir auðvitað gaman að hafa lesið
fyrri bækur og tengja saman sögu
ákveðinna persóna í gegnum þær.
Sólveig segir bókarskrifin hafa
gengið vel. „Ég held ég geti fullyrt
að þetta hafi verið skemmtilegasta
sköpunarferli á þessum fimm bóka
ferli mínum. Kristín lifði alltaf sterkt
með mér og persónurnar komu allar
mjög sterkar inn, bæði Andrea sam-
félagsmiðlastjarna og öll fjölskyldan
svo ég var með þær allar fullmótaðar
í kollinum þegar ég fór að skipu-
leggja atburðarásina. Ég held ég
hafi aldrei gengið jafn skipulega til
verks. Það var svo léttleikandi að
skrifa bókina.“
Sólveig tekur undir með blaða-
manni að reynslan sé þarna að skila
sér. „Ég finn að með hverri bók hef
ég betri tök á því sem ég er að gera,“
segir Sólveig og tekur skýrt fram að
hún hafi fundið fyrir mikilli sköp-
unargleði við skrifin.
Morgunblaðið/Hari
Öryggi „Ég finn að með hverri bók hef ég betri tök á því sem ég er að gera“ segir Sólveig Pálsdóttir.
Tekur á samfélagsmálum
Sólveig Pálsdóttir gefur út fjórðu skáldsögu sína Guðgeir rannsakar dularfullt mannslát sem
tengist skjálftanum árið 2000 Hversu langt er fólk tilbúið að ganga til að viðhalda ímynd sinni?