Morgunblaðið - 22.11.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 22.11.2019, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 2 2. N Ó V E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  275. tölublað  107. árgangur  ÞORSTEINN VEIÐIR SJÁLFUR JÓLAMATINN ERU LISTA- VERKIN LÍKA SIÐLAUS? FÆR ÍSLAND TVO HEIMALEIKI Í UMSPILINU? ILLIR LISTAMENN 29 DREGIÐ Í SVISS Í DAG 24FIMMTUGUR Í DAG 22 Biðla til hóps fjárfesta  Stofnendur Play reyna að kalla ferðaþjónustufyrirtæki sameiginlega að borðinu  Hlutafjársöfnun gengur hægt  SAS hyggst hrista verulega upp í markaðnum Með fundinum freista aðstandend- ur félagsins þess að tryggja veru- legan hluta þeirra 1,7 milljarða króna sem ætlunin er að safna meðal innlendra fjárfesta til verkefnisins. Ekki tókst að ná í Arnar Má Magn- ússon, forstjóra Play, og er hann sagður í fundamaraþoni með mögu- legum fjárfestum. Fjárfestar sem Morgunblaðið hefur rætt við segja að stofnendur félagsins muni mögu- lega þurfa að slá af kröfum um 50% hlut í félaginu, eigi markmið um 1,7 milljarða í nýju fjármagni inn í félag- ið að nást. Á sama tíma og Play hyggst hefja flug sem tengi saman Evrópu og Bandaríkin með milli- lendingu á Íslandi hefur SAS til- kynnt að á næsta ári muni félagið hefja beint flug milli Danmerkur og Bandaríkjanna á nýjum og lang- drægum A321LR-þotum. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Forsvarsmenn Play reyna nú að kalla saman hóp fjárfesta í íslenskri ferðaþjónustu í von um að fá megi hann sameiginlega að fjárfestingu í félaginu. Treglega hefur gengið að fá fjárfesta til þess að skuldbinda sig til þátttöku í hlutafjársöfnun sem stað- ið hefur yfir um nokkurra vikna skeið. Vaxtaráform » Play stefnir á að safna 1,7 milljörðum meðal fjárfesta. » Félagið hyggst vera með 10 þotur í rekstri á árinu 2022. » Play áformar flug til Banda- ríkjanna á nýju ári. MForsvarsmenn Play biðla … »12 Árleg mannréttindaherferð Íslandsdeildar Am- nesty International var sett í gær og ber hún yf- irskriftina Þitt nafn bjargar lífi. Markmiðið er að safna undirskriftum fólks til að vekja athygli á mannréttindabrotum gegn börnum og ungu fólki. Viðburðurinn einkennist af gagnvirkri ljósainn- setningu þar sem nafn viðkomandi birtist um leið og skrifað er undir. Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona setti viðburðinn formlega. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nöfnin koma í ljós Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Fimmta hvert heimili á leigumark- aði er undir lágtekjumörkum á síð- asta ári samanborið við 6% heimila í eigin húsnæði, samkvæmt nið- urstöðum lífskjararannsóknar Hag- stofu Ísland. „Þetta er í samræmi við það sem við höfum verið að halda fram á síðustu árum og er meðal annars hvatinn að því að við lögðum gríðarlega mikla áherslu á að byggja upp félagslegt húsnæðiskerfi fyrir nákvæmlega þennan hóp,“ segir Henný Hinz aðalhagfræðingur ASÍ. 9% undir fátækramörkum Tölur um lágtekjumörk sem einn- ig voru teknar saman í rannsókninni sýna að 9% íbúa á Íslandi eru undir lágtekjumörkum eða um 31.400 ein- staklingar á 16 þúsund heimilum. Hlutfallslega eru þó færri undir lág- tekjumörkum hérlendis en á Norð- urlöndunum þar sem hlutfallið er 16- 18%. Færri búa við skort á efnis- legum gæðum nú en árið 2016, eða 4% einstaklinga samanborið við 6,1% árið 2016. »14 20% leigu- taka undir mörkum  Færri búa við skort en árið 2016 Morgunblaðið/Hari Uppbygging ASÍ hefur lagt áherslu á félagslegt húsnæðiskerfi hér. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er mikill áhugi á því að ala lax á landi. Verð á laxi hefur verið mjög hátt og eftirspurnin eykst stöðugt. Menn hafa verið að skoða þessa möguleika, sérstaklega þar sem langt er til framleiðsluland- anna,“ segir Jónas Jónasson, for- stjóri Stofnfisks, en fyrirtækið er þátttakandi í landeldisuppbygging- unni sem nú er að ganga yfir víða um heim. Jónas segir að horft sé til þess í þessum löndum að mikið er flutt inn af laxi með flugi, ýmis heilum eða í flökum. Með því að framleiða laxinn á staðnum sparist flutnings- kostnaður. „Enn er talið að fram- leiðslukostnaður í landstöðvum sé meiri en í sjókvíum. Margir telja sig hins vegar geta unnið upp muninn með því að draga úr flutningskostn- aði,“ segir Jónas. Stofnfiskur selur hrogn til nýrr- ar landeldisstöðvar í Miami í Bandaríkjunum sem er með stór áform um stækkun og til landeldis í Póllandi, Sviss, Danmörku, Kína og Dubai, svo dæmi séu tekin. Hrognin sem Stofnfiskur framleiðir hér á landi geta í fyllingu tímast orðið að 500 þúsund tonnum af laxi. »4 Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Klakstöð Estrela Abelleira vinnur með hrogn frá Stofnfiski í seiðastöð Arctic Fish í Tálknafirði. Hún hreinsar egg og dauð seiði úr klakbökkum. Laxahrogn til landeldis víða um heim  Nýjar landeldisstöðvar byggðar upp  Stofnfiskur sér eldi fyrir hrognum  Banaslys varð á Þjóðvegi 1 í ná- munda við bæinn Viðborðssel í Sveitarfélaginu Hornafirði síð- degis í gær. Slysið varð um klukkan 17.30 og bar að með þeim hætti að ekið var á gangandi vegfaranda. Samkvæmt tilkynningu frá lög- reglu komu lögreglu- og sjúkra- flutningamenn fljótlega á vett- vang og rannsóknarnefnd umferðarslysa ásamt tæknimönn- um frá lögreglu fylgdi svo í kjöl- farið. Var þjóðveginum lokað um tíma á meðan störfum var sinnt á vettvangi og fyrir vikið voru nokkrar umferðartafir fram eftir kvöldi. Banaslysið er hið fimmta sem verður í umferðinni það sem af er ári. Síðasta banaslys í um- ferðinni varð í september. Banaslys varð í Hornafirði í gær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.