Morgunblaðið - 22.11.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019 Páll Vilhjálmsson kaupir ekkiskoðunarlaust að maðurinn stjórni veðrinu með litlaputta:    ÞingmaðurVinstri grænna og ráðherra, Svan- dís Svavarsdóttir, játar að trúin á manngert veður er vinstripólitík.    Ráherrann segirhægrimenn hafa „efasemdir gagnvart loftslags- breytingum“ og dregur þar fram að málefnið er pólitískt fremur en vís- indalegt.    Í leiðinni, og líklega án þess aðætla sér það, varpar Svandís ljósi á ólík eðliseinkenni hægri- og vinstrimanna. Þeir fyrrnefndu efast en fullvissan er öll til vinstri. Efahyggja er til hægri en trúarhiti til vinstri.    Karl Marx var hjáguð vinstri-manna á síðustu öld. Hann brást þegar á daginn kom að meint járnhörð lögmál sögulegrar efn- ishyggju stóðust ekki. Kommúnism- inn var veraldleg trú sem stóðst ekki próf reynslunnar.    Vinstrimenn leituðu fyrir sérmeð nýja hugmyndafræði og fundu hana í trú á manngert veður og yfirvofandi heimsendi.    Hægrimenn gjalda varhug viðtrúarhitanum. Offorsinu fylgir einatt yfirgangur, frekja og í mörgum tilfellum hrein illska. Allt í nafni málstaðarins, auðvitað. Huggulegt af ráðherranum að viðurkenna þetta. Takk, Svandís.“ Svandís Svavarsdóttir Má fá ósamsett veður í IKEA? STAKSTEINAR Páll Vilhjálmsson Hafin er endurnýjun á sjúkrabíla- flota landsins samkvæmt þeirri ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands að kaupa 25 nýja slíka bíla. Reiknað er með að fyrstu bílarnir verði af- hentir fullbúnir til notkunar í sept- ember á næsta ári. Í útboði Ríkis- kaupa átti fyrirtækið Fastus hf. tilboðið sem skoraði hæst og var tek- ið. Sjúkrabílarnir nýju verða alls 25 og af gerðinni Mercedes Benz Sprin- ter. Þeir eru stórir og rúmgóðir sem auðveldar sjúkraflutningamönnum að hlúa að sjúklingum. Í útboðinu var kostað kapps að nýir bílar myndu uppfylla ströngustu kröfur sérfræðinga varðandi öryggi, aðbún- að og vinnuumhverfi. Samkvæmt fyrrnefndu samkomu- lagi milli Sjúkratrygginga Íslands og Rauða krossins er gert ráð fyrir að alls verði 68 sjúkrabifreiðar endur- nýjaðar fyrir árslok 2022, en flotinn samanstendur af um 80 bílum alls. Í tilkynningu er haft eftir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að í heilbrigðisstefnu stjórnvalda sem gildir til ársins 2030 sé mikið lagt upp úr skilvirkum sjúkraflutn- ingum sem lið í því að jafna aðgengi landsmanna að góðri heilbrigðis- þjónustu óháð búsetu. Endurnýjun sjúkrabifreiða og -búnaðar skipti þar miklu máli. sbs@mbl.is Samið um nýjar sjúkabifreiðar  Kaupa 25 nýja bíla í fyrstu lotu  Að- gengi að heilbrigðisþjónustu sé jafnað Morgunblaðið/Jakob Fannar Bíll Alls 68 sjúkrabifreiðar verða endurnýjaðar fyrir árslok 2022. Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is GOTT VERÐ ALLA DAGA Gerið verðsamanburð Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra hleypti af stokkunum árlegu eldvarnarátaki í gærmorgun. Sýndi hún m.a. annars fimi sína þegar hún slökkti elda á skólalóð Kópavogs- skóla. Sagði hún af því tilefni frá því að hún hafi eitt sinn þurft að kalla á slökkviliðið þegar eldur kviknaði í pottum í eldhúsinu hjá henni þegar hún var að sjóða snuð. „Ég hef verið sérstaklega passasöm síðan og það sem við vorum að læra í dag [í gær] var líka mikilvægt fyrir mig því það þurfa allir að fara yfir þetta reglulega á sínum heimilum. Hvort eldvarnir séu í lagi því þetta getur gerst á svip- stundu,“ segir Katrín í samtali við mbl.is. Ráðherrann tók þátt í rýming- aræfingu og ræddi við börn í þriðja bekk um forvarnir á heimilum. Átak- ið er að frumkvæði Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Farið er yfir helstu atriði eldvarna á heimilinu með börnunum, svo sem um nauðsyn þess að hafa reykskynj- ara, slökkvitæki og eldvarnateppi á heimilinu. Reynslan sýnir að fræðslu- fundir með börnunum eru áhrifrík leið til að fá börn og foreldra til að efla eldvarnir heima fyrir. Morgunblaðið/Hallur Már Slekkur eld Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sýndi fimi sína þegar hún slökkti eld með eldvarnartæki í Kópavogsskóla í gær. Vör eftir snuðbruna  Katrín sinnti árlegu eldvarnarátaki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.