Morgunblaðið - 22.11.2019, Page 11

Morgunblaðið - 22.11.2019, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hestamannafélagið Dreyri er að undirbúa byggingu reiðskemmu í hesthúsahverfinu Æðarodda á Akra- nesi. Formaður félagsins vonast til að framkvæmdir hefjist á næstu mánuðum, í það minnsta rísi húsið á næsta ári. Reiðskemman verður 25 sinnum 50 metrar að gólfflatarmáli. Hún er ætluð til að félagsmenn geti þjálfað hesta sína inni að vetrinum. „Aðal- hugsunin er sú að við höfum aðstöðu fyrir æfingar og starf fyrir ungdóm- inn allt árið,“ segir Ása Hólmars- dóttir, formaður Dreyra. Áætlað er að kostnaður við bygg- inguna verði 120 milljónir kr., að meðtöldum gatnagerðargjöldum til bæjarins. Félagið leggur sjálft til 26 milljónir og Hvalfjarðarsveit 10 milljónir enda nær félagssvæðið til beggja sveitarfélaganna. Akranes- bær greiðir það sem upp á vantar. Ása segir að félagið eigi ágætan sjóð enda hafi það verið að spara fyrir reiðskemmu í nokkur ár. Raunar séu félagsmenn löngu orðnir óþreyju- fullir í biðinni enda sé Akranes síð- asti eða með allra síðustu bæjum landsins sem ekki hafi reiðskemmu til afnota fyrir æskulýðsstarf og tamningamenn. Gatan heiti Blautós Beinast lá við að gefa reiðhöllinni númerið 1 við Æðarodda en það hefði þýtt að númera hefði þurft öll hest- húsin upp á nýtt. Því var ákveðið að búa til nýja götu sem þó verður ekki lögð. Dreyri leggur til við bæinn að nafn hennar verði Blautós. Það segir Ása að sé gert með vísan til sam- nefnds óss sem gatan liggur að en neitar því að það hafi nokkuð með gamlar syndir hestamanna að gera. Ljósmynd/Ása Hólmarsdóttir Æðaroddi Reiðhöllin verður byggð framan við hesthúsin. Fáum aðstöðu fyrir ungdóminn Byltingarkennd nýjung í margskiptum glerjum 50–65% stærra lessvæði Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Mér finnst aðdáunarvert að Bændasamtök Íslands hafi tekið þann pól í hæðina að hlusta á gras- rótina. Það sýnir félagsþroska á þeim stað. Ég vona að þau nái ár- angri í viðræðunum,“ segir Þröstur Aðalbjarnarson, bóndi á Stakkhamri á Snæfellsnesi, um ákvörðun stjórn- ar Bændasamtaka Íslands um að fresta atkvæðagreiðslu meðal bænda um endurskoðun búvörusamnings og leita eftir viðræðum við ríkisvald- ið um breytingar á samkomulaginu. „Við erum hagsmunafélag bænda og vinnum fyrir bændur. Við fengum undirskriftalista þar sem bændur lýsa áhyggjum yfir ákveðnum atrið- um í samningnum. Ákveðið var að fresta atkvæðagreiðslunni um viku og láta reyna að það hvort við fengj- um mögleika á breytingum,“ segir Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtaka Íslands. Atkæðagreiðslan hefst að óbreyttu miðvikudaginn 27. nóvem- ber. Fulltrúar Bændasamtakanna hafa hafið viðræður við fulltrúa rík- isins. „Þetta er tíminn sem við höf- um. Það verður að koma í ljós hvort við náum úrbótum eða ekki,“ segir Guðrún þegar hún er spurð að því hvort þessi tími dugi. 340 bændur höfðu á þriðjudag skrifað undir áskorun um að aftur verði sest að samningaborðinu. Eitt- hvað hefur bæst við síðan og Þröstur segir að áfram verði tekið við listum næstu daga. Verðlagsmál og kvótaviðskipti Guðrún vill ekki fara út í einstök atriði í viðræðum við ríkið. Gagnrýn- in hefur beinst að því að ekki hafi verið lokið við endurskoðun allra at- riða samningsins, svo sem verðlags- málanna, og að ekki hafi verið gengið nógu vel frá umgjörð kvótaviðskipta. Efna á til nýrrar atkvæðagreiðslu um verðlagningu mjólkurafurða á komandi vori. Þröstur telur best fara á því að gera ákveðnar breytingar strax til að bændur geti átt viðskipti með kvóta en efnt verði til atkvæðagreiðslu í vor um heildarpakkann þegar end- urskoðuninni verði að fullu lokið. Kom á óvart Guðrún segir að stjórnin hafi vitað af ákveðinni óánægju með sam- komulagið en undirskriftalistarnir hafi þó komið henni á óvart. „Þegar við gerðum samninginn töldum við okkur vera komin með góðan samn- ing í hendurnar,“ segir hún. Látið reyna á hvort breytingar nást fram  Fulltrúi óánægðra bænda vill kosningu um heildarpakka Morgunblaðið/Eggert Kýr Það kemur í ljós fyrir miðja næstu viku hvort samningamenn bænda ná fram breytingum á samkomulagi um endurskoðun búvörusamnings.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.