Morgunblaðið - 22.11.2019, Page 12

Morgunblaðið - 22.11.2019, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019 Atvinna jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Forsvarsmenn flugfélagsins Play gera nú lokatilraun til þess að ná sam- an hópi fjárfesta að félaginu sem von- ir standa til að muni leggja því til 12 milljónir evra, jafnvirði um 1,7 millj- arða króna. Heimildir Morgunblaðs- ins herma að viðtökur fjárfesta við uppleggi stofnendanna hafi verið mjög tregar og að þrotlaus vinna síð- ustu vikna hafi þokað félaginu lítt áfram í leit að nýju hlutafé. Nú mun stefnt að því að kalla sam- an hóp eigenda stöndugra ferðaþjón- ustufyrirtækja og kynna fyrir þeim sameiginlega framtíðarsýn stofnend- anna fyrir félagið. Standa vonir hóp- isns til að á slíkum fundi megi byggja upp samstöðu meðal fyrirtækjanna um að leggja Play til fjármagn. Meðal þess sem fundurinn á að ná fram er að undirstrika mikilvægi þess fyrir ís- lensk ferðaþjónustufyrirtæki að framboð á flugleiðunum til og frá Ís- landi verði aukið með lággjaldaflug- félagi sem fylli með einhverjum hætti skarðið sem WOW air skildi eftir sig. Í síðasta lagi um helgina Morgunblaðið hefur ekki fengið staðfest hvenær fundurinn fer fram en í gærdag var stefnt að því að hann yrði haldinn í dag eða um helgina. Miklu skiptir að sögn heimildar- manna blaðsins að koma fjármögnun félagsins í fastar skorður með hluta- fjárframlagi innlendra fjárfesta. Þann 11. nóvember síðastliðinn lýsti Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, því yfir í Kastljósi í Ríkissjón- varpinu að vonir stæðu til þess að hægt yrði að hefja farmiðasölu innan fárra daga og að félagið stefndi á jómfrúarflug í desember. Enn hefur flugrekstrarleyfi ekki verið gefið út. Viðmælendur Morgunblaðsins, sem hafa mikla reynslu af flugrekstri, tengja töfina á útgáfu leyfisins beint við það hökt sem orðið hefur á hluta- fjársöfnuninni. Þurfa mikið fjármagn í upphafi Útgáfa flugrekstrarleyfis er bund- in ströngum skilyrðum. Meðal þess sem þar er krafist er að leyfisum- sækjandi hafi „til afnota eitt eða fleiri loftför í krafti eignarhalds eða samn- ings um tómaleigu“. Play hefur gefið það út að félagið hafi tryggt tvær vél- ar til farþegaflutninga í upphafi rekstrar. Sérfræðingar á flugmarkaði segja að flugvélaleiga af þessu tagi sé bundin ströngum skilyrðum og m.a. framlagningu trygginga sem svari til að minnsta kosti þriggja mánaða leigu á vélunum. Miðað við upplýsing- ar sem Morgunblaðið hefur birt upp úr fjárfestakynn- ingu Play má gera ráð fyrir að leiga á A320-vélum þeim sem félagið hyggst taka í notkun nemi um 50 milljónum á mánuði fyrir hverja þeirra. Því þarf Play að öllum líkindum að reiða fram 300 milljóna króna tryggingu í tengslum við leigu á vélunum tveimur áður en starfsem- in kemst á fót. Auk þessara trygginga þarf Play að færa sönnur á gagnvart Sam- göngustofu, útgefanda flugrekstrar- leyfisins, að það geti hvenær sem er á þeim tveimur árum sem líða frá upp- hafi rekstrarins staðið við: „raunveru- legar og mögulegar skuldbindingar og aðrar skuldbindingar sem kann að verða stofnað til“. Þá þarf félagið einnig að geta í „þrjá mánuði frá upp- hafi rekstrar staðið undir föstum út- gjöldum og rekstrarkostnaði, sem stofnað er til vegna starfsemi sam- kvæmt viðskiptaáætlun og á grund- velli raunhæfra forsendna, án þess að tekið sé tillit til hvers konar tekna af rekstrinum“. (Reglugerð Evrópu- þingsins og Ráðsins nr. 1008/2008). Telja skiptinguna óraunsæja Morgunblaðið hefur á undanförn- um vikum rætt við marga fjárfesta sem forsvarsmenn Play eða Íslensk verðbréf í þeirra umboði, hafa nálgast í von um þátttöku í fjárfestingunni. Hafa þeir allir lýst efasemdum um að fjárfestar muni fást að borðinu með 12 milljónir evra gegn helmingshlut í félaginu. Það feli í sér ofmat af hálfu stofnenda Play að framlag þeirra skuli metið á annað eins. Þannig sé hlutur hvers og eins stjórnendanna fjögurra metinn á u.þ.b. 400 milljónir skv. fyrirliggjandi fjárfestakynningu. Nefndi einn viðmælenda blaðsins að sökum þess hve gríðarlega fjárfrekur rekstur fé- lags af þessu tagi væri og áhættusamur, þyrfti hlutdeild þeirra sem legðu félaginu til 1,7 milljarða króna að nema 80-90% af útgefnu hlutafé til að tryggja 12 milljóna evra fjármögn- un að félaginu. Samkvæmt uppleggi hópsins munu fjárfestar sem leggja fjármagn til fé- lagsins fá helmingshlut í því, á móti helmingshlut stofnenda og lykil- starfsmanna. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvort stofnendur Play hafi opnað á þann möguleika, m.a. í aðdraganda fyrrnefnds fundar sem nú er ætlunin að halda, að breyta hlutaskiptingu milli eigenda félagsins. Forsvarsmenn Play biðla til fyrirtækja í ferðaþjónustunni  Leita leiða til þess að fá fyrirtækin sameiginlega að fjármögnun flugfélagsins Morgunblaðið/Hari Örlagadagur Play var kynnt til sögunnar 5. nóvember síðastliðinn. Sléttu ári eftir að tilkynnt var um kaup Ice- landair Group á WOW air. Þau kaup runnu út í sandinn. Forsvarsmenn Play, Þóroddur Ari Þóroddsson, Bogi Guð- mundsson, Arnar Már Magnússon og Sveinn Ingi Steinþórsson, vinna nú að því að Play hefji sig til flugs. ● Hjónin Svanhild- ur Nanna Vigfús- dóttir og Guð- mundur Þórðarson seldu í gegnum fé- lag sitt K2B 7,25% hlut sinn í trygg- ingafélaginu VÍS. Voru þau þriðji stærsti hluthafi fé- lagsins og seldu þau 142 milljónir bréfa á genginu 10,96 fyrir um 1,55 milljarða króna. Þetta kom fram í til- kynningu til Kauphallar Íslands í gær vegna viðskipta innherja, en Svanhildur er stjórnarmaður í félaginu. Í hlut- hafalista VÍS sem síðast var uppfærður 30. september var Lífeyrissjóður versl- unarmanna stærsti hluthafinn í trygg- ingafélaginu með 8,13% hlut og næstur kom vogunarsjóðurinn Landsdowne partners sem fer með 7,69% hlut. Svanhildur var áður stjórnarformaður VÍS en sagði af sér stjórnarformennsku í kjölfar rannsóknar héraðssaksóknara á kaupum hjónanna og fleiri fjárfesta í Skeljungi árið 2008. Í samtali við mbl.is staðfesti Ólafur Þór Hauksson héraðs- saksóknari að málið sé enn til rann- sóknar og að yfirheyrslur hafi átt sér stað í októbermánuði síðastliðnum. Engin ákvörðun hefur verið tekin um ákæru í málinu. Svanhildur og Guðmundur selja hlut sinn í VÍS Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir. 22. nóvember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.5 123.08 122.79 Sterlingspund 158.14 158.9 158.52 Kanadadalur 91.99 92.53 92.26 Dönsk króna 18.132 18.238 18.185 Norsk króna 13.332 13.41 13.371 Sænsk króna 12.625 12.699 12.662 Svissn. franki 123.53 124.23 123.88 Japanskt jen 1.1292 1.1358 1.1325 SDR 168.44 169.44 168.94 Evra 135.52 136.28 135.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.0554 Hrávöruverð Gull 1475.7 ($/únsa) Ál 1734.0 ($/tonn) LME Hráolía 60.94 ($/fatið) Brent Eimskipafélag Íslands hagnaðist um 7,1 milljón evra á þriðja ársfjórðungi 2019, jafnvirði 965 milljóna íslenskra króna. Þetta er hækkun um 0,8 milljónir evra á milli ára en á sama tíma í fyrra nam hagnaður félagsins 6,3 milljónum evra, eða 862 millj- ónum króna. Eignir félagsins námu í lok tíma- bilsins rúmum 526 milljónum evra, eða jafnvirði 72 milljarða króna. Þær hækkuðu um 7,8% milli ára, en eign- irnar voru 488 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Eigið fé Eimskips nam rúmum 237 milljónum evra í lok fjórðungs- ins, eða 32 milljörðum króna, og lækkaði um 2,2% milli ára. Eigið féð var tæpar 243 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Eiginfjárhlutafall félagsins lækk- aði milli ára. Það er nú 45,1% en var 49,7% á sama tíma 2018. Vilhelm Már Þorsteinsson for- stjóri félagsins segist í tilkynningu vegna uppgjörsins vera almennt sáttur við afkomuna. Morgunblaðið/Eggert Flutningar Tekjur Eimskips voru 24 milljarðar á þriðja ársfjórðungi. 965 m.kr. hagnaður Eimskips  Eigið féð lækkar milli ára um 2,2% Hlutabréf í tryggingafélaginu VÍS lækkuðu um 2,54% í kauphöll í gær í viðskiptum upp á 1.619 milljónir kr. Að stórum hluta til má rekja það til sölu bréfa Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar Þórð- arsonar í félaginu sem nánar er fjallað um á síðunni. Hlutabréf Ice- landair lækkuðu næstmest, eða um 1,48% í 60 milljóna króna við- skiptum og standa í 7,33 kr. Sú lækkun bætist við um 5% lækkun bréfa félagsins á miðvikudag. Á þriðjudag hækkuðu bréfin um tæp 10% sem rakið var til erfiðleika með fjármögnun flugfélagsins Play í fjölmiðlum. Hlutabréf Símans hækkuðu mest, um 2,79% í 428 milljóna króna viðskiptum. Stendur gengi bréfanna í 5,15 kr. 2,5% lækkun bréfa VÍS Samkeppnin á þeim leiðum sem Play stefnir á er síkvik og flugfélög vest- anhafs og austan leita leiða til að styrkja stöðua sína á markaðnum. Nýj- asta útspilið í þeim efnum kom frá SAS í liðinni viku þegar uppýst var að félagið myndi taka A321LR-þotur í þjónustu sína 18. september á næsta ári. Þær verða notaðar, sökum langdrægni sinnar, í beinu flugi milli Kaup- mannahafnar og Boston í Bandaríkjunum. Fyrir þá sem vilja ferðast milli Danmerkur og Bandaríkjanna mun því standa til boða beint flug í stað millilendingar eins og verið hefur. SAS hyggst kynna fleiri áfangastaði sem A321LR-vélunum verður beint inn á og nefnir félagið austurströnd Bandaríkjanna í því sambandi, Kanada, Mið-Austurlönd og Indland. Meðal þess sem SAS gerir út á með hinum nýju vélum er um- hverfisvernd. Hinar nýju vélar eru sparneytnari en eldri útfærslur og þá hlýst smærra kolefnisfótspor af beinu flugi milli fyrr- nefndra staða en þar sem millilenda þarf á leiðinni. Síkvikur markaður KOMAST YFIR HAFIÐ ÁN MILLILENDINGAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.