Morgunblaðið - 22.11.2019, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Mótmælin íHongKong hafa
nú staðið yfir í um
fimm mánuði, og
virðist nánast útséð
um að þeim muni
linna á næstunni af sjálfs-
dáðum. Það er til merkis um al-
varleika málsins að Xi Jinping,
forseti Kína, hefur lýst því yfir
að mótmælin tefli í hættu lof-
orðinu um „eitt ríki með tveim-
ur kerfum“, sem fól í sér að íbú-
ar nýlendunnar myndu njóta
áfram þeirra víðtæku réttinda
sem breska yfirstjórnin hafði
veitt þeim næstu fimmtíu árin.
Það loforð er í raun ein af
grunnástæðum þess að margir
íbúar Hong Kong telja sig
knúna til mótspyrnu. Réttindi
af því tagi sem fólust í loforðinu
rúmast illa innan sósíalískra
stjórnarhátta, þar sem litið er á
andstæða skoðun sem ógn við
kerfið. Kínversk stjórnvöld hafa
því þrengt að þeim réttindum
með ýmsum hætti, og í raun
hækkað jafnt og þétt undir þeim
suðupotti sem Hong Kong er
nú.
Í orðum Xis felst að sjálf-
sögðu sú hótun að ef mótmæl-
unum linni ekki skjótt reynist
nauðsynlegt fyrir stjórnvöld í
Peking eða yfirstjórnina í Hong
Kong að binda enda á þau með
valdi, og um leið skrúfa fyrir
það sem eftir er af réttindum
Hong Kong. Og líkurnar á því
að sú verði raunin hljóta að hafa
aukist eftir að tveir létust í
óeirðum síðustu viku.
Hin mikla sérstaða Hong
Kong innan Kína
hefur hingað til
haldið ákveðnum
hlífiskildi yfir mót-
mælendum, en mik-
ið af viðskiptum og
erlendri fjárfest-
ingu í Kína fer í gegnum Hong
Kong, einmitt vegna þess að
hingað til hefur mátt treysta því
að nýlendan fyrrverandi byggði
á svipuðu réttarfari og leik-
reglum og vestrænir við-
skiptamenn Kínverja þekkja.
Meðal annars má nefna að
Hong Kong nýtur ákveðinna
ívilnana í viðskiptum við Banda-
ríkin sem meginland Kína gerir
ekki, en Bandaríkjaþing sam-
þykkti í þessari viku lög sem
tækju fyrir þær ívilnanir ef
Hong Kong teldist ekki lengur
vera sjálfstæð eining innan kín-
verska ríkisins, auk þess að
setja viðskiptaþvinganir á þá
einstaklinga sem reyndu að
grafa undan mannréttindum
Hong Kong-búa. Lögin bíða nú
samþykkis Bandaríkjaforseta
en stjórnvöld í Peking hafa mót-
mælt þeim harkalega og sagt
þau „grímulaus inngrip í innan-
ríkismál Kína“.
En mun þetta „inngrip“
Bandaríkjaþings duga sem fæl-
ingarmáttur á kínversk stjórn-
völd? Ætla má að lítið sé eftir af
þolinmæði valdhafanna í Peking
og hæpið að látið verði undan
kröfum mótmælenda svo neinu
nemi. Það kæmi því ekki á óvart
þó að mótmælin yrðu barin nið-
ur af hörku og þau réttindi
Hong Kong-búar sem hafa notið
yrðu afnumin fyrir fullt og allt.
Kínversk stjórnvöld
hóta Hong Kong og
taka illa í ný lög frá
Bandaríkjaþingi}
Þolinmæðin að þverra
Enginn endirvirðist vera á
stjórnarkreppu
þeirri sem myndast
hefur í Ísrael, eftir
að ljóst varð að
hvorki Benjamín Netanyahu
forsætisráðherra né Benny
Gantz, formaður Bláhvíta
bandalagsins, mun að óbreyttu
ná að mynda starfhæfa rík-
isstjórn. Munar þar mestu um
að Avigdor Lieberman, fyrrver-
andi varnarmálaráðherra lands-
ins, hefur útilokað að hann muni
mynda meirihluta með annarri
hvorri blokkinni, en úrslit síð-
ustu kosninga settu Lieberman
í kjörstöðu.
Nú fara í hönd þrjár vikur
þar sem hvaða þingmaður sem
er getur myndað stjórn ef hann
getur sýnt fram á að hann hafi
meirihluta þingmanna, eða 61 af
þeim 120 sem kosnir eru til ísr-
aelska þingsins. Það er hins
vegar hægara sagt en gert, en
helsti hvatinn sem gæti ýtt und-
ir óvænta stjórnarmyndun er sú
staðreynd að náist það ekki
verður boðað til nýrra kosninga,
þeirra þriðju á innan við ári.
Einn möguleikinn er sagður
vera þjóðstjórn á
milli
Likud-bandalags
Netanyahus og
Bláhvítra, en ljóst
er að langt er á
milli forsætisráðherrans og
Gantz, svo að slíkt samstarf yrði
snúið. Þá flækir málin að í gær
kom fram að Netanyahu yrði
sóttur til saka fyrir meinta
spillingu, en Gantz sótti mjög
hart að forsætisráðherranum
vegna þeirra mála í kosninga-
baráttunni.
Gantz hefur í raun nær úti-
lokað að hann vilji vinna með
Netanyahu, en hefur sagst
reiðubúinn að íhuga þjóðstjórn
ef Likud-flokkurinn skipti um
mann í brúnni. Þar á bæ eru
menn skiljanlega ekki hressir
yfir slíkum kröfum frá stjórn-
arandstöðunni, sem síst eru
fallnar til sátta.
Aðstæður eru þannig í stjórn-
málum í Ísrael að þessu sinni að
þær kalla á lausnir sem annars
hefðu ekki komið til greina.
Þess vegna er þrátt fyrir allt
ekki útilokað að ný ríkisstjórn
verði mynduð áður en boða þarf
til þriðju kosninganna í Ísrael.
Hnúturinn í Ísrael
virðist óleysanlegur
en þó er enn von}
Verður kosið enn einu sinni?
Í
slendingar hafa náð góðum árangri í
efnahagsmálum á undanförnum ár-
um. Skuldir ríkisins hafa helmingast
frá árinu 2012 og svigrúm hefur
myndast til skattalækkana. Rík-
isstjórnin boðar lækkun tekjuskatts á næsta
ári. Sú lækkun mun leiða til þess að ráðstöf-
unartekjur þeirra tekjulægstu munu hækka
um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Þá verður
dregið úr álögum á fyrirtæki með lækkun
tryggingagjaldsins.
Það er ástæða til að fagna þessum áformum
enda hafa skattalækkanir lengi verið á stefnu-
skrá Sjálfstæðisflokksins. En ávallt getum við
þó spurt, er nóg að gert? Má ekki taka
ákveðna skattstofna til gagngerrar endur-
skoðunar? Þetta á ekki aðeins við um tekju-
stofna ríkisins heldur einnig sveitarfélag-
anna. Nefna má fasteignaskattinn í þessu
sambandi en hann er næststærsti tekjustofn sveitarfé-
laga á eftir útsvarinu.
Fasteignaskattur ákvarðast af áætluðu markaðs-
verðmæti fasteignar. Þetta mat er framkvæmt af Þjóð-
skrá Íslands. Á grundvelli fasteignamatsins hafa tekjur
sveitarfélaga – og um leið útgjöld heimilanna – af fast-
eignaskatti hækkað mjög verulega á síðustu árum vegna
hækkandi fasteignaverðs. Á milli áranna 2017og 2018
hækkaði heildarmat fasteigna á Íslandi um 12,8% en fyr-
ir árið 2020 er hækkunin rúm 6%. Samtals nema tekjur
sveitarfélaganna af innheimtu fasteignaskattsins vel yfir
40 milljörðum króna á ári.
En er eðlilegt að sveiflukennt og áætlað söluverðmæti
eignar myndi skattstofn? Að skattstofninn
hækki vegna þess eins að það er húsnæð-
isbóla í hagkerfinu? Hjá flestum er eignin er
sú sama, nýting hennar hefur ekkert breyst
og þjónusta sveitarfélagsins óbreytt. Í þessu
felst að gengið er á eign þeirra sem búa í eigin
húsnæði. Ef eignin er leigð út hækkar leigu-
verðið. Skatturinn hækkar vegna þess að önn-
ur hús hafa áhrif til hækkunar á áætlað sölu-
verð fasteignarinnar.
Framangreint fyrirkomulag hefur leitt til
þess að tekjur sveitarfélaga af skattinum hafa
hækkað sjálfkrafa um tugi prósenta á örfáum
árum. Greiðendur skattsins sjá að vísu hærri
tölur á blaði varðandi verðmæti eignarinnar
en það er sýnd veiði en ekki gefin. Aðeins er
um matskennda áætlun að ræða en ekki raun-
veruleg verðmæti sem skattgreiðandinn get-
ur nýtt sér. Hækkunin tengist ekki aukinni
þjónustu. Staðreyndin er sú að álögur á viðkomandi hafa
aukist og hann hefur minna á milli handanna ár frá ári
vegna skattheimtunnar.
Margar Evrópuþjóðir hafa afnumið skatta af þessu
tagi. Norðurlandaþjóðir miða slíka álagningu við 70-80%
af áætluðu fasteignamati og styðjast auk þess við lægra
skatthlutfall. Þegar stefnt er að auknu gagnsæi, festu og
fyrirsjáanleika í allri skattheimtu hljótum við að finna
sanngjarnari leið en matskennt markaðsverðmæti fast-
eigna til að afla sveitarfélögunum tekna.
aslaugs@althingi.is
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Sjálfkrafa skattahækkun
Höfundur er dómsmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
Fimmta hvert heimili áleigumarkaði var undirlágtekjumörkum á síðastaári samanborið við 6%
heimila í eigin húsnæði, samkvæmt
niðurstöðum lífskjararannsóknar
Hagstofu Íslands. Henný Hinz, aðal-
hagfræðingur Alþýðusambands Ís-
lands, segir niðurstöðurnar ekki
koma á óvart og vera í raun afleið-
ingu óviðunandi húsnæðisúrræðis
fyrir tekjulága hópa.
„Þessar tölur eru ákveðin stað-
festing á því sem við höfum séð með
ýmsum vísbendingum á síðustu
árum,“ segir Henný.
Lágtekjuhlutfallið hefur ávallt
verið hærra meðal leigjenda en með-
al fólks sem býr í eigin húsnæði frá
því að mælingar hófust árið 2004.
Hlutfallið meðal leigjenda í
fyrra var það sama og árið 2014,
þegar það mældist 20%, og er það
lægsta hlutfall frá upphafi mælinga.
Hlutfall eigenda undir lágtekju-
mörkum fór hæst í 11% árið 2007 en
var lægst árin 2011 og 2012 þegar
það var um 5%. Frá því að mælingar
hófust hefur hlutfall leigjenda undir
lágtekjumörkum verið 25% að
meðaltali, en hæst fór það í 32% árið
2009.
Hvatinn að almenna
íbúðakerfinu
Henný segir niðurstöður frá
hruni vera hvatann að því að koma á
fót almennu íbúðakerfi. „Þetta er í
samræmi við það sem við höfum ver-
ið að halda fram á síðustu árum og
er meðal annars hvatinn að því að
við lögðum gríðarlega mikla áherslu
á að byggja upp félagslegt hús-
næðiskerfi fyrir nákvæmlega þenn-
an hóp, sem er almenna íbúðakerfið.
Við sáum vísbendingar um þetta fyr-
ir alllöngu og við teljum þetta meðal
annars vera afleiðingu af því að það
hafi ekki verið viðunandi húsnæðis-
úrræði fyrir tekjulága hópa,“ segir
hún og bætir við að ASÍ vilji sjá hlut-
fallið lækka enn frekar.
„Þess vegna teljum við mikil-
vægt að halda áfram að byggja upp
öruggar húsnæðislausnir á viðráðan-
legum kjörum fyrir þessa hópa.“
Slíkar aðgerðir eru í farvatninu en
meðal tillagna átakshóps um aukið
framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir
til að bæta stöðu á húsnæðismark-
aði, sem kynntar voru í upphafi árs,
er að hluti af uppbyggingu íbúða til
að mæta óuppfylltri íbúðaþörf verði
innan kerfis almennra íbúða með því
að ríki og sveitarfélög auki fjárveit-
ingu í stofnframlög á næstu árum.
Skref í rétta átt
„Það er skref í rétta átt að við
erum komin með almenna íbúða-
kerfið sem hefur það að skilgreindu
markmiði að byggja upp öruggt
leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði
fyrir tekjulága hópa. Það kerfi er
rétt að komast á fæturna núna, það
mun bætast inn í það á næstu árum
og það mun skipta máli,“ segir
Henný.
Það eitt og sér dugar þó ekki til
að hennar mati. „Við munum áfram
þurfa að huga að því að bæta hús-
næðisbótakerfin og fjölga val-
kostum. Almenna íbúðakerfið er fyr-
ir tiltölulega þröngan hóp, sem þó á
ekki aðgang inn í félagslegt húsnæði
sveitarfélaganna. Við munum áfram
þurfa að huga að því að byggja upp
fjölbreyttar húsnæðislausnir sem
tryggja húsnæðisöryggi og
viðráðanlegan húsnæðiskostnað
því þetta tvennt er svo sam-
tengt. Um leið og húsnæð-
iskostnaður er ekki við-
ráðanlegur býr fólk ekki
við húsnæðisöryggi.“
Afleiðing óviðunandi
húsnæðisúrræðis
Árið 2018 voru 9% íbúa á Ís-
landi undir lágtekjumörkum
eða um 31.400 einstaklingar
sem bjuggu á um 16 þúsund
heimilum. Lágtekjuhlutfall er
hlutfall einstaklinga sem eru
með ráðstöfunartekjur undir
lágtekjumörkum.
Hlutfallslega færri voru und-
ir lágtekjumörkum hérlendis
árið 2018 en á Norðurlöndun-
um þar sem hlutfallið var 16-
18%.
Þegar litið er til
skorts á efnislegum
gæðum reyndust
4% einstaklinga
búa við skort og
0,7% búa við veru-
legan skort árið
2018. Þetta er
lækkun frá
árinu 2016
þegar 6,1%
bjó við skort
og 1,9% við
verulegan
skort efnislegra
gæða.
4% íbúa búa
við skort
LÆGRA HLUTFALL EN Á
NORÐURLÖNDUNUM
Henný Hinz
hjá ASÍ.
Hlutfall heimila undir lágtekjumörkum
2004-2018 eftir stöðu á húsnæðismarkaði
40%
30%
20%
10%
0%
Í eigin húsnæði Í leiguhúsnæði
'04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18
Heimild: Hagstofa Íslands
Fimmta hvert heimili
á leigumarkaði undir
lágtekjumörkum
Sex prósent heimila í eigin
húsnæði undir lágtekjumörkum
Þriðja hvert heimili
á leigumarkaði undir
lágtekjumörkum