Morgunblaðið - 22.11.2019, Page 18

Morgunblaðið - 22.11.2019, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019 ✝ Jón EmilÁrnason fædd- ist í Reykjavík 29. september 1948. Hann lést á Land- spítalanum 6. nóv- ember 2019. For- eldrar hans voru hjónin Ágúst Árni Jónsson bryti, f. 1924, d. 1999, og Sveinsína Ingi- björg Hjart- ardóttir, f. 1924, d. 1998. Bræð- ur Jóns Emils eru Hjörtur Björgvin, f. 1952, Árni Björn, f. 1953, d. 1954, Páll Ingi, f. 1957, Helgi, f. 1962, Hilmar, f. 1963, og Guðni, f. 1967. Eldri dóttir Jóns Emils er Hulda Kristín, eiginmaður hennar er Kristján Friðrik Karlsson og eiga þau saman 4 börn. Móðir Huldu er Kristín Matthildur Valdimarsdóttir. Yngri dóttir Jóns Emils er verkefnum á því sviði, til að mynda átti hann og rak flug- skóla á níunda áratugnum. Í seinni tíð starfaði hann innan geirans í gegnum félag sitt Transatlantic Aviation allt fram á síðasta dag. Jón Emil stóð einnig að rekstri Shell-stöðvarinnar í Borgarnesi með Hirti bróður sínum og hin síðari ár rak hann Orkuskálann við Hraunbæ. Jón Emil var knatt- spyrnumaður og spilaði fram að sjötugsaldri með Lunch United, Jón var einnig liðtækur golfari og gegndi ýmsum trún- aðarstörfum innan Golfsam- bandsins ásamt því að sitja í stjórn sambandsins og í lands- liðsnefnd. Hann var einnig mjög virkur í kjarabaráttu slökkviliðsmanna og sat í stjórnum og samninganefndum fyrir hönd samstarfsmanna sinna. Útför Jóns Emils fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 22. nóvember 2019, klukk- an 11. Magda María. Móð- ir hennar er María Jónsdóttir. Eftirlif- andi eiginkona Jóns Emils er Elín Kjartansdóttir. Jón Emil ólst upp í Kópavogi og Árbæjarhverfi. Hann byrjaði ung- ur að vinna hjá Bílaumboði Ingvars Helgasonar, sam- hliða flugnámi. Hann vann um árabil hjá Arnarflugi og rak bókaverslun um skeið. Lengst af starfaði hann sem slökkvi- liðsmaður á Keflavíkurflugvelli og var aðalvarðstjóri þar uns hann fór á eftirlaun. Jón Emil var leibeinandi fyr- ir Mannvirkjastofnun við þjálf- un slökkviliðsmanna víðsvegar um landið. Flugið stóð hjarta hans nærri og kom hann að ýmiss konar „Hann er farinn,“ sagði Hilmar bróðir þegar hann tilkynnti mér andlát Nonna. Það var óvænt, þótt við vissum að hann væri alvarlega veikur. Í síðasta símtali okkar var hann með hressara móti og stefndi á Spánarferðina sem hann hafði hlakkað til. Þar ætluðum við ásamt konum okkar að spila golf í vetur og njóta lífsins. Nú er hann farinn til annarra sólarlanda, blessaður. Nonni bróðir, eins og við köll- uðum hann, var elstur í bræðra- hópnum og í flestu fyrirmynd okk- ar hinna. Við bjuggum fyrst í Kópavogi en lengst af í Árbæjar- hverfi þar sem foreldrar okkar keyptu hús yfir strákaskarann. Þar fengum við eldri bræðurnir sérherbergi og auðvitað var Nonna herbergi langflottast. Hann átti grammófón og við hinir fengum stundum að hlusta á plöt- ur hjá honum. Hann var líka alltaf flottur í tauinu og glæsilegur. Nonni var alla tíð stóri og góði bróðir minn, sá sem aldrei stríddi og ætíð var gott að leita til með hvaðeina. Samskiptin voru mis- mikil, stundum vegna búsetu, stundum vegna annríkis en alltaf voru þau góð og gefandi. Nonni var mikill snyrtipinni og gjarnan með tuskuna á lofti. Þess nutum við þegar við tókum að okkur rekstur Shell-stöðvarinnar í Borgarnesi 1997. Hann var á þeim tíma í fullri vinnu í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli en kom í Borg- arnes á frívöktum. Þegar hann var mættur á svæðið var allt, innan- dyra sem utan, orðið „spick and span“ á örskömmum tíma. Aldrei bar skugga á samstarfið, hann var lipur við kúnnana og starfsfólkið kunni líka vel að meta karlinn. Hann var traustur, nákvæmur og íhaldssamur í bestu merkingu þess orðs. Reyndar fulltregur að nota heimabanka, vildi frekar standa í röðinni og hitta gjaldker- ann, „krakkar mínir, mér finnst þessi mannlegu samskipti svo miklu huggulegri“. Okkur leið vel í Borgarnesi og eignuðumst góða vini á þeim árum sem ég veit að Jón hélt góðu sambandi við eftir að hann flutti þaðan. Ég sagði stundum að hann væri ekki nógu latur. Það var eins og hann gæti varla setið kyrr og slak- að á. Þessi skortur á leti fékk út- rás á margan hátt, bæði varðandi viðhald og endurbætur á heim- ilinu, í félagsstörfum kringum golfið og slökkviliðið og einnig í viðskiptum kringum flugrekstur erlendis sem hann stundaði um árabil. Þegar hann fór á eftirlaun leið ekki á löngu þar til hann var farinn að reka bensínstöð í Hraun- bænum og þar var aldeilis þrifið og spúlað og ekki vanþörf á. Vinir og kunningjar litu inn í kaffi hjá Nonna og það dreifði athyglinni þegar veikindin fóru að banka upp á. Já, það er sannarlega skarð fyr- ir skildi í hópi bræðranna nú þeg- ar Nonni er horfinn á braut. Hann var sá sem allir gátu leitað til hvort sem þurfti svaramann í heimagiftingu eða ráðleggingar um bílakaup. Við munum ásamt Ellu, Huldu Kristínu, Mögdu Maríu, Bjarna og fjölskyldum halda minningu hans á lofti og horfa fram á veginn þakklát fyrir þennan góða dreng. P.S. Kæri bróðir, við hittumst þegar þar að kemur og ég er viss um þú verður klár á teig og búinn að tía upp. Hjörtur og Unnur. Það var sár frétt að heyra að Jón vinur minn hefði kvatt þetta líf eftir erfið veikindi, sem ég var að vona að hann myndi sigrast á. Við félagar höfðum unnið saman í Slökkviliði Keflavíkurflugvallar í fjölda ára og lengi á sömu vakt. Það voru forréttindi að vinna með Jóni, þar sem hann var einstak- lega ljúfur og samviskusamur maður. Öll störf sem honum voru falin voru unnin af heilindum og vandvirkni, enda hafði Jón ein- staka hæfileika til að fá menn með sér til verka. Jón hafði góða nær- veru og létta lund þar sem oftast var stutt í húmorinn og prakkar- ann í honum, en alltaf samt þannig að enginn leið fyrir, og hlaðast upp minningar um ýmis atvik sem léttu lífið á okkar frábæra vinnu- stað. Elsku vinur, takk fyrir sam- veruna alla tíð og þau góðu áhrif sem þú hafðir á mig og alla aðra sem unnu með þér á vaktinni. Þín er sárt saknað. Elsku Ella og afkomendur, ég samhryggist ykkur innilega. Minning um góðan dreng lifir. Vilhjálmur Arngrímsson. Það var fyrir nokkrum árum að ég fór að venja komur mínar á bensínstöðina Orkuna í Hraun- bænum, Jón Emil hafði tekið við rekstrinum og með okkur tókst vinskapur sem ég mat mikils. Hann var mjög fróður um alla hluti og þess vegna leitaði ég til hans þegar ég stóð í viðskiptum við fyrirtæki í Þýskalandi, var klár í mörgum tungumálum, ásamt fleiru. 29. nóvember sl., sem var afmælisdagurinn minn, hélt hann kveðjukaffi á bensínstöðinni fyrir fastagestina, alltaf jafn flottur og snyrtilegur, þá var hann orðinn veikur af þessum sjúkdómi sem lagði hann að velli. Tómlegt var þegar hann hætti rekstrinum og hætti ég að koma þangað en vin- skapur okkar hélst áfram, höfðum reglulega samband, hann heim- sótti mig í vinnuna og ég fékk fréttir af honum, þegar hann var erlendis, föstudaginn áður en hann kvaddi þennan heim töluð- um við saman í síma en hann var frekar slappur en bar sig vel og sagðist ætla að kíkja á mig í næstu viku en það fór öðruvísi en ætlað var. Mikill söknuður er að þessum góða dreng. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Ég votta öllum aðstandendum innilega samúð. Gunnar Erlendsson. Í dag kveðjum við góðan vin okkar Jón Emil Árnason í hinsta sinn sem fallinn er frá allt of snemma. Hann hefur kvatt jarð- vistina eftir harðvítuga baráttu við illvígan sjúkdóm sem hann tókst á við af miklu æðruleysi. Þau hjón stóðu sterk saman í þeirri baráttu og um tíma hélt maður að hann myndi hafa betur því það voru svo mörg jákvæð teikn og batinn virt- ist upp á við. En því miður kom slæmt bakslag og sjúkdómurinn náði yfirhöndinni. Við kynntumst Jóni fyrir lið- lega tíu árum þegar hann kom inn í líf Ellu vinkonu okkar. Þau urðu ástfangin og náðu strax mjög vel saman. Jón var myndarlegur mað- ur, hann var sterkur karakter með einstaka og kaldhæðna kímnigáfu sem einkenndi hann mjög. Hann var stoltur, traustur og sannur vinur. Ella og Jón voru mjög ham- ingjusöm og þau voru einstaklega glæsilegt par. Á þessum árum höf- um við átt með þeim margar góðar og skemmtilegar stundir sem við erum þakklát fyrir. Það eru dýrmætar og ljúfsárar minningar sem koma upp í hug- ann þegar við hugsum til þessa öð- lings og samverustundanna sem við höfum átt með honum. Síðustu Jón Emil Árnason Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma, dóttir, systir og mágkona, ELSEBETH SÆVARSDÓTTIR GERÐISÁ, lést í Færeyjum 19. október. Jarðarförin fór fram 25. október. Við þökkum innilega sýndan samhug vegna andlátsins. Oleif Gerðisá Johnleif Gerðisá Edla Gerðisá Emma Maria Hentze Ove Hentze Sævar Petreus Gerðisá Andri Gerðisá Jonna Lamhauge Gerðisá Sandra Josefina Gerðisá Iris Gerðisá Bettý, Ádam, Bjørga og Elian Sævar Þ. Jóhannesson Emma Hansen Jóhannesson Jóhannes Albert Sævarsson Hildur Friðriksdóttir Marta Sævarsdóttir ✝ Sólveig Guð-mundsdóttir fæddist á Tálknafirði 18. desember 1934. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 11. nóv- ember 2019. Foreldrar Sól- veigar voru Guð- mundur Ólafur Guð- mundsson, f. 13. ágúst 1902, d. 21. júní 1978, og Sigríður Guðbjartsdóttir, f. 9. nóvember 1897, d. 5. apríl 1987. Systkini Sólveigar eru Guðríður M. Guð- mundsdóttir, f. 23. febrúar 1932, Guðbjörg Aðalheiður Guðmunds- dóttir, f. 17. maí 1933, d. 13. mars 2016, óskírt sveinbarn, f. 25. maí 1937, d. 27. maí 1937, og Guð- mundur S. Guðmundsson, f. 23. febrúar 1941. Sólveig giftist Einari Gunn- 1974, kvæntur Brynju Kristjáns- dóttur, þau eiga þrjú börn en fyr- ir á hann einn son og eitt barna- barn. b) Einar Þór, f. 1979, kvæntur Kristínu Lilju Friðriks- dóttur, þau eiga þrjú börn, c) Sól- veig, f. 1983, gift Ásgeiri Lárusi Ágústssyni, Sólveig á tvö börn og einn stjúpson. 4) Þór Jakob, f. 6. nóvember 1959, kvæntur Margie Sarcilla Rociento, synir hans og Elvu Bjarkar Sigurðardóttur eru a) Ísak, f. 1987, b) Daníel Ratan, f. 1997, og c) Kaleb, f. 2000, fyrir átti hann stjúpbörnin Gunnar Þór og Ásdísi, 5) Andvana svein- barn f. 11. febrúar 1966, 6) Hall- dóra Einarsdóttir, f. 10. ágúst 1967, gift Guðmundi Svein- björnssyni, börn þeirra eru a) Sveinbjörn, f. 1991, í sambúð með Halldóru Sif Sigurðardóttur, b) Sólveig, f. 1995, 7) Málfríður Hrund Einarsdóttir, f. 16. janúar 1974, börn hennar og Þórs Sig- urðssonar eru a) Emma Lind, f. 2003, og b) Emil Örn, f. 2006. Útför Sólveigar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 22. nóvember 2019, og hefst klukkan 13. arssyni, f. 22. mars 1929, d. 19. desem- ber 2010, hinn 24. júlí 1953. Börn Ein- ars og Sólveigar eru: 1) Sigríður Ein- arsdóttir, f. 22. ágúst 1952, gift Þóri Úlfarssyni, sonur þeirra er Jón Gunn- ar, f. 1980, 2) Gunn- ar Einarsson, f. 11. október 1953, kvæntur Sigríði Erlu Guðmunds- dóttur, synir þeirra eru a) Einar, f. 1976, kvæntur Söru Jóhanns- dóttur, þau eiga fjögur börn, b) Guðmundur Smári, f. 1982, kvæntur Hönnu Sigrúnu Helga- dóttur, þau eiga þrjú börn, 3) Sig- urveig Sjöfn Einarsdóttir, f. 28. júní 1955, gift Kristjáni Sigurðs- syni, börn hennar og Jóhanns Baldurssonar eru a) Baldur, f. Elsku mamma, þá er komið að leiðarlokum þess kafla sem við höf- um verið samferða í í 67 ár. Þú varst ung þegar þú áttir mig og systkinahópurinn stór svo það var ávallt nóg að gera. Í minni æsku á ég minningar um okkur þar sem við bjuggum á efri hæðinni hjá ömmu og afa á Köldukinn 3. Í minningunni höfðum við nóg af öllu en auðvitað þurfti að hafa mikið fyrir því með mikilli vinnu. Pabbi var alltaf til sjós svo heimilishald allt var á þínum herðum og ég ekki há í loftinu þegar ég fór að hjálpa til. Þegar ég hugsa til þess tíma sem pabbi var á hvalveiðunum kemur upp minning mín af hval- kjötinu og hve ólystugt okkur þótti það en allt var nýtt til að fæða og klæða stóran hóp. Við vorum ávallt í fallegum fötum og svo vorum við svo heppin hve klár þú varst við prjónaskap og vorum við systkin gjarnan í nýjum útprjónuðum peysum fyrir sveitadvöl sumarsins í Melkoti. Mér hlýnaði um hjarta- rætur að finna bréf um daginn sem þú hafðir skrifað til mín í sveitina þegar ég var unglingur. Þar voru skýr tilmæli hver átti hvað í pakk- anum sem þú sendir okkur. Svona varst þú mamma mín, allir skyldu fá sitt og allir jafnt. Þá minnist ég þess þegar veisl- ur voru haldnar hve veglegar heimagerðar veitingarnar voru. Þú varst snillingur í að baka og skreyta tertur hvort sem voru rjómahnallþórur eða brauðtertur og búum við að því enn í dag syst- urnar að kunna þar til verka. Þeg- ar árin liðu og við systkin fórum að eiga börnin þá var gaman að sjá hvernig þið pabbi fóruð með ömmu- og afahlutverkið. En jafn- vel þegar okkar börn urðu ung- lingar eða hálffullorðið fólk var mikið um heimsóknir til ykkar bæði á Smyrló og Eyrarholtið og ekki þá sjaldan að boðið var upp á kakó og kex og eða kakó og kringl- ur. Þið voruð samrýmd hjón, þú og pabbi, þó að þið væruð ólík en bættuð hvort annað upp. Ferða- lögin ykkar innanlands og utan voru ykkur svo mikilvæg og voru þær ferðir gjarnan rifjaðar upp með bros á vör. Eftir að pabbi lést skyndilega 2010 varstu ansi dug- leg að hugsa um þig en þó hefur hallað undan fæti í heilsunni síð- ustu ár. Ég held, mamma, að þú hefðir verið stolt af hópnum þín- um sem var hjá þér fram á síðustu stundu. Nú ertu komin yfir í sæl- una til pabba og hittir þitt fólk, þar hlýtur að vera mikið rifjað upp, hlegið hátt og mikið. Þannig vil ég líka minnast ykkar. Ég, Þórir og Jón Gunnar sendum ykkur falleg- ar hugsanir. Góða nótt og guð geymi þig, elsku mamma. Þín dóttir Sigríður (Sigga). Elsku mamma nú ert þú farin í sumarlandið en tilhugsunin hjá mér er skrýtin. Mér finnst það óraunverulegt að koma ekki í kaffi til þín á Hrafnistu næsta fimmtu- dag, kaupa inn fyrir þig og eiga með þér kaffistund með rjóma- pönnsum allar helgar þar á eftir. Ég veit að þú ert sátt, komin til pabba og farin að hitta allt þitt fólk aftur án þess að vera bundin hjólastólnum. Þú varst svo stór partur af allri tilveru hjá mér og þínu fólki sem þú leitaðir til. En þessi tilhugsun yljar og færir meiri sátt. Mínar minningar sem lítil stelpa ná ansi langt. Þú varst minn öryggisventill sem leiddir mig í gegnum lífið, það var svo gott að leiða mömmu. Svo mikið var ör- yggið að ég fékkst hvergi til að vera annars staðar yfir nótt. fannst bara fínt að vera hjá mömmu og pabba nema jú hjá Möttu vinkonu. Það er erfitt að skrifa um annað ykkar án þess að tala um ykkur saman því þið voruð samrýmd hjón. Þið voruð skemmtilega ólík samt sem áður. Þegar ég gifti mig og við pabbi að leggja í hann inn gólfið verður honum litið niður og sér að hann er á vinnuskónum, netaskónum. Presturinn blessunarlega lagðist á hnén til að pússa skóna en mamma mín, þú ætlaðir ekki að jafna þig á þessari yfirsjón sem þú tókst ekki eftir fyrr en í veislunni, þökk sé séranum. Þú gerðir okkur svo fallegt heimili allt svo snyrti- legt. Þú vildir ekki ójöfn skipti hvort sem það var ísinn sem var sneiddur nákvæmlega jafnt á milli okkar eða gjafir til okkar systkina eða barnabarna. Þetta er eitt af mörgu sem þú kenndir okkur að allir eigi að fá jafnt af sneiðinni. Minningarnar um ferðalögin með Kiddu og Kalla eru ógleymanleg- ar. Þá fékk maður að flakka á milli bíla. Þá sat maður gjarnan í bíln- um með Kiddu og Kalla því Kidda spilaði við mig á leiðinni og Kalli söng skátalögin. Það sem þið pabbi áttuð yndislega vináttu með þeim og ferðuðust bæði erlendis og hérlendis. Þá voru ævintýri að keyra með þér og Þór bróður upp í Hvalfjörð til pabba á sumrin. Þetta gat tekið marga klukkutíma á Moskvitch-num og ég alltaf með koppinn aftur í sem oft þurfti að stoppa til að nota en alltaf hafðir þú þolinmæðina. Stoppið í Hval- firði var gjarnan stutt en dugði til að gefa okkur Þór pulsu og kók í Þyrli. Allar ferðirnar vestur á Tálknafjörð frá því ég er 5 ára á þann stað sem þú unnir mest og best. Æskuslóðirnar voru þér mjög dýrmætar og fengum við yngstu systur það beint í æð. Odd- inn, kistubletturinn, sundlaugin, Sveinseyrin og Eyrarhúsabærinn, þetta kunnum við allt saman utan að og unnum þessum stað mjög heitt. Þó að þú værir farin að gleyma þá var þetta eitthvað sem þér fannst erfitt, að komast ekki með til Tálknafjarðar í sumar. Eftir að pabbi lést fannst mér hlutverkin snúast við. Í æsku hugsaðir þú vel um mig og ég skildi gera slíkt hið sama við þig þegar árin færðust yfir og heilsan fór að dvína. Mikið sem ég vona að ég hafi skilað því hlutverki til þín sem þú áttir svo skilið. Ég kveð þig með þeim orðum sem við kvöddum alltaf hvor aðra með á kvöldin. Góða nótt og guð geymi þig, mamma mín. Þín dóttir Halldóra. Mamma mín. Þá er komið að kveðjunni sem ég óskaði að kæmi aldrei að. Að kveðja mömmu mína og vinkonu sem var mér samferða hönd í hönd frá fyrstu tíð og þar til þú tókst síðasta andardráttinn. Eins og ég sagði þér rétt fyrir andlátið þá mun ég, örverpið þitt og elli- styrkur vera í lagi, ég syrgi þig svo að sársaukinn nístir inn að beini en ég veit að þetta verður í lagi. Það sem við gátum hlegið saman og gert grín að sjálfum okkur. Allar ferðirnar okkar með pabba og Þór um landið, Barce- lona-ferðin okkar ógleymanlega. Styttri ferðirnar okkar tveggja til útlanda sem gjarnan fylgdu vöru- Sólveig Guðmundsdóttir HINSTA KVEÐJA En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf.ók.) Elsku Dollý okkar, hjartans þakkir fyrir sam- fylgdina í gegnum árin. Í hjarta okkar lifa hlýjar minningar um ljúfa og góða konu. Guð geymi þig. Brynja, Bjarki, Arndís og Lilja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.