Morgunblaðið - 22.11.2019, Blaðsíða 19
mánuðir reyndust honum erfiðir
en aldrei missti hann móðinn og
alltaf var glettnin og jákvæðnin í
fararbroddi. Að leiðarlokum
kveðjum við þennan kæra vin og
þökkum samfylgdina.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Helga Benediktsdóttir
og Jónas R. Jónsson.
Það er með miklum þunga og
söknuði sem ég sest niður og rita
hér hugleiðingar um minn ein-
staklega góða vin, Jón Emil Árna-
son, sem féll frá miðvikudaginn 6
nóvember sl.
Við Jón gengum saman lífsins
götu í rúman áratug og strax við
fyrstu kynni tókst með okkur góð-
ur vinskapur sem í áranna rás
dafnaði og varð betri og dýpri þeg-
ar á leið. Sameiginleg ganga okkar
kom til vegna þekkingar Jóns á
flugrekstri og því sem honum
tengist erlendis. Þá starfaði hann
lengi vel í slökkviliðinu á Keflavík-
urflugvelli og sinnti þar hlutverki
aðalvarðstjóra og trúnaðarmanns
enda var hann ævinlega þannig að
hann vildi veg sinna samstarfs-
manna og vina sem og fjölskyldu
sem bestan. Er ekki ofsagt að
hann hafi látið hagsmuni þeirra
sem næst honum stóðu og honum
þótti vænt um, hafa forgang fram
yfir sig sjálfan og lýsir þessi af-
staða hans mínum fallega vini Jóni
vel.
Jón var einstakur maður í flesta
staði. Húmorískur og orðsnjall,
snöggur til athafna, úrræðagóður,
fylginn sér, bóngóður, verndandi,
einstaklega kærleiksríkur og hvað
vini hans snerti, sannur í alla staði
og ævinlega trúr. Þá var vinur
minn ákaflega stoltur af sinni fjöl-
skyldu og þreyttist aldrei á því að
tala fallega um börnin sín, bræð-
urna alla og gullmolann sinn, hana
Ellu sína sem hann kynntist seint
á lífsleiðinni og gerði seinni hluta
ævinnar svo góðan og hamingju-
ríkan sem raun bar vitni. Til er
sannmæli sem lýsir þessu vel:
„Ástfanginn kynnist maður betri
hliðinni af sjálfum sér.“ Veit ég
fyrir víst að hann Jón minn hefði
glaður tekið undir þetta enda upp-
lifði ég það að sjá hans lífsins gleði
aukast til muna þegar leiðir þeirra
hjóna lágu saman forðum daga.
Það er ótrúlega margt sem leit-
ar á hugann þegar maður horfir til
baka og rifjar upp með sér allt það
sem við Jón höfum tekist á við
saman og óhætt að segja að hann
hafi verið uppspretta mikils fróð-
leiks og þekkingar sem hann miðl-
aði til mín af nærgætni en umfram
allt í mikilli vinsemd. Við Jón átt-
um saman drauma um ýmis verk-
efni sem við unnum að saman og
er harmur að vita nú að hann skuli
ekki sjá þau klárast enda honum
ekki eðlislægt að ganga frá neinu
ókláruðu verki. Eftir situr þó stað-
festa þeirra sem að þessu unnu
með honum að ljúka þessu öllu,
ekki síst til að heiðra minningu
hans og láta drauma hans rætast
með okkur.
Elsku hjartans vinur minn. Ég
þakka þér fyrir allt og get ekki
með neinum sanngjörnum hætti
sagt hversu mikið þín verður
saknað. Minningin um þig mun þó
lifa áfram með mér og taka nú við
því hlutverki að ylja mér og um-
breyta söknuðinum yfir í gleðina
fyrir þeim samverustundum sem
við fengum að njóta saman og sem
ég verð þér svo ævinlega þakklát-
ur fyrir.
Ég og eiginkona mín, Anna
Silfa Þorsteinsdóttir, sendum
henni Ellu þinni og fjölskyldunni
allri okkar einlægustu samúðar-
kveðjur með bæn til þess sem allt
gefur og allt heyrir. Hann styrki
ykkur öll, umvefji og huggi, á
þessum erfiða tíma.
Egill Örn Arnarson Hansen.
Fleiri minningargreinar
um Jón Emil Árnason bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019
✝ Gabríel Jae-lon Skarpaas
Culver fæddist í
Reykjavík 17. júlí
1998. Hann lést 9.
nóvember 2019.
Hann var sonur
Evu Skarpaas og
Lawrence Culver,
barnabarn Gerd
Skarpaas og Ein-
ars Stefáns Ein-
arssonar. Gabríel
var alinn upp af móður sinni
til rúmlega þriggja ára ald-
urs, þá kynntist hún Þórólfi
Inga Þórssyni sem gekk
Gabríel í föðurstað. Við bætt-
ust afi og amma í Keflavík,
Þór Helgason og Cornelía
Ingólfsdóttir (d. 2010). Eva
og Þórólfur eignuðust tvær
dætur, þær Lilju Skarpaas
Þórólfsdóttur, f. 2007, og
Sonju Skarpaas
Þórólfsdóttur, f.
2011.
Foreldrar
Gabríels skildu
árið 2015. Síð-
ustu ár Gabríels
stækkaði fjöl-
skylda hans enn
meir þegar Eva
kynntist Þóri
Jónssyni og við
bættust börn
Þóris í systkinahóp Gabríels,
Helena María, Heiðar Ingi og
Ragnheiður Gréta.
Gabríel var í Langholts-
skóla, útskrifaðist sem stúd-
ent frá Menntaskólanum við
Sund og var Þróttari.
Útför Gabríels fer fram
frá Langholtskirkju í dag,
22. nóvember 2019, klukkan
13.
Elsku strákurinn minn.
Loksins get ég sett mig í spor-
in þín. Sársaukinn við að missa
þig er óbærilegur, alveg eins og
sársaukinn þinn síðustu mánuð-
ina. Eini munurinn, hugur minn
er frískur og ég veit að þetta
verður ekki alltaf svona. Annars
myndi ég líka velja hvíldina.
Í örvæntingunni leita ég að
táknum og rökum til að komast í
gegnum það sem er ekki hægt að
komast í gegnum. Þegar ég var
aðeins eldri en þú og á svo vond-
um stað í lífinu komstu til mín og
breyttir öllu. Krossgöturnar
mínar, tilgangurinn sem mig
vantaði til að halda áfram, ham-
ingjan holdi klædd, svo pínulítill í
faðminum á mér.
Elsku fallegi strákurinn minn,
þá vorum við bara tvö í litlu íbúð-
inni minni, áttum ekkert og það
skipti ekki máli því þarna skildi
ég leyndarmálið að lífshamingj-
unni. Og þó að ég sé svo óend-
anlega sorgmædd núna þá er ég
samt glöð. Og þakklát. Við vorum
svo lánsöm, fundum pabba þinn,
fundum vini, vorum elskuð og
elskuðum. Ég og þú, áttum bara
hvort annað og eignuðumst svo
allan heiminn.
Og þegar þú týndir þér, ástin
mín. Hversu aum og gagnslaus,
þegar barnið mitt grætur í fang-
inu á mér og segist vera ekkert,
það sé allt tómt, hann sé búinn að
skemma hausinn sinn. Þetta
lagast ekki, mamma.
Nei!
Hvernig finnur maður tilgang
í lífinu fyrir einhvern annan?
Hvernig elskar maður einhvern
sem er lamaður nógu mikið til að
hann standi upp? Hvar er lausnin
sem hefði dugað?
Við sem elskum þig huggum
hvert annað og spyrjum okkur
hvort við höfum ekki örugglega
leitað allra leiða til að hjálpa
stráknum okkar. Endalaus ást,
knús, hughreystingar, rökræður,
ýta, toga, gráta, öskra, skamma,
læknar, lyf, Píeta ... Var hægt að
gera eitthvað meira, eitthvað
annað? Ég hleyp í rokinu, rign-
ingunni og myrkrinu og hugsa
allt í einu að kannski hefði ég átt
að gefa þér hund?
Þig langaði ekkert í hund.
Ég hendi mér inn í sorgina,
læt grípa mig og hugga. Deili, því
ég get ekki borið ein. Hlýja mér
við minningar annarra og falleg
orð. En í myrkrinu á morgnana
leyfi ég mér að hugsa ... ég elsk-
aði hann lengst, ég elskaði hann
best og ég elskaði hann mest.
Mamma.
„Pabbi, ég sakna Gabríels.“
Þetta var það fyrsta sem Sonja
yngri systir þín sagði við mig
morguninn eftir að við vissum að
þú hefðir yfirgefið okkur.
Ég er ótrúlega heppinn að
hafa fengið að kynnast þér og
ganga þér í föðurstað eftir að ég
og mamma þín kynntumst þegar
þú varst rúmlega þriggja ára.
Þetta var mín fyrsta reynsla af
því að ala upp barn, þú tókst mér
ótrúlega vel og við náðum vel
saman. Á laugardagsmorgnum
þegar mamma þín var í skólan-
um þá fór ég með þig út að hjóla
að skoða leikvellina í hverfinu og
við lékum okkur saman. Ég
minnist líka þegar við vorum í
feluleik í Bugðulæknum og þú
gast í fyrsta skipti talið upp í 30.
Þvílík gleði þegar þú fékkst
bláa hjólið þitt í sex ára afmæl-
isgjöf, þú stóðst stoltur og brost-
ir þínu allra breiðasta.
Frá fyrstu stundu náðir þú vel
saman við afa Þór og ömmu
Kollý í Keflavík, sem tóku þér
opnum örmum, svo glöð að hafa
eignast annað barnabarn. Þú
gistir oft hjá ömmu og afa í
Keflavík, bakaðir pönnsur í
morgunmat með afa og bjóst til
ógeðsdrykk úr mjólk og sósum
úr ísskápnum fyrir ömmu til að
smakka. Aðalfjörið var að sjá
ömmu gretta sig þegar hún
smakkaði drykkinn. Þú varst
sannkallaður gleðigjafi, Gabríel
gleðigjafi var réttnefni fyrir þig.
Ég minnist líka allra stund-
anna þegar við röltum niður að
leikskólanum Sunnuási og fórum
í körfu, á lítilli körfu sem var fest
upp við einn vegginn. Þú varst
alltaf að reyna að troða, gast ekki
beðið eftir að stækka svo þú gæt-
ir það, loksins kom að því.
Það var líka um það leyti sem
ég átti ekki séns í að vinna þig í
skotkeppni, þú varst svo ótrúlega
hittinn.
Við fórum líka í fótbolta heima
með grjónabolta þar sem hurð-
aropin voru mörkin, það var
gaman. Líka þegar við fórum á
Þróttaravöllinn, ég í marki og þú
að þruma boltanum.
„Gabríel, geturðu skotið að-
eins lausar,“ man ég eftir að hafa
beðið þig um. Íþróttir áttu mjög
vel við þig, þú þurftir ekkert að
hafa fyrir þessu, mér fannst þú
samt alltaf bestur í handboltan-
um, hittinn og skotfastur, þið
voruð líka svo flottur hópur
strákarnir í Þrótti.
Á unglingsárunum minnkuðu
samverustundir okkar, svo þegar
ég og mamma þín skildum þegar
þú varst 17 ára hittumst við
sjaldnar, þú varst líka kominn í
menntaskóla og vinir og félagslíf
tók við, skiljanlega. Sem foreldri
á maður von á þessu, ég beið
bara eftir að þú kæmir til baka
seinna á lífsleiðinni.
Ég er þakklátur og að hafa
haft þig hjá mér síðustu vikurn-
ar, þú varst duglegur að hjálpa
mér að koma mér fyrir í nýja
húsinu. En gleðigjafinn Gabríel
var horfinn.
Ég er þakklátur fyrir síðasta
kvöldið okkar, ég, þú, Lilja og
Sonja að undirbúa matinn sam-
an, borða saman og horfa á mynd
saman, öll saman. Við söknum
þín öll, ég sakna þín. Þú varst
góð manneskja.
Hvíl í friði.
Ég elska þig.
Pabbi.
Ég man eins og gerst hafi í
gær okkar fyrstu kynni, þið
bjugguð á Bugðulæknum, við
komum þangað í okkar fyrstu
heimsókn, ég var nýsestur þegar
mamma þín kom með þig þriggja
ára snáðann, stillti þér upp fyrir
framan mig og sagði: „Gabríel,
þessi maður heitir Þór og hann
er pabbi hans Þórólfs.“
Þarna varstu skilinn eftir hjá
mér, þú horfðir á mig smástund
og spurðir svo: „Kanntu að lesa?“
Ég kinkaði kolli, þú fórst burt en
komst að vörmu spori með bók
með þér, komst upp í kjöltu mína
og sagðir: „Nú getur þú lesið
þetta fyrir mig.“ Þarna hófst
okkar vinátta sem aldrei bar
skugga á og ekki leið á löngu þar
til þú fórst að kalla mig afa Þór.
Svo voru ferðirnar þegar þú
komst til okkar í Keflavík og
vildir fá að gista. Þú hafðir gam-
an af að stússast í ýmsu, við fór-
um stundum á bryggjuna að
veiða, ég man að fyrsti fiskurinn
sem þú dróst var krossfiskur.
Áfram hélst vináttan, þú
hringdir oft í mig og baðst mig að
skutla þér hitt og þetta, til dæmis
í Jóa Útherja, bara til að skoða
fótboltamyndir sagðir þú. Eftir
dágóða stund kom spurning:
„Afi, ertu með kortið þitt?“ Svo
var stundum farið í Kringluna og
kíkt í dótabúð, svo kom spurning:
„Kostar þetta mikið?“
Svo fórstu í íþróttir, það var
gaman að fylgjast með þér í fót-
boltanum. Svo komu unglingsár-
in, í hvert skipti sem ég kom í
heimsókn fagnaðir þú mér með
knúsi. Í skólalok hringdir þú allt-
af í mig og last upp fyrir mig ein-
kunnirnar.
Síðan kom að því að þú fórst út
á vinnumarkaðinn og það var
gott að leita til þín með smáað-
stoð heima fyrir.
En svo kom að því síðasta
sumar að mér fannst eins og það
væru að koma brestir í sálartetr-
ið, það var eins og smám saman
færi gleðigjafinn minn að fölna.
Ég áttaði mig ekki á því að þitt
lífsins ljós var að fölna.
En nú er sálin laus frá lík-
amanum og flögrar um í eilífu
ljósi.
Afi Þór.
Við Gabríel kynntumst í sex
ára bekk í Langholtsskóla og
höfum verið bestu vinir síðan þá.
Það er ekki auðvelt að kveðja
góðan vin eins og þig, Gabríel
minn. Við höfum brallað ýmislegt
saman í gegnum tíðina og ófáar
eru vitleysurnar sem við höfum
lent í. Mér líður eins og það hafi
verið í gær þegar afi þinn skutl-
aði okkur út um allar trissur,
brunandi um í „fluggírnum“, sem
okkur fannst svo ógeðslega gam-
an og töff.
Við eigum óendanlega margar
minningar sem ég mun aldrei
gleyma og þykir svo vænt um.
Ég man svo vel þegar við vorum í
skíðaferðinni í 10. bekk og okkur
fannst góð hugmynd að fara „off
road“ í púðrið en lentum bara í
sjúkasta klaka sem sögur fara af.
Við runnum niður tæpa 200
metra og fórum svo hratt að það
kom gat á úlpurnar okkar.
Við rétt sluppum við að lenda
á risastórum steinum, sem betur
fer. Váá hvað við vorum hræddir.
Þú varst svo glaður og smit-
aðir alla af gleði í kringum þig og
þess vegna er svo ósanngjarnt að
þurfa að kveðja þig svona
snemma. Þú varst alltaf tilbúinn
að rífa mann upp þegar maður
var lítill í sér og peppa mann
upp. Þú vildir alltaf vera að gera
eitthvað og duglegur að draga
mann í einhver ævintýri.
Margar hugsanir og endur-
minningar fljúga í gegnum hug-
ann.
Ég mun aldrei fyrirgefa mér
að hafa ekki tekið eftir hvað þér
leið illa og að geta ekki knúsað
Culverinn minn aftur. Það mun
ekki líða sá dagur sem ég mun
ekki hugsa til þín og ætla að gera
allt sem ég get til að heiðra minn-
ingu þína.
En ég trúi að þú sért á betri
stað núna, sitjandi alsæll í aux-
inu með frosin ber eða góðan
nammipoka í hönd. Ég veit að þú
munt passa upp á mig það sem
eftir er, elsku verndarengillinn
minn.
Þinn elsku vinur
Breki Ben.
Til þín, Gabbi: Ég er nokkuð
viss um að ég tali fyrir hönd
margra úr okkar vinahópi þegar
ég segi að ég sef ekki rótt þessa
dagana. Mér er ekki heldur rótt
þegar ég vaki. Af því að þú ert
farinn og kemur aldrei aftur.
Ekki datt mér í hug að ég ætti
eftir að fylgja vini mínum til
grafar svona ungur. Ég er vanur
því að slíkt komi aðeins fyrir
annað fólk. Við brotthvarf þitt
erum við harkalega minnt á að
enginn veit hvað gerist næst í
þessu lífi.
Það er bæði gott og sárt að
rifja upp ótal skemmtilegar sam-
verustundir. Ég man vel þann
dag er við hittumst fyrst fyrir
hálfgerða tilviljun í kringum tólf
ára aldurinn. Það leið ekki á
löngu þar til við vorum saman
hvern einasta dag frá morgni til
kvölds. Við vorum eins og nokk-
urs konar samloka, okkar vinátta
var einstök og við pössuðum
saman eins og púsl. Það er dýr-
mætt að eiga slíka vináttu og fyr-
ir hana er ég þakklátur. Við vor-
um lengi vel samtaka í öllum
þeim uppátækjum sem tilheyra
unglingsárunum, hvort sem það
var fikt við tóbak, stelpumál eða
eitthvað annað. Enn er blekblett-
ur í sófanum mínum eftir að við
fengum okkur saman fyrsta húð-
flúrið, 104, að sjálfsögðu. Ég
vona að þessi blettur hverfi aldr-
ei, því ég mun hugsa til þín í
hvert skipti sem ég rek augun í
hann.
Við höfum upplifað saman
bæði súrt og sætt í gegnum árin.
Það er erfitt að hugsa til allra
skiptanna sem við ræddum um
framtíðina og það nístir hjarta
mitt að þurfa að sætta mig við að
í framtíðinni verðir þú einungis
til í minningum mínum. Í stað
þess að vera þar með mér.
Elsku Gabbi, ég vildi óska
þess að ég þyrfti ekki að kveðja
þig svona snemma á lífsleiðinni,
en þó að þú sért horfinn úr þessu
jarðlífi munt þú lifa áfram í
minningum mínum. Ég ætla að
muna þig til æviloka. Ég vildi
óska að við gætum átt góðar
stundir saman seinna á lífsleið-
inni sem gamlir karlar, eins og
við töluðum oft um. Hjarta mitt
hefur aldrei verið í jafn mörgum
molum og það er núna. Laugar-
dalurinn grætur. QB að eilífu.
Hvíldu í friði.
Þinn vinur,
Kristinn.
Gabríel kom til starfa hjá okk-
ur í Sportís síðastliðið sumar.
Hann var fljótur að tileinka sér
starfið og naut sín vel við að
þjónusta viðskiptavinina.
Hann var sérstaklega ljúfur,
bóngóður og kurteis í allri fram-
komu og féll vel inn í hópinn.
Það er ótrúlegt að hann skuli
nú hafa kvatt þennan heim svona
ungur.
Mikil sorg ríkir nú í brjósti
okkar og hugur okkar er hjá
Evu, Þórólfi, dætrum og öllum
ástvinum hans.
Megi yndislegar minningar
sefa þeirra miklu sorg.
Fyrir hönd starfsfólks Sport-
íss,
Skúli Björnsson.
Gabríel Jaelon
Skarpaas Culver
Fleiri minningargreinar
um Gabríel Jaelon Skarpaas
Culver bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
flutningar á leið heim, það sem við
hlógum. Allar göngurnar okkar
kringum Hvaleyrarvatn með
pabba. Svo í seinni tíð allir bíltúr-
arnir okkar, það voru okkar gæða-
stundir þar sem börnin mín fengu
að njóta. Þá var keyptur ís, og
gömlu hverfin í Hafnarfirði þrædd
meðan minningarnar streymdu.
Öll samtölin okkar um lífið og til-
veruna sem ég er svo heppin að
eiga á upptöku. Öll jólin okkar
saman og það sem ég er þakklát
fyrir að hafa verið með þér á að-
fangadag í fyrra. Ég gæti lengi
talið upp en þegar allt kemur til
alls þá eru það oft litlu hlutirnir og
orðin sem skipta svo miklu máli.
Sama hvort við hittumst eða
heyrðumst í síma spurðir þú alltaf
„eru börnin hjá þér eða pabba sín-
um“ þú vildir alltaf vita af þeim.
Síðustu tvö árin bjóstu á Hrafn-
istu, það sem þér þóttu annmark-
ar þess að vera gömul og bundin
hjólastól hroðalega leiðinlegir á
stundum, þá þurfti oft lítið til að
gleðja þig. Kíkja inn og drekka
með þér kaffi, spjalla, segja þér
frá dagsins amstri og minnast
gamalla tíma var nóg, þú tókst
gleði þína á ný og fannst lífið og
annmarkarnir ekki svo slæmir
enda hugsaði starfsfólkið á Hrafn-
istu einstaklega vel um þig og þú
varst svo þakklát fyrir það. Að
lokum langar mig að segja við þig,
mamma mín:
Takk fyrir að vera mér sam-
ferða. Takk fyrir að vera mér
ávallt stuðningur. Takk fyrir að
vera jafningi minn. Takk fyrir að
kenna mér. Takk fyrir að grípa
mig þegar ég átti í mestum krísum
lífs míns. Takk fyrir að leiða mig.
Takk fyrir ástina, umhyggjuna og
öryggið sem þú veittir. Takk fyrir
að tuða stundum yfir vitleysunum
og leyfa mér. Takk fyrir að hlæja
með mér og hafa húmorinn í lagi.
Takk fyrir að vera kunningi vin-
kvenna minna í denn.
Takk fyrir að vera ferðafélagi
minn erlendis og hérlendis. Takk
fyrir að koma Tálknafirði inn í
blóðið á mér. Takk fyrir að gefa
mér öll systkin mín, þau eru best.
Takk fyrir að vera alltaf svona
stolt af mér. Takk fyrir að kenna
mér hvað minningarnar skipta
miklu máli. Takk fyrir að vera
amma barna minna og vera alltaf
inni í þeirra lífi.
Takk fyrir samfylgdina, elsku
hjartans mamma mín.
Takk fyrir að halda í höndina á
mér og leyfa mér að sofa við hlið
þér þegar þú tókst þinn síðasta
andardrátt.
Ég, Emma Lind og Emil Örn
elskum þig svo mikið endalaust,
sendum fallegustu hugsanir sem
hægt er til þín og pabba í Sum-
arlandið.
Þín dóttir
Málfríður (Fríða).
Elsku mamma mín.
Ég minnist þín með ljóðum
Guðrúnar Jóhannsdóttur frá
Brautarholti.
Við kveðjum þig með tregans þunga tár
sem tryggð og kærleik veittir liðin ár.
Þín fórnarlund var fagurt ævistarf
og frá þér eigum við hinn dýra arf.
Móðir, dóttir, minningin um þig
er mynd af því sem ástin lagði á sig.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Blessuð sé minning þín.
Þín dóttir
Sigurveig Sjöfn.
Fleiri minningargreinar
um Sólveigu Guðmunds-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.