Morgunblaðið - 22.11.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 22.11.2019, Síða 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019 Gefðu slökun í jólagjöf Líkamslögun 25%afslátturaf gjafakortum Gjafakortin fást í likamslogun.is/vefverslun Nýbýlavegur 8 (Portið) 200 Kópavogur | sími 777 6000 | likamslogun.is 40 ára Karl er Hólm- víkingur en býr í Ár- bænum í Reykjavík. Hann er með BS-gráðu í tölvunarfræði fra HR og vinnur við hugbún- aðargerð hjá Arion banka. Maki: Andrea Stefanía Björgvinsdóttir, f. 1972, kerfisfræðingur hjá Íslandsbanka. Börn: Ívar Nói, f. 2008, og stjúpdóttir er Emilía Rán, f. 1996. Foreldrar: Kristján Jóhannsson, f. 1955, vélsmiður, og Bára Karlsdóttir, f. 1956, matreiðslumaður og rekur veitingastað- inn Cafe Riis á Hólmavík. Þau eru búsett þar. Karl Elinías Kristjánsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er ástæðulaust að ganga um með sorgarsvip. Þakkaðu heldur fyrir það sem þú hefur og átt. Einhver ruglar þig í ríminu. 20. apríl - 20. maí  Naut Dylgjur af ýmsum toga kunna að koma upp á yfirborðið í dag. Láttu þær sem vind um eyru þjót. Tækifæri gefst til ferða- lags fljótlega. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu viðbúin/n því að komast að ýmsu óvæntu. Listsköpun þín nær út fyrir landsteinana. Ekki leggja árar í bát þó móti blási. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gættu þess að skapa ekki stærri vandamál með framkomu þinni heldur en þau sem þú ætlar að leysa. Þú rennir blint í sjóinn með bílakaup. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú færð snjalla hugmynd um hvernig losa má vinnustaðinn við óþarfa og drasl. Það eru stórtíðindi í vændum í stórfjöl- skyldunni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það hefur ekkert upp á sig að stytta sér leið í gegnum vandann. Einhver kemur til þín með skottið á milli lappanna og vill fyrirgefningu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Auðvitað þarftu að styrkja þau sam- bönd sem eru þér til góðs. Grasið er ekkert grænna hinum megin. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Reyndu að halda ró þinni þó að þér sé ekki hlátur í hug. Einhvern tíma verð- ur að klippa á naflastrenginn milli fólks. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Í dag ættir þú að skoða hvernig þú kemur fram við aðra. Leggðu þitt af mörkum til að bæta umhverfi þitt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Stoltið kemur oft í veg fyrir að þú náir markmiðum þínum. Allt sem þú kaupir þarf að hafa langan endingartíma, finnst þér. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Spilaðu rétt úr þeim spilum sem lífið hefur gefið þér. Hlustaðu á þá sem eldri eru og dragðu lærdóm af því sem þeir segja. Þú þarft ekki að finna upp hjólið aft- ur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Málflutningur þinn fellur í góðan jarðveg einkum vegna þess hversu skýr- mælt/ur og ákveðin/n þú ert. Vonin er það sem heldur öllu gangandi. og finnst fátt skemmtilegra en að vera með sög og hamar í hendi og smiðssvuntuna reyrða um mig. Þar „Áhugamálin eru margs konar, ég er dómadagsiðnaðarmaður, hef tvisvar byggt hús fyrir fjölskylduna Þ orsteinn Víglundsson er fæddur 22. nóvember 1969 á Seltjarnarnesi og ólst þar upp og bjó fram yfir tvítugt. Þorsteinn gekk í Mýrarhúsaskóla, Valhúsaskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1990. Hann var einn vetur skiptinemi í Colorado í Bandaríkjunum. Hann lauk BA-prófi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands 1995, er AMP frá IESE Business School, við Háskól- ann í Navarra á Spáni og stundaði framhaldsnám í stjórnun og stefnu- mótun við HÍ 2011-2013. „Fyrsta sumarstarf mitt var hjá móðurafa mínum, sem stofnaði JS Helgason, en þá var ég 12, 13 ára og síðan var ég hjá BM Vallá. Ég vann einnig sjálfstætt við hellulagnir á há- skólaárunum.“ Þorsteinn var leiðbeinandi við Grunnskóla Siglufjarðar 1994-1995, blaðamaður á Viðskiptablaði Morg- unblaðsins 1995-1998, forstöðumað- ur hjá Kaupþingi/Kaupthing Bank Lúxemborg 1998-2002 meðan allt var í blóma þar en kom svo heim og varð forstjóri og framkvæmdastjóri BM Vallár hf. 2002-2010. Hann var framkvæmdastjóri Samtaka ál- framleiðenda 2010-2013 og fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins 2013-2016. Þorsteinn hefur verið alþingismaður Viðreisnar frá 2016. Hann var félags- og jafnréttis- málaráðherra 11.1. 2017-30.11. 2017. „Ég hef alltaf haft brennandi áhuga á pólitík og þegar Viðreisn kom til sögunnar fannst mér loksins komið stjórnmálaafl sem ég gat samsamað mig almennilega með. Ég ákvað að taka slaginn og demba mér í þetta og sé ekki eftir því.“ Þorsteinn sat í stjórn Samtaka iðnaðarins 2004-2010 og var varafor- maður frá 2007. Hann sat í stjórn Ið- unnar, fræðsluseturs, 2006-2013 og stjórn VIRK, starfsendurhæfing- arsjóðs, 2013-2016. Hann var vara- formaður og formaður Gildis, lífeyr- issjóðs, 2014-2016. Þorsteinn hefur verið varaformaður Viðreisnar síðan 2018. Hann sat í fjárlaganefnd 2016- 2017 og hefur setið í efnahags- og viðskiptanefnd frá 2017. fyrir utan hef ég mikinn áhuga á úti- vist, bæði göngum og skíðum og svo golfi. Ég er líka í veiði í og með, reyni alltaf að sækja rjúpu í jóla- matinn og í stangveiðinni þá er ég aðallega í silungsveiði á sumrin. Ég er ekki búinn að fara á rjúpu í vetur en stefni á að fara um helgina ef hægt er.“ Fjölskylda Eiginkona Þorsteins er Lilja Karlsdóttir, f. 24.12. 1970, ferða- málafræðingur, grunnskólakennari og deildarstjóri í Flataskóla. Þau hafa verið búsett í Garðabæ frá 2002. Foreldrar Lilju eru hjónin Jón Karl Kristjánsson, f. 23.9. 1948, múrarameistari, og Ágústa Hafdís Finnbogadóttir, f. 14.10. 1950, sjúkraliði. Þau eru búsett í Reykja- vík. Dætur Þorsteins og Lilju eru 1) Sara Ósk Þorsteinsdóttir, f. 5.10. 1997, nemi í hugbúnaðarverkfræði við HÍ, Sóley Björk Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Víglundsson alþingismaður – 50 ára Dæturnar og frúin Frá vinstri: Sóley Björk, Eva Bjarkey, Sara Ósk og Lilja staddar í Tékklandi í fyrrasumar. Dómadagsiðnaðarmaður Morgunblaðið/Golli Hjónin Þorsteinn og Lilja á 100 ára afmæli Eimskipafélagsins 2014 þegar Þorsteinn var framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. 30 ára Agnes er Vest- mannaeyingur en býr í Hafnarfirði. Hún er að klára leikskólakenn- aranám við Háskóla Íslands. Maki: Aron Óttar Traustason, f. 1985, viðskiptafræðingur og vinnur hjá Reikni- stofu bankanna. Börn: Stefanía Aronsdóttir, f. 2011, og Emil Óli Aronsson, f. 2019. Foreldrar: Gústaf Ólafur Guðmundsson, f. 1951, vélstjóri á Bylgjunni í Vest- mannaeyjum, og Marta Jónsdóttir, f. 1959, leikskólakennari í leikskólanum Sóla í Vestmannaeyjum. Agnes Gústafsdóttir Til hamingju með daginn Hafnarfjörður Emil Óli Aronsson fædd- ist 6. mars 2019 á Landspítalanum. Hann vó 4.012 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Agnes Gústafsdóttir og Aron Óttar Traustason. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.