Morgunblaðið - 22.11.2019, Page 24
AFP
EM 2020 Kári Árnason sækir að Sinan Bolat markverði Tyrkja í næstsíðasta leiknum í undankeppni EM í Istanbúl á
dögunum. Í dag kemur í ljós hverjir verða andstæðingar íslenska liðsins í umspilinu í marsmánuði.
EM 2020
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Fær Ísland að spila á heimavelli í
úrslitaleik um sæti á EM karla í
fótbolta, komist liðið þangað? Það
ræðst í hádeginu í dag í sérstökum
umspilsdrætti, og eru einfaldlega
helmingslíkur á því að Ísland fengi
heimaleik. Einnig ræðst hvar Ís-
land spilar á EM næsta sumar
komist liðið þangað.
Umspilið skiptist í fjórar leiðir;
A, B, C og D, og kemst eitt lið á
EM í gegnum hverja leið. Leikið
er í stökum undanúrslitaleikjum
26. mars, með framlengingu og
vítaspyrnukeppni ef til þarf, og úr-
slitaleikir fara fram 31. mars.
Svona mun drátturinn í dag ganga
fyrir sig:
Leið D:
Undanúrslit:
Georgía – Hvíta-Rússland
Norður-Makedónía – Kósóvó
Dregið um það hvor sigurvegari
undanúrslita verður á heimavelli í
úrslitaleik.
Leið C:
Undanúrslit:
Skotland – Búl/Ísr/Ung/Rúm
Noregur – Serbía
Dregið um það hvert af Búlg-
aríu, Ísrael, Ungverjalandi og
Rúmeníu fer til Skotlands. Dregið
um það hvor sigurvegari undan-
úrslita verður á heimavelli í úr-
slitaleik.
Leið B:
Undanúrslit:
Bosnía – Norður-Írland
Slóvakía – Írland
Dregið um það hvor sigurvegari
undanúrslita verður á heimavelli í
úrslitaleik.
Leið A:
Undanúrslit:
Ísland – Ung/Rúm
Búl/Ísr – Ísr/Ung
Liðin þrjú sem ekki voru dregin
í leið C fara í leið A. Ísland fær
heimaleik við það liðanna sem varð
neðst í Þjóðadeildinni, sem verður
Rúmenía nema Rúmenía dragist í
leið C, en annars Ungverjaland.
Búlgaría verður á heimavelli í hin-
um undanúrslitaleiknum, nema lið-
ið dragist í leið C en þá fær Ísrael
heimaleik við Ungverjaland.
Dregið um það hvor sigurvegari
undanúrslita verður á heimavelli í
úrslitaleik.
Ísland í C- eða F-riðil?
Og hvað ef Ísland kemst á EM?
Þá verður dagskráin þar orðin
mun skýrari í hádeginu enda þótt
leikið verði í sex riðlum og tólf
borgum víðs vegar um Evrópu:
Ef Ísland endar í umspili með
Rúmeníu en ekki Ungverjalandi
myndi Ísland spila í C-riðli á EM
(með Hollandi og Úkraínu, spilað í
Amsterdam og Búkarest).
Ef Ísland endar í umspili með
Ungverjalandi en ekki Rúmeníu
myndi Ísland spila í F-riðli (með
Þýskalandi, spilað í München og
Búdapest).
Ef Ísland endar í umspili með
bæði Rúmeníu og Ungverjalandi
mun dráttur í dag ráða því hvort
Ísland færi í C- eða F-riðil.
Einnig verður dregið um það í
dag hvort það verður Danmörk eða
Rússland, sem eru bæði gestgjafar
og komin áfram í B-riðil, sem fær
að spila alla þrjá leiki sína í riðla-
keppninni á heimavelli. Hitt liðið
mun spila tvo af þremur leikjum
sínum í riðlakeppninni á heimavelli.
Verður Ísland tvisvar á
heimavelli í lok mars?
Umspilsdrátturinn í Sviss í dag Ræðst hvar Ísland myndi spila á EM
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019
England
Deildabikar kvenna, D-riðill:
Reading – Crystal Palace ....................... 6:0
Rakel Hönnudóttir var ekki í leikmanna-
hópi Reading.
Chelsea 12, Reading 9, West Ham 7,
Tottenham 5, Crystal Palace 3, Lewes 0.
Ein umferð eftir, tvö efstu liðin fara í átta
liða úrslit.
KNATTSPYRNA
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
IG-höllin: Þór Þ. – ÍR ........................... 18.30
Ásvellir: Haukar – Keflavík................. 20.15
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Ásvellir: Haukar – Skallagrímur ............. 18
1. deild karla:
Hveragerði: Hamar – Höttur.............. 19.15
Vallaskóli: Selfoss – Álftanes .............. 19.15
Ísafjörður: Vestri – Breiðablik............ 19.15
Í KVÖLD!
HANDBOLTI
Coca Cola-bikar karla
16-liða úrslit:
ÍR – Mílan ............................................. 34:17
Grótta – FH .......................................... 17:36
Haukar – Valur..................................... 30:26
Stjarnan – HK ...................................... 27:24
Þýskaland
Bergischer – Lemgo ........................... 35:33
Ragnar Jóhannsson skoraði ekki fyrir
Bergischer. Arnór Þór Gunnarsson lék
ekki með vegna meiðsla.
Bjarki Már Elísson skoraði 8 mörk fyrir
Lemgo.
Nordhorn – Flensburg........................ 20:29
Geir Sveinsson þjálfar Nordhorn.
Melsungen – Göppingen ...................... 30:17
Magdeburg – Füchse Berlín ............... 27:29
Efstu lið: Flensburg 22, Hannover-Burg-
dorf 20, Melsungen 19, Kiel 18, Magdeburg
18, RN Löwen 18, Füchse Berlín 18, Leip-
zig 16, Bergischer 15, Göppingen 11, Wetzl-
ar 10, Erlangen 10.
B-deild:
Lübeck-Schwartau – Aue................... 23:23
Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 2
mörk fyrir Lübeck-Schwartau.
Danmörk
SönderjyskE – Mors-Thy.................... 26:24
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 1
mark fyrir SønderjyskE og Sveinn Jó-
hannsson ekkert.
Vináttulandsleikir kvenna
Frakkland – Brasilía ............................ 33:22
Japan – Slóvenía................................... 28:28
Tékkland – Sviss................................... 35:30
Þýskaland – Svartfjallaland ................ 29:33
Pólland – Austurríki............................. 19:29
Dominos-deild karla
KR – Njarðvík ...................................... 75:78
Fjölnir – Tindastóll ............................ 88:100
Grindavík – Valur ................................. 85:69
Staðan:
Keflavík 7 6 1 627:570 12
Tindastóll 8 6 2 715:664 12
Stjarnan 8 6 2 727:689 12
KR 8 5 3 672:630 10
Njarðvík 8 4 4 654:579 8
Haukar 7 4 3 643:614 8
Þór Þ. 7 4 3 576:580 8
ÍR 7 4 3 582:611 8
Grindavik 8 3 5 676:687 6
Valur 8 3 5 649:688 6
Fjölnir 8 1 7 678:736 2
Þór Ak. 8 0 8 619:770 0
1. deild karla
Skallagrímur – Sindri .......................... 85:71
Staðan:
Hamar 7 7 0 682:588 14
Höttur 8 7 1 699:632 14
Breiðablik 7 6 1 698:568 12
Vestri 7 4 3 628:551 8
Álftanes 7 3 4 552:593 6
Skallagrimur 8 2 6 643:723 4
Selfoss 7 2 5 533:577 4
Sindri 7 1 6 567:630 2
Snæfell 8 1 7 597:737 2
Evrópudeildin
Alba Berlín – Olympiacos................... 80:99
Martin Hermannsson skoraði 6 stig, gaf
7 stoðsendingar og tók 2 fráköst og lék í um
27 mínútur fyrir Alba Berlin.
NBA-deildin
Washington – San Antonio .............. 138:132
Philadelphia – New York................. 109:104
Toronto – Orlando .............................. 113:97
Atlanta – Milwaukee ........................ 127:135
Miami – Cleveland............................ 124:100
Brooklyn – Charlotte ......................... 101:91
Dallas – Golden State......................... 142:94
Chicago – Detroit ............................... 109:89
Minnesota – Utah ............................... 95:103
Denver – Houston .............................. 105:95
LA Clippers – Boston.............. (frl.) 107:104
KÖRFUBOLTI
Eftir að hafa mistekist að koma
Rúmeníu beint á EM karla í fótbolta
er Cosmin Contra hættur sem þjálf-
ari liðsins. Það eru 75% líkur á að
Rúmenía mæti Íslandi í undan-
úrslitum EM-umspilsins.
Contra hafði stýrt Rúmeníu í rúm
tvö ár en rúmenska knattspyrnu-
sambandið ætlar að gefa sér tvær
vikur til að ráða nýjan þjálfara.
Goðsagnirnar Gheorghe Hagi og
Dan Petrescu eru sagðar koma til
greina, ásamt Mirel Radoi, þjálfara
U21-landsliðsins, sem þykir líkleg-
astur til að fá starfið. sindris@mbl.is
Stýrir Hagi Rúm-
enum á Íslandi?
AFP
Hættur Cosmin Contra stýrði liði
Rúmena frá því í september 2017.
Stjarnan tryggði sér sæti í átta liða
úrslitum Coca Cola-bikarsins í
handknattleik karla í gær með því
að leggja HK, 27:24, í TM-höllinni í
Garðabæ. Staðan var jöfn að lokn-
um fyrri hálfleik, 13:13.
Fyrrverandi HK-ingur, Leó Snær
Pétursson, var markahæstur
Stjörnumanna með sex mörk. Krist-
ófer Andri Daðason skoraði átta
mörk fyrir HK.
FH vann öruggan sigur á Gróttu,
36:17, á Seltjarnarnesi. ÍR-ingar
hrósuðu sigri á Mílunni, 34:17, á
heimavelli. iben@mbl.is
Stjarnan, FH og
ÍR áfram í bikar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Markahæstur Leó Snær Pétursson
skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Ungverjar vilja frekar mæta Skotum en Íslendingum
í umspilinu,“ segir Matyas Szeli, íþróttafréttamaður
hjá ungverska íþróttadagblaðinu Nemzeti Sport.
Ungverjar eru önnur tveggja þjóða sem Ísland get-
ur dregist gegn í dag þegar UEFA raðar endanlega
niður í umspilsriðlana þar sem leikið er um sæti í loka-
keppni EM 2020.
Ísland getur einnig dregist gegn Rúmeníu en fær
heimaleik, hvor sem niðurstaðan verður.
Ungverjar munu hinsvegar leika á útivelli og þeirra
möguleikar eru tvíþættir, annarsvegar að fara ann-
aðhvort til Íslands eða Skotlands, eða þá að mæta
Búlgaríu eða Ísrael.
„Ungverskir fótboltaáhugamenn telja almennt Ís-
land vera með sterkara lið en Skotland, enda þótt
Skotar hafi unnið okkur 1:0 í vináttulandsleik í fyrra.
Auðvitað munum við öll eftir 1:1 jafnteflinu gegn Ís-
landi á EM í Frakklandi 2016 en okkar lið er líklega
heldur veikara í dag en það var þá, þar sem mjög
reyndir og mikilvægir leikmenn eins og Zoltán Gera,
Roland Juhász og Gabor Király hafa lagt skóna á hill-
una.
Hinn möguleikinn er að við mætum Búlgaríu eða
Ísrael. Ég held að flestir Ungverjar vilji helst af öllu
dragast gegn Búlgaríu í þessu umspili.
Síðan er ljóst að við þurfum að spila á útivelli í und-
anúrslitunum og árangur ungverska liðsins á útivöll-
um er ekki beysinn, svo vægt sé til orða tekið,“ sagði
Matyas Szeli við Morgunblaðið í gær.
Ungverjar vilja frekar Skota eða Búlgara
Telja að Ísland yrði erfiðari andstæðingur í umspilinu
AFP
Fagnað Ungverjar fagna marki í undankeppni EM
þar sem þeir unnu fjóra leiki og töpuðu fjórum.