Morgunblaðið - 22.11.2019, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019
samstarfi við Aude Busson og Alexander
Roberts, en þar voru börn á aldrinum átta til
tólf ára í aðalhlutverkum og dansverkið
GRRRRLS sem Ásrún vann með 15 ung-
lingsstelpum.
„Mitt listræna markmið er alltaf að gefa
röddum, sem alla jafna heyrast ekki, tæki-
færi til að hljóma,“ segir Ásrún. Spurð hvað
hafi komið sér skemmtilegast á óvart í vinnu-
ferlinu fyrir nýju sýninguna svarar Ásrún um
hæl: „Í raun bara hvað það hefur verið ótrú-
lega gaman á æfingum. Við föttuðum
snemma í ferlinu við þyrftum ekki endilega
að fókusera á afurðina sem er afrakstur æf-
inganna heldur væri ekki síður mikilvægt að
fá rými til að vera saman og leika sér,“ segir
Ásrún og tekur fram að hún sé sannfærð um
að sú leikgleði skili sér til áhorfenda.
Fegurð í mannlegri sambúð er annar
tveggja viðburða sem Ásrún er í listrænu for-
svari fyrir á yfirstandandi hátíð. Í samstarfi
við Alexander Roberts og hóp unglinga
samdi hún The Teenage Songbook of Love
and Sex sem sýnd verður í Tjarnarbíói í
Fegurð í mannlegri sambúð nefnist viðburður
sem fram fer á sviðslistahátíðinni Reykjavík
Dance Festival í dag og á morgun kl. 17.
Listrænir stjórnendur viðburðarins eru
Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir
Schlüter og Olga Sonja Thorarensen. Í sam-
tali við Morgunblaðið segir Ásrún Fegurð í
mannlegri sambúð vera leiðsöguferð um
miðbæ Reykjavíkur þar sem leiðsögumenn-
irnir eru ungt fatlað og ófatlað fólk.
„Útgangspunkturinn í vinnunni var að
finna eitthvað sem sameinaði hópinn og þá
datt okkur borgin sem við deilum í hug. Við
þekkjum Reykjavík á ólíkan hátt, höfum upp-
lifað staði og augnablik með okkar augum og
eigum mismunandi minningar af sömu stöð-
um. Hver og einn í hópnum hefur valið sér
einhvern stað í miðborginni sem hefur sér-
staka þýðingu fyrir viðkomandi,“ segir Ásrún
og bendir á að áhorfendur verði leiddir á
milli staðanna, en ferðalagið hefst hjá Tjarn-
arbíói kl. 17 í dag og á morgun.
„Hér gefst möguleiki á að ferðast saman
sem einn stór fjölbreyttur hópur og fá að
kynnast miðbænum í gegnum augu nágranna
okkar,“ segir Ásrún og tekur fram að fjöl-
breyttar uppákomur verði í boði á áningar-
stöðunum. „Þessir staðir geta verið ákveðinn
veitingastaður, falin náttúruperla eða mikil-
vægar stofnanir og allt þar á milli. Flytj-
endur ætla að deila með okkur sögum, söng,
dansi, draumum, örlagaríkum augnablikum
eða fantasíum,“ segir Ásrún, en flytjendur
eru Anna Björk Eldker Emilsdóttir, Glódís
Erla Ólafsdóttir, Gunnar Þorkell Þorgríms-
son, Haukur Hákon Loftsson, Hrannar Hall-
dórsson Bachmann, Rebekka Sveinbjörns-
dóttir og Salóme Sól.
Spurð um tilurð sýningarinnar rifjar Ásrún
upp að fatlaður ungur strákur hafi haft á orði
við Olgu að honum stæði ekki til boða að taka
þátt í sviðsverkum. „Hann plantaði þannig
fræinu að þessum viðburði,“ segir Ásrún og
tekur fram að sér hafi alltaf fundist gaman
að vinna með áhugafólki. Í því samhengi má
rifja upp að Ásrún hefur unnið ýmsar sýn-
ingar með börnum og unglingum. Þeirra á
meðal er Made in children, sem hún gerði í
kvöld kl. 21.30. „Eins og nafnið gefur til
kynna er það söngleikur þar sem 15 manna
hópur unglinga á aldrinum 15-19 ára dansar
og syngur um eigið ástar- og kynlíf. Lögin
sömdu þau í samvinnu við okkur Alexander
og Teit Magnússon,“ segir Ásrún og tekur
fram að allir áhorfendur ættu að eiga auðvelt
með að spegla sig í umfjöllunarefninu.
Allar nánari upplýsingar um sviðslista-
hátíðina má nálgast á reykjavikdance-
festival.com/nvember-2019. Meðal annarra
sýninga sem sýndar eru í dag eru Verk nr.
1,5 eftir Steinunni Ketilsdóttur sem sýnt er í
Tjarnarbíói í kvöld kl. 19.30 og The Brogan
Davison Show sem sýnt verður í heimahúsi í
kvöld kl. 20. Á morgun verða auk Fegurðar í
mannlegri sambúð kl. 17 sýndar Krakkaveldi
eftir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir í sam-
vinnu við sýningarhópinn í Iðnó kl. 16 þar
sem aðgangur er ókeypis; Ravemachine eftir
Doris Uhlich og Michael Turinsky í Tjarnar-
bíói kl. 20 og Takeover eftir Önnu Kolfinnu
Kuran í Iðnó kl. 21.30 þar sem aðgangur er
líka ókeypis. silja@mbl.is
Með augum nágranna okkar
Fegurð í mannlegri sambúð sýnt á Reykjavík Dance Festival Ásrún Magnúsdóttir á tvö verk á
hátíðinni að þessu sinni Finnst sem höfundi gaman að gefa ólíkum röddum tækifæri á að heyrast
Mannleg Þátttakendur í viðburð-
inum Fegurð í mannlegri sambúð.
Fyrsta sýning St. Petersburg Festival Ballet og Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands á Svanavatninu við tónlist Pjotrs
Tsjajkovskíj fór fram í Eldborg Hörpu í gærkvöldi.
Næstu sýningar eru í kvöld kl. 19.30 og á morgun kl. 14.
Ljósmyndari Morgunblaðsins leit inn á æfingu í gærdag.
Svanavatnið er einn vinsælasti ballett allra tíma, en
verkið var frumflutt í Bolshoi-leikhúsinu í Moskvu 1877.
Verkið fjallar um prinsessuna Odette, sem illur galdra-
maður breytir í svan. Prinsinn Siegfried verður ástfang-
inn af henni og reynir árangurslaust að bjarga.
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Svanavatnið sýnt í Eldborg Hörpu
Vetrarsól er umboðsaðili
40 ár
á Íslandi
Sláttuvélar
Snjóblásarar
Sláttutraktorar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
SÍÐAN 1969
FLOTTUSTU BÚNINGARNIR
ÞÍNAR SÉR ÓSKIR UM FJÖLBREYTTA
FRAMLEIÐSLU EÐAMERKINGAR
846 BLS BÆKLINGUR Á HEIMASÍÐUNNI HENSON.IS
TIL MERKINGA EÐA EKKI
SENNILEGA FJÖLHÆFASTI FATAFRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI
ÍSLANDS ÞÓVÍÐARVÆRI LEITAÐ!
Brautarholti 24 · 105 Reykjavík · S.: 562 6464 · henson@henson.is
Hildur Guðnadóttir tónskáld er til-
nefnd, eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu í gær, til bandarísku
Grammy-verðlaunanna í flokki
bestu tónlistar fyrir sjónræna miðla
fyrir tónlistina sem hún samdi fyrir
sjónvarpsþættina Chernobyl.
Hildur er ekki eini Íslending-
urinn sem kom við sögu þegar til-
nefningar til Grammy-verð-
launanna voru kynntar, því
upptaka á verki Önnu Þorvalds-
dóttur, Aequa, er tilnefnd sem
besta upptakan á klassískri tónlist.
Upptökustjórinn var Daniel Shores
og annaðist einnig hljóðblöndun, en
flytjendur eru International Con-
temporary Ensemble.
Þess má geta að í flokki bestu
tónlistar fyrir sjónræna miðla eru
auk Hildar tilnefndir Alan Silvestri
fyrir Avengers: Endgame, Ramin
Djawadi fyrir lokaþáttaröð Krúnu-
leikanna, Hans Zimmer fyrir Kon-
ung ljónanna og Marc Shaiman fyr-
ir Mary Poppins Returns.
Upptakan á verki Önnu tilnefnd til Grammy-verðlaunanna
Morgunblaðið/Hari
Tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir.