Morgunblaðið - 22.11.2019, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 22.11.2019, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019 AF LISTUM Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eitt helsta umræðuefnið umlistir um þessar mundirsnýst um það hvort hægt sé að skilja á milli listamanna og verka þeirra, hvort það sé eðlilegt eða æskilegt. Spurt er hvort lista- maður sem einhverjir telja siðlaus- an skíthæl eða mögulega glæpa- mann geti skapað listaverk sem er fagurt, göfugt og lyfti sál og huga þess sem upplifir það. Margir vilja útskúfa verkum listamanna sem sakaðir eru um hina verstu breytni, þótt það takist með misáhrifaríkum hætti. Nærtækt dæmi er að ítrek- aðar ásakanir fósturdóttur banda- ríska leikstjórans Woody Allen um að hann hafi brotið kynferðislega á henni hafa leitt til þess að kvik- myndir Allens, sem í áratugi var meðal virtustu listamanna á sínu sviði, fá ekki lengur dreifingu í heimalandinu – þótt Evrópubúar sýni þeim enn talsverðan áhuga. Og annar leikstjóri á níræðisaldri, Roman Polanski, er enn á flótta undan bandarískri réttvísi fyrir að níðast á unglingsstúlkum fyrir mörgum áratugum. Verk hans eiga erfitt uppdráttar vestanhafs en eru þó vinsæl í Evrópu – nýjasta kvik- mynd hans er nú sú vinsælasta í Frakklandi. Og enn eru konur að koma fram með ásakanir á hendur Polanski og fregnir í vikuni herma að franskir leikstjórar hyggist vísa honum úr samtökum sínum. Þá hefur undanfarnar vikur verið hávær umfjöllunin um um- deilda veitingu Nóbelsverð- launanna til Peters Handke, meðal annars fyrir að gera lítið úr stríðs- glæpum Bosníuserba í stríðinu á Balkanskaga. Ef staðfest er eða þykir víst að þessir listamenn og aðrir hafi brotið af sér, er þá rétt að láta listaverk þeirra hverfa, hversu góð eða mikilvæg sem þau hafa áð- ur þótt? Hreinsar tíminn verkin? Í umræðunni um siðleysi, glæpi, listræn gæði eða mikilvægi listaverka er líka spurt hvort rétt sé að gera greinarmun á verkum samtímalistamanna og þeirra sem horfnir eru af sjónarsviðinu. Er auðveldara að hrífast af verkum listamanna sem að mati okkar hafa brotið af sér ef þeir eru látnir? Hef- ur dauðinn þá veitt þeim makleg málagjöld og lyft verkunum undan svörtum hjúp refsingarinnar? Eiga Norðmenn sem hatast hafa við Knut Hamsun í meira en sjötíu ár vegna stuðnings hans við nasista að fara að taka verk hans í sátt? Það er nefnilega erfitt að hafna því að maðurinn var einn besti rithöf- undur liðinnar aldar. Og fer að verða óhætt að hrósa Leni Riefens- tal fyrir ljósmyndir og meistara- Eru listaverkin ill eins og skaparar þeirra? AFP Níðingur? „Villimannasögur“ kallaði Gauguin þetta verk sem nú er sýnt í National Gallery í London. Han sýnir þar sjálfan sig glaðhlakkalegan að baki tveimur hálfnöktum stúlkum á Tahítí, en hann bjó með annarri þeirra. lega kvikmyndagerð, þótt hún hafi verið eftirlæti Hitlers? Og hvað um Caravaggio, sem varð svo sannar- lega einum manni að bana á sinni stuttu ævi, mögulega tveimur? Er það arfleifð hans nokkuð til trafala – gerir hann mögulega bara enn meira spennandi, þennan áhrifa- mesta myndlistarmann sem uppi var kringum aldamótin 1600? Hætta að horfa á Gauguin? Í umræðunni um áreitni og misnotkun eru sjónir farnar að beinast að öðrum myndlistarmanni, einum þeim vinsælasta og eftirsótt- asta, hinum franska Paul Gauguin (1848-1903). Í vikunni birtist grein í The New York Times sem athygli hefur vakið en í henni er spurt hvort við eigum að hætta að horfa á verk hans. Hann hafi nefnilega á síðustu árum ævi sinnar, þegar hann var skilinn við danska eigin- konuna sem hann eignaðist fimm börn með, og var fluttur til Kyrra- hafseyja, haft samfarir við margar unglingsstúlkur, þrettán og fjórtán ára gamlar, og „kvænst“ tveimur þeirra og getið þeim börn. Það er óumdeilt að sá rúmi áratugur sem Gauguin vann í Frönsku Pólýnesíu hafi verið sá gjöfulasti á ferli hans, listrænt séð, en á mörgum verkanna birtast þessar ungu stúlkur sem hann tældi, níddist á og kallaði síðan „villimenn“ í titlum málverkanna. Á sýningu sem nú stendur yfir á portrettum eftir Gauguin í Nat- ional Gallery í London spyr þulur- inn í hljóðleiðsögninni hvort við ættum að hætta að horfa á þessi verk. Og í veggtextum er það út- skýrt að listamaðurinn hafi níðst á ungum stúlkum og við það misnot- að stöðu sína og forréttindi sem áhrifamikill Vesturlandabúi. Sýnngarstjórinn segir að ekki sé lengur hægt að yppta öxlum og segja að svona hafi listamenn bara hagað sér „í gamla daga“; Gauguin hafi ekki verið sú hetja sem margir töldu hann vera. Að afhjúpa skítinn Sumir safnamenn vilja fara varlega í að endurskoða líf lista- manna fortíðarinnar. Haft er eftir fyrrverandi safnstjóra Tate Mu- seum að hann fyrirlíti Gauguin sem persónu en verkin séu merkileg. „Þegar listamaður hefur skapað eitthvað tilheyrir það honum ekki lengur, heldur heiminum,“ segir hann. Annar sýningarstjóri er ósam- mála og segir hegðun Gauguins hafa verið með þeim hætti að það yfirskyggi verk hans. „Hann var hrokafullur, ofmetinn, yfirgangs- samur barnaníðingur,“ segir hún, og ef verkin væru ljósmyndir myndi fólk ekki sætta sig við þær. Þriðji sýningarstjórinn, dönsk kona sem sett hefur upp nokkrar sýningar með verkum Gauguins, segir að með hverri sýningu sé mik- ilvægt að tálga sífellt meira af þeim varnarhjúpi sem sagan hafi hlaðið um listamanninn. „Nú þurfum við að afhjúpa allan skítinn,“ segir hún. Er saga og breytni listmanns eitt og verk hans annað – eða eru þau algjörlega samtvinnuð? Það er áhugaverð spurning og ekkert ein- falt svar við henni. Sjálfur reyni ég alltaf að greina þar á milli, hvert sem listformið er, og segja að verk- ið sé ekki maðurinn, það lifi sjálf- stæðu lífi – en um það eru og verða skoðanir skiptar. Rithöfundurinn Susan Choi hreppti bandarísku National Book- verðlaunin fyrir fimmtu skáldsögu sína, Trust Exercise en hún hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Sagan gerist í listaskóla og segir frá ástum tveggja nemenda. Samkvæmt The New York Times hrósaði dómnefnd formfastri póstmóderníski byggingu heillandi sögunnar. The Yellow House eftir Sarah M. Broom hrepti verðlaunin í flokki ævisagna og óskáldaðra verka en hún byggist á minningum höfund- arins um heimili fjölskyldunnar í New Orleans og hvernig hún leystist upp í eftir að fellibylurinn Katrina lagði hluta borgarinnar í rúst. Skáld- saga ungverska höfundarins László Krasznahorkai Baron Wenckheim’s Homecoming var valin besta þýð- ingin sem kom út í Bandaríkjunum á liðnu ári og deilir hann verðlaun- unum með þýðandanum, Ottilie Mul- zet. Þýðingaverðlaunin voru fyrst af- hent í fyrra. Besta skáldsaga fyrir börn var valin 1919 The Year That Changed America eftir Martin W. Sandler, og Sight Lines eftir Arthur Sze hreppti verðlaunin fyrir bestu ljóðabókina. Þá hlaut rithöfundurinn og gagnrýn- andinn Edmund White sérstök heið- ursverðlaun. Skáldsaga Choi valin sú besta Verðlaunahöfundur Trust Exercise eftir Susan Choi hreppti verðlaunin. BORGARLEIKHÚSIÐ Sex í sveit (Stóra sviðið) Fös 22/11 kl. 20:00 22.sýn Fös 6/12 kl. 20:00 27. s Fös 20/12 kl. 20:00 32. s Lau 23/11 kl. 20:00 23.sýn Lau 7/12 kl. 20:00 28. s Lau 21/12 kl. 20:00 33. s Fim 28/11 kl. 20:00 24. s Fim 12/12 kl. 20:00 29. s Fös 27/12 kl. 20:00 34. s Fös 29/11 kl. 20:00 25. s Fös 13/12 kl. 20:00 30. s Lau 30/11 kl. 20:00 26. s Lau 14/12 kl. 20:00 31. s Sprenghlægilegur gamanleikur! Matthildur (Stóra sviðið) Lau 23/11 kl. 13:00 68. s Sun 8/12 kl. 13:00 73. s Fim 26/12 kl. 13:00 77. s Sun 24/11 kl. 13:00 69. s Lau 14/12 kl. 13:00 74. s Lau 28/12 kl. 20:00 78. s Lau 30/11 kl. 13:00 70. s Sun 15/12 kl. 13:00 75. s Sun 29/12 kl. 13:00 79. s Sun 1/12 kl. 13:00 71. s Lau 21/12 kl. 13:00 aukas. Lau 7/12 kl. 13:00 72. s Sun 22/12 kl. 13:00 76. s Sýning ársins á Sögum - Verðlaunahátíð barnanna! Stórskáldið (Nýja sviðið) Lau 23/11 kl. 20:00 Lokas. Allra síðasta sýning! Eitur (Litla sviðið) Fös 22/11 kl. 20:00 12. s Sun 1/12 kl. 20:00 16. s Fim 12/12 kl. 20:00 20. s Sun 24/11 kl. 20:00 13. s Mið 4/12 kl. 20:00 17. s Fös 13/12 kl. 20:00 21. s Fim 28/11 kl. 20:00 14. s Fim 5/12 kl. 20:00 18. s Fim 19/12 kl. 20:00 22. s Fös 29/11 kl. 20:00 15. s Fös 6/12 kl. 20:00 19. s Fös 20/12 kl. 20:00 23. s Hvað áttu eftir stærsta missi lífs þíns? Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 29/11 kl. 20:00 54. s Lau 14/12 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! Club Romantica (Nýja sviðið) Sun 24/11 kl. 20:00 15. s Fim 28/11 kl. 20:00 17. s Lau 28/12 kl. 20:00 19. s Mið 27/11 kl. 20:00 16. s Fös 27/12 kl. 20:00 18. s Allra síðustu sýningar. Um tímann og vatnið (Stóra sviðið) Þri 26/11 kl. 20:00 4. s Þri 21/1 kl. 20:00 5. s Kvöldstund með listamanni. Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Lau 23/11 kl. 20:00 20. s Lau 7/12 kl. 20:00 22. s Lau 30/11 kl. 20:00 21. s Lau 14/12 kl. 20:00 23. s Síðustu sýningar. Jólaflækja (Litla sviðið) Lau 23/11 kl. 13:00 10. s Lau 7/12 kl. 13:00 16. s Lau 21/12 kl. 13:00 20. s Sun 24/11 kl. 13:00 11. s Sun 8/12 kl. 13:00 17. s Sun 22/12 kl. 13:00 21. s Lau 30/11 kl. 13:00 13. s Lau 14/12 kl. 13:00 18. s Sun 1/12 kl. 13:00 14. s Sun 15/12 kl. 13:00 19. s Aðeins sýnt á aðventunni. Skjáskot (Nýja sviðið) Þri 3/12 kl. 20:00 2. s Þri 21/1 kl. 20:00 3. s Kvöldstund með listamanni. Vanja frændi (Stóra sviðið) Lau 11/1 kl. 20:00 Frums. Fim 16/1 kl. 20:00 4. s Fim 23/1 kl. 20:00 7. s Sun 12/1 kl. 20:00 2. s Sun 19/1 kl. 20:00 5. s Fim 30/1 kl. 20:00 8. s Mið 15/1 kl. 20:00 3. s Mið 22/1 kl. 20:00 6. s Sun 2/2 kl. 20:00 9. s Er líf okkar andlegt frjálst fall? Kynntu þér matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Shakespeare verður ástfanginn (stóra sviðið) Lau 23/11 kl. 19:30 10. sýn Lau 7/12 kl. 19:30 12. sýn Fös 29/11 kl. 19:30 11. sýn Lau 28/12 kl. 19:30 13. sýn Hrífandi og skemmtileg stórsýning fyrir áhorfendur á öllum aldri Stormfuglar (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 22/11 kl. 19:30 7. sýn Fim 28/11 kl. 19:30 8. sýn Hinn rómaði sögumaður Einar Kárason stígur á svið Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) (Kassinn) Fös 22/11 kl. 19:30 14. sýn Fim 28/11 kl. 19:30 17. sýn Lau 7/12 kl. 19:30 19. sýn Lau 23/11 kl. 19:30 auka Fös 29/11 kl. 19:30 auka Lau 28/12 kl. 19:30 20. sýn Sun 24/11 kl. 19:30 16. sýn Fös 6/12 kl. 19:30 18. sýn Ágengt og tragíkómískt nýtt íslenskt verk sem spyr stórra spurninga Atómstöðin (Stóra Sviðið) Lau 30/11 kl. 19:30 7. sýn Sun 8/12 kl. 19:30 8. sýn Sun 29/12 kl. 19:30 síðustu sýningar Nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu Nóbelskáldsins Halldórs Laxness Engillinn (Kassinn) Lau 21/12 kl. 19:30 Frums Lau 28/12 kl. 19:30 3. sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2. sýn Sun 12/1 kl. 19:30 4. sýn Leiksýning byggð á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson Leitin að jólunum (Brúðuloftið) Lau 23/11 kl. 11:00 347. sýn Sun 1/12 kl. 11:00 356. sýn Lau 14/12 kl. 13:00 366. sýn Lau 23/11 kl. 13:00 348. sýn Sun 1/12 kl. 13:00 357. sýn Sun 15/12 kl. 11:00 368. sýn Lau 23/11 kl. 14:30 349. sýn Sun 1/12 kl. 14:30 358. sýn Sun 15/12 kl. 13:00 369. sýn Sun 24/11 kl. 11:00 350. sýn Lau 7/12 kl. 11:00 359. sýn Lau 21/12 kl. 11:00 371. sýn Sun 24/11 kl. 13:00 351. sýn Lau 7/12 kl. 13:00 360. sýn Lau 21/12 kl. 13:00 372. sýn Sun 24/11 kl. 14:30 352. sýn Lau 7/12 kl. 14:30 361. sýn Sun 22/12 kl. 11:00 374. sýn Lau 30/11 kl. 11:00 353. sýn Sun 8/12 kl. 11:00 362. sýn Sun 22/12 kl. 13:00 375. sýn Lau 30/11 kl. 13:00 354. sýn Sun 8/12 kl. 13:00 363. sýn Lau 30/11 kl. 14:30 355. sýn Lau 14/12 kl. 11:00 365. sýn Tveir skrýtnir og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyr Meistarinn og Margarita (Stóra Sviðið) Fim 26/12 kl. 19:30 Frums Sun 5/1 kl. 19:30 4. sýn Fim 16/1 kl. 19:30 7. sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2. sýn Fös 10/1 kl. 19:30 5. sýn Lau 4/1 kl. 19:30 3. sýn Lau 11/1 kl. 19:30 6. sýn Hnyttin háðsádeila, gædd myrkum töfrum leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 ICQC 2020-2022 Matur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.