Morgunblaðið - 26.11.2019, Page 2

Morgunblaðið - 26.11.2019, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019 Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 GSINS riðjudag 19.994 VERÐ ÁÐUR 29.990 Aðeins 30 stktk á mann! 33%Afsláttur 25.-30. nóvember 27” IPS SKJÁ R Lúxus 27 ” I með örþ skjáram TILBOÐ DA Gildir aðeins þ 1 s PS skjár unnan ma Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is FréttirGuðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is ViðskiptiStefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningarmbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Landsnet áformar að endurnýja hluta af Vopnafjarðarlínu með því að leggja jarðstreng yfir Hellisheiði eystri. Í kjölfarið verður loftlína rif- in. Tilgangurinn er að auka afhend- ingaröryggi raforku í Vopnafirði og draga úr þeirri hættu sem starfs- menn Landsnets setja sig í við við- gerðir á línunni. Framkvæmdin er hluti af endur- bótum á flutningskerfi Landsnets á Austurlandi. Steinunn Þorsteins- dóttir, upplýsingafulltrúi fyrirtækis- ins, segir að línan sé 40 ára gömul, liggi í miklum bratta og þar sé mikil ísingarhætta. Undanfarinn áratug hafa verið nokkrar truflanir og bil- anir á línunni. Hún var án straums í tæpa 18 sólarhringa frá árinu 2007. Verst var ástandið í byrjun árs 2014, að sögn upplýsingafulltrúans, en þá var línan úti í tæpa 10 sólarhringa. Þá þurfti að ráðast í umfangsmiklar viðgerðir. Hættulegar aðstæður Segir Steinunn að aðstæður til við- gerða hafi verið afar slæmar 2014, snjóflóðahætta og erfitt að komast um svæðið með búnað. Öryggi starfsmanna Landsnets, verktaka og björgunarsveitarmanna hafi ekki verið tryggt og viðgerðir tafist af þeim sökum. Vopnafjarðarlína ligg- ur frá Lagarfossstöð á Fljótsdals- héraði til Vopnafjarðar og er eina tenging byggðarinnar við megin- flutningskerfi Landsnets. Þegar hún bilar þarf að keyra dísilrafstöðvar á Vopnafirði og skerða afhendingu orku til íbúa og fyrirtækja. Ráðgert er að leggja 66 kílóvolta jarðstreng, að mestu meðfram þjóðveginum um Hellisheiði, tæplega 10 km leið. Verður því jarðrask að mestu á þeg- ar röskuðu landi. Fer strengurinn um land fjögurra jarða, Ketilsstaða, Fagradals, Böðv- arsdals og Eyvindarstaða. Þrjár þær síðastnefndu eru í eyði. Lands- net hefur kynnt áform sín fyrir eig- endum og mun í kjölfarið óska eftir heimild þeirra til lagningar strengs- ins. Áformað er að hefja framkvæmd- ir á árinu 2021 og ljúka verkinu ári síðar, samkvæmt upplýsingum frá Landsneti. Gert er ráð fyrir að nú- verandi loftlína verði tekin niður einu eða tveimur árum eftir að jarð- strengurinn kemst í gagnið. Jarðstrengur um Hellisheiði eystri  Loftlína víkur úr erfiðu landslagi  Hætta hefur skapast við viðgerðir Vopnafjarðarlína í jörð Kortagrunnur: OpenStreetMap Loftlína Jarðstrengur Niðurrif loftlínu Vegur 917, Hlíðarvegur Fagridalur Bö ðv ar s- da lu r Fagradals- fjöll Hellisheiði eystri Vopnafjörður H ér að sfl ó i 917 Eyvindarstaðir ■ Heimild: Landsnet Sigtryggur Sigtrygsson sisi@mbl.is Úrkoman á Akureyri hefur verið með fádæmum lítil í nóvember. Á það reyndar við um fleiri staði á landinu. Bendir allt til þess að úr- koman á Akureyri í nóvember verði sú næstminnsta frá því mæl- ingar hófust fyrir tæpri öld, eða ár- ið 1927. Samkvæmt upplýsingum frá Trausta Jónssyni veðurfræðingi hefur úrkoman það sem af er nóv- ember mælst 4,6 millimetrar. Reyndar féllu 2,0 millimetrar síð- degis 31. október – en telst með nóvember í skrám eins og alltaf, segir Trausti. Þetta er nærri Akureyrarmetinu frá 1952, sem er 3,0 millimetrar. Næsta nóvembermánaðarsumma fyrir ofan er 13,1 mm og mældist hún í nóvember 2007. „Sáralítilli úrkomu er spáð til mánaðamóta þannig að líklegt er að talan á Akureyri nú verði sú næstlægsta í nóvember frá upphafi samfelldra mælinga 1927 – en þann fyrirvara verður auðvitað að hafa á að spár rætist,“ segir Trausti. Þetta er gríðarleg breyting frá nóvember í fyrra, þegar 119 milli- metra úrkoma mældist á Akureyri. Það er nokkuð víða sem úrkoma er minni en áður er vitað um í nóv- ember, segir Trausti. Á þessum stöðum er mælitíminn mun styttri en á Akureyri. Megi nefna Hnífsdal (mæling byrjar 1995), Ísafjörð (1980), Ásbjarnarstaði á Vatnsnesi (1992), Skeiðsfossvirkjun (1970), Sauðanesvita (1990) og Svartárkot (1990). Austanlands og suður eftir Vesturlandi er úrkoma almennt undir meðallagi. Í Reykjavík er úr- koma hins vegar nærri meðallagi það sem af er. Nóvember afar þurr á Akureyri  Stefnir í næstminnstu úrkomu frá upphafi mælinga Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyri Afar lítil úrkoma hefur verið á Norðurlandi í nóvember. Afkoma ríkissjóðs versnar samtals um 102,6 milljónir króna frá því sem gert var ráð fyrir við aðra umræðu um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020 ef breytingartillögur meirihlut- ans í fjárlaganefnd ná fram að ganga við þriðju umræðu málsins. Tillögurnar lúta meðal annars að því að framlög til þjóðkirkjunnar verði 82,6 milljónum krónum hærri en áður var gert ráð fyrir í fjár- lögum. Er það vegna launa- og verðlags- breytinga á samningsfjárhæðum samkvæmt fyrstu og annarri grein samnings á milli ríkis og kirkju. Samningsfjárhæðirnar voru sett- ar fram á verðlagi ársins 2018 en með tillögunni eru þær færðar til verðlags ársins 2020. Breytingartillögurnar gera einnig ráð fyrir tímabundnu 20 milljóna króna framlagi sem ætlað er að styrkja rekstrargrundvöll Vigdís- arstofnunar, alþjóðlegrar mið- stöðvar tungumála og menningar, sem starfar innan vébanda Stofn- unar Vigdísar Finnbogadóttur í er- lendum tungumálum. Samningsbundið framlag ríkisins til stofnunarinnar er tímabundið til þriggja ára og fellur niður á næsta ári. Útgjöldin aukist um 102,6 millj.  Þjóðkirkjan fær 82,6 millj. meira Fjöldi fólks kom saman í miðbænum síðdegis í gær til þess að sýna samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi í árlegri Ljósagöngu UN Women. Í gær fór af stað 16 daga átak gegn kyn- bundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hérlendis eru í forsvari fyrir. Sérstaklega ætla UN Women að vinna með fyrirtækjum að því að móta viðbrögð við kyn- bundnu ofbeldi á vinnustöðum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sýndu samstöðu gegn kynbundnu ofbeldi í Ljósagöngu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.