Morgunblaðið - 26.11.2019, Page 6

Morgunblaðið - 26.11.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Landsins mesta úrval af trommum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jarðsagan sýnir að styrkur gróður- húsalofttegundarinnar koldíoxíðs (CO2) í andrúmslofti hafi á fyrri skeiðum vaxið gríðarlega og leitt til hamfaraútdauða dýrategunda. Þetta kom fram í erindi Lúðvíks E. Gústafssonar jarðfræðings á haustráðstefnu Jarðfræðafélags Ís- lands 2019. Efni þess var hvort út- dauðahrinur í jarðsögu síðustu 600 milljóna ára gæfu vísbendingar um hvað gæti verið fram undan í ljósi loftslagsbreytinga. „Ef eitthvað svipað er í vændum núna og segjum á næstu hundrað ár- um er voðinn vís,“ sagði Lúðvík. Kol- díoxíð í andrúmslofti hefur aukist meira á síðustu tvö hundruð árum en á síðustu 800.000 árum. Aukning á koldíoxíði „Í dag höfum við séð aukningu á koldíoxíði á tvö hundruð árum eða svo. Enginn veit í raun hvort hraði þessarar aukningar hafi áhrif sem slíkur,“ sagði Lúðvík. Þegar útdauðahrinur dýrateg- unda á fyrri skeiðum jarðsögunnar af völdum aukningar koldíoxíðs væru skoðaðar væri ekki hægt að segja með vissu á hve löngum tíma styrkur gróðurhúsalofttegund- arinnar hefði aukist. Jarðsögulega hefði það gerst á skömmum tíma, en það gæti þýtt á nokkrum þúsundum eða tugþúsundum ára. Hann nefndi til dæmis tímabil í jarðsögunni á mörkum fornlífsaldar og miðlífs- aldar, eða perm-tímabilsins og trías- tímabilsins, fyrir um 252 milljónum ára. Miðlífsöld tók við eftir gríð- arlegt hrun lífríkisins þegar meira en 95% allra stærri dýra í sjó og á landi dóu út. Gríðarlega mikið kol- díoxíð losnaði út í andrúmsloftið á tiltölulega skömmum tíma. Þetta varð vegna eldgosa og bruna jarð- efna, þ.e. kola, gass og olíu. Berg- kvika virðist hafa troðið sér inn í kola- og gaslög. Menn ímynda sér að það hafi valdið gríðarlegum spreng- ingum, svipuðum og eldgosum, þeg- ar heitt hraun komst í snertingu við gasið og kolin. Koldíoxíðið frá brun- anum fór í andrúmsloftið. Hafið súrnaði mjög og það hlýnaði mikið. Þær aðstæður eru mjög ólífvæn- legar. Ef lífverurnar geta ekki forð- að sér deyja þær út. Leifar fjölda dauðra dýra frá þessu tímabili sjást í jarðlögum og hafa sum varðveist. Lúðvík sagði að styrkur koldíox- íðs í andrúmsloftinu hefði verið tals- vert meiri þá en hann er nú. Auk þess hefði styrkur koldíoxíðs í and- rúmsloftinu verið náttúrulega hærri en hann er nú. Ef styrkur koldíoxíðs í andrúms- loftinu nálgaðist nú það sem hann var myndi skapast ástand sem eng- inn vissi í raun hvernig yrði. Loftslagsbreytingar ollu útdauða dýra  Jarðfræðingur með erindi á haustráðstefnu Jarðfræðafélags Íslands  Telur voðann vísan ef eitthvað svipað er í vændum og útdauðahrina í jarðsögu síðustu 600 milljóna ára hefur að geyma Morgunblaðið/RAX Eldgos Sjónarspilið var stórkostlegt þegar sólin lýsti upp gosmökkinn yfir Holuhrauni árið 2014. Gasið steig upp og rauðglóandi hraunið ólmaðist í gígnum. Magn koldíoxíðs í eldgosum fyrri alda hafði mikil áhrif á dýraríki jarðar. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tekið var á móti tæplega 9.900 öku- tækjum til úrvinnslu fyrstu tíu mán- uði ársins. Það er ívið meira en á sama tímabili í fyrra. Þá höfðu 9.700 öku- tæki komið til úrvinnslu. Til ökutækja teljast fólksbifreiðar, hópbifreiðar, sendibifreiðar og vörubifreiðar Ólafur Kjartansson, framkvæmda- stjóri Úrvinnslusjóðs, segir árin 2017- 19 metár í þessu efni. Hann segir aðspurður margt geta haft áhrif á fjölda ökutækja sem koma ár hvert til úrvinnslu. T.d. séu miklar sveiflur í bílasölu á Íslandi. Toppur í sölu geti birst í toppi í úr- vinnslu að tilteknum árafjölda liðn- um. Fleiri þættir hafi áhrif á fjölda bíla sem koma til úrvinnslu. Þá til dæmis efnahagsástand. Stofnaður árið 2002 Úrvinnslusjóður var stofnaður 2002. Samkvæmt EES-tilskipun um endalok farartækja skyldi öku- tækjum fargað á tiltekinn hátt. Þá meðal annars til að tryggja rétta með- höndlun á spilliefnum. Samkvæmt tilskipuninni getur síð- asti skráði eigandi ökutækis skilað því sér að kostnaðarlausu til endur- vinnslu og endurnýtingar. Skilagjald til síðasta eiganda vegna ökutækja sem koma til úrvinnslu er 20 þúsund krónur. Greiðsla Úrvinnslusjóðs til úr- vinnsluaðila vegna losunar spilliefna – rúðuvökvi, olía, bremsuvökvi og ann- að slíkt – var hækkuð úr 3.500 krón- um í 6.300 krónur í ár. Hins vegar hef- ur 700 kr. úrvinnslugjald, sem greitt er tvisvar á ári með bifreiðagjöldum, ekki breyst. Gert er ráð fyrir að það hækki á næsta ári. Ólafur segir meðalaldur ökutækja svipaðan og í fyrra, eða um 17 ár. 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 7.997 8.338 5.077 2.990 2.802 3.973 4.463 5.245 6.063 6.527 9.483 11.392 Heildarfjöldi Fjöldi í janúar-október 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 Heimild: Úrvinnslusjóður 9. 70 0 9. 84 5 Móttekin ökutæki til úrvinnslu 2007-2019 Svipuðum fjölda fargað og í fyrra  Álíka mörg ökutæki farið í úrvinnslu 176 180 187 200 214 223 225 Fjöldi fólksbíla í umferð 2013-2019 Þúsundir bíla 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 *Miðað við 25.11.2019. Heimild: Samgöngustofa. * Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Þarna var það mat mitt að þetta væru harkaleg orðaskipti en ekki tilefni til þess að víta þingmann,“ segir Guðjón S. Brjánsson, þing- maður Samfylkingarinnar og fyrsti varaforseti. Hann sat sem forseti Alþingis þegar þingmenn ásökuðu Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra um lögbrot á þingi í gær. Orðaskipt- unum lauk með því að Bjarni yf- irgaf þingsalinn. Í lögum um þingsköp segir að forseti skuli víta þingmann ef hann ber ráð- herra brigsl- yrðum. Það kaus Guðjón ekki að gera í gær og segir hann eðlilegar skýringar á því. „Þetta er nú alltaf dálítið mats- kennt. Þarna var ekki verið að bera hann sökum persónulega heldur voru fyrst og fremst gerðar athugasemdir við embættisfærslur ráðherra. Að víta þingmann er mjög alvarlegur hlutur og það er mjög sjaldgæft að gengið sé svo langt að áminna þingmenn fyrir framferði sitt.“ Guðjón segir að í þessu tilviki hafi ásakanirnar ekki beinst að æru ráðherra. „Ef vegið er að persónu eða æru ráðherra eða þingmanns þá horfa menn frekar til þess að víta þing- menn, ekki þegar menn eru að tak- ast á pólitískt um embættisfærslur. Þegar tekist er á um slíkt hefur maður nú heyrt alls konar og menn hafa gjarnan tekið djúpt í árinni.“ Guðjón S. Brjánsson  Ásakanir um lög- brot hafi ekki vegið að æru ráðherra Þótti ekki tilefni til vítna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.