Morgunblaðið - 26.11.2019, Síða 10
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
kveðst vera sammála sjónarmiðum
danska stjórnvalda sem tóku í gildi
hinn 1. nóvember sl., nýja túlkun á
reglugerð Evr-
ópuþingsins og
-ráðsins nr. 1073
frá 2009 sem nær
til gestaflutninga
(d. buscabotage-
kørsel). Með
túlkunarbreyt-
ingunni hafa
Danir takmarkað
verulega þann
starfstíma sem
erlendar rútur á
vegum erlendra fyrirtækja hafa til
þess að starfa innan Danmerkur.
Var sú breyting gerð þar sem
dönsk stjórnvöld óttast að launa-
greiðslur til starfsmanna þessara
fyrirtækja séu ekki í samræmi við
danska kjarasamninga og að starf-
semi þeirra fylgi félagsleg undir-
boð (d. social dumping) sem séu
skaðleg fyrir rútugeirann þar í
landi. Sigurður Ingi segir í samtali
við Morgunblaðið að hann hafi full-
an hug á að skoða þessi mál hér á
landi.
Ekki tilgangur reglnanna
Í frétt Morgunblaðsins frá 23.
nóvember var haft eftir samgöngu-
ráðherra Dana, Benny Engel-
brecht, að ljóst væri að ekki hefði
verið tilgangur fyrrnefndra reglna
að leyfa tómum rútum að keyra
þvert í gegnum Evrópu til þess
eins að geta hafið starfsemi í öðru
landi. Undir það tekur Sigurður
Ingi. Um svokölluð bandalagsleyfi
er að ræða en samkvæmt íslensk-
um lögum takmarkast starfstími
handhafa slíka leyfa hér á landi við
eitt ár og er það byggt á tolla-
reglum.
„Ég er alveg sammála mati Dana
að það var aldrei tilgangurinn með
þessum reglum að tómar rútur
keyrðu í annað land til þess síðan
að taka við ferðamönnum frá því
landi og keyra á rútum frá því
landi. Og svo færi rútan aldrei. Það
var ekki meiningin,“ segir Sigurð-
ur Ingi og heldur áfram.
„Í okkar tilfelli var meiningin sú
að menn kæmu með fulla rútu af
fólki í gegnum Seyðisfjörð, tækju
einn rúnt og svo færi rútan heim.
Ég er sammála því að það hljóti að
hafa verið tilgangur þessara reglna
að það sé ekki komið í veg fyrir
slíkt, en það er ekki tilgangurinn
að menn keyri hingað tómar rútur
til þess að vera síðan að keyra ein-
hverja aðra ferðamenn en komu
með rútunni. Þess vegna hef ég
fullan hug á að skoða þetta,“ segir
Sigurður Ingi við Morgunblaðið.
„Ég held að það sé mjög áhuga-
vert að fylgjast með þessu og skoða
hvort við getum tekið upp einhverj-
ar sambærilegar reglur,“ segir Sig-
urður Ingi enn frekar.
Að sögn ráðherrans hefur enginn
tímarammi verið settur á mögu-
legar aðgerðir í málinu en að í ljósi
þess að Danir hafa gripið aðgerða
sé áhugavert að skoða jafnframt
aðgerðir hér á landi.
Í fyrrnefndri frétt Morgunblaðs-
ins kom fram á bilinu 25-30 erlend-
ar rútur á vegum erlendra fyrir-
tækja væru starfandi hér á landi
auk fleiri minni hópbifreiða. Í sömu
frétt kom fram að tveir þriðju hlut-
ar rútuflotans í Kaupmannahöfn
væru erlendar rútur.
Sjónarmið Dana áhugaverð
Sigurður Ingi Jóhannsson segir vert að fylgjast með þeim takmörkunum sem
Danir hafa sett á starfstíma erlendra rútufyrirtækja Skoðar aðgerðir hérlendis
Sigurður Ingi
Jóhannsson
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Ferðamenn í rútu Samgönguráðherra segir vert að skoða hvort að hér eigi
að fara að fordæmi Dana varðandi starfsemi erlendra rútufyrirtækja.
Rútur
» Starfstími erlendra rúta
sem starfa hér á landi með
svokallað bandalagsleyfi tak-
markast við eitt ár.
» Danir hafa endurtúlkað
reglugerð ESB og takmarkast
starfstíminn nú við 7 daga á 30
daga tímabili.
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019
hitataekni.is
Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is
Einstaklega hljóðlát tæki fyrir t.d.
kerfisloft eða á vegg
Baðviftur
Ein sú hljóðlátasta 17 – 25 dB(A)
atnskæld kælitæki
Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem
loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi
sem og stjórnbúnað og stýringar.
Anddyris-
hitablásarar
Bjóðum upp á mikið úrval
loftræstikerfa
fyrir heimili og fyrirtæki
Slökkva þurfti á báðum ljósboga-
ofnum kísilverksmiðju PCC á
Bakka, en starfsmenn fyrirtækisins
hafa frá því í síðustu viku átt í vand-
ræðum með búnað í verksmiðjunni.
Þetta kemur fram á facebooksíðu
PCC, þar sem segir að stoðkerfi ofn-
anna hafi hætt að virka almennilega.
Í kjölfarið þurfti að slökkva á ofn-
inum Birtu. Það varð til þess að
framleiðslan í ofninum Boga varð
óstöðug vegna ójafnvægis í kerfinu
og þurfti því einnig að slökkva á hon-
um.
Hitastigið í rykhreinsivirkinu
lækkaði þegar slökkt var á ofnunum
og við það myndaðist raki sem leiddi
til þess að kísilrykið varð klístrað og
stíflaði kerfið.
Þá þurfti að opna neyðarskor-
steina en við það getur reyk lagt frá
verksmiðjunni. Birta er nú komin
aftur í gang og gert er ráð fyrir að
Bogi verði gangsettur í dag.
Slökktu
á ofnum
PCC
Bæði drepið á
Birtu og Boga
Morgunblaðið/Hari
Sílíkon Verksmiðjan á Bakka.