Morgunblaðið - 26.11.2019, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.11.2019, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666      Kæli- & frystiklefar í öllum stærðum Peysur kr. 6.900.- Str. S-XXL Litir: Grátt og svart Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Amma spilafíkill. Það er ég. 65 ára ósköp venjuleg kona í Grafarvogi sem fór í meðferð á Vogi án þess að hafa nokkurn tímann bragðað áfengi.“ Þetta segir Guðrún, óvirkur spilafíkill sem hafði brennt allar brýr að baki sér þegar hún fór í meðferð við spila- fíkn fyrir níu árum, en þá grunaði engan hvernig komið var fyrir henni. „Ég hélt lengi vel að ég væri eini spi- lafíkillinn á Íslandi,“ segir hún. Hún heitir reyndar ekki Guðrún, en hún vill ekki koma fram undir nafni af tillitssemi við fjölskyldu sína. Guðrún segist sem barn og ung- lingur hafa spilað af og til í tíkalla- kössum í sjoppum eins og flestir aðr- ir. „En þegar ég hitti Háspennu- kassana í fyrsta skiptið, að ég held í kringum árið 2000, var það ást við fyrstu sýn. Umhverfið, hljóðin í köss- unum – það er svo margt sem mér fannst heillandi. Ég slakaði algerlega á þegar ég var að spila, ég kallaði það að vera í algleymi; mér fannst ég ná sambandi við sjálfa mig í gegnum kassann.“ Á þessum tíma var líf Guðrúnar „bara mjög venjulegt“, eins og hún lýsir því sjálf. Hún og eiginmaður hennar bjuggu ásamt börnum sínum í eigin húsnæði og gátu nokkurn veg- inn gert það sem þau langaði til. „Ég myndi segja að ég hefði haft það mjög gott,“ segir Guðrún, sem hafði starfað á sama vinnustaðnum í mörg ár og gengið afar vel í starfi. Hún faldi reikningana Spilafíknin jókst jafnt og þétt, hún segist stundum hafa spilað fyrir tug- þúsundir á dag, en segir að það hafi ekki komið niður á vinnu hennar eða heimilislífi. Hvernig getur maður falið það fyr- ir maka sínum og fjölskyldu að spila í spilakassa fyrir tugþúsundir króna á dag? „Það er ekkert mál. Ég sá alfar- ið um fjármál okkar og mér tókst að leyna þessu lengi. Spilafíklar eru, eins og aðrir fíklar, mjög lunknir við að fela hlutina. Ég vaktaði t.d. ferðir póstsins þannig að ég var alltaf heima þegar hann kom og gat þá stungið undan reikningum sem bárust. Það gekk ekki alltaf upp og þá lét ég senda allan póst í pósthólf, þangað sem ég sótti hann, og faldi ógreiddu reikningana.“ Guðrún segist nánast eingöngu hafa spilað í spilakössum í Gullnám- unni og að lágmarki í 2-3 tíma á hverj- um degi. „Ég fór á kvöldin og hvenær sem ég komst. Ég þóttist vera að fara eitthvað annað. Undir lokin var ég svo farin að spila aðeins á netinu.“ Hún segist nokkrum sinnum hafa unnið nokkurra hundraða þúsunda króna vinninga. „Ég vann t.d. einu sinni hálfa milljón. En hún var farin aftur í spilakassann áður en ég náði að leysa hana út.“ Lagði spilin á borðið Eftir nokkur ár hafði Guðrún lagt fjárhag þeirra hjóna í rúst, eins og hún orðar það. Engir reikningar höfðu verið greiddir um tíma, hún hafði fengið lán hjá fjölda fólks og átti ekki annarra kosta völ en að leggja spilin á borðið. Hún segist hafa mætt skilningi og stuðningi hjá flestum af sínum nán- ustu. „En það kom fólki virkilega á óvart að ég væri spilafíkill; fólk vissi að mér þótti gaman að fara í spilakassa og það var litið á þetta sem skemmti- lega sérvisku en ekki alvarlegt fíkni- vandamál.“ Þetta var fyrir níu árum og í kjölfar- ið fór Guðrún í meðferð á Vog. „Þetta var almenn meðferð fyrir alkóhólista og þarna var ég, konan sem aldrei hef- ur smakkað áfengi. Ég spurði sjálfa mig; hvað ertu að gera hérna? Þú átt ekkert erindi hér. En ég fann mig fljótlega, meðferðin nýttist mér vel og ég fór út sem óvirkur fíkill.“ Var svipt fjárræði Að samkomulagi varð á milli henn- ar og fjölskyldunnar að þau tækju af henni öll fjárráð. Hún fékk skammt- að fé og þurfti að gera grein fyrir hverri krónu. Hún kom einnig fram af hreinskilni við viðskiptabanka sinn og sagði starfsfólki þar hvernig í pottinn var búið. Þar fékk hún aðstoð við að koma fjármálum sínum í rétt- an farveg og segist óendanlega þakk- lát fyrir það. Hún fékk síðan fjárráð- in aftur tveimur árum síðar. „Það var ein stærsta stundin í lífi mínu þegar ég fann að fjölskyldan mín treysti mér á ný.“ Veistu hvað þú spilaðir fyrir mikið? „Nei, ég hef ekki tekið það saman. En þetta voru nokkuð marg- ar milljónir, ég gæti giskað á 30-50 milljónir.“ Guðrún hefur aðstoðað fólk sem stríðir við spilafíkn og aðstandendur þess. „Ég vil láta gott af mér leiða og ég veit hvað þessi sjúkdómur getur verið erfiður.“ Lengra viðtal við Guðrúnu ásamt umfjöllun um spilafíkn frá ýmsum sjónarhornum má lesa á mbl.is. Hélt að ég væri eini spilafíkillinn  „Þegar ég hitti Háspennukassana í fyrsta skiptið var það ást við fyrstu sýn“  Fór í meðferð fyrir áfengissjúklinga á Vogi án þess að hafa nokkurn tímann bragðað áfengi  Tugmilljónir í spilakassana Morgunblaðið/Árni Sæberg Spilakassar „Umhverfið, hljóðin í kössunum – það er svo margt sem mér fannst heillandi,“ segir Guðrún í viðtalinu. Tæplega 6.000 Íslendingar eiga við verulegan spilavanda að stríða og hátt í 700 eru hugsanlegir spilafíklar. Spilakassar eru sú teg- und peningaspila sem flestir í þessum hópi spila og þeim sem spila ýmiss konar fjárhættuspil á netinu hefur fjölgað á undan- förnum árum. Þetta kemur fram í rannsókn Daníels Þórs Ólasonar, prófessors í sálfræði við Háskóla Íslands, sem rannsakað hefur spilafíkn um árabil. Daníel segir of fá meðferðar- úrræði í boði hér á landi og að hans mati er mikil þörf á breyttu fyrirkomulagi spilakassanna; þeir séu ekki eins og hver önnur sölu- vara. Hann segir svokölluð spila- kort, sem notuð eru víða á Norð- urlöndum, góðan kost í þeim efnum en með þeim er m.a. hægt að hafa meiri stjórn á spila- mennskunni, setja sér mörk eða setja sjálfan sig í spilabann. Þetta og margt fleira má lesa um í ítarlegu viðtali við Daníel á mbl.is. 6.000 eru með spilavanda SPILAKASSAR ERU EKKI EINS OG HVER ÖNNUR SÖLUVARA Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikil breyting er að verða á fram- leiðslu plastflaskna sem notaðar eru undir gos, sódavatn og fleiri drykki sem framleiddir eru hér á landi. Greint var frá því í Morgunblaðinu á dögunum að Ölgerðin myndi á nýju ári skipta yfir í 50% endurunnar flöskur, að helmingur þess hráefnis sem notað er í drykkjarvöruumbúð- irnar sé endurnýttar plastflöskur. Coca-Cola European Partners á Ís- landi lætur ekki sitt eftir liggja. Fyrirtækið hefur verið að fikra sig í þessa átt síðan í byrjun árs 2018. „Í öllum smærri flöskum sem við framleiðum hérlendis eru 25% af plastinu úr endurunnum flöskum. Við höfum nú þegar hafið vinnu við að hækka hlutfallið upp í 50% og mun sú breyting eiga sér stað á fyrri hluta næsta árs og eiga við um allar umbúðastærðir,“ segir Stefán Magnússon markaðsstjóri. Hann segir að jafnframt sé mark- visst unnið að því að minnka plast í umbúðum, í flöskunum sjálfum, í ytri pakkningum og brettum. „Nú erum við að skoða fjölnota ytri um- búðir s.s. bretti og bakka og er markmiðið að plastið sem fer utan um kippurnar verði úr 100% endur- unnu plasti og þar sem því verður við komið að skipta út plasti fyrir pappaumbúðir,“ segir Stefán en á síðasta ári skipti fyrirtækið um tappa á flöskum. Þeir nýju eru 18% léttari og sparar það 5,8 tonn af plasti ár hvert. Áður hafði flöskum verið breytt og þannig sparast nokk- ur plastnotkun. Nota endurunnið plast utan um kókið  Umhverfisvænni umbúðir og pakkn- ingar á leiðinni Morgunblaðið/Styrmir Kári Kók Minna er notað af plasti í nýjar flöskur og meira endurunnið plast. Tvö fyrirtæki reka spilakassa hér á landi; annars vegar Happ- drætti Háskóla Íslands, HHÍ sem m.a. rekur Háspennuspila- salina og hins vegar Íslandsspil sem eru í eigu Rauða kross Ís- lands, Landsbjargar og SÁÁ. Í vor voru 872 spilakassar í notkun hér á landi, 493 kassar voru á vegum HHÍ og 379 á vegum Íslandsspila. Þessir kassar voru á 104 stöðum, flestir eru á höfuðborgarsvæð- inu, 28 spilastaðir eru á vegum HHÍ og spilastaðir Íslandsspila eru 76. 872 kassar á landinu HHÍ OG ÍSLANDSSPIL ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.