Morgunblaðið - 26.11.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.11.2019, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019 ER BROTIÐ Á ÞÉR? Slys valda heilsutjóni og þjáningum. En það er ekki síður sárt þegar starfsorkan skerðist og áætlanir um framtíðina bregðast. Því fylgir óvissa og áhyggjur. Ef þú hefur orðið fyrir slysi þá skaltu hafa samband við Bótarétt sem fyrst. Það kostar ekkert að kanna málið. Við metum stöðu þína og skoðum síðan málin ofan í kjölinn. Þú getur látið þér batna á meðan við sækjum rétt þinn. HRINGDU Í BÓTARÉTT Í SÍMA 520 5100 OG ÞÚ FÆRÐ ÞITT. botarettur.is svo fjölga í 1,5 milljónir 2021 og í 1,9 milljónir árið 2022. Bogi staðfestir þessar tölur en hann segir í raun mikilvægara að líta til þess hversu marga ferðamenn fé- lagið muni flytja inn og út úr landinu á þessu tímabili. „Við gerum ráð fyrir að í þessum hópi verði 1,7 milljónir ferðamanna sem komi inn í landið með Play. Það er mikið. Miðað við tölur frá því í fyrra þá varði hver ferðamaður að jafnaði 143 þúsund krónum innan- lands og þá er ferðakostnaður til og frá landinu ekki talinn með. Ef mið- að er við þessa fjárhæð gæti þessi fjöldi skilið eftir í landinu ríflega 240 milljarða króna á þriggja ára tíma- bili,“ segir Bogi. Stofnendur Play hafa að undan- förnu leitað fjárfesta hérlendis sem tilbúnir væru að leggja félaginu til 1,7 milljarða króna í skiptum fyrir helmingshlut í félaginu. Felur í sér ákall Bogi segir að hlutafjársöfnunin gangi ágætlega en að fundurinn í gær hafi falið í sér ákall um að hags- munaaðilar í greininni taki þátt í verkefninu. „Við erum nú þegar komin með fjárfesta að borðinu en við þurfum að fá fleiri með okkur í þetta verk- efni. Þetta eru í raun ekki miklir peningar miðað við þá hagsmuni sem eru undir og heldur ekki þegar litið er til þess hversu miklir vaxt- armöguleikar félagsins eru. 240 milljarða innspýting inn í hagkerfið hefur áhrif á alla atvinnuvegi lands- ins. Atvinnustigið hækkar í landinu, einkaneysla eykst og hjólin fara að snúast.“ Á sama tíma og félagið vinnur að því að safna fjármagni hér heima eru fulltrúar þess einnig að þreifa eftir mögulegum fjárfestum erlend- is. „Við erum með aðila í þeirri vinnu fyrir okkur einnig og við höldum þeim möguleika opnum þótt það væri rökréttast að íslenskir fjárfestar kæmu að því að klára fjármögnunina með okkur. 12 milljónir evra eru ekki eins miklir peningar í London og þeir eru hér og þess vegna höldum við þessum möguleika opnum.“ Minni hlutdeild möguleg Að undanförnu hafa heyrst gagn- rýnisraddir frá fjárfestum sem skoð- að hafa félagið og hafa þær falist í því að stofnendur félagsins séu of brattir að ætla sér 50% hlut í félaginu á móti þeim sem leggi félaginu til hið nýja hlutafé. Bogi segir að stofnendur fé- lagsins séu tilbúnir að skoða fleiri út- færslur á verkefninu. „Þetta er uppleggið en það er þannig í öllum kaupum og sölum á fyrirtækjum að það er einhver upp- hafspunktur og svo er samið. En til þess að það geti gerst þarf að fá menn að borðinu og við erum í þeirri vinnu núna. Það er ekkert greypt í stein í þessum efnum. Aðalatriðið er að koma félaginu í loftið,“ segir Bogi. BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Það voru um fjörutíu manns sem mættu til fundarins og hann gekk mjög vel. Þarna fórum við yfir þýð- ingu þess fyrir ferðaþjónustuna að fá svona félag inn á markaðinn,“ seg- ir Bogi Guð- mundsson, lög- maður og einn stofnenda félags- ins. Hann segir að það hafi verið gott að fara yfir stöðuna með fólki úr ferðaþjónust- unni og þar hafi einnig komið skýrt í ljós hversu mikið bakslag hef- ur orðið í ferðaþjónustunni á þessu ári miðað við árið 2018. Mikill samdráttur orðið „Samdrátturinn er í raun mun meiri en maður hafði gert sér grein fyrir. Þetta kemur sérstaklega fram núna í október og nóvember. Við er- um í október að sjá markaðinn frá Bandaríkjunum skreppa saman um 42% og Kanadamarkaðurinn er nið- ur um 54% sem eru mikilvægustu markaðirnir okkar. Í október hefur fækkunin frá Bretlandi verið 17%.,“ segir Bogi. Hann segir þessar tölur tala sínu máli og að miklu skipti að koma Play af stað. Félagið muni sækja annan viðskiptamannahóp en þann sem Icelandair er að flytja til landsins. „Þetta vita ferðaþjónustufyrir- tækin. Þau hafa flest fjárfest í inn- viðum sem gerðir eru til þess að taka á móti mun fleiri ferðamönnum en eru að koma til landsins í ár. Við bú- um á eyju og þessi fjárfesting verður ekki auðveldlega flutt úr landi eða nýtt í annað. Þess vegna viljum við fá þessa aðila með okkur í að byggja þessa nýju brú inn í landið.“ 4,3 milljónir farþega Í gögnum sem forsvarsmenn Play hafa kynnt fyrir fjárfestum að und- anförnu og Morgunblaðið hefur skoðað kemur fram að félagið hygg- ist flytja 900 þúsund farþega á fyrsta heila starfsári sínu, 2020. Þeim muni Munu skila 240 milljörðum inn í landið fyrstu þrjú árin  Play hyggst flytja 1,9 milljónir farþega 2022  Segja hlutafjársöfnun sækjast vel Morgunblaðið/Hari Play Nýtt félag var kynnt til sögunnar 5. nóvember og verður Arnar Már Magnússon forstjóri þess. Bogi Guðmundsson Vaxtarplan » Play hyggst flytja 4,3 millj- ónir farþega fyrstu þrjú árin. » Af þeim hópi telur félagið að 1,7 milljónir muni sækja landið heim. » Play ætlar að hafa 10 Air- bus-þotur í förum til og frá landinu árið 2022.26. nóvember 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.95 123.53 123.24 Sterlingspund 158.29 159.05 158.67 Kanadadalur 92.5 93.04 92.77 Dönsk króna 18.186 18.292 18.239 Norsk króna 13.428 13.508 13.468 Sænsk króna 12.763 12.837 12.8 Svissn. franki 123.61 124.31 123.96 Japanskt jen 1.132 1.1386 1.1353 SDR 168.95 169.95 169.45 Evra 135.92 136.68 136.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 165.5306 Hrávöruverð Gull 1471.3 ($/únsa) Ál 1749.5 ($/tonn) LME Hráolía 63.62 ($/fatið) Brent „Þetta er mikil viðurkenning fyrir það sem við erum að gera,“ segir Margrét Júlíana Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Mussila í kjölfar þessað fyrirtækinu voru veitt verð- laun Bandalags fyrirtækja í menntatækni (e. Nordic Edtech Alliance) fyrir bestu tækninýjung- ina á sviði menntamála í Helsinki í Finnlandi. Musilla er íslenskt hug- búnaðarfyrirtæki sem hefur hann- að smáforrit sem ber sama nafn og sameinar tónlist og kennslu. For- ritið er nú til á 35 tungumálum og á 155 mörkuðum um heim allan. Margrét Júlíana segir það hafa komið fyrirtækinu vel að fá verð- launin við upphaf XcitED- ráðstefnunnar í Helsinki, enda hafi þetta vakið mikla athygli. „Við er- um einmitt í fjármögnunarferli og þetta leiddi til þess að fjárfestar fóru að hafa samband við okkur að fyrra bragði, í stað þess að við vor- um að leita til þeirra. […]Þessi menntatækni-markaður er ört vax- andi,“ segir framkvæmdastjórinn og bendir á að margir hafi haft samband við fyrirtækið með fyr- irspurnir um innleiðingu tækninnar í skólastarf. gso@mbl.is Mussila verðlaunað í Helsinki  Menntatækni ört vaxandi markaður Heiðruð Margrét Júlíana tekur við verðlaunum í Helsinki í Finnlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.