Morgunblaðið - 26.11.2019, Page 13

Morgunblaðið - 26.11.2019, Page 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Mikill sigur lýðræðissinna í kosning- um til héraðsráða í Hong Kong á sunnudag er álitinn ofanígjöf við stjórnvöld í Kína og yfirlýsing um stuðning við mótmælendur sem hafa krafist lýðræðisumbóta í sjálf- stjórnarhéraðinu síðustu fimm mán- uði. Stjórnmálaskýrendur eru þó ef- ins um að ósigur bandamanna stjórnvalda í Pek- ing verði til þess að þau fallist á til- slakanir. Lýðræðissinn- ar fengu alls 388 sæti af 452 í átján héraðsráðum Hong Kong, 263 sætum meira en í síðustu kosning- um, að sögn fjölmiðla í sjálfstjórnar- héraðinu. Þeir sögðu að stærsti flokkur bandamanna kínverskra stjórnvalda hefði goldið afhroð; að minnsta kosti 155 af 182 frambjóð- endum hans hefðu ekki náð kjöri. Lýðræðissinnar eru nú í meirihluta í sautján af átján umdæmisráðum sem kosið var til. Með lítil pólitísk völd Ráðin eru með lítil pólitísk völd og sjá aðallega um sveitarstjórnarmál á borð við sorphirðu, holræsi og þjón- ustu strætisvagna. Kjósendurnir hafa yfirleitt sýnt kosningum til ráð- anna lítinn áhuga en að þessu sinni var kjörsóknin meiri en nokkru sinni fyrr, eða 71%. Í síðustu kosningum var hún aðeins 47%. Þótt valdsvið ráðanna sé takmark- að velja þau alls 117 fulltrúa úr sín- um röðum í 1.200 manna kjörnefnd sem gegnir því hlutverki að kjósa héraðsstjóra Hong Kong sem stjórn- völd í Peking skipa formlega. Líklegt er talið að niðurstaða kosninganna á sunnudag verði til þess að lýðræðis- sinnar fái öll sæti ráðanna í kjör- nefndinni, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins. Stjórnmálaskýrendur segja að sigur lýðræðissinna í kosningunum hafi einnig mikla táknræna þýðingu vegna þess að þetta var fyrsta tæki- færi kjósendanna til að sýna afstöðu sína til þess hvernig Carrie Lam hér- aðsstjóri hefur tekið á mótmælun- um. Hún hafði haldið því fram að mótmælendurnir nytu ekki stuðn- ings „þögla meirihlutans“ í sjálf- stjórnarhéraðinu. Lam viðurkenndi eftir kosning- arnar á sunnudag að úrslitin væru til marks um óánægju kjósendanna með stjórn hennar og lofaði að „hlýða í auðmýkt“ á skilaboð þeirra. Hendur hennar eru þó bundnar og hún getur ekki fallist á neinar til- slakanir í deilunum við lýðræðis- sinna nema ráðamennirnir í Peking samþykki þær. Hugsanlegt er að þeir vilji frekar að Lam víki fyrir öðrum til að reyna að lægja öldurn- ar, að sögn fréttaskýranda breska ríkisútvarpsins. Baráttan harðnar Stjórnmálaskýrandinn Willy Lam, aðjúnkt við Kínverska háskólann í Hong Kong, sagði að niðurstaða kosninganna væri „ekkert annað en bylting“ og efldi lýðræðishreyf- inguna. „Kjósendurnir höfnuðu hér- aðsstjórninni og stefnu stjórnvalda í Peking gagnvart Hong Kong,“ hafði fréttaveitan AFP eftir honum. Hann kvaðst telja mjög ólíklegt að kosn- ingarnar yrðu til þess að stjórnvöld- in féllust á tilslakanir. „Þær þyrftu að koma frá ráðamönnunum í Kína og ég hef ekki séð neinar yfirlýsing- ar frá Xi Jinping [forseta Kína] eða öðrum embættismönnum um að þeir ljái máls á því að gefa eftir. “ Hann bætti við að úrslit kosninganna gætu orðið til þess að Carrie Lam yrði vik- ið frá en taldi líklegt að mótmælin héldu áfram. „Mótmælendurnir líta á þetta sem mikinn sigur, telja að kjósendurnir hafi veitt þeim umboð til að halda áfram að mótmæla, þannig að þeir eru líklegir til að herða baráttuna. En á sama tíma fallast stjórnvöld í Peking ekki á neinar tilslakanir, þannig að gremja mótmælendanna eykst.“ Mótmælendurnir hafa meðal ann- ars krafist þess að héraðsstjórinn og allt löggjafarþing Hong Kong – ekki aðeins hluti þess eins og nú – verði kjörin í almennum kosningum. Þeir vilja einnig að ofbeldi öryggissveita gegn mótmælendum verði rannsak- að. Litlar líkur taldar á tilslökunum  Ólíklegt þykir að stjórnvöld í Peking fallist á kröfur mótmælenda í Hong Kong eftir mikinn sigur lýð- ræðissinna í kosningum til héraðsráða  Úrslitin ofanígjöf við stjórnvöldin og efla lýðræðishreyfinguna Flokkar lýðræðissinna fengumikinn meirihluta í héraðskosningum í Hong Kong á sunnudag, að sögn fjölmiðla í sjálfstjórnarhéraðinu í gær. Kosið til átján ráðaFjöldi sæta Lýðræðissinnar Skipting sæta samkvæmt fréttum fjölmiðlanna Smáeyjaráð* 388 Stuðningsmenn yfirvalda 59 Óflokksbundnir 5 Heimildir: SCMP/RTHK/HKFP/fjölmiðlar í Hong Kong Kjörsókn: 71% (47% árið 2015) Stórsigur lýðræðissinna í kosningum í Hong Kong *Lýðræðissinnar fengu fleiri sæti í ráðinu í kosningunum en bandamenn yfirvalda, sem héldu þó meirihluta vegna átta manna sem eiga þar sæti í krafti embættis síns. AFP Stórsigur Stuðningsmenn lýðræðisflokka í Hong Kong fagna sigri þeirra í héraðsráðakosningunum á sunnudag. Carrie Lam héraðsstjóri. Berlín. AFP. | Innbrotsþjófar stálu þremur ómetanlegum demanta- settum úr safni í Dresden í gær að sögn lögreglunnar í borginni og stjórnenda safnsins. Þýska dag- blaðið Bild sagði að þetta væri „að öllum líkindum mesti listmunaþjófn- aður frá síðari heimsstyrjöldinni“. Þjófarnir brutust inn í Grænu hvelfinguna í konungshöllinni í Dresden, eitt af elstu söfnum Evr- ópu, eftir að þjófavarnakerfið varð óvirkt vegna rafmagnsleysis. Í safn- inu eru geymdir um 4.000 listmunir úr gulli, silfri, gimsteinum og fíla- beini. Hafa ómetanlegt gildi Á meðal gersemanna sem þjóf- arnir stálu eru demantar úr gim- steinasafni Ágústusar II hins sterka (1670 til 1733), kjörfursta Saxlands og konungs Póllands. „Þetta eru list- munir sem hafa ómetanlegt gildi í list- og menningarsögunni,“ sagði Marion Ackermann, yfirmaður ríkis- listasafna Dresden. „Við getum ekki sagt til um verðmæti þeirra vegna þess að þeir eru ómetanlegir,“ sagði hann. Þjófarnir brutust inn í Grænu hvelfinguna eftir að eldur kviknaði í rafmagnstöflu nálægt höllinni snemma í gærmorgun. Eldurinn varð til þess að götuljós slokknuðu, auk þess sem þjófavarnakerfið varð óvirkt, að sögn lögreglunnar. Þrátt fyrir rafmagnsleysið voru öryggis- myndavélar í gangi og lögreglan sagði að myndir úr þeim hefðu leitt í ljós að tveir menn hefðu brotist inn í safnið. Þeir beittu öxi til að brjóta rúðu, rimlagrind og sýningarkassa þar sem demantarnir voru geymdir. Þjófarnir flúðu á bíl og eru enn á flótta, að sögn lögreglunnar. Stálu ómetanleg- um demöntum  „Að öllum líkindum mesti listmuna- þjófnaður frá síðari heimsstyrjöldinni“ AFP Rannsókn Tæknimaður lögregl- unnar að störfum fyrir utan safnið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.