Morgunblaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019 ✝ SveinnGústavsson fæddist 12. apríl 1938 á Siglufirði. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 15. nóvember 2019. Foreldar hans voru Gústav Adólf Þórðarson, kaup- maður á Siglufirði, f. 24.11. 1905, d. 5.12. 1981, og Dagbjört Val- gerður Einarsdóttir, húsmóðir og umboðsmaður HHÍ á Siglu- firði, f. 27.8. 1911, d. 3.9. 1977. Bróðir hans er Einar Þórhallur Gústavsson, f. 5.7. 1943, og eiginkona hans er Aldís Gríma Gísladóttir, f. 13.6. 1942. Dætur þeirra eru Sif, Sara og Eva. Sveinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1959. Hann stundaði nám við Davidson College í Norður- Karólínu veturinn 1959-1960 og útskrifaðist frá viðskiptafræði- deild Háskóla Íslands vorið 1964. Eiginmaður hennar er Magnús Bjarnason, f. 19.8. 1963. Þeirra börn eru 1) Erla Karen Magnúsdóttir, f. 1982. Eigin- maður hennar er Anton Harder, f. 1978. Synir þeirra eru Snorri Þór Harder, f. 2013 og Magnús Arnar Harder, f. 2015, 2) Bjarni Magnússon, f. 1987. Eiginkona hans er Lauren Magnússon, f. 1987. Dóttir þeirra er Freya Lana Magnússon, f. 2017, 3) Gústav Arnar Magnússon, f. 1990, og 4) Victor Karl Magn- ússon, f. 1996. Unnusta hans er Salome Sigurðardóttir, f. 1996. Sveinn Gústavsson gegndi ýmsum störfum á sviði kaup- mennsku, sjávarútvegs og ferðamála, m.a. sem fulltrúi síldarútvegsnefndar á Austur- landi, framkvæmdastjóri Skelj- ungs hf. á Akureyri, fulltrúi hjá Ísbirninum hf. og framkvæmda- stjóri þjónustumiðstöðvarinnar á Húsafelli í Borgarfirði. Sveinn var framkvæmdastjóri og eig- andi Ferðafélaga hf. frá 1993 til starfsloka. Útför Sveins verður gerð frá Langholtskirkju í dag, 26. nóvember 2019, og hefst athöfn- in klukkan 13. 1967. Sveinn kvæntist 17. sept- ember 1960 Erlu Þórunni Ingólfs- dóttur, f. 29.12. 1940. Foreldrar hennar voru Ing- ólfur Erlendsson skósmíðameistari, f. 2.12. 1898, d. 14.2. 1964, og Anna Valgerður Jóns- dóttir, húsmóðir, f. 2.1. 1911, d. 19.3. 1996. Dætur Sveins og Erlu eru: 1) Dagbjört Halla Sveins- dóttir, f. 11.2. 1962. Eiginmaður hennar er Þórhallur Örn Guð- laugsson, f. 10.9. 1962. Þeirra börn eru: 1) Sveinn Guðlaugur Þórhallsson, f. 1985. Sambýlis- kona hans er Sunna Þorsteins- dóttir, f. 1988, 2) Hafdís Sara Þórhallsdóttir, f. 1989. Unnusti hennar er Svavar Helgi Jakobs- son, f. 1984, og 3) Rebekka Þór- hallsdóttir, f. 11.5. 1992, d. 17.12. 2011. 2) Anna Sveinsdóttir, f. 9.8. Lífið gefur og lífið tekur. Elsku pabbi hefur yfirgefið sviðið en á næstu dögum, ef Guð lofar, munu tvær langafastelpur fæðast í þennan heim. Við erum þakklátar fyrir að hafa verið þeirri gæfu að- njótandi að vera dætur Sveins Gústavssonar. Minningarnar eru margar og dýrmætar. Pabbi – að spila á píanóið á góðum stundum. Hann gat orðið örlítið pirraður ef við fórum að tala og hættum að syngja. Pabbi – að elda góðan mat. Við vorum hreyknar af því að eiga föður sem gat eldað, því það var frekar sjaldgæft í þá daga. Pabbi – að hvetja til samkeppni um hver fyndi fallegasta tjald- stæðið. Pabbi – með okkur í aftursæt- inu, á leiðinni til stórborgarinnar Siglufjarðar. Þegar farið var í gegnum „gatið“ (eins og við köll- uðum Strákagöng) var talið niður og hrópað Sigló með tilþrifum. Síðan var læðst upp stigann hjá ömmu og afa á Túngötunni. Pabbi – að segja skemmtilegar sögur af fólkinu í síldarbænum. Pabbi – svo einstaklega skemmtilegur afi. Nú voru barna- börnin í aftursætinu og allir hróp- uðu í kór 1, 2 og Húsafell! Pabbi var skemmtilegur penni og duglegur að skrifa bréf þegar fjölskylduvinir voru erlendis. Hér kemur brot úr bréfi sem hann sendi Bjarna í desember 1997: „Ég (afi) frétti að Gústav Arn- ar væri orðinn rauðhærður og að það væri komið annað nef aftan á hausinn á honum! Það er sjálfsagt bara út af jól- unum, það er svo margt skrýtið sem skeður þá. Ég hitti krakkana í hádeginu og kom Rebekka hlaupandi á móti mér og sýndi mér að hún væri með lausa tönn, og hvort ég teldi að óhætt væri að taka hana. Eins og þú veist, þá er ég sérstaklega góður í að taka tennur úr krökkum, eða eins og maðurinn sagði: „Ég er svo góður í öllu“. Tönnin úr Rebekku er nú undir koddanum hjá henni.“ Fyrst og fremst minnumst við pabba sem mikils mannvinar sem var heill í gegn. Hann og mamma áttu fallegt og sterkt samband í gegnum lífsins ólgusjó. Takk, elsku pabbi, fyrir lífið þitt og lífið okkar. Þínar, Anna og Dagga (Pagga og Pannsi), Anna og Dagbjört. Fallinn er frá mannvinur mik- ill, tengdafaðir minn Sveinn Gúst- avsson. Ég kynntist Sveini fyrir nokkrum áratugum, þá nánast barn að aldri, en kynnin voru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að ég hóf búskap með elstu dóttur hans og Erlu, Dagbjörtu Höllu. Sveinn og Erla hafa því verið hluti af lífi mínu nánast öll mín fullorðinsár og verið okkur hjón- um og börnum mikill stuðningur í gegnum árin. Á þessum tímamótum hrann- ast minningarnar upp. Sveinn hafði mjög góða nærveru, var ekki endilega að hafa mörg orð um hlutina en sagði manni samt svo margt. Vissulega var hin föð- urlega tortryggni til staðar til að byrja með en fljótlega urðum við góðir vinir og félagar. Sveinn var duglegur að hrósa, var hvetjandi og jákvæður en gat einnig verið með gagnlegar ábendingar þegar við átti. Þannig sá hann t.d. ástæðu til að benda mér á að vel burstaðir skór væru betri en óburstaðir. Mörgu í þessum dúr læddi hann að mér á þann hátt að ég var honum hjartanlega sam- mála og nýtti mér til þroska. Sveinn hefur í gegnum tíðina kennt mér margt um lífið og til- veruna og fyrir það er ég þakk- látur. Sveinn var mér ákaflega góður tengdafaðir. Í barnaskapnum gerir maður einhvern veginn ráð fyrir að það sem er, verði. Auðvit- að vitum við að svo er ekki. Öll eigum við okkar tíma og enginn veit nákvæmlega hver hann er. Kveðjustundin er sár. Allir sem þekktu Svein vita að hann var góðhjartað og glaðlegt góðmenni. Sveinn gerði heiminn betri og hann gerði mig skárri. Það verður tekið vel á móti þér, far vel minn kæri! Þórhallur Guðlaugsson. Skýrasta tákn sannrar visku er stöðug og áreynslulaus gleði. Fyrir tæplega fjörutíu árum kom ég í fyrsta skipti á heimil Sveins og Erlu. Ég var 16 ára og þau rúmlega fertug, síðan eru liðin mörg ár. Ég er þakklátur fyrir samfylgdina en verð að viður- kenna að það hefði verið gaman að eiga fleiri ár með tengdapabba. Minningarnar eru margar: Húsafellsárin, heimsóknir Sveins og Erlu til okkar Önnu þegar við bjuggum á Flórída, í Arizona, New York og Beijing. Ekki síður ótal skemmtilegir dagar á ferða- lögum á Íslandi og heima hvert hjá öðru. Sveinn var gleðigjafi, sagði áhugaverðar sögur, spilaði á píanó, eldaði frábæran mat og gerði lífið skemmtilegt með því að vera alltaf hann sjálfur. Nú þegar tengdapabbi kveður heldur hann áfram að hafa já- kvæð áhrif í gegnum fallegar og góðar minningar sem við eigum um mann sem veitti stöðuga og áreynslulausa gleði fram á síðasta dag. Aldrei á þeim tæplega fjöru- tíu árum sem ég þekkti Svein Gústavsson frá Siglufirði tók hann ekki á móti mér með fallegu brosi, þannig ætla ég að muna hann. Tæplega 200 ára texti banda- ríska heimspekingsins Ralph Waldo Emerson lýsir lífshlaupi Sveins prýðilega: „Að hlæja oft og vel. Að ávinna sér virðingu hugsandi fólks og elsku barna. Að vera metinn að verðleikum af þeim sem auðsýna sanngjarna gagnrýni og standa af sér svik falskra vina. Að kunna að meta fegurðina, auðnast að finna hið besta í öðrum. Að skilja við heiminn örlitlu betri en hann var, hvort heldur við skiljum eftir okkur heilbrigt barn, ræktaðan garðskika eða endur- bætur á samfélaginu. Að vita að tilvera okkar hefur auðveldað líf aðeins einnar annarrar lífveru – það er að ná árangri.“ (Ralph Waldo Emerson 1803-1882) Magnús Bjarnason. Minningar um góðan mann. Sveinn Gústavsson frá Siglu- firði, móðurafi minn, er látinn. Vafalaust eru flestir afar hetjur í augum barnabarna sinna og í til- felli okkar afa Svenna á það svo sannarlega við. Sveinn Gústavs- son var góður maður. Svo einfalt er það. Afi var þolinmóður, tillits- samur, fyndinn og hlýr. Hann sá hið jákvæða í öllu og öllum og hafði einstaklega bjarta og fal- lega nærveru. Þegar ég loka aug- unum, ímynda ég mér afa Svenna brosandi (jafnvel glottandi, með prakkaralegan en góðlátlegan glampa í augunum). Mig grunar að ég sé ekki einn um það. Í árbók Menntaskólans á Akureyri frá 1959 ritar náinn vinur og sam- stúdent afa eftirfarandi kveðju: „Sveinn! Mundu að missa aldrei þitt létta og skemmtilega skap“. Afi efndi þetta loforð í 60 ár. Hann lyfti upp fjölskyldu sinni, vinum og samferðafólki á hjúkr- unarheimilinu Sóltúni fram á sinn síðasta dag. Jafnvel Alzheim- ersjúkdómnum tókst aldrei að þurrka brosið af vörum Sveins Gústavssonar. Ég á fallegar og dýrmætar minningar af samveru minni með afa Svenna. Í æsku bjó ég erlend- is og þá var fátt betra en að eyða íslenska sumrinu á Reynigrund- unni hjá ömmu Erlu og afa. Þar var lífið gott. Hafragrautur á morgnana, vídeóspóla á kvöldin; grín, glens og fjör þar á milli. Minningarnar úr bústöðum og útilegum á Húsafelli eru sömu- leiðis margar og góðar. Afi elsk- aði ferðalög. Ég mun aldrei gleyma ævintýralegri ferð um Norðurland sem hann og amma skipulögðu fyrir mig og Rebekku frænku. Við keyrðum fjögur sam- an í marga daga og heimsóttum þá kaupstaði sem afi kallaði „hafnarborgirnar sjö“ (Siglu- fjörður var auðvitað sú fremsta). Afi sýndi okkur allt, sagði enda- lausar sögur og grínaðist út í eitt. Afi Svenni náði alltaf vel til barna. Ég held að það sé vegna þess að hann hlustaði á þau og bar virð- ingu fyrir hugmyndum þeirra og skoðunum (sem fullorðið fólk á til að gleyma). Ég man sjálfur eftir því, sem barn, að finnast ég mega tala við afa um hvað sem er og bú- ast við athygli hans og áhuga. Viskan, hnyttnin og sögurnar voru þá aldrei langt undan. Tónlist gegndi veigamiklu hlutverki í lífi afa Svenna. Hann var djasspíanóleikari af guðs náð og mikill listamaður. Afi var líka, eins og einhver komst að orði, einn mesti prakkari sinnar sam- tíðar. Ég minnist atviks sem átti sér stað þegar afi Svenni og amma Erla heimsóttu okkur fjöl- skylduna til Beijing sem lýsir báðum þessum eiginleikum hans. Ég var sjö ára og nýbyrjaður í pí- anónámi. Einn daginn, þegar pí- anókennarinn minn kom heim til þess að hlýða mér yfir, tók afi til þess ráðs að fela sig í nærliggj- andi herbergi. Tíminn hófst og kennarinn minn sýndi mér nokkra tónstiga. Eftir drykk- langa stund fór kennarinn afsíðis til þess að leyfa mér að æfa það sem hún hafði kennt mér. Þá læddist afi fram, smeygði sér á bekkinn hjá mér, spilaði brot úr ógurlegri djasssyrpu og flýtti sér svo aftur í felur. Kennarinn kom hlaupandi og ég, sem var enn að átta mig á muninum á C-dúr og a- moll, þóttist auðvitað hafa spilað þessa syrpu sem hefði látið Dave Brubeck svitna. Að lokum sprungum við afi vitaskuld úr hlátri og hann steig fram, skæl- brosandi. Afi Svenni mun alltaf eiga sér- stakan stað í hjarta mínu. Hann var ástkær vinur og sterk fyrir- mynd. Ég er þakklátur fyrir því að hafa kynnst afa mínum og mun sakna hans sárlega. Megi hann hvíla í friði. Victor Karl Magnússon. Elsku afi Svenni, það er ekki hægt að lýsa því hversu mikið við eigum eftir að sakna þín. Þú ert helsta fyrirmynd okkar og hefur haft mikil áhrif á líf okkar. Afi var einstaklega góðhjartað- ur og vildi öllum vel. Það var hon- um mikið í mun að koma ávallt vel fram við aðra og að við barna- börnin gerðum slíkt hið sama. Afi var óhræddur við sýna tilfinning- ar, umhyggju og ást. Að hafa átt þig sem afa er dýr- mætt, eitt af því góða sem lífið hefur fært okkur. Takk, elsku afi, fyrir allar sam- verustundirnar. Sjáumst síðar. Þín barnabörn Hafdís Sara og Sveinn. Elsku afi. Ég sakna þín og það er sárt að kveðja en minningarnar eru dýr- mætar og svo lifandi, því engin sagði sögur eins og þú. Ég minn- ist þess þegar ég var lítil að hafa verið upp á Húsafelli og eiga að vera farin að sofa. Ég heyri í full- orðna fólkinu tala og hafa gaman. Þá heyrist bank bank og ekki bara eitthvað bank – bankið þitt. Þú kemur og segir mér sögur af þér að prakkarast á Siglufirði. Eina sögu í viðbót, bað ég, og það var ekki erfitt að fá þig til að láta undan, þú varst ekkert að flýta þér og hafðir greinilega engar áhyggjur af því að vera að missa af neinu, við börnin áttum alla þína athygli. Það var alltaf svo gaman með þér og allt var svo mikið ævintýri. Við bjuggum til dulmál, að fara að kaupa frosin epli var að kaupa ís, við fórum í leiki í bílnum að geta fyndin nöfn, þú sagðir hæfilega krassandi sög- ur í útilegum og lumaðir alltaf á Homeblest kexi eða Opal og sagð- ir kannski finnst þér svona nokk- uð gott? Þegar ég var fimmtán ára og að flytja til New York keyrðir þú mig út á flugvöll og gafst mér kjark til að halda út í minn nýja heim. Í nokkur sumur var ég svo heppin að fá að vinna með þér í Ferðafélögum. Það var yndislegt að fá að kynnast nýrri hlið af þér. Ég lærði svo margt af þér og þessar ferðir hafa haft mikil áhrif á mig og vinnu mína síðan. Þú og amma komuð til Kína í heimsókn til mín og Bjarna og við fórum í svo skemmtilegt ferðalag og upp- götvuðum te sem læknaði hitann í þér. Í mörg ár kom ég með fulla tösku af tei frá Kína, það minnti mig á að í mörg ár komst þú með ótal túpur af kavíar þegar ég bjó í Ameríku. Flestir komu með eina eða tvær en þú gerðir allt al- mennilega. Þú varst yndislegur langafi og strákarnir mínir voru alltaf svo spenntir að hitta þig, þegar við hittum þig núna síðast í október varstu með alla gömlu barnatakt- ana og hafðir engu gleymt í þeim efnum og Magnús litli sagði langafi er svo skemmtilegur. Ég varðveiti minningarnar mínar með þér og deili með nýju kyn- slóðinni. Ég er óendalega þakklát fyrir að hafa átt þig að sem afa. Ég mun sakna þín svo mikið en veit að þú ert á góðum stað og sé þig fyrir mér við píanóið, miðpunkt- urinn í himnasamkvæminu. Ástarkveðjur, Erla Karen Magnúsdóttir. Elsku afi. Ég er heppinn að hafa átt afa sem var eins áhugasamur og vin- gjarnlegur og þú. Ég man eftir öllum jólum í æsku minni sem voru haldin hjá þér, góðri rjúpu, pökkum og oft líka píanóleik. Ég man líka eftir skemmtilegum úti- legum með þér og ömmu í felli- hýsi og líka mörgum sumrum þegar ég fékk að gista hjá ykkur þegar ég kom í heimsókn frá Bandaríkjunum. Það er ekki sjálfgefið að eiga afa eins og þig, og mig langar að þakka þér fyrir samveru okkar á meðan þú varst með okkur. Ég sakna þín innilega en er líka mjög þakklátur fyrir það að Guð gaf okkur þetta líf sem við fengum að deila saman og fyrir allar þær minningar sem við höfum. Bjarni. Nú hefur elsku Sveinn frændi kvatt þennan heim. Sveinn var ávallt glaður og hress. Hann átti heima sem krakki á Siglufirði og sá ég hann ekki mikið þá, en meira þegar hann kom til Reykja- víkur að nema viðskiptafræði. Alltaf var Sveinn brosandi og kát- ur og ekki gleymdi hann frænk- um sínum þegar hann var í Bandaríkjunum. Hann hafði farið í Karabíska hafið og keypt þar hálsfestar handa okkur systrum. Hálsfestarnar voru úr kaffibaun- um og ávaxtakjörnum, mjög fal- legar og vöktu athygli hjá mörgum. Sveinn spilaði vel á píanó og spilaði hann alltaf eftir eyranu. Hann spilaði oft heima og var t.d. boogie woogie í uppáhaldi hjá okkur. Hann kenndi Höllu eldri systur minni að spila það og var hún orðin mjög flink. Sveinn spilaði stundum á Garðsböllum og í eitt skipti redd- aði hann mér og vinkonu minni inn á ball. Við skemmtum okkur konunglega og nutum í botn og er ég honum enn þakklát. Eitt skipti bauð Sveinn mér þegar hann var með skólasystkinum sínum í heimsókn. Ég held að hann hafi viljað að ég kynntist einhverjum skólabróður sínum, svona var Sveinn frændi alltaf að redda. Ekki má gleyma að við hitt- umst á hverju sumri í 10 ár í Húsafelli. Við vorum árlega í sumarbústað í viku og Sveinn og fjölskylda sáu um þjónustumið- stöðina. Alltaf var gleðin hjá honum, dætur hans voru að hjálpa til og einnig kom Erla um helgar. Þetta var mikil vinna en þau voru harð- dugleg við að þjónusta alla. Ég held að Sveinn hefði orðið góður sálfræðingur, hann var með stórt hjarta. Þau Erla buðu ættingjum heim í flott kaffiboð eftir kynn- ingu á ömmu okkar, Höllu Eyj- ólfsdóttur skáldkonu, í Gerðu- bergi. Elsku Sveinn, meðan ég er að skrifa þetta sé ég brosið fyrir mér og heyri röddina þína. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til þín, Erla mín, dætr- anna, tengdasona, barnabarna og barnabarnabarna. Kristrún (Kidda). Við fæddumst með 13 daga millibili í apríl 1938. Báðir á Siglu- firði þar sem við ólumst upp. Fyrstu fregnir af fundum okkar Sveinn Gústavsson Sálm. 86.7 biblian.is Þegar ég er í nauðum staddur ákalla ég þig því að þú bænheyrir mig. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR STEFÁNSDÓTTIR Hjarðarlundi 3, Akureyri, andaðist á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 23. nóvember. Herbert B. Jónsson Stefán Þór Sæmundsson Rannveig B. Hrafnkelsdóttir Valur Sæmundsson Hafdís G. Pálsdóttir Hermann Herbertsson Freyja Sigursveinsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN KRISTINN ÞORSTEINSSON kaupmaður, Kirkjuteig 19, Reykjavík, lést 16. nóvember. Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn 29. nóvember klukkan 13. Hafdís Guðjónsdóttir Þór Bragason Sævar Guðjónsson Helga Sjöfn Guðjónsdóttir Steingrímur Þorvaldsson Rannveig Guðjónsdóttir Þórður Bogason barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.