Morgunblaðið - 26.11.2019, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019
Fundir/Mannfagnaðir
ses.xd.is
Samtök eldri
sjálfstæðismanna, SES
Hádegisfundur SES -
Fjölþætt heilsuefling 65+
í sveitarfélögum
Dr. Janus Guðlaugsson, PhD-íþrótta og
heilsufræðingur, verður gestur á hádegis-
fundi SES, miðvikudaginn 27. nóvember
kl. 12:00, í Valhöll, Háaleitis-
braut 1. Húsið opnar kl. 11:30.
Boðið verður upp á súpu
gegn vægu gjaldi,
1000 krónur. Allir velkomnir.
Með kveðju,
stjórnin.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Hreyfisalur-
inn er opinn milli kl. 9.30-11.30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur.
Botsía kl. 10.15. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13. Vatnslitun kl.
13, leiðbeinandi, ókeypis og allt til staðar. Upplestur kl. 13.45, Mál-
fríður Finnbogadóttir les úr bók sinni um Guðrúnu Lárusdóttur
alþingiskonu. Kaffi kl. 14.30-15. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðar, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Leikfimi með
Hönnu kl. 9. Brids kl. 12. Handavinnuhópur kl. 12-16. Kóræfing, Kátir
karlar kl. 12.45. MS fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir inni-
pútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á
könnunni. Allir velkomnir. S. 535-2700.
Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Fuglatálgun, brids og kanasta kl. 13.
Bústaðakirkja Félagsstarfið verður á sínum stað á miðvikudaginn
frá klk 13-16, Margrét kemur með fatabúðina sína Logy fatnað. Hægt
að gera góð kaup, fullt af nýjum vörum á góðu verði. Kaffið á sínum
stað ásamt því að prestur verður með hugleiðingu og bæn. spil og
handavinna eins og vant er. Hlökkum til að sjá ykkur.
Dalbraut 18-20 Félagsvist kl. 13.40, verslunarferð í Bónus kl. 15.05.
Dalbraut 27 Djáknasamvera kl. 14 í setustofu á annarri hæð. Bæna-
stund í bókastofu kl. 9.30 Leikskólabörn frá Laugasól koma og gera
piparkökuhús, í bókastofunni kl. 10.30.
Fella og Hólakirkja Eldriborgarastarf þriðjudag 26. nóvember
Kyrrðarstund kl. 12. Súpa eftir stundina. Versluninn Logy kemur til
okkar. Söngur og gleði og góð samvera. Hlökkum til að sjá ykkur
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Mynd-
listarnámskeið kl. 9-12. Leikfimi kl. 10. Spekingar og spaugarar kl.
10.30-11.30. Hádegismatur kl. 11.30. Salatbar kl. 11.30-12.15. Kríur
myndlistarhópur kl. 13. Brids kl. 13. Enskukennsla kl. 13. Tölvukennsla
kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30. U3A kl. 16.30. Minnum á jólamarkað-
inn 30. nóvember kl. 10-16. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýs-
ingar í síma 411-2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Glerlist kl. 9. Bútasaumshópur hittist kl.
9. Hópþjálfun með sjúkraþjálfara kl. 10.30. Bókband kl. 13. Frjáls spila-
mennska kl. 13. Opin handverkstofa kl. 13-16. Söngstund kl. 13.30.
Bókaklúbbur kl. 15. Hádegismatur frá kl. 11.30 til 12.30 alla daga vik-
unnar og kaffi frá kl. 14.30 til 15.30 alla virka daga. Heitt á könnunni
fyrir hádegi. Verið öll velkomin á Vitatorg.
Garðabær Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá
Jónshúsi kl. 14.45. Vatnsleikfimi kl. 7.30/15.15. Qi-gong í Sjálandi kl.
8.30. Liðstyrkur Ásgarði kl. 11.15. Karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía í
Ásgarði kl. 12.45. Línudans Sjálandi kl. 13.30/14.30. Smíði í Smiðju
Kirkjuhvoli kl. 9/13.
Gerðuberg 3-5 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Keramik málun kl.
9-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-10.30. Gönguhópur um hverfið kl.
10.30. Leikfimi Maríu kl. 10.30-11.15. Glervinnustofa með leiðbeinanda
kl. 13-16. Brids kl. 13-16. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 stólaleikfimi, kl. 13 handavinna,
kl. 13.30 zumba, kl. 13.30 alkort.
Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13-15.30. Starfið
hefst á samsöng og helgistund. Þá er boðið upp á jólaföndur, spil og
handavinnu. Samverunni lýkur með kaffi kl. 15.
Grensáskirkja Kl. 12-12.20 á þriðjudögum er kyrrðarstund í Grens-
áskirkju. Stundin hefst með orgelleik og síðan eru íhugunarorð, kyrrð
og bæn. Hægt er að kaupa létta máltíð og síðan er notaleg samvera
fyrir þau sem hafa tíma til að vera lengur.
Gullsmára Myndlistarhópur kl. 9. Botsía kl. 9.30. Málm- og silfur-
smíði og kanasta kl. 13.
Hraunsel Ganga í Kaplakrika alla daga kl. 8- 12. Dansleikfimi kl. 9.
Qi-gong kl. 10. Brids kl. 13. Gaflarakórinn kl. 16.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Hádegismatur alla virka daga kl. 11.30-12.20 og kaffi
kl. 14.30-15.30. Brids í handavinnustofu kl. 13. Helgistund kl. 14.
Korpúlfar Listmálun með Marteini kl. 9 í Borgum og postulínsnám-
skeið kl. 9.30, botsía kl. 10 og 16 í Borgum í dag. Helgistund kl. 10.30 í
Borgum og leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll kl. 11 í dag og spjall-
hópur í listasmiðju Korpúlfa kl. 13 í Borgum í dag, allar velkomnir í
gleðilega samveru. Sundleikfimi í Grafarvogssundlaug kl. 13.30 í dag
og heimanámskennsla e.h. í borgarbókasafninu Spönginni.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja 9-12, trésmiðja kl. 9-
16, opin listasmiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11,
kaffihúsaferð kl. 14, Bónusbíllinn kl. 15, hugleiðslan kl. 15.30. Upp-
lýsingar í síma 4112760.
Selfoss Kl. 9-16: Dagskrá samkvæmt stundaskrá.
Seljakirkja Menningarvaka eldri borgara í kvöld kl. 18. Halldór Ein-
arsson í Henson, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guð-
mundsson sjá um dagskráina. Hátíðarmatur á eftir. Vinsamlegast til-
kynnið þátttöku í síma 5670110.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Kaffispjall í krókn-
um kl. 10.30. Pútt í Risinu Eiðistorgi kl. 10.30. Kvennaleikfimi í Hreyfi-
landi kl. 11.30. Helgistundin í kirkjunni fellur niður í dag. Karlakaffi í
safnaðarheimilinu kl. 14. Munið skráninguna á Gaman saman nk.
fimmtudag í salnum á Skólabraut. Veitingar, söngur og dans. Skrán-
ing og upplýsingar í síma 8939800.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Bókabíllinn kemur kl.
13.15 og Bónusbíllinn kl. 14.40. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl.
14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Stangarhylur 4 Skák kl. 13, allir velkomnir í hópinn.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bókhald
NP Þjónusta
Sé um liðveislu við
bókhaldslausnir o.þ.h.
Hafið samband í síma
831-8682.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Smá- og raðauglýsingar
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
Færir þér
fréttirnar
mbl.is
✝ RagnheiðurGestsdóttir
fæddist í Hraun-
gerði í Flóa 12.
febrúar 1932 og
ólst upp í Hróars-
holti í Vill-
ingaholtshreppi.
Hún lést á hjúkr-
unarheimilinu
Hrafnistu á Nes-
völlum í Reykja-
nesbæ 14. nóv-
ember 2019.
Hún var dóttir hjónanna Guð-
rúnar Arnfríðar Tryggvadóttur,
f. 13. september 1900, d. 26. jan-
úar 1988, og Gests Jónssonar, f.
14. desember 1901, d. 1. maí
1993.
Systkini Ragnheiðar eru:
Tryggvi Gestsson, Guðjón
Gestsson, Hólmfríður Gests-
dóttir, látin, Haraldur Gestsson,
látinn, og Kristín Gestsdóttir.
Ragnheiður giftist Einari
Þórarinssyni sjómanni, f. 7.
febrúar 1935, d. 20. júní 2010,
frá Suðureyri í Tálknafirði. For-
eldrar hans voru Pálína Guðrún
Einarsdóttir, f. 22. mars 1911, d.
31. maí 2002, og Þórarinn Jóns-
sonar, f. 10. september 1904, d.
3. júní 1973.
Dóttir Ragnheiðar er Sæunn
Ásta Sigurbjörnsdóttir, f. 11.
maí 1955, maki Kristinn Ár-
mannsson, látinn. Börn þeirra
eru: 1) Eygló Elísabet, maki Ás-
björn Árni Árnason, dætur
þeirra eru Elísabet Kristín og
Aþena Sæunn, son-
ur Ásbjörns er
Theodór Árni, kær-
asta hans er Rakel
Lind Gísladóttir. 2)
Ragnheiður, sam-
býlismaður Jóhann
Henry Ásgeirsson,
börn þeirra eru
Thelma Lind og
Hannes Kristinn. 3)
Hannes Kristinn,
sambýliskona Ró-
sey Kristjánsdóttir, sonur þeirra
er Kristinn Rafn. Sambýlis-
maður Sæunnar er Guðmundur
Jónsson.
Börn Ragnheiðar og Einars
eru: Guðrún Hrönn, f. 21. júní
1957, fyrrverandi maki Ingimar
Sigurðsson. Synir þeirra eru: 1)
Einar Rafn, sambýliskona
Sunna Líf Guðmundsdóttir. 2)
Sigurður Kristinn, sambýlis-
kona Mandy Reinhardt. Sam-
býlismaður Guðrúnar er Jóhann
Steinsson.
Þórunn Drífa Deaton, f. 31.
júlí 1963, maki John jesse Dea-
ton, látinn. Börn þeirra eru: 1)
Kristófer Þór, kærasta hans er
Sara Katrín Rúnarsdóttir. 2)
Alexandra Sól, kærasti hennar
er Hilmar Hólm Guðjónsson.
Aldís Dröfn, f. 18. apríl 1969,
sonur hennar er Sindri Snær
Sölvason, kærasta hans er Birta
Sif S. Helenudóttir.
Útför Ragnheiðar fer fram
frá Keflavíkurkirkju í dag, 26.
nóvember 2019, klukkan 13.
Elsku mamma mín. Ég mun
sakna þín mikið. Nú mun ég ekki
geta hringt í þig. Þú varst svo fróð
um margt og ráðagóð.
Gaman var að sjá þig taka til
verka í bakstri, man allar flottu og
góðu kökurnar þínar enda varstu
vinsæl í veislubakstur hjá fólki.
Allt sem þú saumaðir á okkur
systur fyrir jól og aðra merkis-
daga.
Þú kenndir okkur virðingu og
stundvísi. Já, ég gæti talið upp svo
margt fallegt um þig.
Takk fyrir öll samtölin okkar
og umhyggjuna í minn garð, þú
varst góð mamma, góð fyrirmynd
og mikill fagurkeri.
Virðing og kærleikur ríkti í
gegnum lífið. Oft skildi ég ekki
hvað þú varst þolinmóð, sterk og
hafðir úthald í að komast yfir allt
sem þú gerðir.
Elsku mamma, takk fyrir allt,
einnig þakka synir mínir, Einar
Rafn og Sigurður Kristinn, fyrir
yndislegt ömmuhlutverk.
Minning þín lifir í hjörtum okk-
ar.
Guðrún Hrönn
Einarsdóttir, Einar Rafn
Ingimarsson og
Sigurður Kristinn
Ingimarsson.
Látin er elskuleg mágkona
mín, Ragnheiður Gestsdóttir, og
mig langar til að kveðja hana með
nokkrum minningarbrotum. Mér
verður hugsað til vetursins 1955-
1956 en þá voru tvö eldri systkini
mín í Reykjavík, Einar og Sóley,
hann í Sjómannaskólanum en hún
að vinna á Laugavegi 11, vinsæl-
um veitingastað. Það var til þess
tekið hve Einar var duglegur að
sækja systur sína í vinnuna á
kvöldin, að lokinni vakt. En „það
hékk nú fleira á spýtunni“ því
þarna var líka að vinna ung og fal-
leg stúlka, hún Ragnheiður, og
hún fékk líka keyrslu heim og oft-
ar en ekki var hún síðasti farþegi
úr bílnum. Nokkru seinna byrjuðu
þau að búa og giftu sig.
Veturinn 1959-1960 var ég
nemandi í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur en þar hafði Ragn-
heiður líka verið nokkru fyrr. Þá
voru þau Einar búsett í Sandgerði
og þangað fór ég til þeirra í
páskafríinu. Ég þurfti að taka með
mér handavinnu og reyna að kom-
ast áfram með „skyldustykkin“ og
sat því oft við að sauma út í hvít-
saumsdúk. Ragnheiður dekraði
við mig, færði mér hressingu inn í
stofu og reyndi á allan hátt að auð-
velda mér þetta verkefni. Þetta
sama ár hagaði svo til að ég þurfi
að fara að heiman, frá Tálknafirði,
rétt fyrir jólin, til að mæta í annan
skóla milli jóla og nýárs. Einar
sótti mig til Reykjavíkur og var ég
hjá þeim í Sandgerði yfir jólin.
Hjá þeim var gott að vera og
Ragnheiður sá til þess að nóg væri
á boðstólum, hvort heldur var á
matar- eða kaffiborði, en hún var
snillingur í allri matseld og
bakstri. Heimilið þeirra var prýtt
útsaumuðum munum eftir hana
og fatasaumur lék henni líka í
höndum, sem best sást á fatnaði
dætranna fjögurra en hún tók líka
að sér að sauma fyrir aðra. Samt
vann hún líka utan heimilis og
mörg fyrri árinn var Einar fjar-
verandi vegna sjómennsku.
Þau Einar byggðu sér mynd-
arlegt hús í Sandgerði og þangað
kom ég til þeirra með mína fjöl-
skyldu. Stundum á sjómannadeg-
inum og kom fyrir að við gistum
öll hjá þeim. Nú erum við mágkon-
ur Ragnheiðar sex talsins og
skapaðist sá siður fyrir mörgum
árum að borða saman þorramat
ásamt mökum okkar. Í fyrstu
heima hjá okkur til skiptis en síð-
ari ár hjá Ragnheiði sem þá var
komin í Njarðvík, þar sem henni
fannst mjög gott að vera. Það var
aðeins nú í ár sem þorrablótið
okkar féll niður, en þá var heilsan
farin að gefa sig, bæði hjá henni
og sumum okkar systrum líka.
Allra þessara stunda er gott að
minnast og líka ótal símtala sem
við áttum og sögðum hvor annarri
fréttir af fjölskyldum okkar. Nú
kveðjum við Ragnheiði með virð-
ingu og þakklæti, veri hún Guði
falin. Elsku Sæunn, Guðrún, Þór-
unn, Aldís og fjölskyldur, innileg-
ar samúðarkveðjur til ykkar allra
og megi Guð vera með ykkur.
Kristín Lára Þórarinsdóttir og
fjölskylda.
Kristbjörg Pálsdóttir.
Ragnheiður
Gestsdóttir
Fallin er frá
amma okkar Rósa,
eða kökuamma, eins og börnin
okkar kölluðu hana gjarnan. Við
eigum margar góðar minningar af
ömmu sem vildi allt fyrir okkur
gera og dekraði okkur eins og
sannri ömmu sæmir. Hjá ömmu
og afa var allt í boði sem ekki var á
boðstólnum heima, heill ísskápur
af kökum, sykrað morgunkorn, ís
og fleira góðgæti.
Amma var einstaklega músík-
ölsk og var ekki laust við smá von-
brigði þegar í ljós kom að við syst-
ur værum ekki gæddar sömu
sönghæfileikum og hún. Hún var
gædd listrænum hæfileikum og
málaði keramik og gaf okkur
barnabörnunum sem okkur þykir
Sumarrós Lillian
Eyfjörð Garðarsdóttir
✝ Sumarrós Lilli-an Eyfjörð
Garðarsdóttir
(Rósa), fæddist 15.
september 1928.
Hún lést 11. nóv-
ember 2019.
Útför Sum-
arrósar fór fram
18. nóvember 2019.
mjög vænt um.
Amma hafði gott lag
á að segja sögur.
Hún hafði einstakt
minni og sagði oft
sögur frá bernsku-
árunum í Felli og
sem var gaman og
fróðlegt fyrir okkur
nútímabörnin að
heyra.
Hjá ömmu fund-
um við fyrir hlýju og
öryggi og minnumst hennar með
þakklæti og söknuði. Við kveðjum
hana með kvöldbæninni sem hún
fór alltaf með fyrir okkur.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Prestshólum)
Ásta Björk og Berglind Rósa.
Kær vinkona og skólasystir,
Rósa Garðarsdóttir, er fallin frá.
Er mér ljúft að minnast hennar
þar sem vinátta okkar telur ára-
tugi eða allt frá barnsaldri. Minn-
isstæð eru mér skólaárin í Gagn-
fræðaskóla Akureyrar er við
lásum saman fyrir próf heima hjá
hvor annarri. Móðir Rósu, Sigur-
veig, sá um að búa okkur sem
besta aðstöðu og atlæti. Rósa var
alin upp á miklu menningarheim-
ili hjá foreldrum sínum og þrem-
ur systkinum. Þar var tónlist í há-
vegum höfð en móðir hennar
stjórnaði kirkjukór og lék á orgel
ásamt því að sinna fleiri störfum
fyrir samfélagið. Í minningunni
voru þetta gæðastundir sem mót-
uðu okkur unga fólkið fyrir lífstíð.
Eftir að hafa unnið við versl-
unarstörf í nokkur ár starfaði
Rósa við hlið eiginmanns síns,
séra Birgis Snæbjörnssonar,
sóknarprests í Akureyrarpresta-
kalli, ásamt því að annast heimilið
og börnin þeirra tvö sem nú
syrgja móður sína. Eru þeim
ásamt öðrum aðstandendum
færðar einlægar samúðarkveðj-
ur.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir)
Hjördís Á. Briem.