Morgunblaðið - 26.11.2019, Síða 23

Morgunblaðið - 26.11.2019, Síða 23
DÆGRADVÖL 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019 „BJÖRGVIN HLAUT VERÐLAUNIN FYRIR FRUMLEGUSTU ÁSTÆÐU ÞESS AÐ VERÐA OF SEINN Í VINNUNA.” „ÞÚ SAGÐIST VILJA STÓRA FJÖLSKYLDU.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að hafa litla matarlyst. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann LÍSA, MÁ ÉG KALLA ÞIG „ljúfust”? HELST EKKI Ó GILDIR LÍKA FYRIR MIG HVENÆR ÆTLAR ÞÚ AÐ GRAFA ÞENNAN VÍNKJALLARA SEM ÞÚ ERT ALLTAF AÐ TALA UM? ÉG ER BÚINN AÐ ÞVÍ! … EÐA ÞANNIG! heiður Aðalsteinsdóttir, f. 20.11. 1939, lyfjatæknir. Þau eru búsett í Hafnar- firði. Foreldrar Ragnheiðar voru hjónin Aðalsteinn Teitsson, f. 1909, d. 1957, skólastjóri í Sandgerði, og og Guðný Ingibjörg Björnsdóttir, f. 1906, d. 1990. Sonur Jóns Otta og Sigríðar er Sig- urður Jón Jónsson, f. 6.10. 1961, vél- virki, vélstjóri, tæknifræðingur og MBA. Eiginkona hans er Guðný Jónsdóttir, f. 12.4. 1961, næring- arrekstrarfræðingur. Þau eru búsett í Reykjavík. Synir þeirra eru Jón Otti Sigurðsson, f. 12.12. 1985, lífefna- fræðingur, Phd, eiginkona hans er Valborg Guðmundsdóttir, f. 1987, líf- efnafræðingur, Phd, og dætur þeirra eru tvíburarnir Iðunn Brynja og Signý Alda, f. 2016; Pálmar Sigurðs- son, f. 11.9. 1990, verkfræðingur, eig- inkona hans er Sara Matthíasdóttir, f. 1989, félagsfræðingur, og sonur þeirra er Þorri Matthías, f. 2016; Þor- steinn Sigurðsson, f. 18.2. 1997, nemi. Bróðir Jóns Otta er Helgi Sigurðs- son, f. 22.5. 1937, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri. Eiginkona hans er Erla Þórisdóttir, f. 1941. Þau eru bú- sett í Reykjavík. Foreldrar Jóns Otta voru hjónin Sigurður Jón Jónsson, f. 12.2. 1899, d. 17.5. 1963, skipstjóri, og Margrét Ottadóttir, f. 3.9. 1901, d. 28.7. 1980, ljósmyndari og húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík. Jón Otti Sigurðsson Margrét Bjarnadóttir húsfreyja í Reykjavík Jón Bernharðsson gullsmiður í Reykjavík Helga Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Margrét Ottadóttir ljósmyndari og húsfreyja í Reykjavík Otti Guðmundsson skipasmiður í Reykjavík Guðríður Erlendsdóttir húsfreyja í Engey Guðmundur Magnússon bóndi og skipasmiður í Engey Guðríður Ottadóttir húsfreyja í Reykjavík Sverrir Hallgrímsson húsgagnasmiður og rak smíðastofu, formaður uppstillingan. Sjálfst. fl okksins í Garðabæ Guðrún Ottadóttir húsfreyja í Reykjavík Guðmundur Kr. Kristinsson arkitekt Finnur Kolbeinsson lyfjafræðingur og frímerkjasafnari Laufey Ottadóttir húsfreyja í Reykjavík Haraldur Johannessen ritstjóri Morgun blaðsins Anna Lovísa Johannessen bankastarfs- maður í Rvík og vann fyrir Dómkirkjuna Vilborg Einarsdóttir húsfreyja í Akrakoti Jón Magnússon bóndi í Akrakoti á Álftanesi Oddrún Elísabet Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Jón Sigurðsson verkamaður í Reykjavík Ingigerður Guðmundsdóttir húsfreyja í Rvík og Tröð á Álftanesi Sigurður Einarsson vinnumaður á Brekku á Álftanesi Úr frændgarði Jóns Otta Sigurðssonar Sigurður Jón Jónsson skipstjóri í Reykjavík Þórir Helgi Helgason iðnfræðingur Sigurður Helgi Helgason prestur í Grafarvogskirkju Héðinn Þór Helgason framkvæmdastjóri Unnur Helgadóttir hárgreiðslumeistari Helgi Sigurðsson fv. fram- kvæmda- stjóri Davíð Hjálmar í Davíðshaga seg-ir frá því á Leir að hann hafi verið tvær vikur í sólskininu á Kan- arí: Það var mikið letilíf, langi þig að vita. Talsvert var á Tenerive um túnfífla og hita. Og bætir síðan við: „Já, túnfíflar uxu þarna í grasflötum. Annars bar meira á pálmatrjám og kaktusum sem og þríburablómum sem þarna voru reyndar stórir runnar. Tyrkjadúfur og skrækjandi páfa- gaukar flugu um.“ Enn segir Davíð Hjálmar: „Steini var einn Kanarífara. Ferðaðist hann með nokkrum konum sem all- ar voru systur. Steini ýmsar kúnstir kann, konunum hann velur úr. Eins og soldán hefur hann að heiman með sér kvennabúr.“ Ólafur Stefánsson er líka kunn- ugur þar syðra: Þeir sem sjaldan færi fá og forðast veginn beina, öfunda nú ekki smá, afreksmanninn Steina. Áður hafði Ólafur birt þetta skemmtilega ljóð á Leirnum: Austantóru lýsu log lengir dagsins rökkurskímu. Úthafsbáru eykta sog, eykur þögn á vetrargrímu. Hverf eru mánans birtubrögð bætist enn á vetrarkaldann. Eins og hryssings orðin sögð, út í daginn þúsundfaldan. Þungan stynur þjakað land, þreytuhrollur fer um liðið. Rofnar traust og tryggðaband, tjaldið fellur, myrkvast sviðið. Leirskáldið (Arnþór Helgason) yrkir á Leir og kallar „Vetrar- sólskin“: Sólin lágt á lofti er, leiðir ylinn inn um gluggann. Bráðum hún að hátta fer, og hamast við að lengja skuggann. Sigmundur svarar: Litrík glansa glóðakynni geisladansinn mikinn fer ljósafans hér út’ og inni ekki stansar lengi hér. Páll Jónsson skáldi kvað við Gísla Símonarson kaupmann: Guð umbuni gott sem mér gerið máttarlinum. Ef hann bregst, þá eigið þér aðganginn að hinum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á Kanarí og austantórur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.