Morgunblaðið - 26.11.2019, Side 24

Morgunblaðið - 26.11.2019, Side 24
FRJÁLSAR Ívar Benediktsson iben@mbl.is Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, Ís- landsmeistari í spjótkasti, stefnir ótrauð á þátttöku á Ólympíu- leikunum sem fram fara í Tókýó í Japan næsta sumar. Hún hefur hafið æfingar á ný til undirbúnings fyrir næsta keppnisár sem hún segir að verði sitt síðasta á ferlinum sem hef- ur verið langur. Stefnan hefur verið tekin á þátttöku á fjórðu Ólympíu- leikunum. Gangi allt eftir kveður hún keppnisvöllinn sem íþróttamað- ur á Evrópumeistaramótinu í frjáls- íþróttum sem fram fer skömmu eftir Ólympíuleikana næsta sumar. „Mér finnst kjörið að enda ferilinn á svona stóru ári og snúa mér að ein- hverju öðru,“ sagði Ásdís þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til henn- ar í gær. Ásdís hefur búið í Gauta- borg í Svíþjóð um nokkurt skeið. Ásdís rifaði seglin fyrr á liðnu sumri en upphaflega stóð til. Mestu réði að hún var ekki í því keppnis- formi sem hún vildi vera í. Ástæðan var að hún meiddist í baki snemma á undirbúningstímabilinu í fyrravetur. Meiðslin settu strik í reikninginn við undirbúninginn og gerðu að verkum að hún „treysti ekki bakinu“ til átaka þegar keppnistímabilið hófst, þótt hún hefði verið búin að jafna sig að fullu. Hún lét þess vegna hjá líða að gera atlögu að keppnisrétti á heims- meistaramótið í Doha í september. „Ég var einfaldlega á þeim stað að mig langaði ekki til þess að reyna að komast inn á HM bara til þess að taka þátt. Það er ekkert gaman að taka þátt í HM ef maður er ekki í toppformi. Ég hef reynt þetta allt áður, að taka þátt í stórmótum í góðu formi, slöku eða hálf meidd. Síðast keppti ég á HM fyrir tveimur árum, komst í úrslit. Það er gott að ljúka HM ferlinum með þeim góðu minn- ingum,“ sagði Ásdís sátt við ákvörð- un sína. Ásdís gekk að eiga sambýlismann sinn til nokkurra ára, Svíann John Annerud ljósmyndara, í október og tók upp eftirnafn hans. Breyttar reglur Ásdís hefur ekki öðlast keppnis- rétt á Ólympíuleikunum í Tókýó. Reglum um þátttökurétt hefur verið breytt frá því sem áður var. Nú gild- ir ekki aðeins fyrir fram ákveðinn lágmarksárangur heldur einnig staða á afrekslista í hverri keppnis- grein frjálsíþrótta. Þetta þýðir að safna þarf stigum á þeim mótum sem þeir taka þátt í frá áramótum og fram til 22. júní. Meðaltal stiga af fimm bestu mótunum gildir. „Tímabilið til þess að öðlast keppnisrétt er snemma árs þegar lit- ið er til þess að keppnistímabilið hefst alla jafna ekki fyrr en í byrjun maí. Af þessu leiðir að maður hefur ekki nema fimm til sex vikur til þess að ná fimm góðum mótum og það helst mótum sem gefa sem flest stig. Mótin hafa mismikið vægi, áttunda sæti á Demantamóti Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins vegur til dæmis mikið þyngra en að verða lands- meistari,“ segir Ásdís. Byrjar í Portúgal í mars Sökum þess hversu snemma á tímabilinu hún þarf að ná hámarks- árangri hefur hún orðið að haga æf- ingum og keppni með öðrum hætti en síðustu ár. „Einn liðurinn í þessu verður að taka þátt í Vetrar- kastmóti Evrópska frjálsíþrótta- sambandsins í Leiria í Portúgal í seinni partinn í mars. Vetrar- kastmótið gefur mörg stig. Þess vegna stefni ég á það. Að öðru leyti reikna ég ekki með að byrja að keppa fyrr en í byrjun maí í stað þess sem verið hefur þegar ég hef keppt á einu, í mesta lagi tveimur undir lok maí,“ segir Ásdís, sem reiknar með að hefja keppnis- tímabilið á mótum Alþjóða frjáls- íþróttasambandsins sem haldin eru í Asíu og í Suður-Ameríku í snemma í maí. Það mun þýðir talsverð ferða- lög með tilheyrandi kostnaði. Ásdís segir að breyting á fyrir- komulaginu geri að verkum að enn erfiðara verður að komast inn á sterkustu móti fyrir leikana. „Þetta getur verið ósanngjarnt, ekki síst fyrir þá sem verða nærri mörk- unum. Í raun getur þetta snúist um það hver hafi besta umboðsmann- inn. „Ég er með góðan umboðsmann en hins vegar skiptir miklu máli fyr- ir mig að kasta sem lengst svo ég eigi meiri möguleika á að vera þátt- takandi á sterkustu mótunum,“ sagði Ásdís, sem er hvergi bangin. Undirlögð í harðsperrum „Nú er ég á þriðju æfingaviku og er öll undirlögð í harðsperrum. Allt er eins og það á að vera. Ég er komin með keppnisrétt á Evrópumeist- aramótinu næsta sumar. Þannig að ég get einbeitt mér að því að komast inn á Ólympíuleikana og ljúka ferl- inum með stæl,“ sagði Ásdís. Hvað tekur við að íþróttaferlinum loknum skýrist með tíð og tíma. Ás- dís er með doktorspróf í lyfjafræði en hvort hún fer inn á þá braut er óvíst um þessar mundir. Ásdís hefur stofnað fyrirtæki ásamt eiginmanni sínum. Fyrirtækið heldur m.a. utan um fyrirlestra sem Ásdís hefur vakið athygli fyrir hvar hún miðlar af yfir- gripsmikilli reynslu sinni af íþrótta- ferlinum, jafnt gleðistundunum sem vonbrigðunum og eins hvernig ber á að setja sér raunhæf markmið og vinna eftir þeim. Ásdís var m.a. hér heima í fyrirlestraferð í síðustu viku. Fyrirlestrarnir eru jafnt fyrir al- menning sem íþróttafólk. „Ef þetta gengur vel getur vel verið að við þró- um þetta áfram og vinnum í fyrir- tæki okkar. Ef ekki, þá finnur maður eitthvað annað að gera. Og hvort við festum rætur í Svíþjóð eða á Íslandi leiðir framtíðin í ljós,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud glöð í bragði. Vil ljúka ferlinum með stæl  Ásdís Hjálmsdóttir Annerud stefnir á Tókýó á síðasta keppnisárinu sínu í spjótkasti  EM á að vera kveðjumótið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Methafinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hefur átt Íslandsmetið í spjótkasti frá árinu 2005 og hennar lengsta kast er 63,43 metrar árið 2017. 24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019 England Aston Villa – Newcastle........................... 2:0 Staðan: Liverpool 13 12 1 0 30:11 37 Leicester 13 9 2 2 31:8 29 Manch.City 13 9 1 3 37:14 28 Chelsea 13 8 2 3 28:19 26 Wolves 13 4 7 2 18:16 19 Sheffield Utd 13 4 6 3 16:12 18 Burnley 13 5 3 5 20:18 18 Arsenal 13 4 6 3 18:19 18 Manch. Utd 13 4 5 4 19:15 17 Tottenham 13 4 5 4 21:19 17 Bournemouth 13 4 4 5 16:17 16 Brighton 13 4 3 6 15:19 15 Crystal Palace 13 4 3 6 11:18 15 Newcastle 13 4 3 6 11:20 15 Aston Villa 13 4 2 7 19:20 14 Everton 13 4 2 7 13:20 14 West Ham 13 3 4 6 16:23 13 Norwich 13 3 1 9 13:28 10 Southampton 13 2 3 8 13:31 9 Watford 13 1 5 7 8:26 8 Danmörk OB – Midtjylland...................................... 1:2  Mikael Anderson lék ekki með Midtjyll- and vegna meiðsla. Staðan: Midtjylland 17 14 2 1 27:8 44 København 17 12 1 4 32:20 37 Brøndby 17 10 1 6 34:24 31 AGF 17 9 2 6 28:19 29 AaB 17 8 2 7 29:20 26 OB 17 8 2 7 27:20 26 Nordsjælland 17 7 3 7 30:27 24 Randers 17 7 3 7 28:26 24 Lyngby 17 7 2 8 23:31 23 SønderjyskE 17 4 7 6 21:28 19 Horsens 17 5 3 9 14:30 18 Hobro 17 2 8 7 18:25 14 Esbjerg 17 3 4 10 15:28 13 Silkeborg 17 1 4 12 22:42 7 Þýskaland B-deild: Hannover – Darmstadt ........................... 1:2  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Darmstadt. Portúgal SL Benfica – Albergaria......................... 4:0  Cloé Lacasse skoraði eitt mark fyrir Benfica og lagði annað upp. Ítalía Lecce – Cagliari........................................ 2:2 SPAL – Genoa .......................................... 1:1 Staða efstu liða: Juventus 13 11 2 0 23:10 35 Inter Mílanó 13 11 1 1 29:12 34 Lazio 13 8 3 2 30:14 27 Cagliari 13 7 4 2 25:14 25 Roma 13 7 4 2 23:14 25 KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR 1. deild karla, Grill 66-deildin: Dalhús: Fjölnir U – Stjarnan U .......... 19.30 Í KVÖLD! HANDBOLTI Olísdeild karla ÍR – Haukar.......................................... 30:30 HK – Afturelding ................................. 26:32 Staðan: Haukar 11 8 3 0 305:276 19 Afturelding 11 8 1 2 306:282 17 Selfoss 11 7 1 3 338:328 15 FH 11 6 2 3 310:295 14 ÍR 11 6 2 3 328:305 14 ÍBV 11 6 1 4 310:289 13 Valur 11 6 1 4 289:257 13 KA 11 4 1 6 304:317 9 Fram 11 3 1 7 273:289 7 Stjarnan 11 1 4 6 277:301 6 Fjölnir 11 2 1 8 280:328 5 HK 11 0 0 11 268:321 0 Danmörk Skanderborg – Ribe-Esbjerg............. 30:27  Rúnar Kárason skoraði 1 mark fyrir Ribe-Esbjerg, Gunnar Steinn Jónsson skoraði ekki og Daníel Þór Ingason er meiddur. Vináttulandsleikir kvenna Ungverjaland – Serbía......................... 23:25 Suður-Kórea – Rússland ..................... 22:29 Rússland UNICS Kazan – Zenit Pétursborg .... 80:93  Haukur Helgi Pálsson var ekki í leik- mannahópi Kazan. NBA-deildin Houston – Dallas............... ............... 123:137 New York – Brooklyn ...................... 101:103 Washington – Sacramento............... 106:113 Denver – Phoenix ............................. 116:104 LA Clippers – New Orleans ............ 134:109 KÖRFUBOLTI Mikael Anderson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gat ekki leikið með Midtjylland gegn OB í dönsku úr- valsdeildinni í gærkvöld vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í landsleiknum gegn Moldóvu um fyrri helgi. Mikael, sem lagði upp fyrra mark Íslands í 2:1 sigri, fékk þá þungt högg á rifbeinin og varð að fara af velli snemma í síðari hálf- leik. Hann sagði við mbl.is í gær að hann hefði sem betur fer ekki brotnað og vonaðist eftir því að vera tilbúinn að spila með liðinu á nýjan leik eftir sjö til tíu daga. Ekki tilbúinn eftir höggið í Moldóvu Morgunblaðið/Eggert Midtjylland Mikael Anderson gat ekki spilað í gærkvöld. Rakel Hönnudóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur misst af síðustu fjórum leikjum Reading í ensku úr- valsdeildinni og deildabikarnum vegna meiðsla í læri. „Það kom í ljós vökvi á milli tveggja vöðva í framanverðu lærinu. Þetta er ekk- ert alvarlegt en ég reikna samt ekki með því að geta verið með um næstu helgi,“ sagði Rakel við mbl.is í gær. Lið hennar er í sjötta sæti af tólf liðum í úrvalsdeildinni og stendur mjög vel að vígi með að komast í átta liða úrslit deilda- bikarsins. Rakel að jafna sig af meiðslum Ljósmynd/Neil Graham Reading Rakel Hönnudóttir býst við að geta byrjað að spila fljótlega. Guðmundur Helgi Pálsson er hættur þjálfun meist- araflokks karla hjá Fram. Bjarni K. Eysteinsson, for- maður handknattleiksdeildar, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Við munum ekki fara fram á vinnuframlag frá Guð- mundi varðandi meistaraflokkinn fram á vorið. Hann þjálfar hins vegar einnig 4. flokk hjá okkur og ég geri fastlega ráð fyrir því að hann starfi þar áfram. Guð- mundur hættir störfum að okkar frumkvæði en ég vil leggja áherslu á að félagið er honum gríðarlega þakk- látt fyrir hans framlag á erfiðum tímum þegar enginn vildi líta við okkur. Hann er því í miklum metum hjá okkur og stóð sig vel,“ sagði Bjarni en væntanlega verður tilkynnt um eftirmann Guðmundar í dag. Af kunnum þjálfurum sem eru á lausu má nefna Hall- dór Jóhann Sigfússon. Hann lék með Fram í mörg ár, gerði kvennaliðið að Íslandsmeisturum og á börn í fé- laginu. „Ég get ekki sagt til um það núna því ekkert er frágengið,“ sagði Bjarni spurður hvort Jóhann væri fyrsti kostur. kris@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hættur Guðmundur Helgi Pálsson, fráfarandi þjálfari Fram. Tekur Halldór við af Guðmundi?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.