Morgunblaðið - 26.11.2019, Qupperneq 26
ÚKRAÍNA
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Ég gat ekki beðið um betri byrjun
en þetta,“ sagði knattspyrnumað-
urinn Árni Vilhjálmsson við Morg-
unblaðið í gær þegar hann var
spurður út í draumabyrjun sína með
úkraínska úrvalsdeildarfélaginu
Kolos Kovalivka á sunnudaginn.
Árni samdi við félagið í síðustu
viku og spilaði fyrsta deildarleikinn
á sunnudaginn, á heimavelli gegn
Desna sem er í fjórða sæti deild-
arinnar. Kolos er í áttunda sæti af
tólf liðum.
Árni fór beint í byrjunarliðið og
skoraði síðara mark Kolos í 2:0 sigri.
„Þetta var ákaflega mikilvægur
sigur gegn góðum mótherjum því
liðið var að koma úr mjög erfiðum
kafla þar sem það hafði tapað nokkr-
um leikjum í röð. Fyrir mig persónu-
lega var það mjög gott að fá að spila
í 90 mínútur og síðan var það bónus
að ná að skora síðara markið,“ sagði
Árni en hann kom Kolos í 2:0 þegar
20 mínútur voru eftir með laglegu
skoti.
Í kosningu á vef Kolos í gær þar
sem stuðningsmenn gátu valið mann
leiksins var Árni í öðru sæti á eftir
markverði liðsins, Evgeniy Voly-
nets, sem varði nokkrum sinnum
mjög vel í leiknum.
Minnti á íslenska landsliðið
„Frammistaða liðsins minnti mig
að mörgu leyti á íslenska landsliðið.
Mikil barátta og hlaup og líka gæði.
Heilt yfir spiluðum við mjög vel og
mér tókst að falla vel inn í leik liðs-
ins. Núna hef ég nokkra reynslu af
því að spila fyrsta leik með nýju fé-
lagi og ég einbeitti mér því að því að
fylgja skipulaginu í staðinn fyrir að
ætla mér alltof stóra hluti. Ég var
afslappaður, leyfði leiknum að koma
til mín, og smám saman náði ég vel
saman við hina leikmennina,“ sagði
Árni sem hefur leikið í Noregi, Sví-
þjóð og Póllandi undanfarin ár,
ásamt því að spila með Chornomo-
rets Odessa í Úkraínu seinni hluta
síðasta tímabils.
Kann vel við sig á kantinum
Hann spilaði vinstra megin á miðj-
unni og sagði að það væri staða sem
hentaði sér vel.
„Já, ég spilaði alla leikina þar með
Chornomorets síðasta vetur. Ég tel
mig vera sóknarmann sem geti spil-
að allar stöðurnar framarlega á vell-
inum. Ég var á hægri kantinum hjá
Lilleström í Noregi, oftast frammi
hjá Jönköping í Svíþjóð og hérna fæ
ég sem vinstri kantmaður mikið
frelsi til að koma inn á völlinn og
vera fyrir aftan senterinn. Ég kann
vel við þetta og býst við því að spila
mest á vinstri kantinum, ásamt því
að vera settur fram gegn ákveðnum
mótherjum,“ sagði Árni.
Tapaði fyrir Kolos
í umspili í sumar
Hann kannast vel við sig í Úkra-
ínu eftir lánsdvölina hjá Chornomo-
rets. Hann var markahæsti leik-
maður liðsins með 7 mörk í þeim 14
leikjum sem hann spilaði en Odessa
féll eftir umspilsleiki í júnímánuði.
„Þeir leikir voru einmitt gegn Ko-
los, sem þar með komst í fyrsta
skipti upp í úrvalsdeildina. Strák-
arnir í liðinu hafa alveg verið að
skjóta á mig síðan ég kom, það fylgja
þessu tilfinningar, en þetta er bara
fótbolti og ég er afar ánægður með
að vera kominn til Kolos eftir allt
það sem gekk á hjá mér í Póllandi í
sumar. Mér var mjög vel tekið hjá
Chornomorets og líka núna hjá
Kolos.“
Skrifaði undir
samkomulag um þögn
Árni vísaði þarna til pólska félags-
ins Termalica Nieciecza sem hann
samdi við haustið 2018. Þar spilaði
hann lítið, var lánaður til Chornomo-
rets um áramót og gerði síðan
starfslokasamning við Nieciecza í
haust.
Hann vildi ekki ræða tímann í Pól-
landi. „Ég skrifaði undir sam-
komulag um að ég myndi ekki tjá
mig um þau mál sem þar voru í
gangi og vil standa við það. Aðal-
málið er að ég er kominn á góðan
stað á ný, er farinn að spila aftur fót-
bolta og þessi tími er að baki. Ég
kann afar vel við fólkið í Úkraínu,
mér líður mjög vel hérna og það má
segja að brosið fari ekki af mér, ég
er svo hamingjusamur með að vera
kominn hingað,“ sagði Árni.
Kolos er nýtt félag, aðeins sjö ára
gamalt og tók upp atvinnumennsku
fyrir fjórum árum þegar það lék í C-
deild. Síðan hafa hlutirnir gerst
hratt en félagið er frá smábænum
Kovalivka, um 30 km frá höfuðborg-
inni Kiev, en þar búa aðeins um
1.500 manns.
Búsettur í Kiev
„Félagið er í mikilli uppbyggingu
og markmiðið í vetur er að ná sjötta
sætinu og komast í úrslitakeppnina
um meistaratitilinn. Shakhtar Do-
netsk og Dynamo Kiev eru í sér-
flokki hérna en mikið jafnræði er
með öðrum liðum. Síðustu þrír leik-
irnir fyrir jól eru gegn liðum sem
eru á svipuðu róli og við og þar gef-
ast því tækifæri til að safna stigum
og styrkja stöðu okkar í deildinni.
Við leikmennirnir búum flestallir í
Kiev og heimaleikirnir fara þar fram
á velli sem félagið leigir en í apríl
flytjum við á nýjan leikvang sem er
verið að byggja í Kovalivka. Við æf-
um í bænum tvisvar í viku en annars
er æft hérna í Kiev. Það verða
ákveðin viðbrigði, ekki síst eftir að
alast upp á Íslandi þar sem stutt var
að fara á æfingar, að þurfa að fara 30
km á hverja æfingu en það venst.“
Nýjar viðræður eftir áramótin
Árni, sem er 25 ára gamall og lék
með Breiðabliki til 2014, ásamt því
að koma þangað aftur hálft tímabilið
2016, samdi við Kolos út þetta tíma-
bil og reiknar með frekari viðræðum
við félagið fljótlega.
„Ég býst við því að við setjumst
niður eftir áramótin og skoðum
framtíðina fyrir báða aðila. Ég
hugsa fyrst og fremst um að bæta
mig og læra sem mest í góðri deild.
Ég er fyrsti útlendingurinn sem Ko-
los semur við og það er dálítið
skemmtilegt,“ sagði Árni og kvaðst
ekki líta á félagið sérstaklega sem
einhvern stökkpall fyrir sig.
„Nei, ég horfi ekki þannig á hlut-
ina. Auðvitað hafa allir metnað fyrir
því að ná sem lengst, sama hvert
þeir fara. Mitt markmið er einfald-
lega það að vera í liði sem hentar
mér, liði þar sem get spilað góðan
fótbolta og getur hjálpað mér til að
verða betri fótboltamaður,“ sagði
Árni Vilhjálmsson.
„Brosið fer ekki af mér“
Árni Vilhjálmsson fór vel af stað með Kolos Kovalivka í Úkraínu eftir erfiðan
tíma í Póllandi Ánægður með að vera kominn aftur á kunnuglegar slóðir
Ljósmynd/Kolos Kovalivka
Frumraunin Árni Vilhjálmsson, sem spilaði á vinstri kantinum hjá Kolos Kovalivka, býr sig undir að taka við bolt-
anum í vítateig Desna með varnarmann fyrir aftan sig í viðureign liðanna á sunnudaginn.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019
Einar Logi Einarsson, sem var lyk-
ilmaður í vörn knattspyrnuliðs Skaga-
manna á síðasta tímabili, hefur ákveð-
ið að hætta með liðinu. Í samtali við
Skagafrettir.is í gær sagði Einar að þar
sem hann væri bæði tölvunarfræð-
ingur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
og sjúkraflutningamaður í aukastarfi,
hefði hann ákveðið að taka sér frá fót-
boltanum í óákveðinn tíma.
Einar er annar varnarmaðurinn úr
liði ÍA sem dregur sig í hlé frá síðasta
tímabili. Arnór Snær Guðmundsson
er orðinn aðstoðarþjálfari og styrkt-
arþjálfari hjá ÍA og ætlar ekki að spila
með liðinu samhliða því.
Knattspyrnukonan Guðrún Arn-
ardóttir skrifaði í gær undir nýjan
samning við sænska úrvalsdeild-
arfélagið Djurgården til tveggja ára.
Hún kom til liðsins frá Breiðabliki fyrir
nýliðið tímabil. Landsliðskonan Ingi-
björg Sigurðardóttir hefur leikið með
Djurgården undanfarin tvö ár en
samningur hennar er útrunninn og
hún staðfesti við mbl.is í gær að það
kæmi til greina að fara til Englands
eða Þýskalands, verði hún ekki áfram
hjá Stokkhólmsfélaginu.
Elías Már Ómarsson lék allan leik-
inn með Excelsior gegn Volendam í B-
deild hollensku knattspyrnunnar á
föstudagskvöldið en lið hans tapaði
1:2 í toppslag. Ranglega var sagt í
blaðinu á laugardaginn að hann hefði
ekki komið við sögu í leiknum.
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur
frá Akranesi, verður á meðal keppenda
á móti á Evrópumótaröðinni í Andalús-
íu á Spáni í vikunni. Mótið hefst á
fimmtudag og fer fram á Alohoa-
vellinum. Valdís er í harðri baráttu um
að halda fullum keppnisrétti á móta-
röðinni á næsta ári en þær sjötíu efstu
á stigalistanum ná því. Valdís er í 82.
sæti á listanum og með góðri frammi-
stöðu gæti hún komið sér inn á topp
70. Lokamót mótaraðarinnar verður í
Kenía 5.-8. desember.
Danski landsliðsmaðurinn Lasse
Andersson, liðsfélagi Arons Pálm-
arssonar hjá spænska meistaraliðinu
Barcelona, er búinn að semja við
þýska liðið Füchse Berlín.Andersson,
sem er á sínu fjórða tímabili með
Barcelona, gengur í raðir Füchse Berl-
ín næsta sumar en hann hefur gengið
frá þriggja ára samningi við þýska lið-
ið.
Sergio Agüero, argentínski fram-
herjinn hjá Englandsmeisturum Man-
chester City, verður frá keppni næstu
vikurnar eftir að hafa farið meiddur af
velli í leik liðsins gegn Chelsea á laug-
ardaginn. Pep Guardiola knatt-
spyrnustjóri skýrði frá
þessu á
frétta-
manna-
fundi í
gær.
Agüero er
markahæsti
leikmaður City í
deildinni það sem af
er þessu tímabili
með 8 mörk og
hefur verið einn
besti framherji
deildarinnar um ára-
bil. Hann hefur alls
gert 173 mörk í 251
leik með City í
deildinni.
Eitt
ogannað
Tvö Íslendingafélög eru í hópi
þeirra átta liða sem Valsmenn geta
mætt í 16-liða úrslitum Áskorenda-
bikars karla í handknattleik, en
dregið verður til þeirra í dag.
Valsmenn eru í efri styrkleika-
flokknum fyrir dráttinn, sem fer
fram í höfuðstöðvum EHF, Evr-
ópska handknattleikssambandsins, í
Vínarborg í dag.
Meðal liðanna átta í neðri flokkn-
um sem Valur getur dregist gegn
eru Drammen frá Noregi og Alings-
ås frá Svíþjóð. Með Drammen leik-
ur Óskar Ólafsson og með Alingsås
leikur Aron Dagur Pálsson.
Drammen er í fimmta sæti norsku
úrvalsdeildarinnar og Alingsås er í
þriðja sæti sænsku úrvalsdeild-
arinnar. Hin sex liðin sem Vals-
menn geta dregist gegn eru Halden
frá Noregi, Dukla Prag og Karviná
frá Tékklandi, BSV Bern frá Sviss,
Beykoz frá Tyrklandi og Ramhat
Hashron frá Ísrael.
Auk þessara liða eru sjö lið í efri
styrkleikaflokknum en Valur getur
ekki mætt þeim að svo stöddu. Það
eru AEK Aþena frá Grikklandi,
Red Boys Differdange frá Lúx-
emborg, Madeira frá Portúgal,
CSM Búkarest og Potaissa Turda
frá Rúmeníu og rússnesku liðin
Neva og Victor. Lið CSM er
ríkjandi meistari, en rúmenska liðið
vann keppnina síðasta vor og sigr-
aði þá Portúgalana í Madeira í úr-
slitum. vs@mbl.is
Óskar eða Aron
andstæðingur Vals?
Morgunblaðið/Eggert
Mótherji? Aron Dagur Pálsson leikur með sænska liðinu Alingsås og gæti
leikið gegn Valsmönnum í sextán liða úrslitum Áskorendabikarsins.