Morgunblaðið - 26.11.2019, Page 29

Morgunblaðið - 26.11.2019, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019 » Hin árlega og vin-sæla bókamessa Félags íslenskra bóka- útgefenda og Reykja- víkur bókmenntaborgar UNESCO var í Hörpu um helgina. Fjölmargt skemmtilegt var í boði fyrir bókelskt fólk á öll- um aldri, svo sem sögu- stundir fyrir stóra og smára, spjall við rithöf- unda og upplestur úr nýjum ljóðabókum. Vel sótt bókamessa í Hörpu um helgina Morgunblaðið/Eggert Kátína Eyrún Ósk Jónsdóttir ljóðskáld var kát á spjalli sínu við Valdimar Tómasson og Aðalstein Svan Sigfússon. Í bakgrunni sést Pétur Már Ólafssyni útgefandi. Fjölmenni mætti á bókamessuna sem haldin var um helgina. Matur Útgefendurnir Þorgerður Agla Magnúsdóttir og Dögg Hjaltalín ásamt Helgu Arnardóttur og Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur. Smiðja Boðið var upp á ýmsar vinnusmiðjur fyrir yngstu lesendur landsins. Yndislestur Sá sem kann að lesa þarf aldrei að láta sér leiðast. Þessi ungi lesandi kom sér vel fyrir í Hörpu og naut þess að lesa í bók. Joe Walsher III, mannabeina- fræðingur og sérfræðingur á Þjóðminjasafni Íslands, flytur erindi í fyrir- lestrasal Þjóð- minjasafnsins í dag, þriðjudag, kl. 12. „Fyrirlesturinn fjallar um nokkr- ar athuganir á mannabeinum í vörslu Þjóðminjasafnsins þar sem greina má einkenni sjaldgæfra sjúkdóma. Beinin eru frá ólíkum tímum Íslandssögunnar. Rætt verð- ur um þau áhrif sem sjúkdómarnir höfðu á líf einstaklinganna og sam- félaganna sem þeir tilheyrðu. Íhug- að verður hvaða máli það skiptir fyrir núlifandi Íslendinga að sjald- gæfir sjúkdómar fyrr á öldum séu rannsakaðir. Á fyrirlestrinum verð- ur varpað upp ljósmyndum sem sýna líkamleg sjúkdómseinkenni og mannabein, sem sumum kann að þykja stuðandi,“ segir í tilkynn- ingu. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku. Fyrirlestur um mannabein safnsins Joe Walsher III Breska leikkonan Maggie Smith hreppti Evening Standard- leikhúsverðlaunin fyrir besta sviðs- leik konu og setti þar með met, en það var í fimmta sinn sem hún hreppti þessi 65 ára gömlu verð- laun. Smith er 84 ára gömul, og hlaut verðlaunin fyrst fyrir 57 ár- um, en að þessu sinni var hún heiðr- uð fyrir frammistöðuna sem ritari Josefs Göbbels í leikritinu A Ger- man Life. Smith hefur ekki leikið á sviði síðustu 12 árin heldur einbeitt sér að kvikmyndaleik, meðal ann- ars í myndunum um Harry Potter og þáttunum Downton Abbey. Maggie Smith besta sviðsleikkonan Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is Pepsí bíó á þriðjudögum 50% afsláttur í bíó

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.