Morgunblaðið - 28.11.2019, Qupperneq 1
JÓLABLAÐIÐ
JÓLAMATUR, GJAFIR
OG JÓLAHEFÐIR Í
128 SÍÐNA SÉRBLAÐI
F I M M T U D A G U R 2 8. N Ó V E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 280. tölublað 107. árgangur
Erfðir og skattur
» Sýslumenn sjá um að leggja
erfðafjárskatt á dánarbú og
eru skattleysismörkin ein og
hálf milljón
» Á síðustu tíu árum hafa
47.270 einstaklingar talið fram
fenginn arf á skattframtölum
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Einstaklingar erfðu samtals tæplega
47 milljarða króna á síðasta ári sam-
kvæmt skattframtölum fyrir árið
2018. Alls töldu 5.552 framteljendur
fram arf á árinu vegna tekna á síð-
asta ári. Af þessari fjárhæð renna
tæplega 4,5 milljarðar til ríkisins í
erfðafjárskatt.
Þessar upplýsingar fengust hjá
embætti Ríkisskattstjóra. Upphæð
fengins arfs hækkaði á milli ára en
til samanburðar þá töldu 5.367 fram-
teljendur fram arf í fyrra sem þeir
fengu á árinu 2017, samtals rúmlega
38,4 milljarða á verðlagi þess árs.
Á fimm ára tímabili, þ.e.a.s. á ár-
unum 2014 til 2018, fengu lands-
menn samanlagt tæplega 165 millj-
arða kr. í arf að því er fram kemur í
skattframtölum og voru erfingjar á
þessu tímabili um 24.350 talsins.
Tekjur ríkisins af erfðafjárskatti á
þessum árum voru rúmir 15,8 millj-
arðar.
Á síðasta ári létu 1.604 eftir sig
arf. Fjöldi þeirra sem telja fram arf
hefur sveiflast í gegnum árin. Á síð-
ustu 14 árum náði fjöldi þeirra há-
marki 2010 þegar 6.611 töldu fram
arf. Þeir voru 3.550 ári síðar en síðan
þá hefur erfingjum fjölgað ár frá ári.
47 milljarðar í arf í fyrra
5.552 framteljendur töldu fram fenginn arf á síðasta ári Fjárhæð erfðafjár-
skatts var um 4,5 millj. kr. á árinu samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra
MLandsmenn erfðu » 6
Reynslusigling á frumgerð af rafbátnum Magn-
eu í Reykjavíkurhöfn í gær gekk vel að sögn
Bjarna Hjartarsonar, hönnuðar hjá Navis. Þessi
íslenski rafmagnsbátur er hannaður þannig að
rafhleðslan er inni í byggingarefninu og hluti af
bátsskrokknum. Um er að ræða tækni sem ís-
lenska fyrirtækið Greenvolt er að þróa og vonast
menn til að slíkir rafmagnsbátar verði að veru-
leika á næstu misserum. »10
Reynslusigling á rafmagnsbátnum Magneu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fólk í sveit-
arfélögum sem
eru langt frá
stórum þjónustu-
kjörnum hefur
áhyggjur af end-
urskoðun
framtíðarfyrir-
komulags al-
mennings-
samgangna í
landinu þar sem litið verður á sam-
göngur á landi, í lofti og á láði sam-
an. Vegagerðin tekur yfir rekstur
landsbyggðarstrætós nú um ára-
mótin. Verður reksturinn með
óbreyttu sniði á meðan unnið er að
framtíðarskipulagi. Hugsanlegt er
að ný stefna leiði til niðurskurðar
leiða á landi eða í lofti. »14
Áhyggjur af skert-
um samgöngum
Strætó Farið í
vagn til Selfoss.
„Spilafíkn er alvarlegasta fíkn sem
ég hef kynnst,“ segir viðmælandi
Morgunblaðsins, en undanfarna
daga hefur verið rætt við ein-
staklinga sem glíma við spilafíkn.
Hann segist hafa áttað sig á því fyr-
ir rúmum tuttugu árum að hann
glímdi við alvarlegan vanda. Segir
hann að fólk átti sig kannski ekki á
því hversu djarflega sé hægt að
leggja undir í spilakössum og
stundum hafi hann unnið meira en
300.000 krónur á einu kvöldi.
Skiptin séu þó mun fleiri þar sem
hann hafi tapað svipuðum
fjárhæðum eða hærri. »6
Hægt að spila ansi
djarft í kössunum
Boris Johnson, forsætisráðherra
Bretlands, baðst í gær afsökunar
fyrir hönd Íhaldsflokksins á meintri
andúð á múslimum sem þar hefði
viðgengist. Afsökunarbeiðni John-
sons kemur í kjölfar þess að Jeremy
Corbyn, formaður Verkamanna-
flokksins, neitaði í fyrradag að biðj-
ast afsökunar á gyðingaandúð inn-
an flokks síns eftir að æðsti rabbíni
Bretlands hafði gagnrýnt Corbyn
og sagt hann óhæfan til forystu.
Rétt rúmar tvær vikur eru þar til
gengið verður til almennra þing-
kosninga í Bretlandi og hafa vand-
ræði Verkamannaflokksins vegna
gyðingaandúðar verið í hámæli í
kosningabaráttunni undanfarna
daga sem annars hefur að megin-
stofni snúist um Brexit. »14
AFP
Bretland Boris Johnson heimsótti Corn-
wall í gær vegna bresku þingkosninganna.
Biðst afsökunar á
múslimaandúð í
Íhaldsflokknum
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Verktaki í Reykjavík segir bankana
hafa dregið mikið úr lánum til upp-
byggingar íbúða. Bankarnir kvarti
undan skorti á lánsfé.
Karl Kvaran, formaður Arkitekta-
félags Íslands, segir hafa dregið úr
umsvifum arkitekta að undanförnu.
Vegna óvissu hafi nokkrar arki-
tektastofurnar fækkað starfsfólki.
„Arkitektastofurnar eru orðnar
varkárari. Þær vilja forðast sömu
erfiðleika og eftir hrunið. Þá var
mörgum stofum lokað og aðrar
sögðu upp mörgum starfsmönnum.
Arkitektar vona að ef verkefnum í
einkageiranum fækkar muni ríkið og
borgin grípa inn með verkefni til að
halda greininni og öðrum byggingar-
greinum gangandi,“ sagði Karl.
Önnur birtingarmynd kólnunar er
að verktakar hafa lækkað verð nýrra
íbúða í miðborg Reykjavíkur. Þá
hefur Íbúðalánasjóður endurmetið
áætlaða uppsafnaða íbúðaþörf. Hún
var 5.000-8.000 íbúðir í byrjun árs en
hefur minnkað í 3.900 til 6.000 íbúðir.
Ásmundur Einar Daðason félags-
málaráðherra segir fyrirhugaðar að-
gerðir ríkisins í húsnæðismálum
munu auka framboð íbúða. Raun-
hæft sé að um mitt næsta ár muni
ríkið byrja að lána fyrstu kaup-
endum vaxtalaus íbúðalán. »4
Vitnar um kólnun í hagkerfinu
Arkitektar finna fyrir samdrætti Verktakar lækka verð íbúða í miðborginni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Byggt í borginni Arkitektar finna
fyrir samdrætti í eftirspurn.