Morgunblaðið - 28.11.2019, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019
595 1000
Gefðu góðar minningar
Jólagjafabréfin komin í sölu!
10.000 = 15.000 20.000 = 30.000
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Engar breytingar verða gerðar á
reglugerðum varðandi flugeldafram-
boð og flugeldasölu fyrir næstu ára-
mót, samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk frá umhverfis- og
auðlindaráðuneytinu. Ástæðan er sú
að innkaup á flugeldum eru gerð
með löngum fyrirvara og taka þarf
ákvarðanir um breytingar á flug-
eldaframboði eða flugeldasölu áður
en kemur að innflutningi. Slíkar
ákvarðanir hafa ekki verið teknar.
Starfshópur umhverfis- og auð-
lindaráðuneytis, velferðarráðuneytis
og dómsmálaráðuneytis vinnur nú að
því að móta tillögur um hvernig
draga megi úr neikvæðum áhrifum
mengunar frá flugeldum á lýðheilsu
og loftgæði. Ráðherrarnir sem skip-
uðu starfshópinn bíða eftir tillögum
hans og munu byggja ákvarðanir
sínar á þeim.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
hefur þegar óskað eftir því við Um-
hverfisstofnun að hún komi almenn-
um upplýsingum og varnaðarorðum
til almennings nú í desember. Einnig
upplýsingum tengdum veðurfari og
væntanlegum loftgæðum á þeim
tíma sem heimilt er að skjóta upp
flugeldum. Stofnunin komi þessum
upplýsingum jafnframt á framfæri
við hagsmunaaðila, m.a. Astma- og
ofnæmisfélag Íslands og Samtök
ferðaþjónustunnar, að því er segir í
svari ráðuneytisins.
Flugeldasalan óbreytt
Starfshópur
ráðuneyta hefur
ekki lokið störfum
Morgunblaðið/Hari
Flugeldasala Nýjar tillögur eru í mótun um hvernig draga megi úr mengun.
Reykjavíkurborg hefur verið í for-
ystu hins opinbera við að bjóða
starfsmönnum sem ná 70 ára aldri
upp á sveigjanleg
starfslok. Í
kjarasamningum
Reykjavíkur-
borgar og við-
semjenda borg-
arinnar hefur um
skeið verið að
finna ákvæði um
heimildir til að
endurráða starfs-
menn sem hafa
náð 70 ára aldri.
Heimilt er að ráða starfsmann í allt
að tvö ár til fyrstu mánaðamóta eft-
ir að 72 ára aldri er náð, nema ann-
ar hvor aðili segi ráðningunni upp
með þriggja mánaða uppsagn-
arfresti. Nokkur reynsla er komin á
þetta.
„Frá því í janúar 2016 til dagsins
í dag hafa 186 starfsmenn 70 ára
eða eldri verið við störf hjá Reykja-
víkurborg. Á þessu árabili hefur því
að meðaltali 31 starfsmaður 70 ára
eða eldri verið við störf í hverjum
mánuði,“ segir Lóa Birna Birgis-
dóttir, sviðsstjóri mannauðs- og
starfsumhverfissviðs Reykjavík-
urborgar, í svari til blaðsins.
Skoða frekari aðgerðir
um sveigjanleg starfslok
Ríkisstarfsmönnum ber skv. lög-
um að láta af störfum þegar þeir
verða 70 ára og sambærilegt
ákvæði hefur verið í kjarasamn-
ingum Sambands íslenskra sveitar-
félaga. Eins og fram kom í
Morgunblaðinu í gær er nú rætt
um m.a. í kjaraviðræðum sveitarfé-
laga og á vettvangi Alþingis að
auka svigrúmið víðar en hjá borg-
inni og afnema aldurstakmörkin að
einhverju leyti.
Lóa Birna segir Reykjavíkurborg
taka þátt í verkefninu aldursvænar
borgir og hluti af verkefninu lúti að
því að vinnustaðurinn verði aldurs-
vænn. „Reykjavíkurborg er því að
skoða hugmyndir að frekari aðgerð-
um um sveigjanleg starfslok sem
falla að því að gera Reykjavíkur-
borg að enn aldursvænni vinnu-
stað,“ segir hún. omfr@mbl.is
186 hafa
verið yfir
sjötugu
Fyrirhuga að gera
borgina aldursvænni
Lóa Birna
Birgisdóttir
Sigurður Bogi Sævarsson
Þórunn Kristjánsdóttir
Staða ríkisstjórnarinnar veiktist í
gær þegar Andrés Ingi Jónsson,
þingmaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboð, tilkynnti við upphaf
þingfundar að hann hefði sagt sig úr
þingliði flokksins og mundi héðan í
frá standa utan þingflokka. Ríkis-
stjórn VG, Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks nýtur nú formlegs
stuðnings 34 þingmanna af 63. Sem
kunnugt er kusu Andrés Ingi og
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem
einnig er úr VG, að styðja ekki núver-
andi ríkisstjórnarsamstarf þegar til
þess var stofnað fyrir réttum tveimur
árum. Andrés er eftir tíðindi gær-
dagsins nú kominn í stjórnarand-
stöðu. Rósa Björk vildi í samtali við
Morgunblaðið ekki tjá sig um ákvörð-
un Andrésar eða hvað hún sjálf hygð-
ist fyrir.
Erfitt að veita mótspyrnu
Fjárlög fyrir árið 2020 voru sam-
þykkt á Alþingi í gær. Alls 31 þing-
maður greiddi atkvæði með lögunum,
sjö sögðu nei og 19 sátu hjá. Þeirra á
meðal var Andrés Ingi sem raunar
studdi sumar breytingartillögur sem
stjórnarmeirihlutinn gerði við frum-
varpið áður en það gekk til endan-
legrar afgreiðslu. Una Hildardóttir,
sem nú situr á Alþingi sem varamað-
ur Rósu Bjarkar, greiddi atkvæði
með samþykkt fjárlagafrumvarpsins.
Andrés Ingi sendi frá sér yfirlýs-
ingu í gær þar sem hann sagði að á
daginn hefði komið það sem hann ótt-
aðist að vinstri græn ættu sífellt erf-
iðara með að veita samstarfsflokkum
sínum mótspyrnu, þannig að stjórn-
arsamstarfið færðist fjær því sem
það ætti að standa fyrir. Oft hafi
málamiðlanir í stjórnarsamstarfinu
fallið fjarri VG, svo sem í útlendinga-
og loftslagsmálum.
Fullreynt fyrir samviskuna
„Nú er svo komið að ég tel full-
reynt að ég geti sinnt þingstörfum
eftir samvisku minni,“ sagði Andrés
Ingi. – „Það er alltaf leiðinlegt þegar
leiðir skilur,“ sagði Katrín Jakobs-
dóttir, formaður VG og forsætisráð-
herra, í samtali við Mbl.is um ákvörð-
un Andrésar. Þetta hafi komið bæði
sér og þingflokknum á óvarp, enda
þótt andstaða þingmannsins við
stjórnarsamstarfið hafi alltaf legið
ljós fyrir.
Staða ríkisstjórnar veikari
Andrés Ingi yfirgefur VG Studdi sumar breytingar meirihlutans við fjárlög
Andrés Ingi
Jónsson
Katrín
Jakobsdóttir
Grá mengun var áberandi í Reykjavíkur í gær og styrkur köfnunarefnis-
díoxíðs yfir heilsuverndarmörkum fjórða daginn í röð. Síðdegis var
klukkutímagildi efnisins á mælistöðinni við Grensásveg 152,5 míkrógrömm
á rúmmetra, samanber að heilsuverndarmörkin miðað við sólarhring eru
75 míkrógrömm á rúmmetra. Gert er ráð fyrir svipuðu veðri næstu daga
og því líkur á að þetta ástand verði viðvarandi. Köfnunarefnisdíoxíð-
mengun kemur frá útblæstri bifreiða og er mest á morgnana og síðdegis
þegar umferð er þung. Til að draga úr mengun hefur Reykjavíkurborg
hvatt fólk til þess að draga úr notkun einkabíla og börn og þau sem eru
með viðkvæm öndunarfæri ættu að halda sig fjarri fjölförnum götum.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Mengunin langt yfir heilsuverndarmörkum