Morgunblaðið - 28.11.2019, Page 8

Morgunblaðið - 28.11.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019 Árið 1896 flutti Björn Þorláksson bóndi áVarmá inn vélar til að vinna ull og notaði til þess vatnsorku úrÁlafossi. Verksmiðjan átti stóran þátt í stofnun og vexti byggðar íMosfellsbæ Álafoss , Álafossvegi 23 Mosfellsbæ, Laugavegi 4-6, alafoss.is Brynjar Níelsson flutti stutta enathyglisverða ræðu á Alþingi í gær. Hann fjallaði um tvennt, ann- ars vegar um þá ákvörðun stjórnar Ríkisútvarpsins að birta ekki lista yfir umsækjendur um stöðu útvarps- stjóra.    Brynjar sagðiuppgefna ástæðu þá að það að birta listann „gæti hindrað mjög hæfa umsækjendur í að sækja um starfið. Þetta er mjög sér- stakt í ljósi þess að þessi ágæti fjölmiðill hefur verið upptek- inn af gegnsæi ann- ars staðar sem greinilega gildir ekki um hann sjálf- an. Í sjálfu sér er ég eiginlega sam- mála stjórn Rúv. Það getur verið mikilvægt að birta ekki lista yfir um- sækjendur, en ég held að það ætti að gilda líka annars staðar í stjórnsýsl- unni, til dæmis hjá dómstólunum,“ sagði hann og hvatti til að tekið yrði til umfjöllunar hvort heimila ætti sama fyrirkomulag í stjórnsýslunni og annars staðar.    Hins vegar nefndi Brynjar að þaðhefði gerst í stjórnsýslunni „að það er skipað í embætti æðstu emb- ættismanna ríkisins án auglýsingar. Undir vissum kringumstæðum er það heimilt, þ.e. með færslu innan Stjórnarráðsins en það er líka gert án þess að viðkomandi hafi starfað innan Stjórnarráðsins. Ég hef efa- semdir um að það standist og þykist vita að það standist ekki. Það er samt gert“.    Nýjasta dæmið um þetta og vænt-anlega það sem vísað er til er skipun ráðuneytisstjóra í forsætis- ráðuneytinu. Katrín Jakobsdóttir taldi henni ekkert til fyrirstöðu en getur verið að svo sé engu að síður? Brynjar Níelsson Tvennt umhugsunarvert STAKSTEINAR Katrín Jakobsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Vilborg Jónsdóttir, tón- listarkennari og skóla- stjóri, lést á Landspít- alanum 22. nóvember eftir baráttu við hvít- blæði, 55 ára gömul. Hún fæddist í Reykjavík 27. maí 1964 og ólst þar upp. For- eldrar hennar eru Jón Freyr Þórarinsson, fv. skólastjóri í Laugar- nesskóla, og Matt- hildur Guðný Guð- mundsdóttir, fv. kennari og kennsluráð- gjafi. Vilborg hóf tónlistarnám hjá Páli P. Pálssyni 1973 í Barnalúðrasveit Reykjavíkur. Þaðan lá leiðin í Lúðrasveitina Svan og síðan Tónlist- arskólann í Reykjavík þar sem hún stundaði nám á básúnu og baríton hjá Birni R. Einarssyni og Oddi Björnssyni. Vilborg lærði á túbu sem aukahljóðfæri. Hún lauk kenn- arprófi frá blásarakennardeild skól- ans 1988. Eftir útskriftina sótti Vil- borg tíma í hornleik hjá Josef Ognibene í eitt ár. Að því loknu lærði hún í Kennaraháskóla Íslands til al- mennra kennararéttinda og lauk þaðan B.ed.-gráðu árið 1991. Vilborg hóf að kenna á málmblást- urshljóðfæri 1984 og kenndi lengst við Tón- menntaskóla Reykja- víkur en einnig í Skóla- hljómsveit Laugar- nesskóla og Tónskóla Sigursveins. Hún var aðalstjórnandi blás- arasveitar Tónskóla Sigursveins frá 2001. Vilborg var skólastjóri og stjórnandi Skóla- hljómsveitar Austur- bæjar frá 2004. Hún var formaður Lúðra- sveitarinnar Svansins 1994-2000, var hjá Sambandi íslenskra lúðrasveita 1998-2006 og hjá Samtökum ísl. skólalúðrasveita árið 2012. Vilborg og eftirlifandi eiginmaður hennar, Össur Geirsson tónlistar- maður, hófu sambúð 1985 og gengu í hjónaband 4. nóvember 2000. Börn þeirra eru Saga, dýralæknir í Nor- egi, og Freyþór læknanemi. Sam- býlismaður Sögu er Anders Olsen Setså og dóttir þeirra er Freyja Matthildur Andersdóttir Setså. Unnusta Freyþórs er Sophie Louise Webb. Útför Vilborgar fer fram frá Hall- grímskirkju miðvikudaginn 4. des- ember klukkan 13. Andlát Vilborg Jónsdóttir tónlistarkennari „Það er fremur stór hópur fólks sem kemur að þessu verkefni en ástæður þess að menn vilja leggja upp í þessa vegferð eru jafn misjafnar og við erum mörg. Grunntónninn er þó sá að við er- um ekki ánægð með hvert Sjálfstæðisflokkurinn stefnir og það sést vel í skoðanakönnunum hvernig fylgið virðist vera að fara,“ segir Ólafur Hannesson í samtali við Morgunblaðið. Er hann einn þeirra sem standa að stofnun Félags sjálf- stæðismanna um fullveldismál. Stofnfundur félagsins verður haldinn næst- komandi sunnudag, 1. desember, í Valhöll við Háaleitisbraut í Reykjavík. Hefst fundurinn kl. 14 en húsið verður opnað 30 mínútum áður. Dagskrá fundarins verður auglýst nánar síðar. Ólafur segir markmið félagsins vera að efla samhug sjálfstæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja, með fræðslu og upp- lýsingum, grunngildi Sjálfstæðisflokksins um frjálst og fullvalda Ísland. „Þessi hópur ber hlýjan hug til flokksins og þykir vænt um land og þjóð. Með þessu viljum við reyna að halda utan um þann hóp flokks- manna sem um þessar mundir eru að íhuga að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum,“ segir Ólafur. Spurður hvort forysta flokksins sé búin að tapa áttum svarar hann: „Að vissu leyti hafa þau tapað áttum. Það er þó erfitt að fullyrða hvort þau séu orðin algerlega villt í sinni stefnu.“ khj@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Pólitík Stofnfundur hins nýja sjálfstæðisfélags fer fram í Valhöll næstkomandi sunnudag. Stofna félag vegna óánægju með stefnu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.