Morgunblaðið - 28.11.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019
BORÐPLÖTUR
OG SÓLBEKKIR
• Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré
• Mikið úrval efna, áferða og lita
• Framleiðum eftir óskum hvers og eins
• Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði
Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987.
Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is
Alnæmisstofnun Sameinuðu þjóð-
anna, UNAIDS, segir í nýrri
skýrslu að dauðsföllum af völdum
alnæmis hafi fækkað og fleiri feng-
ið lyf við sjúkdómnum en áður.
Stofnunin segir að 24,5 milljónir
manna, eða um tveir þriðju al-
næmissmitaðra, hafi fengið
lyfjameðferð við sjúkdómnum á
fyrri helmingi ársins, 1,2 milljónum
fleiri en í lok síðasta árs. Stefnt hef-
ur verið að því að 30 milljónir
manna fái lyf við alnæmi ekki síðar
en í lok næsta árs.
Dauðsföllum fækkaði um 33%
Í skýrslunni kemur ennfremur
fram að 770.000 manns dóu úr al-
næmi á síðasta ári, tæpri milljón
færri en árið 2004 þegar dauðs-
föllin voru flest. Dauðsföllunum af
völdum alnæmis hefur fækkað um
33% í heiminum frá árinu 2010,
mest í austan- og sunnanverðri Afr-
íku þar sem um 44% alnæmissmit-
aðra búa. Þar fækkaði dauðsföll-
unum um 44% frá 2010.
Nýgengið minnkaði um 16%
Nýgreindum smittilvikum fækk-
aði um 16%, eða úr 2,1 milljón árið
2010 í 1,7 milljónir á síðasta ári.
Stefnt hefur verið að því að ný-
greind tilvik verði færri en hálf
milljón á næsta ári, þannig að mikið
þarf að breytast til að það markmið
náist. Nýgengið minnkaði mest í
austan- og sunnanverðri Afríku,
eða um 28% frá 2010. Nýgreindum
tilvikum fjölgaði hins vegar um
29% í Austur-Evrópu og Mið-Asíu,
10% í Mið-Austurlöndum og
Norður-Afríku og 7% í Rómönsku
Ameríku.
Gunilla Carlsson, framkvæmda-
stjóri UNAIDS, segir í formála að
skýrslunni að nýgengi sjúkdómsins
meðal stúlkna og kvenna á aldr-
inum 15-24 ára hafi minnkað um
25% milli áranna 2010 og 2018. Hún
bætir við að þetta séu góðar fréttir
en samt sé það óviðunandi að í viku
hverri smitist um 6.000 stúlkur og
ungar konur af alnæmi.
Alnæmi í heiminum á síðasta ári
Austur- og
sunnanverð Afríka
Asía og
Kyrrahafslönd
20,6
800.000
280.000
310.000
5,9
310.000
200.000
Mið-Austurlönd
og Norður-Afríka
0,24
20.000
8.400
Austur-Evrópa
og Mið-Asía
1,7
150.000
38.000
Vestur- og Mið-
Evrópa og Norður-Ameríka
2,2
68.000
13.000
160.000
Vestur- og
Mið-Afríka
5,0
16.000
6.700
Karíbahafslönd
0,34
100.000
35.000
Rómanska Ameríka
1,9
1,7 milljónir nýrra tilvika 770.000 dauðsföll
100.000
37,9 milljónir smitaðra
160.0001,7 milljónir
Börn undir 15 ára aldri
Eftir heimshlutum
Alls
Heimild: Skýrsla UNAIDS
Fleiri fá alnæmislyf og
dauðsföllum fækkar
Tveir þriðju alnæmissmitaðra fá lyfjameðferð
Korojov. AFP. | Elvíra Kovtún bjó til
fyrsta ostinn sinn í potti í eldhúsi sínu
fyrir fjórum árum þegar hún var
heimavinnandi húsmóðir. Hún er að
mestu sjálflærð í ostagerð en fór á
svo miklum kostum í faginu að hún
og eiginmaður hennar ákváðu að
gera áhugamálið að atvinnu með
þeim árangri að þau urðu fyrst Rússa
til að fá gullverðlaun í virtri keppni,
Alþjóðlegu ostaverðlaununum, sem
eru ígildi Óskarsverðlauna í osta-
gerð.
Hjónin fengu verðlaunin í október
fyrir harðan „pesjernji“ – ost sinn.
„Ég taldi ekki að þetta væri hægt.
Núna tel ég allt hægt,“ sagði eigin-
maður Elvíru, Vjatsjelav Kovtún,
sem féll fyrir henni þegar þau voru í
framhaldsskóla og á nú með henni
þrjú börn.
Jókst um þriðjung
Velgengni fjölskyldufyrirtækisins
er til marks um árangurinn sem
rússneskir ostagerðarmenn hafa náð
frá því að Vladimír Pútín Rússlands-
forseti bannaði innflutning á mat-
vælum frá Vesturlöndum árið 2014
eftir að þau gripu til refsiaðgerða
gegn Rússum vegna hernaðar þeirra
í Úkraínu. Margir Rússar höfðu orð-
ið veikir fyrir frönskum og ítölskum
ostum fyrir innflutningsbannið en
rússnesk stjórnvöld notuðu tækifær-
ið til að stuðla að aukinni framleiðslu
í Rússlandi með því að styðja frum-
kvöðla sem vildu hefja framleiðslu á
varningi sem var áður fluttur inn.
Þetta bar þó ekki alltaf tilætlaðan ár-
angur og margir rússneskir neyt-
endur kvörtuðu yfir því að rússneski
varningurinn væri dýrari og oft verri
en innfluttu vörurnar. Öðru máli
gegndi hins vegar um ostagerðina og
framleiðsluna á öðrum mjólkuraf-
urðum. Framleiðslan á ostum jókst
um þriðjung á milli áranna 2013 og
2018 og hún er nú 670.000 tonn á ári,
að sögn samtaka rússneskra
mjólkurframleiðenda.
Pútín viðurkenndi í vikunni sem
leið að hann hefði orðið „fremur
áhyggjufullur“ út af refsiaðgerðum
Vesturlanda í fyrstu en þróunin síð-
ustu ár sýndi að þær hefðu orðið
„efnahag Rússlands til framdráttar“.
Hundruð lítilla rjóma- og mjólkur-
búa hafa verið stofnuð víða um landið
og sum þeirra hafa fengið háa ein-
kunn í öðrum löndum.
Gömul hefð endurvakin
Elvíra og Vjatsjeslav Kovtún eru
fertug og stofnuðu ostagerðina á síð-
asta ári. Þau bjuggust ekki við því að
ná svo skjótum árangri. Þegar Elvira
hringdi í eiginmann sinn til að segja
honum frá verðlaununum var hún
grátandi. „Ég varð hræddur, hélt að
eitthvað hræðilegt hefði gerst,“ sagði
hann.
Vefsíða ostagerðarinnar hrundi
vegna þess að áhuginn á henni var
svo mikill eftir að skýrt var frá því að
hún hefði fengið alþjóðlegu verðlaun-
in. Osturinn sem hjónin voru verð-
launuð fyrir seldist upp og ljóst er að
þau anna ekki eftirspurn næstu mán-
uði.
Rúmlega 3.800 ostar frá 42 löndum
voru lagðir fram til Alþjóðlegu osta-
verðlaunanna í keppni sem fór fram í
borginni Bergamo á Ítalíu. Enginn
rússneskur ostur fékk verðlaun í
keppninni á síðasta ári en fjórir rúss-
neskir ostagerðarmenn fengu alls níu
verðlaun í ár.
John Farrand, framkvæmdastjóri
samtaka sem annast keppnina, sagði
að Kovtún-hjónin hefðu sett „Rúss-
land á alþjóðlega ostakortið“. „Þeir
sem vinna til gullverðlauna í keppn-
inni eru á meðal bestu ostagerðar-
manna heimsins og aðeins lítill hluti
ostanna ná svona langt,“ sagði Farr-
and.
Vjatsjeslav sagði að rússneskir
ostagerðarmenn væru að endurvekja
gamla rússneska hefð. „Við erum
ekki að búa neitt nýtt til,“ sagði hann.
„Rússar framleiddu osta í miklum
mæli fyrir hundrað árum og fluttu þá
út til Eystrasaltslanda og fleiri Evr-
ópuríkja. Við erum að endurvekja
uppskriftir forfeðra okkar.“
AFP
Verðlaunaostur Elvíra Kovtún (t.h.) framleiðir ost í borginni Koroljov í
Rússlandi. Hún og eiginmaður hennar hafa gert garðinn frægan í ostagerð.
Ostar Rússa
fá háa einkunn
Nutu góðs af innflutningsbanninu