Morgunblaðið - 28.11.2019, Page 14

Morgunblaðið - 28.11.2019, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú eru að-eins tværvikur til kosninga í Bret- landi. Þeir sem eru í eldlínunni eru samdóma um að þetta séu mik- ilvægustu kosningar á síðari tímum. Það hefur heyrst áður, enda telja frambjóðendur allar kosningar sem snúast um „sæt- ið þeirra“, persónulega afkomu og stöðu mjög mikilvægar. En það eru æði mörg teikn um að kosningaúrslitin geti nú haft víðtækar afleiðingar í bráð og lengd. Staðan var orðin ill- bærileg um margt. Þrír for- sætisráðherrar sátu á jafn- mörgum árum, sem er sérstætt. Sá fyrsti fór er hann varð undir í þjóðaratkvæði, sem hann stofnaði sjálfur til. Cameron sagði réttilega eftir úrslit þess að rétt væri að flokkurinn veldi sér leiðtoga úr röðum þeirra sem börðust fyrir útgöngu. Svo illa tókst til að bræðra- bylta þeirra Johnsons og Gove skolaði Theresu May í forsæt- isráðuneytið þótt hún væri yfir- lýstur andstæðingur útgöngu. May hélt óhönduglega á málinu öllu uns flokkurinn gafst upp á henni. Þá komst Boris Johnson loks inn í númer 10. En nú hafði margt breyst. May missti meirihluta flokksins í skyndikosningum 2017 þvert á allar kannanir. Að auki hafði kvarnast úr þing- mannahópnum, m.a. vegna aukakosninga, og þess utan sátu allmargir ráðherrar og þingmenn á svikráðum, þótt þeir hefðu opinberlega lofað að virða ákvörðun þjóðarinnar. Þingforsetinn Bercow, þrung- inn af athyglissýki og einleiks- áráttu, spilaði með stjórnar- andstöðunni. Hann sagðist algjörlega hlutlaus sem þing- forseti en upplýsti daginn eftir að hann fór úr forsetastóli að úrsögn úr ESB væri „vitlaus- asta ákvörðun allra tíma“. Jeremy Corbyn hafði krafist þess í tíma og ótíma að þing yrði rofið og blásið til kosninga. Johnson sá strax eftir að hann varð forsætisráðherra að þrá- teflið var óleysanlegt, ekki síst þar sem hann bjó við minni- hluta í þinginu, sem saxaðist úr, og ákvað því að taka Corbyn á orðinu og kalla eftir þingrofi og kosningum. En Corbyn horfði hræddur á síðustu kannanir og hafnaði í tvígang slíkri tillögu. Boris rak „ESB svikarana“ úr Íhaldsflokknum og tilkynnti að þeir myndu ekki fá að bjóða sig fram fyrir flokkinn. Síðar þrengdi hann nokkuð hópinn sem refsivöndurinn tók til. Þegar orðið var óþægilega pínlegt fyrir Corbyn að neita kosningum sem hann hafði kall- að eftir neyddist hann loks til að samþykkja þær. Þá var svo komið að ekki var hægt að kjósa fyrr en um miðjan desember. Kannanir sýna enn að John- son hafi verulegt forskot á Cor- byn. Þó virðist munurinn hafa minnkað nokkuð. Þeir sem hafa forskot fara með löndum og forðast loforð og yfirlýsingar sem gætu komið flokknum í vörn. Sá sem á undir högg að sækja telur sinn besta kost að lofa stórt og hafa sem mest undir. Boris forðast því að taka áhættur núna, þótt hann hafi áður haft tilhneigingu til glannagangs í kosningaslag. Hann forðast mistök sem gætu snúið kjósendum á lokametr- unum. Umfram allt vilja leiðtog- arnir ekki lenda í vondum sjón- varpsviðtölum. Í Bretlandi er nú mjög rætt um nokkur áber- andi „stórslysaviðtöl“. Frægt varð þegar að handlangarar Tony Blair sendu tölvupósta sín á milli 11. september 2001 um að nú væri kjörið að keyra óvin- sæl mál í gegn. Kannski mátti verja hugsunina um að sópa óvinsælum aðgerðum frá á meðan hörmungar heltóku alla fjölmiðla. En að senda pósta á milli sín um þá hugsun var póli- tísk sjálfsmorðstilraun. Talið er að einhver hafi ráð- lagt Andrew prins að tjá sig loks um „Epstein-málið“ í miðri hatrammri kosningabaráttu sem gæti drekkt viðtalinu. Þá væri „það frá“. Það varð fyrsta „stórslysaviðtalið í rununni“. Næsta var einkaviðtal Corbyns á BBC. Það var eins og leiðtog- inn hefði leitað í smiðju hins ólánsama prins. Því þegar sótt var að honum vegna meintrar gyðingaandúðar í efstu lögum flokks hans fór Corbyn út af. Spurningin var fyrirsjáanleg vegna fyrri umræðu og þar sem æðsti rabbíni gyðinga hafði ný- lega harðlega gagnrýnt áber- andi andúð á gyðingum í Verka- mannaflokknum. Corbyn tók Andrés á málið. Sýndi full- komna afneitun og algjöran skort á iðrun. Og fimbulfamb- aði þokukenndur í anda fyrir- myndarinnar. Sú þriðja sem lenti í stór- slysaviðtali var Nicola Stur- geon, leiðtogi skoskra sjálf- stæðissinna, stærsta flokks Skota. Hún sagðist ætla að knýja á um sjálfstæði Skota, halda pundinu sem mynt, þótt hún gengi í ESB og væri það ekki hægt þá myndi hún stofna skoskan seðlabanka og taka upp sjálfstæða skoska mynt sem henni var þá bent á að væri ekki lengur heimilt gengju þjóðir í ESB. – ÚBS. Lokametrarnir í bresku kosn- ingunum} Ólík keppikefli og útafkeyrslur M annauðurinn er okkar mik- ilvægasta auðlind. Laga- breyting um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sem samþykkt hefur verið í ríkisstjórn og liggur nú fyrir á Alþingi er mikið heillaskref fyrir íslenskt atvinnulíf og fagfólk í lögvernduðum störfum. Frumvarpið felur í sér að tekið verði upp evrópskt fagskírteini hér á landi sem mun auðvelda til muna viðurkenningu á faglegri menntun. Um er að ræða rafrænt skírteini sem staðfestir menntun umsækjanda og rétt hans til tiltekinna starfa í heimalandinu. Með fagskírteininu standa vonir til að hraða megi málsmeðferð við viðurkenningu fag- legrar menntunar og gera afgreiðslu slíkra umsókna umtalsvert skilvirkari. Þá geta um- sækjendur einnig aflað sér viðurkenningar til þess að sinna ákveðnum þáttum viðkomandi starfa. Þannig mun sveigjanleiki aukast en um leið er skýr áhersla á fagmenntun sem efla mun vinnumarkaðinn. Með þessari lagabreytingu verða ekki grundvall- arbreytingar á tilhögun viðurkenningar, réttur fólks til viðurkenningar er hinn sami og áður, en tekin eru skref til að tryggja að framkvæmdin verði einfaldari og skjótvirkari. Umrædd lagabreyting mun þannig ein- falda og hraða afgreiðslu mála sem tengjast viðurkenn- ingu starfsréttinda og stuðla að fleiri tæki- færum. Áfram eru gerðar kröfur um menntun og hæfi, t.d. fyrir helstu heil- brigðisstéttir en mikill akkur er í því að þessi viðmið séu betur samræmd milli landa. Frumvarpið er mikið framfaraskref fyrir nemendur í starfsnámi sem munu fá vinnu- staðanám innan löggiltra starfsgreina við- urkennt milli landa. Þetta er enn einn lið- urinn í því að efla starfsnám og forgangsraða í þágu þess. Þá er ennfremur fjallað um miðlun upplýsinga til innflytjenda um lögvernduð störf og skilyrði fyrir lög- verndun starfsgreina í frumvarpinu. Heimspekingurinn John Stuart Mill sagði: „Öll efling menntunar stuðlar að jöfn- uði því að menntunin veitir aðgang að sama sjóði þekkingar og skoðana.“ Ljóst er að verulegar breytingar eru í vændum á vinnumarkaði vegna örra tæknibreytinga en þær fela í sér mikil tækifæri fyrir þjóðir sem forgangsraða í þágu gæða menntunar. Til að mæta þeim áskorunum þurfum við að huga vel að sveigjanleika og samspili vinnumarkaðarins og mennta- kerfisins, nálgast þau mál heildrænt og í virku sam- hengi við þróun þeirra annars staðar í heiminum. Lilja Alfreðsdóttir Pistill Aukin tækifæri fagmenntaðra Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrirkomulag almennings-samgangna verðuróbreytt á næsta ári fráþví sem nú er, þótt Vegagerðin taki við rekstrinum af landshlutasamtökunum um kom- andi áramót. Þetta staðfestir G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar. Samið hefur verið við verktaka út næsta ár og verður tíminn notaður til að skoða framtíðarskipulag á þjónust- unni og það mun þá væntanlega taka gildi á árinu 2021. Landshlutasamtök sveitarfé- laganna hafa rekið landsbyggðar- strætó með þjónustusamningi við Vegagerðina og notið til þess styrkja ríkisins. Reksturinn hefur smám saman verið að þyngjast og tap safnast upp hjá samtökunum. Sveitarfélögin töldu sig ekki geta réttlætt þessi útgjöld vegna sam- gönguverkefna sem þau telja að séu á verksviði ríkisins og sögðu upp samningum við ríkið á síðasta ári. Ári fyrr höfðu Samtök sveitar- félaga á Suðurnesjum sagt upp sínum samningi vegna ágreinings og málaferla. Önnur landshluta- samtök urðu við beiðni Vegagerð- arinnar um að reka kerfið með óbreyttu sniði í ár en samning- urinn rennur út um áramót og þá tekur Vegagerðin við. Ríkið bætti landshlutasamtökunum tapið til loka árs 2017 og Vegagerðin greið- ir væntanlega tapið í ár og því stendur eftir tapið sem varð á árinu 2018. Ekki hefur verið ákveðið hvernig með það verður farið. Áhyggjur af skerðingu Ekki fást hrein svör um það frá Vegagerðinni hvað felst í at- hugun á framtíðarskipulagi í þess- um almenningssamgöngum. Þó er vísað til heildarstefnu í almenn- ingssamgöngum sem samgöngu- ráðuneytið vinnur að. Fólk í sveitarfélögum sem eru langt frá þjónustu hefur áhyggjur af þessari endurskoðun. Bæjar- stjórn Hornafjarðar hefur til dæmis sent frá sér ályktun þar sem lögð er áhersla á að þjónusta skerðist ekki við tilfærslu hennar til Vegagerðarinnar, heldur þvert á móti eflist. Ljóst er að ef ríkið getur ekki annast þjónustuna með hagkvæm- ari hætti en landshlutasamtökin, til dæmis með hagstæðari niður- stöðu útboða, og ríkið leggur ekki meira fjármagn í verkefnið, er fátt eftir annað en að skerða þjón- ustuna. Hornafjörður er endastöð, langt frá höfuðborgarsvæðinu. Þangað er ekið tvisvar á dag á sumrin og einu sinni að vetrinum, nema laugardaga þegar ekki er ekið. Skerðing á þessari þjónustu þýddi eina ferð að sumri eða að ekið verði annan hvern dag að vetrinum, eða eitthvað í þá áttina. Samvirkni samgöngumáta Þá kom fram í tillögu að stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í almenningssamgöngum, Ferðumst saman, sem kynnt var í byrjun ársins, að leggja ætti áherslu á niðurgreiðslu á einni samgönguleið til byggða. Sérstaklega var tiltekið að það þýddi að niðurgreiðslu á flugi til Þórshafnar, Vopnafjarðar og Hornafjarðar yrði hætt. Í frumvarpi til samgönguáætl- unar sem kynnt hefur verið er hnykkt á þessu með ákvæði um að heildstætt kerfi almennings- samgangna milli byggða verði skil- greint, meðal annars með tilliti til þess sem kallað er samvirkni leiða. Jafnframt að komið verði upp gagnvirkni upplýsingaveitu um all- ar almenningssamgöngur, hvort sem þær fara fram á landi, í lofti eða á legi. Skipulag byggða- strætós til skoðunar Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Strætó Almenningssamgöngur eru byggðamál. Auk þess að tengja byggðir við þjónustusvæði er þjónustan oft tengd skólaakstri og innanbæjarakstri. Samgöngulausnir sem byggjast á samnýtingu þeirra sam- gangna sem þegar eru til stað- ar gætu lyft grettistaki í því að auka aðgengi að afskekktustu byggðum landsins og náð því takmarki að 98-99% lands- manna hefðu beinan aðgang að almenningssamgangnakerfinu innan ásættanlegrar fjarlægðar frá heimili sínu. Þetta segir í tillögu að stefnumörkun ríkis- ins í almenningssamgöngum. Í þessu sambandi er nefnt að ýmsar, nokkuð reglulegar sam- göngur eru reknar víða um land, svo sem flutningar með matvæli, vörur og póst. Hvatt er til þess að Vegagerðin styrki rannsóknir á þessu sviði hér og reyni þannig að stuðla að því að nýjar samgöngulausnir komist í gagnið. Sömuleiðis verði löggjafinn að vera vak- andi fyrir þeirri þróun sem ný tækni veitir á sviði samgangna og tryggja að löggjöf fylgi með, styðji við og hindri ekki framgang þeirra. Nýta má aðra möguleika TILLAGA AÐ STEFNU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.