Morgunblaðið - 28.11.2019, Side 15

Morgunblaðið - 28.11.2019, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019 Mannlíf Jólin nálgast og trén spretta upp um borg og bý, meðal annars við Ráðhús Reykjavíkur. Hari Að undanförnu hefur borið á misvísandi fréttum í ýmsum fjöl- miðlum um meintar hækkanir á álögum í Hafnarfirði milli ára. Hið rétta er að álögur á íbúa bæjarins hafa ekki verið hækkaðar umfram verðlags- hækkanir. Núverandi meirihluti hefur það ekki á sinni stefnuskrá að hækka álögur á bæjarbúa og við það munum við standa. Síðustu ár hefur verið lögð áhersla á það í bæjarstjórn Hafn- arfjarðar að halda álögum og gjöld- um í lágmarki og í tíð núverandi meirihluta er sérstaklega litið til þess að létta undir með barna- fjölskyldum. Skýrustu dæmin um það eru að leikskólagjöld hafa ekki hækkað í krónutölum nú í sex ár þrátt fyrir aukna þjónustu, systkina- afslættir hafa verið stórauknir í skólakerfinu, álagningarhlutfall út- svars er í fyrsta sinn í 25 ár ekki í há- marki í bæjarfélaginu og fasteigna- skattar á atvinnuhúsnæði hafa verið lækkaðir umtalsvert á síðastliðnum tveimur árum og eru nú með þeim allra lægstu á höfuð- borgarsvæðinu, eða 1,40%. Fasteignagjöldin hækka ekki Lögð hefur verið áhersla á að halda fast- eignagjöldum á íbúðar- húsnæði í lágmarki, til að koma til móts við sí- fellda hækkun á fast- eignamatinu. Fast- eignagjöldin eru samsett úr fast- eignaskatti, vatns- og holræsagjaldi, auk sorphirðugjalds sem er lögbundið að þurfi að standa undir kostnaði við þjónustuna. Und- anfarin ár hefur ýmist verið lækkuð fasteignaskattsprósentan eða vatns- og holræsagjöldin til að lækka heild- arálagninguna. Hún er það sem skiptir máli. Það er, hver upphæðin er sem fasteignaeigendur borga í heildina en ekki hvernig samsetning gjaldanna er hverju sinni. Þegar einungis fasteignaskatts- hlutfallið er skoðað og borið saman milli sveitarfélaga getur myndin því orðið nokkuð villandi. Í fjárhags- áætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir ár- ið 2020 er lagt til að vatns- og hol- ræsisgjaldið lækki til að ná heildarálagningunni niður. Sú leið er lögð til þar sem meira svigrúm er einfaldlega fyrir hendi þar nú en í fasteignaskattshlutanum. Meðfylgjandi mynd sýnir sam- setningu gjaldanna í Hafnarfirði á milli ára. Þegar skoðað er hvernig heildar- álagningin kemur við mismunandi tegundir fasteigna á milli áranna 2019 og 2020 sést að þá hækkar heildarálagning fasteignagjaldanna að jafnaði um 0,1%-3,5% eftir teg- und húsnæðis. Það sést á meðfylgj- andi töflu. Þess ber að geta að fasteigna- matið hækkar aðeins mismunandi eftir hverfum en markmiðið er að fasteignagjöldin í bæjarfélaginu hækki ekki umfram verðlag milli ára. Það er heildarálagningin og nið- urstaðan hjá hverjum og einum íbúðareiganda sem skiptir að mínu mati öllu máli, ekki hvernig sam- setning gjaldanna er. Á þessu sést að allt tal um að nú- verandi meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar sé að hækka álögur á íbúa bæjarins á sér ekki stoð í veru- leikanum. Eftir Rósu Guðbjartsdóttur » Allt tal um að núver- andi meirihluti bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar sé að hækka álögur á íbúa bæjarins á sér ekki stoð í veru- leikanum. Rósa Guðbjartsdóttir Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Af gjöldum og álögum í Hafnarfirði Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði 2019-2020 Álögð gjöld í Hafnarfirði samkvæmt gjaldskrá 2019 Fjölbýli Fjölbýli Raðhús Einbýlishús Fasteignamat: 39.280.000 45.000.000 61.350.000 65.400.000 Fasteignaskattur 0,26% 102.128 117.000 159.510 170.040 Lóðarleiga* 0,33% 18.480 13.431 37.785 44.055 Fráveitugjald 0,129% 50.671 58.050 79.142 84.366 Vatnsgjald 0,058% 22.782 26.100 35.583 37.932 Samtals 0,777% 194.062 214.581 312.020 336.393 2020 Fjölbýli Fjölbýli Raðhús Einbýlishús Hækkun fasteignamats: 3% 7% 8% 7% Fasteignamat: 40.390.000 47.950.000 66.450.000 69.950.000 Fasteignaskattur 0,26% 105.014 124.670 172.770 181.870 Lóðarleiga* 0,33% 19.008 14.091 34.485 42.570 Fráveitugjald 0,12% 48.468 57.540 79.790 83.940 Vatnsgjald 0,054% 21.811 25.893 35.883 37.773 Samtals 0,764% 194.301 222.194 322.878 346.153 Hækkun 2019-2020 239 kr. 7.613 kr. 10.859 kr. 9.760 kr. 0,1% 3,5% 3,5% 2,9% *Lóðarleiga er 0,33% af lóðarmati. Önnur fasteignagjöld eru hlutfall af heildarfasteignamati. Benedikt Bogason hæstaréttardómari treystir sér ekki til að ræða sjálfur við mig um efnisatriði í máli hans gegn mér, þar sem ég var sýknaður bæði í hér- aði og Landsrétti. Þetta gerðist þó að Benedikt sé sérstakur valdsmaður yfir dómstólum verandi sýslumaður dómstóla, eins og það er nefnt. Dómararnir stóðust ekki að öllu leyti þann þrýsting sem af þessu stafaði, því þeir slepptu honum við að greiða mér kostnaðinn sem ég hef haft af því að verjast þessu brölti hans. Þeir sem vinna við rekstur dómsmála undra sig á þessu enda í hróplegri andstöðu við það sem tíðkast í þessu efni. Benedikt sendir lögmann sinn Vil- hjálm H. Vilhjálmsson fram á völlinn til að svara mér. Samt koma ekki fram, frekar en fyrr, neinar efnislegar at- hugasemdir um það sem ég segi í bók minni, þegar ég nota orðið „dóms- morð“ um dóminn sem þar er fjallað um. Ætli Vilhjálmur sé til dæmis sam- mála því að dæma megi fyrir annað en ákært er fyrir? Eða að dómari sem tapaði stórum fjárhæðum við fall Landsbankans hafi ekki verið hæfur til að dæma í málinu? Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu sl. mánudag eru efnisatriðin sem um ræðir talin upp. Af hverju ætli lögmaður dóm- arans tali ekkert um þau? Ræður hann ekki við það? Það eru reyndar einkenni á samtölum við mig um bókarkaflann að tala aldrei um það sem máli skiptir. Benedikt stefndi mér fyrir meiðyrði, þó að ljóst hafi verið af dómafram- kvæmd um margra ára skeið, bæði hér heima og fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu, að ummæli mín voru fjarri því að geta talist meiðyrði í skilningi laga. Það var eins og hæstaréttardómarinn kynni engin skil á þessu. Hann var bú- inn að stefna mér á fjórða degi eftir út- komu bókar minnar og hann lýsti ákvörðun um áfrýjun héraðsdóms sama dag og dómurinn gekk. Líklega hefur hann þá ekki einu sinni verið bú- inn að lesa forsendur dómsins. Í vörn- um mínum fyrir dómi var sýnt fram á tilefnisleysi málsóknarinnar bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Á báðum dómstigum var fallist á málflutning minn í öllum atriðum sem máli skiptu og ég sýknaður. Mér var hins vegar ekki tildæmdur málskostnaður, þó að slíkt sé ávallt gert í til- vikum þar sem málsókn telst án nægilegs tilefnis. Í lögum er að finna heimild til að fella niður málskostnað ef „veruleg vafaatriði“ eru í máli. Þau voru engin í þessu máli. Menn ættu að geta gert sér í hugarlund hvernig dómur hefði gengið ef svo hefði verið. Það þýðir því ekkert fyrir Vilhjálm lög- mann að telja fjölda dóma, þar sem kostnaður hefur ekki verið dæmdur milli aðila á grundvelli þessarar heimildar í lögum. Það dugar honum heldur ekki að end- urbirta ummælin í forsendum dóms Landsréttar um að ég hafi hoggið ná- lægt mörkum tjáningarfrelsis mínu. Þau orð eru alveg óréttlætanleg og eru sýnilega notuð til að réttlæta ákvörðunina um að fella niður kostn- aðinn. Svo er í tilefni af vörnum Vilhjálms ástæða til að taka fram að ég hef gagn- rýnt meðferð dómsvaldsins, þegar ég tel hafa verið ástæðu til. Það er í lang- flestum tilvikum í málum, þar sem ég hef sjálfur ekki átt nokkurn hlut að máli. Tilgangurinn með málsókn hæstaréttardómarans var sýnilega sú að hræða menn frá slíkri gagnrýni. Þó að þetta hafi reynst vera klámhögg er það samt staðreynd að flestir lögfræð- ingar í þessu landi eru logandi hrædd- ir við að halla orðinu á þessar valda- miklu stofnanir, þó að tilefnin séu allt of mörg. Þeir óttast að verða látnir sjálfir finna fyrir því. Kannski er þetta umhverfi óttans það versta í þessu samfélagi lögfræðinganna. Sér- staklega þegar haft er í huga að dóm- stólar fá ekki annað aðhald en það sem felst í umfjöllun á opinberum vett- vangi. Því ekki verða þeir svo glatt reknir, dómararnir. Óttinn við valdið Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson » Þó að þetta hafi reynst vera klámhögg er það samt staðreynd að flestir lögfræðingar í þessu landi eru logandi hræddir við að halla orðinu á þessar valdamiklu stofnanir, þó að tilefnin séu allt of mörg. Jón Steinar Gunnlaugsson Höfundur er lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.