Morgunblaðið - 28.11.2019, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019
✝ Sveinn KjartanHjartarson,
Laugarásvegi 20,
fæddist í Reykjavík
24. janúar 2002.
Hann lést 16. nóv-
ember 2019. Hann
var sonur Snjólaug-
ar Sveinsdóttur
barnalæknis, f. 21.
febrúar 1973, og
Hjartar Georgs
Gíslasonar skurð-
læknis, f. 23. febrúar 1958. For-
eldrar Snjólaugar eru Lára
Pálsdóttir félagsráðgjafi, f. 25.
október 1952, og Sveinn Kjart-
2011, og Jóhanna Svava, f. 11.
janúar 2013.
Hálfsystkini Sveins Kjartans
af fyrra hjónabandi föður eru
Sigurbjörg verkfræðingur, f. 27.
október 1979. Sigurbjörg á eina
dóttur. Hildur hjúkrunarfræð-
ingur, f. 23. ágúst 1983. Hildur á
þrjá syni. Gísli Bragi, nemi, f. 9.
mars 1991.
Sveinn Kjartan fluttist
þriggja ára til Svíþjóðar með
foreldrum sínum. Hann hóf
skólagöngu í Karstorpsskolan i
Lomma. Ellefu ára gamall flutti
hann til Íslands og gekk eitt ár í
Laugarnesskóla og lauk síðan
grunnskólanámi frá Laugalækj-
arskóla 2018. Hann hóf nám í
Kvennaskólanum en flutti sig
yfir á listabraut FB sl. haust.
Útför Sveins Kjartans fer
fram frá Langholtskirkju í dag,
28. nóvember 2019, klukkan 13.
ansson barnalækn-
ir, f. 13. febrúar
1951. Foreldrar
Hjartar eru Að-
alheiður Alfreðs-
dóttir, fv. banka-
starfsmaður, f. 13.
janúar 1940, og
Gísli Bragi Hjart-
arson, múrari og
fv. bæjarfulltrúi á
Akureyri, f. 20
ágúst 1939.
Sveinn var elsta barn Snjó-
laugar og Hjartar. Systur hans
eru Lára Lilja, f. 20. september
2003, Aðalheiður, f. 25. mars
Lítill, ljúfur, dúnmjúkur og
hlýr kemur á hverjum morgni í
hálft ár í ömmuból. Ég anda að
mér hvítvoðungsilminum, renni
fingri um fíngerða nasavængi og
silkimjúkan vanga og hamingja
umlykur okkur tvö. Við kúrum
undir hlýrri sænginni og amma
strýkur með vísifingri mjúka
blettinn milli augnabrúna. Þetta
nýja hlutverk, ömmuhlutverkið,
bætir nýrri vídd í lífið. Þegar afi
og Jói frændi eru farnir út í dag-
inn förum við á fætur og hjölum
saman.
Við látum renna í rassabað og
drengurinn buslar í eldhúsvaskin-
um hennar ömmu.
Silkiþráðurinn á milli ömmunn-
ar og drengsins verður sterkari
með hverju ári. Inn í veröldina
okkar kemur systir sem kann
ekki að segja r. Stóri bróðir er
óþreytandi við að þylja fyrir hana
rómverskur riddari. „Lára, sjáðu
tunguna í mér þegar ég segi
rass.“ Jass segir litla systir þang-
að til hún fer í r-skólann og enginn
er glaðari en stóri bróðir þegar
errin fara að rúlla. Í sumarbyrjun
koma þau til afa og ömmu og
syngja sínum tæru og hreinu
barnsröddum söngva sem þau
hafa lært í skólanum. Allir dagar
eru bjartir langir sumardagar, við
förum í kvöldgöngur og miðnæt-
ursund og síðan eru lestrarstund-
ir fyrir svefninn. Saman ferðumst
við um ævintýraheima, við kveikj-
um varðelda, berjumst við illþýði
og alltaf sigrar það góða.
Eitt sumarið er Gleðilímonaði
sf. stofnað. Keyptar eru 47 sítrón-
ur og kíló af sykri og svo er kreist
og blandað. Flöskur þvegnar og
límmiðar teiknaðir. Drengurinn
er sölumaður góður. Allt selst.
Ágóðinn rennur í ferðasjóð fjög-
urra frækinna. Ferðaklúbburinn
tvær Lárur og tveir Sveinar
leggja land undir fót sumar hvert.
Síðasta vikan í júní frátekin fyrir
jónsmessuævintýri, sögur og
skoðunarferðir. Við förum út og
suður, hingað og þangað, upp og
niður. Við njótum þess sem landið
geymir, músareyru, blágresi,
hvannir, fossa, flúðir og fjöll. Þar
fer drengurinn fremstur í flokki,
óþreytandi í göngum og næmur
fyrir litbrigðum náttúrunnar.
Náttúrubarnið mitt. Síðustu ferð-
ina förum við á Hesteyri og þar
gengur drengurinn yfir í Aðalvík
og blæs ekki úr nös.
Þetta vor finnur amma að eitt-
hvað er að brjótast um í drengn-
um. Augun eru ekki lengur jafn
tær, gullna hárið mattast og
stundum er eins og mara hvíli á
herðunum. Við ræðum málin og
reynum að finna lausnir en óveð-
ursskýin hrannast upp. Það sést
ekki lengur til sólar. Vanlíðanin
verður að skugga sem hleypir
birtunni ekki að. Í launsátri bíða
sölumenn dauðans með gylliboð
um betri líðan. Og drengurinn
bjarti er auðveld bráð. Þessir
drýsildjöflar gleypa hann með
húð og hári. Hann streitist á móti
og reynir og reynir. En fjöreggið
hans er viðkvæmt og að lokum
brotnar það.
Svei ykkur grimmu tröll sem
hendið af léttúð á milli ykkar fjör-
eggjum ungmenna. Svei ykkur
sem virðið ekki lífið. Megið þið
hvergi þrífast.
En við þig, drenginn minn
bjarta og fagra, segi ég farðu vel
hvert sem þú ferð. Og út í kosmós-
ið sendi ég þakklæti fyrir að hafa
fengið að hafa þig hjá mér í næst-
um 18 ár. Vertu sæll, ljúfur.
Lára amma.
Elsku Svenni, takk fyrir allt.
Þú áttir svo mikið að gefa okk-
ur, lýstir upp ævikvöldið okkar
ömmu.
Manstu „buskaferðirnar“ sem
við „afgarnir“ fórum í þegar við
áttum heima í Svíþjóð? Við tókum
næsta strætó, fórum eitthvert út í
buskann og urðum stundum
strandaglópar.
Minningabrotin eru endalaus,
en við amma ætlum að kveðja þig,
elsku Svenni, með ljóði eftir lang-
afa þinn Hjört Gíslason.
Sorgarauður
Við eigum margt, sem aldrei, aldrei deyr
þótt okkur brygðist fjögralaufa-smárinn.
Að sorg er auður, sannast vita þeir,
er sjá hið liðna bezt í gegnum tárin.
Og jafnvel þótt við mættum brjóta blað
og byrja að nýju ævi vora að skrifa,
þá myndi oss á svipstund sannast það,
að sorgin gistir þá er fegurst lifa.
Og löngu fyrr en okkur órar flest,
við erum þrotin, horfin viðnámsárin,
en kvíðum, – þó að garði beri gest,
sem græðir mein og þerrar sorgartárin.
Aðalheiður (Lilla) amma
og afi Bragi.
Í dag kveðjum við kæran
frænda okkar og vin.
Við frænkurnar höfum alltaf
verið miklar og nánar vinkonur.
Þess vegna var sérstaklega
skemmtilegt þegar við urðum all-
ar barnshafandi og eignuðumst
strákana okkar með stuttu milli-
bili.
Frændurnir voru ekki gamlir
þegar Eurovision var kynnt fyrir
þeim. Það er jú eitt af áhugamál-
um fjölskyldunnar. Heimsóknirn-
ar til Svíþjóðar standa upp úr og
nokkrar skemmtilegar minningar
koma upp í hugann, þá sérstak-
lega uppáhaldslag frændanna
með hinum sænska Eric Saade,
„Manboy“. Þá keyrðum við
frænkur um hálfa Svíþjóð að finna
rauða leðurjakka til að klæða þá í,
til að geta verið eins og hann. Þá
var sko gaman, sungið og dansað.
Strákarnir okkar voru að
mörgu leyti mjög ólíkir þrátt fyrir
að vera allir ljóshærðir og blá-
eygðir. Gunnar Hrafn og Húni
Páll algjörir boltastrákar en
Sveinn Kjartan listhneigður,
þekkti himingeiminn allan og gat
farið með pláneturnar í stafrófs-
röð afturábak. Þeir dáðu og virtu
hæfileika hver annars.
Tíminn leið og þrátt fyrir mis-
munandi áhugamál og að þeir hafi
farið í hver í sinn skólann var vin-
skapurinn aldrei langt undan og
alltaf hlökkuðu þeir til að hittast.
Gamlárskvöldi eyddum við
saman á hverju ári, með mat frá
öðrum heimsálfum, tilheyrandi
skemmtiatriðum og sprengjum.
Ferð okkar allra saman vestur
að Berserkseyri fyrir rétt tæpum
mánuði reyndist okkur dýrmæt-
ari en okkur grunaði þá. Við
frænkurnar fórum á undan með
yngstu frændsystkinin og eldri
komu saman keyrandi daginn eft-
ir. Strákarnir fóru saman á
„buggy“-bílum um sveitina,
skelltu sér í gufu í sjávarmálinu,
syntu í Seljafirðinum og ræddu
allt milli himins og jarðar. Eldri
og yngri saman að njóta. Við
frænkurnar horfðum út á fjörðinn
og vorum svo innilega ánægðar og
þakklátar að þau ættu þessa
stund. Ekki óraði okkur fyrir að
þetta yrði í síðasta skiptið sem við
hittumst öll saman.
Minningar um góðan frænda,
son, bróður, vin og barnabarn
munu ylja okkur áfram og styrkja
okkur í sorginni. Við tökum undir
orð Láru Lilju systur hans, um að
hún ætli að lifa áfram fyrir þau
bæði, halda áfram og vera ham-
ingjusöm – það ætlum við líka að
gera.
Elsku Snjóka, Hjörtur og
systkini Sveins Kjartans, nú
stöndum við saman sem aldrei
fyrr og förum saman í gegnum
þennan ólgusjó. Við þökkum góð-
ar og dýrmætar stundir og hlýjar
minningar.
Við sjáumst í Nangijala, elsku
frændi. Takk fyrir allt og allt.
Katrín Rós og Linda
Gunnarsdætur.
Fátt er harmrænna en þegar
börn og ungt fólk fer úr þeirri
sameiginlegu vegferð okkar sem
kallast lífið, þá er nær það eitt til
huggunar að dvelja við liðnar
stundir, einstök atvik, rifja upp og
leyfa tárum að falla, það er vísast
sá sjóður sem í er að sækja og
vitna ég því í hendingu úr ljóði
Hjartar langafa hans:
„Að sorg er auður, sannast vita þeir
er sjá hið liðna best í gegnum tárin.“
Svenni frændi, ungur listrænn
ljúflingur, er farinn í hina miklu
för. Ég hitti hann síðast í afmæli
Braga afa og Lillu ömmu á Ak-
ureyri þar sem hann var að segja
mér frá teikningum sínum sem
við ætluðum að skoða saman við
tækifæri, það verður að bíða.
Foreldrum, systkinum, öfum
og ömmum vottum við samúð og
vonum að fró finnist við yl minn-
inganna.
Á nýjum vegi
Birtan dvín og brestur ljós,
byrgist sýn að landi.
Líkt eru tár og lækjarós,
loga sár af hvössum brandi.
Enginn gleymir ilmi af rós,
andinn geymir spor í sandi.
Sorgarklungur, sól er svört
svellur þungur tregi.
Stirnir engin stjarna björt,
stígur gengin, hallar degi.
Bærum streng í brjósti ört
blessum dreng á nýjum vegi.
(RH)
Reynir og Margrét.
Litli frændi, nafni og vinur
minn, Sveinn Kjartan, kvaddi
þennan heim laugardaginn 16.
nóvember. Svenni var einstakur,
og mér finnst hrikalega erfitt að
koma tilfinningum mínum í orð
þegar ég hugsa til þess að þurfa
að kveðja hann.
Ég hef alltaf trúað á karma. Ef
þú ert góður munu góðir hlutir
koma fyrir þig en ef þú ert slæm-
ur mun það einmitt snúast við.
Sveinn Kjartan litli frændi minn
var algjör undantekning á karma.
Svenni var alltaf svo ótrúlega góð-
ur við alla, auðvitað þegar maður
glímir við andleg veikindi, fíkn, og
að vera unglingur ofan á það, er
eðlilegt að verða stundum pirrað-
ur og nenna ekki fullorðna fólkinu
alveg alltaf, en hann var aldrei
vondur við neinn, alltaf góður.
Það er nokkuð sem við getum öll
tekið til okkar frá Svenna, að vera
góð við hvert annað.
Þegar ég hugsa til Svenna og
alls þess sem við gerðum saman á
ég svo margar góðar minningar
úr Hjartakoti, bústaðnum hans
Svenna. Þar gátum við alltaf fund-
ið okkur eitthvað að gera. Hvort
sem það var að stífla lækinn eða
klára tvo kassa af rauðum Sun-
lolly yfir mynd, þá var alltaf gam-
an. Svo voru Svenni og pabbi hans
búnir að byggja tréhús í skógin-
um hjá bústaðnum. Í tréhúsinu
var lífið alltaf næs, þar voru engin
vandamál og enginn til að bögga
mann. Þar gátum við spjallað, gist
og horft á Pewdiepie endalaust.
Þá voru öll lífsins vandamál fjarri
okkur.
En þrátt fyrir að ganga Svenna
í þessum heimi hafi ekki verið
löng mun hann lifa í hjarta mínu
og okkar sem þótti vænt um hann
um ókomna tíð. Við elskum þig,
kæri frændi.
Gunnar Sveinn.
Það var komið haust og ný önn
að byrja. Bjartur og fallegur
drengur kom inn í stofuna ásamt
öðrum samnemendum. Með klút
um sítt ljóst hárið og augljóslega
töffari. En það var eitthvað annað
og meira við þennan dreng. Eitt-
hvað einlægt og svo hreint. Sterkt
en um leið svo brothætt. Hann var
ekki auðveldasti nemandinn í tím-
um. Ég þurfti að reka vel á eftir
honum til að klára þau verkefni
sem sett höfðu verið fyrir, en þeg-
ar þau komu þá voru þau virkilega
góð. Hann var hæfileikaríkur.
Hann talaði út í eitt en stoppaði
svo öðru hvoru til að biðjast afsök-
unar á þessu málæði eða spyrja
hvort þetta væri í lagi. Hann vissi
að hann væri að tala mikið og um
erfið mál en honum fyndist það
svo gott.
Ég stoppaði hann aldrei af því
oftast voru þetta umræður um
það sem við hin höfðum gott af að
tala um eða hlusta á, djúpar pæl-
ingar um lífið, fíkn, æðri mátt og
gildi þess að vera góð við hvert
annað. Oft fannst mér ég vera að
tala við mér þroskaðri mann-
eskju. Hann var góður í mannleg-
um samskiptum við þá sem
kannski þurftu meira á hlýju,
skilningi og leiðbeiningum að
halda og þegar ég hrósaði honum
fyrir það svaraði hann öruggur:
„Já, takk fyrir það, ég veit það.“
Hann var opinn, klár, kurteis
og talaði fallega um foreldra sína.
Eitthvað sem ekki margir 17 ára
strákar eyða tíma sínum í.
„Hann var með svo fallegt
bros, hann vildi alltaf öllum vel.“
„Hann var alltaf svo skemmtileg-
ur.“ „Með góðan húmor, stór per-
sónuleiki og svo hlustaði hann á
svo góða tónlist,“ voru setningar
sem samnemendur létu falla þeg-
ar við minntumst hans saman í
tíma. Það verður tómlegt að halda
áfram án hans en við vorum hepp-
in að fá að kynnast honum og þó
að stutt væri þá skildi hann mikið
eftir.
Við vottum aðstandendum okk-
ar dýpstu samúð og hugsum til
Sveins með hlýju, væntumþykju
og söknuði.
Fyrir hönd okkar sem vorum
honum samferða í Fjölbraut í
Breiðholti.
Gréta S. Guðjónsdóttir.
Sveinn Kjartan
Hjartarson
Fallinn er frá
góður drengur,
Ólafur Búi Gunn-
laugsson. Óli Búi, eins
og hann var alltaf kallaður,
ólst upp við norðanverðan
Byggðaveg og varð snemma
eins konar hverfisforingi enda
stór eftir aldri og bráðþroska.
Ég, þremur árum yngri, naut
verndar Óla Búa og var gott að
vera undir verndarvæng hans
enda var Óli mikill ljúflingur
þótt rammur væri að afli.
Mér er minnisstæð ein lítil
saga, sennilega frá vorinu 1963.
Verið var að múrhúða húsið hjá
Sillu í númer 140. Handlangari
múraranna var tæplega tvítugur
töffari sem var alltaf til í að
spjalla við okkur strákana.
Hann burðaðist með 50 kílóa
sementspoka og var bara nokk-
uð drjúgur með sig. Hann taldi
víst að við gætum ekki bifað
þessari þyngd. Óli sagðist til í að
prófa og lagði töffarinn 25 kr.
undir að Óli gæti ekki borið pok-
ann ákveðna vegalengd, sem
hann fór síðan létt með og fékk
fyrir vikið bláan seðil. – Mikið
voru brúnu Akra-karamellurnar
úr Kaupfélagi verkamanna góð-
ar í sólinni þennan seinni
part …
Ég gæti talið upp margar
Ólafur Búi
Gunnlaugsson
✝ Ólafur BúiGunnlaugsson
fæddist 5. sept-
ember 1953. Hann
lést 15. nóvember
2019.
Útför Óla Búa
fór fram 26. nóv-
ember 2019.
sögur í þessum dúr
en læt hér við sitja.
Minning um góð-
an dreng lifir.
Við Maja send-
um Agnesi, sonun-
um, systrum og
öðrum ástvinum
innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Hallgrímur
Ingólfsson.
Óli Búi, samstúdent minn frá
MA, 1974, er nú skyndilega all-
ur.
Ég man er við settum upp
stúdentshúfurnar, að hann
reyndist með ennþá stærri
hattastærð en ég; sökum hæðar
sinnar. Þetta varð mér seinna
innblástur að smásögu. Og
seinna fékk hann ljóðabók frá
mér er ég var hættur að kenna
og orðinn skáld, en hann var
kominn í stjórn Háskólans á Ak-
ureyri. Og nú, þegar ég er að
gera úttekt á skáldsagnatilraun-
um mínum frá námsárunum í
MA, kemur þetta óvænta áfall
yfir okkur, útskriftarsystkinin
hans!
Ég vil kveðja hann með til-
vitnun í ljóð eftir mig, en það
heitir: Handan rennidyranna; og
segir þar m.a. svo:
...
En enn um þær rennidyr sem lokast:
Líkt og meginþorri Íslendinga
hef ég lúmskan grun um framhald
í eftirlífsúrræði hjá Friggju;
ellegar Freyju, Appóloni eður Orfeifi!
Líkt og ég fann svo glöggt í
svefnrofunum!
Tryggvi V. Líndal.
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Harpa Heimisdóttir
s. 842 0204
Brynja Gunnarsdóttir
s. 821 2045
Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær
s. 842 0204 | www.harpautfor.is