Morgunblaðið - 28.11.2019, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.11.2019, Qupperneq 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019 ✝ Kristín Jó-hanna Eiríks- dóttir (Dídí) fædd- ist 31. ágúst 1927 í Reykjavík. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 20. nóvember 2019. Foreldrar henn- ar voru Friðgerður Sigurðardóttir, f. 25. mars 1900, d. 20. mars 1960 og Eiríkur Magnússon, f. 4. júlí 1899, d. 23. september 1981. Kristín var elst af fjórum systk- inum en þau eru: Leifur, f. 31.8. 1929, d. 18.8. 2010, Sigurður Friðgeir, f. 17.6. 1931, d. 30.3. 2001, Anna Soffía, f. 13.2. 1942. Kristín giftist 20.8. 1951 Jens Ríkharði Pálssyni, f. 18.1. 1924 frá Stóru-Völlum í Landsveit, d. 11. desember 2015. Börn þeirra eru: 1) Sigríður Erla, f. 17.11. 1947, d. 22.3. 1980. Börn hennar eru: a) Jens Reynir, f. 28.12. 1966, barnsfaðir James Douglas Kane. Börn hans eru Ívar Örn, Katrín Erla og Kári Freyr, barnsmóðir Guðríður Alda Guð- mundsdóttir. b) Orri Freyr, f. 17.12. 1958. Eiginmaður Stefán Svanberg Gunnarsson. Börn þeirra eru: a) Gunnar Páll, f. 27.6. 1980. Eiginkona Hrefna H. Guðlaugardóttir, börn þeirra: Stefán Ari, f. 27.11. 2015 og Helgi Ragnar, f. 30.8. 2017. b) Samúel Orri, f. 29.11. 1982. Eig- inkona Jóhanna Fylkisdóttir. Börn þeirra eru: Grétar Smári, f. 23.10. 2006, Heimir Logi, f. 4.1. 2010 og Vigdís Birna, f. 1.3. 2012. c) Stefán Birnir, f. 21.10. 1991. 5) Eiríkur Bragi, f. 31.7. 1960. Eiginkona Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Börn þeirra eru: a) Óskar Andri Víðisson, f. 15.4. 1983 stjúpsonur, sonur Að- alheiðar. Eiginkona Inga Rúna Guðjónsdóttir. Börn þeirra eru Þráinn Freyr, f. 16.7. 2014 og Heiðdís Arna, f. 22.12. 2016. b) Kristín Alísa, f. 4.3. 1990. Eig- inmaður Andri Freyr Þorsteins- son. c) Ásgeir Þór, f. 24.11. 1993. Kristín var húsmóðir með stórt heimili og vann samhliða því m.a. í sjoppum og á skemmtistöðum bæjarins. Síð- ustu starfsárin starfaði hún sem stuðningsfulltrúi í Hlíðaskóla þar sem hún aðstoðaði fjölfötluð börn. Kristín starfaði með kven- félagi Bústaðasóknar og BSR og hverfafélagi Sjálfstæð- isflokksins. Útför hennar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 28. nóv- ember 2019, klukkan 15. 4.1. 1974, barns- faðir Indriði Jóns- son. 2) Gerður, f. 28.11. 1948. Eig- inmaður Böðvar G. Baldursson, látinn. Börn þeirra eru: a) Grétar, f. 21.9. 1968. Eiginkona Sigrún Hrefna Sverrisdóttir. Börn þeirra eru Fannar, f. 5.3. 2006 og Lilja, f. 5.10. 2007. b) Signý Marta, f. 29.7. 1970. Eiginmaður Páll Gunnar Pálsson. Börn þeirra eru Oliver, f. 23.8. 1990, eig- inkona Arna Björk Óðinsdóttir, barn þeirra Mikael Freyr, barnsfaðir Ómar Ingi Friðleifs- son. Arnór, f. 23.6. 1997, barns- faðir Hörður Theódórsson. Börn Signýjar Mörtu og Páls Gunnars eru Böðvar Bragi, f. 28.5. 2003 og Helga Signý, f.22.6. 2006. Sigurður Páll, f. 24.3. 1992, stjúpsonur Signýjar, sonur Páls Gunnars, c) Haukur, f. 30.4. 1972. Eiginkona Siri- porn Kaitawai. Barn þeirra er Anna Kristín, f. 27.3. 2016. 3) Páll Reynir, f. 27.9. 1955, d. 19.10. 2001. 4) Anna Birna, f. Mamma var lengst af með stórt heimili. Heimili sem stóð öllum opið, fyrst í Sigtúni og síðan í yfir sextíu ár á Soga- vegi. Hún var besta mamma sem hægt er að hugsa sér, alltaf svo hlý, góð og hvetjandi. Hún var glæsileg og glaðlynd og óspör á brosið sem kallaði það besta fram í fólki. Mamma og pabbi voru nátt- úrubörn og ferðuðust mikið um landið með okkur systkinin. Einnig ferðuðust þau víða er- lendis og þá gjarnan í vinahópi, sem í voru vinnufélagar á BSR og eiginkonur þeirra. Þau komu sér upp sumarpa- radís í landi Stóru-Valla í Landsveit og nutu lífsins þar síðustu áratugi með fjölskyld- unni við útivist og trjárækt. Í sveitinni var einnig líflegt og gefandi samfélag stórfjölskyldu pabba, þar sem mörg systkina hans eru þar með sumarhús. Mamma var ávallt að rækta og huga að, bæði blómum og öðr- um gróðri og ekki síst fólkinu í kringum sig. Mamma og pabbi voru mikið dansfólk og voru lengi í Dans- skóla Hermanns Ragnars. Minnisstæðar eru flottu veisl- urnar á Sogaveginum, enda mamma afbragðskokkur og þau góð heim að sækja. Dugnaður og áræði ein- kenndi mömmu, dæmi um það var þegar pabbi þurfti að fara í mjaðmaraðgerð, þá gerði hún sér lítið fyrir og tók meira- prófið og leysti hann af í leigu- bílaakstrinum meðan hann var að jafna sig. Á þeim tíma voru fáar konur að keyra leigubíl. Við mamma fórum tvær saman í eftirminni- lega ferð til Vancouver í Kan- ada að heimsækja Önnu systur hennar í kringum síðustu alda- mót. Þar hittum við líka Ritu mágkonu hennar sem var kom- in frá Kaliforníu. Þetta var fagnaðarfundur, en mjög hlýtt var á milli mömmu og þeirra. Síðustu starfsárin starfaði mamma sem stuðningsfulltrúi í Hlíðaskóla þar sem hún aðstoð- aði fjölfötluð börn. Hún hafði einstakt lag á börnum og hafði trú á getu þeirra til að læra og ná árangri í verkefnum sínum og lífinu. Hún var næm fyrir fólki sem átti við bágindi að stríða og gaf þeim sérstaklega mikla um- hyggju og stuðning. Mamma tók því sem bar að með æðruleysi og jafnaðargeði. Hún var ævinlega þakklát fyrir lífið og það sem það gaf henni og talaði mikið um það hvað það væri gefandi að sjá hvað afkomendum hennar vegnaði vel í lífinu og hvað hún ætti fal- legt og gott fólk að. Síðastliðið eitt og hálft ár dvaldi hún í Sóltúni þar sem hún naut einstakrar þjónustu og umhyggju frá starfsfólkinu. Anna Birna. Kristín Jóhanna Eiríksdóttir ✝ Helga SólveigJensdóttir fæddist í Stærri- Árskógi 7. febrúar 1926. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Lögmannshlíð Akureyri 17. nóv- ember 2019. Foreldrar Helgu Sólveigar voru Jens Óli Kristjáns- son, f. 23. mars 1881, d. 18. október 1951, og Signý Jónasdóttir, f. 3. ágúst 1890, d. 16. febrúar 1975. Systkini Helgu Sólveigar voru Sigrún, f. 7. febrúar 1915, d. 26. apríl 1993, stúlka (fædd andvana) 1923, og Kristján Halldór, f. 1. janúar 1930, d. 30. október 1977. Hinn 18. október 1952 giftist Helga Sólveig Sigurði Jóhanni Stefánssyni frá Efstalandi í 1959, Signý, f. 16. maí 1960, maki Sigþór Harðarson, f. 28. október 1956, Jónas Ingi, f. 15. nóvember 1963, maki Berglind Sigurpálsdóttir, f. 15. ágúst 1968, Brynja, f. 10. febrúar 1966, maki Jón M. Jónsson, f. 24. janúar 1963. Barnabörnin eru 19 og barnabarnabörnin 24. Helga Sólveig ólst upp hjá foreldrum sínum í Stærri- Árskógi við almenn bústörf. Hún starfaði meðal annars við símstöðina á Krossum og á Hjalteyri og einnig starfaði hún einn vetur á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Helga Sólveig og Sigurður Jóhann tóku við búi af foreldrum hennar 1953. Hún undi hag sínum vel í sveitinni, var virk í félagsstörfum, var m.a. í kvenfélaginu Hvöt og kirkjukórnum. Stærri-Árskógs- kirkja var henni mikils virði og hugsaði hún vel um hana. Árið 2000 fluttu þau hjónin til Ak- ureyrar. Útför Helgu Sólveigar fer fram frá Stærri-Árskógskirkju í dag, 28. nóvember 2019, klukkan 14. Öxnadal, f. 27. nóv- ember 1926, d. 26. ágúst 2013. For- eldrar hans voru Stefán Guðmunds- son, f. 15. apríl 1886, d. 5. ágúst 1969, og Anna Margrét Kristjáns- dóttir, f. 13. ágúst 1880, d. 4. júlí 1948. Börn Helgu Sólveigar og Sigurðar Jóhanns eru: Anna Lilja, f. 14. janúar 1952, d. 16. desember 2014, maki Erlingur Tryggvason, f. 23. febrúar 1953, Jens Sigþór, f. 14. febr- úar 1953, kærasta Ingibjörg H. Kristjánsdóttir, f. 7. október 1961, Margrét, f. 23. júlí 1954, maki Hannes R. Reynisson, f. 11. janúar 1953, Stefán Júlíus, f. 11. ágúst 1958, maki Guðrún Jóna Karlsdóttir, f. 9. október Elsku amma, mikið verður nú skrítið að koma til Akureyrar og ekki koma í heimsókn til þín. Það var oftast mitt fyrsta verk þegar við komum norður að heimsækja þig og afa þegar hann lifði, enda ávallt verið mikil ömmu- og afastelpa. Hugurinn reikar aftur í tím- ann og ótal minningar úr æsku koma upp. Oftar en ekki kom ég með flugi, stundum ein og stund- um mamma með og það fyrsta sem var gert var að fara á KEA og fá sér að borða áður en haldið var út í sveit. Í sveitinni var gaman að vera sem krakki hjá ykkur afa, þar er alger paradís fyrir börn að vera og blessunar- lega erum við svo heppin að fá að koma þangað á hverju sumri og börnin mín fá tækifæri til að upplifa það sem ég upplifði sem barn og meira til, því þau elska sveitina jafn mikið og ég og bíða ávallt spennt eftir því að koma norður í sveitina, og mikið er ég þakklát fyrir það að geta komið á þennan yndislega stað. Amma, ég man ennþá hvar rjómakúlurnar voru geymdar í efri skápnum í sjónvarpsstof- unni, þær fékk ég stundum við góð tækifæri og bleiku vínar- brauðin og happaþrennurúntur- inn með afa niður á Hauganes og þú alltaf jafn hissa og slóst á læri þér þegar við afi komum heim með bunka af happaþrenn- um og skófum í lengri tíma við eldhúsborðið. Það eru litlu hlut- irnir sem koma upp í huga mér sem eru mér svo kærir en þeir eru efni í lengri texta heldur en er við hæfi hér. Elsku amma, þú varst alltaf svo stolt af öllu fólk- inu þínu og varst dugleg að segja okkur það. Þú varst ánægð með samheldnina og glöð varstu með litla ættarmótið sem við höfum haldið síðustu ár í sveit- inni. Ég lofa því elsku amma að gera mitt besta í að halda í þessa hittinga því þeir gefa okk- ur öllum svo mikið, því betri stórfjölskyldu er ekki hægt að hugsa sér og er það þér að þakka. Elsku amma, síðustu ár hafa ekki verið þér auðveld, hvíl í friði, nú trúi ég því að þú sért sameinuð mömmu og afa og það hlýtur að hafa verið einhver veislan á afmælisdegi afa í gær. Signir sól, sérhvern hól. Sveitin klæðist geislakjól. Blómin blíð, björt og fríð blika fjalls í hlíð. Nú er fagurt flest í dag. fuglar syngja gleðibrag. Sumarljóð, sæl og rjóð, syngja börnin góð. (Gunnar M. Magnússon) Takk fyrir allt, elsku amma, þangað til síðar, þín Sólveig Erlingsdóttir. Þar sem ég næ ekki að kom- ast í tæka tíð til að vera við útför þína, elsku amma, langar mig að senda þér nokkrar línur. Það er nú margt hægt að segja um þessa merku konu hana ömmu mína og margar góðar minning- ar sem koma upp í hugann núna þegar komið er að því að kveðja ömmu í sveitinni. Ég var svo lánsamur að fá að koma til þín og afa mjög ungur strákur og dvelja hjá ykkur á sumrin í sveitinni. Minningar frá þessum árum eru ógleymanlegar enda töluðum við oft saman um dagana í sveitinni og rifjuðum upp skemmtilegar minningar og hlógum mikið þegar við hittumst og minnist ég sérstaklega sam- verustundanna með þér í eldhús- inu í Stærri-Árskógi á kvöldin; þar töluðum við mikið saman um lífið og tilveruna. Svo þegar ég fluttist suður og fór að starfa við að keyra rútu hringduð þið afi oft í mig, sérstaklega ef það var vont veður, og báðuð mig að fara varlega enda vildir þú fá að fylgjast með mér alla tíð. Síðast þegar ég kom til þín vorum við að skoða myndir sem þú hafðir á hillunni hjá þér, þá sagðir þú við mig hvað þú værir rík, ættir svo mikið af góðum börnum og barnabörnum sem öll hefðu komist til manns og þú gætir ekki beðið um meira. Ég gæti skrifað heila bók til minningar um þig, elsku amma. Ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við eyddum sam- an. Með tár í augum kveð ég með þessum sálmi: Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur) Hvíldu í friði, elsku amma. Þinn Reynir. Helga Sólveig Jensdóttir Ástkær eiginkona, móðir, dóttir, systir, mágkona og tengdadóttir, HAFDÍS BJÖRK HALLGRÍMSDÓTTIR, Hjaltabakka 28, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. nóvember. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 29. nóvember klukkan 13. Sæmundur Ólafsson Margrét Alda Sæmundsdóttir Hallgrímur Sigurðsson Margrét Helena Högnadóttir Elín S. Hallgrímsdóttir Sigurjón Einarsson Anna Helga Hallgrímsdóttir Auðun Ólafsson Róbert Ólafur Jónsson Oddrún Ólafsdóttir John-Paul Fortune Vilhelmína Þorsteinsdóttir Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR SIGFÚSSON, Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði, lést á heimili sínu mánudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 2. desember klukkan 15. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð Heru. Elsa Hanna Ágústsdóttir Fríða Rut Baldursdóttir Jóhann Ríkharðsson Sigrún Hrönn Baldursdóttir Ásgrímur Jónas Ísleifsson Ágúst Baldursson Ásta Lilja Baldursdóttir Hreiðar Gíslason og afabörnin Elsku pabbi okkar, tengdapabbi og afi, HAUKUR PÁLMASON fyrrverandi aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, áður Rafmagnsveitu Reykjavíkur, lést sunnudaginn 24. nóvember. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 4. desember klukkan 11. Anna Soffía Hauksdóttir Jóhannes Hauksson Inga Björg Hjaltadóttir Helga Hauksdóttir Hafþór Þorleifsson Haukur Óskar og Auður Tinna Margrét Aðalheiður og Friðgeir Ingi Hringur Ásgeir og Ívar Hildur Ylfa, Haukur Oddur, Urður Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, GUÐJÓN VIGGÓSSON frá Rauðanesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands að morgni 22. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Borgarneskirkju föstudaginn 6. desember klukkan 14. Blóm og kransar afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Guðbjörg Guðjónsdóttir Unnsteinn Þorsteinsson Kristján Viggó Guðjónsson Hugrún Sif Símonardóttir Inga Lóa Guðjónsdóttir Hilmar Páll Jóhannesson Fjóla Veronika Guðjónsdóttir Ómar Hafberg Guðjónsson Árný Sigtryggsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur Jóna Gunnarsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN SIGURÐSSON flugumferðarstjóri, Víkurströnd 8, Seltjarnarnesi, lést á líknardeildinni í Kópavogi mánudaginn 25. nóvember. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 3. desember klukkan 13. Ingibjörg Steinunn Sigurðardóttir Berglind María Jóhannsd. Ásgeir Kröyer Karen Bjarney Jóhannsd. Ingvi Steinn Ólafsson Steinunn Kristín Jóhannsd. Ásgeir Jónasson Sigurður Jóhann Jóhanns. Hannah Pearl Conroy og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.