Morgunblaðið - 28.11.2019, Page 25
þau hjónin stóðu saman í gegnum
þykkt og þunnt í lífsins ólgusjó.
Samband þeirra einkenndist af
mikilli ást og virðingu en ekki síð-
ur af jákvæðni og gleði. Slíkur
jarðvegur skilar góðri uppskeru
enda bera börn þeirra með sér að
hafa alist upp við gott atlæti og
lifandi áhuga foreldra sinna.
Andrés og Dúnna áttu einnig ein-
staklega fallegt samband við
tengdabörn sín og barnabörn.
Þau skilja eftir sig mikla auðlegð
í myndarlegri og samhentri fjöl-
skyldu.
Þótt brotthvarf Andrésar hafi
verið óvænt þá er gott til þess að
vita að hann fékk að fara án þess
að þurfa að kveljast vegna þess
sjúkdóms sem hann hafði nýlega
greinst með.
Andrés var einstakur maður
sem okkur þótti afskaplega vænt
um og minningin um þennan
hlýja og trausta mann mun lifa
með okkur og börnunum okkar
um ókomna tíð. Við hjónin erum
ákaflega þakklát fyrir að hafa
hitt Andrés óvenju oft síðustu
mánuði og mikið þótti okkur
vænt um að sjá hann í útgáfuboði
Sólveigar 23. október sl. Blessuð
sé minning góðs manns.
Sólveig og Torfi.
Vinur minn og Kiwanisbróðir
til 30 ára, en þá gekk ég í Kiw-
anisklúbbinn Eldborg í Hafnar-
firði. Þar kynntist ég Andrési
Magnússyni rafvirkjameistara
og konu hans Guðrúnu Torfa-
dóttur.
Andrés var fæddur 31.10. 1938
og var því nýorðinn 81 árs. Andr-
és var einn af stofnendum Eld-
borgar sem verður 50 ára 27.11.
næstkomandi, þar stóð til að
heiðra hann ásamt öðrum núlif-
andi stofnfélögum. Nú hefur
Andrés góðvinur minn setið sinn
síðasta fund hjá okkur í Eld-
borgu. Það verður öðruvísi að sjá
ekki lengur Andrés vin minn
neins staðar á vegi mínum, það er
stórt skarð að fylla þar sem
Andrés vantar í hópinn.
Ég vil fyrir hönd allra í Kiwi-
anisklúbbnum Eldborgu þakka
Andrési fyrir veru sína hjá okk-
ur, það fór ekki mikið fyrir hon-
um, en orð hans voru hnitmiðuð
og innihaldsrík, hann vissi upp á
hár hvað hann vildi í sínum ráð-
leggingum. Ég vil svo fyrir hönd
Eldborgarfélaga senda börnum
hans og fjölskyldum þeirra okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Forseti Eldborgar,
Magnús Pálsson Sigurðsson.
Andrés: iðnaðarmaður; raf-
virki; góðkunningi okkar starfs-
manna á elliheimilinu Grund, er
allur; eftir rúman starfsaldur!
Hann, sem var svo glaðbeitt and-
lit í starfsmannamötuneytinu og
á göngum húsanna. Hann var síð-
ast farinn að minnka við sig; og
að vinna í útibúinu Mörkinni; en
vildi þó ekki hætta að vinna al-
veg, á meðan eftirsókn virtist eft-
ir starfskröftum hans; sem raf-
virkjameistara!
Andrés fylgdist með dagblaða-
skrifum; og nefndi hann við mig
að honum fyndist fréttaumfjöllun
Guðmundar Andra Thorssonar,
bókmenntafræðings og vinstri-
sinna, í hans vikulegu pistlum í
Fréttablaðinu segja honum það
sem þurfti í dægurmálum. Einnig
varð hann var við það ef einhverj-
ir skrykkir komu á gengi mitt
sem rithöfundar í Morgun-
blaðinu!
Við starfsfólkið á Grund minn-
umst þessa vel liðna starfsmanns
með eftirsjá og þakklæti.
Ég vil kveðja hann með tilvitn-
un í ljóð mitt sem heitir Dóms-
málaráðuneytið; en þar yrki ég
m.a. svo:
En hvað með alla elliæru dómarana?
Hvar á svo allt gamla fólkið að vera?
Lögin hafa svosem ekki skoðun á því:
þeirra er bara að tryggja reglu og regl-
ur.
Og það vill svo til að fólkið hefur brjóst-
vit
og vill gefa eftir skattpeninga í þau.
Tryggvi V. Líndal.
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019
✝ Ólafur Helga-son fæddist 27.
apríl 1957 í Borg-
arnesi. Hann lést
18. nóvember 2019.
Foreldrar hans
voru Helgi Runólfs-
son og Gunnfríður
Ólafsdóttir, þau eru
bæði látin. Ólafur
var annar í röðinni
af fjórum systkin-
um, systur hans eru
Særún, Hrönn og Friðborg.
Eiginkona Ólafs er Sigríður
Karlsdóttir og eiga þau þrjú
börn saman en fyrir átti Sigríð-
ur eina dóttur.
Börn Ólafs og Sigríðar eru
Gunnfríður, gift Inga Rúnari og
eiga þau þrjú börn, Val Daða,
Tómas Hrafn og Ilmi Tinnu.
Elfar Már, sambýliskona hans
er Erla Katrín og eiga þau einn
son, Arnar Má. Styrmir Már,
sem hann gat eytt ómældum
tíma í það eitt að horfa á bílana
og stússast í kringum þá.
Ólafur undi sér best í kring-
um sína nánustu og fátt sem
veitti honum jafn mikla ánægju
og að fara út með börnin og síð-
ar barnabörnin að sinna garð-
inum og bílunum.
Ólafur hóf ásamt félaga sín-
um rekstur íþróttavöruversl-
unarinnar Borgarsport. Eftir
að því samstarfi lauk rak Ólaf-
ur verslunina í nokkur ár og
samhliða því starfaði hann við
bókhaldsstörf á eigin vegum og
starfaði við það til dánardags.
Ólafur tók mikinn þátt í fé-
lagslífi í Borgarnesi og var á
tímabili formaður körfuknatt-
leiksdeildar Skallagríms auk
þess sem hann var einn af
stofnendum Fornbílafjelags
Borgarfjarðar og gegndi þar
stjórnarformennsku í nokkur
ár.
Útför hans fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 28. nóv-
ember 2019, klukkan 14.
sambýliskona hans
er Bessý og eiga
þau saman eina
dóttur, Camillu
Kristínu, fyrir átti
Bessý einn son,
Hilmi Bjarna.
Dóttir Sigríðar er
Berglind Ólöf og á
hún einn son,
Matthías Karl.
Ólafur hóf nám
við Samvinnuskól-
ann árið 1978 og lauk þar stúd-
entsprófi árið 1980. Árið 1990
lauk Ólafur samvinnuháskóla-
prófi í rekstrarfræðum. Árið
1998 kláraði Ólafur bachelor-
gráðu frá Samvinnuháskólanum
í rekstrarfræðum.
Fornbílar, sérstaklega Mer-
cedes Benz-bifreiðar, voru í
miklu uppáhaldi hjá Ólafi en
hann átti nokkra slíka. Hann
hafði komið sér upp afdrepi þar
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Það að þeir ungu kveðji þessa
jarðvist á undan þeim sem eldri
eru, er þyngra en tárum taki og
ekki hinn vanalegi gangur lífsins.
En í dag kveðjum við með söknuði
kæran systurson, Ólaf Helgason,
sem féll frá á besta aldri fyrir vá-
gesti þeim sem fáu eirir. Óli, eins
og hann var alltaf kallaður, bar
veikindi sín ekki á torg síðustu
mánuðina og kom fráfall hans
mörgum á óvart,
Ég var svo lánsöm að fá að
dvelja nokkur sumur í Nesinu og
passa systkinabörn mín, tvö elstu
börn þeirra Gógóar systur minn-
ar og Helga Runólfssonar. Ég
minnist þessara sólskinsdaga
með gleði og þá sérstaklega
hversu Óli minn var meðfærilegur
og rólegur drengur sem auðvelt
var að passa og dekra við. Og ekki
var heldur fyrirferðinni fyrir að
fara þegar hann eltist. Rólyndi og
yfirvegun einkenndi Óla alla tíð.
Á unga aldri fékk Óli lömunar-
veikina sem olli því að hann missti
mátt í öðrum handleggnum. Hann
lét það ekki stoppa sig heldur náði
ótrúlegum tökum á öllu því sem 6
og 7 ára ærslabelgir hafa fyrir
stafni og klifraði upp um alla
veggi og upp á skúra jafnt og þeir
sem höfðu fullan mátt. Hann sótti
endurhæfingu hjá Styrktarfélagi
lamaðra og fatlaðra á meðan það
var til húsa á Sjafnargötu 14 í
Reykjavík, og kom annan hvern
dag í bæinn um hádegisbil með
Helga pabba sínum sem þá ók
áætlunarbíl á milli Borgarness og
Reykjavíkur.
Hann var orðinn heimavanur
hjá okkur á Bragagötunni þar
sem hann dvaldi meðan hann var í
bænum og labbaði sjálfur á æfing-
ar. Hann átti orðið sína félaga í
hverfinu sem hann lék sér við
meðan hann beið eftir farinu heim
aftur kl. 5.
Eflaust hefur hann fengið ein-
hverja bót meina sinna í þessum
æfingum því hann virtist hafa náð
að beita handleggnum þannig að
ekkert var honum til trafala,
hvorki körfuboltinn né önnur
vinna, og ég held að það hafi ekki
margir vitað af þessari fötlun
hans.
Ekki slitnaði þráðurinn við
elskulegan frænda því eftir skóla-
vist á Bifröst sótti Óli framhalds-
nám í Samvinnuskólanum í
Reykjavík og dvaldi hjá okkur
hjónunum vetrarlangt. Alltaf
sami ljúflingurinn og hjálpsemin.
Þegar horft er á textabrotið
hér fyrir ofan og til æskuáranna í
Borgarnesi virðist tíminn hafa lið-
ið allt of fljótt því nú er komið að
kveðjustund og skammdegið fær-
ist yfir.
Við kveðjum Óla okkar með
söknuði og biðjum góðan Guð að
styrkja eiginkonu, börn, tengda-
börn, barnabörn og systur og fjöl-
skyldur því þeirra er missirinn og
söknuðurinn sárastur. Ljúfar
samverustundir og minningar um
góðan dreng munu ylja og lifa
með okkur og öllum þeim sem
þekktu hann. Blessuð sé minning
Ólafs Helgasonar.
Erla Ólöf Ólafsdóttir.
Einhvern tíma á áttunda ára-
tug síðustu aldar kynnti Sísí syst-
ir mín Óla fyrst fyrir sinni stóru
fjölskyldu. Þar mætti hann tilvon-
andi tengdaforeldrum sínum en
auk þess fjórum bræðrum, tveim-
ur systrum og tilvonandi svilkon-
um og svila.
Allir glottandi og örugglega
erfitt að átta sig á hvort það var
stríðnisglott eða eitthvað annað.
Þetta var á sunnudegi og það var
veisla í anda þess tíma, borð
svignuðu undan heimabökuðum
kökum og brauðmeti húsmóður-
innar.
Hún stóð við veisluborðið, dá-
lítið nervös með þennan væntan-
lega tengdason fyrir framan sig
og afsakaði óhrjálegheitin eins og
henni var tamt. Óli lét ekkert slá
sig út af laginu og mætti þessu
fólki öllu af hógværð og virðingu.
Og frá þessum degi var okkur öll-
um ljóst að góður drengur hafði
bæst í hópinn.
Óli var einstaklega hjálpsamur
og bóngóður. Hann reyndist
tengdaforeldrum sínum sérlega
vel og mörgum okkar rétti hann
hjálparhönd við bókhald og
skattaskil enda einstakur fag-
maður á því sviði. Hann var
snöggur að leysa mál og oftar en
ekki beið maður bara í símanum á
meðan. Hann var haldinn
skemmtilegri bíladellu og í hvert
sinn sem þau skötuhjúin skutust í
bæinn um helgi tók hann rúnt á
bílasölur. Ef hann sá bíl sem hon-
um leist vel á hikaði hann ekki við
að gera tilboð og þá gat hann ver-
ið ansi harður í horn að taka.
Hann var því sjaldan lengi á sama
bílnum og oft á tíðum átti hann
nokkra í einu. Hann safnaði eldri
bílum og var búinn að gera
nokkra upp. Í sumar buðu Sísí og
hann stórfjölskyldunni til veislu
og í lok hennar var haldið í
skemmuna þar sem hann geymdi
gömlu bílana. Óli setti nokkra í
gang og svo var farið í bíltúra á
Bjöllunni og Willys-num. Þetta
var stór stund fyrir okkur öll og
ekki síst börnin, sem höfðu ein-
staklega gaman að þessu.
Óli var áhugasamur um gamlar
bækur og oftar en ekki gaukaði
hann að mér fágætum bókum sem
honum hafði áskotnast. Síðast
hafði hann samband við mig fyrir
nokkrum vikum og bauð mér að
koma og kíkja á gamlar skræður
sem hann hafði nýlega rekist á í
geymslunni. Við Ebba renndum
við hjá þeim Sísí og áttum gott
spjall við þau. Þá var ljóst að hann
var að heyja úrslitabaráttuna við
illvígan sjúkdóm. Hann tókst á við
hann af einbeitni og æðruleysi en
varð að endingu að láta undan
síga í þeim slag og játa sig sigr-
aðan.
Við sem eftir sitjum söknum
Óla. Við Ebba vottum Sísi, börn-
unum, tengdabörnum og barna-
börnum samúð okkar og biðjum
allar góðar vættir að veita þeim
styrk í þeirra mikla missi.
Hafsteinn Karlsson.
Í dag kveðjum við kæran vin og
félaga Óla Helga sem fallinn er
frá eftir hetjulega baráttu við erf-
ið veikindi.
Hann bar veikindi sín ekki á
torg og vildi sem minnst um þau
tala.
Óli var vinur vina sinna er lát
hans okkur félögum og vinum
mikill harmdauði.
Hver minning dýrmæt perla er að liðn-
um lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki er gjöf sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum sem fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku Sísí, við gufufélagarnir
biðjum algóðan Guð að vaka yfir
þér og fjölskyldunni allri og veita
ykkur styrk á erfiðum tíma.
Minningin um góðan vin og fé-
laga lifir.
Elsku Óli, takk fyrir vináttu og
góðar stundir á liðnum árum þín
verður sárt saknað í gufuhópnum.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Gufufélagarnir:
Jón Haraldsson,
Jón Georg Ragnarsson,
Jakob Skúlason
Sigurgeir Erlendsson,
Guðjón Karlsson,
Þorsteinn Benediktsson,
Eyjólfur Torfi Geirsson,
Sigurður Már Einarsson,
Guðmundur Eiríksson,
Hilmar Arason og
Hallgeir Pálmason.
Við félagar í Fornbílafjelagi
Borgarfjarðar kveðjum góðan fé-
laga, Ólaf Helgason, fyrsta for-
mann okkar, sem fallinn er frá
langt fyrir aldur fram.
Það var snemma árs 2011 sem
boðað var til fundar í gærusalnum
í Brákarey. Tilgangur fundarins
var að stofna félag áhugamanna
um gamla og forna bíla, varðveita
þá og sýna. Þarna fór fremstur í
flokki Ólafur Helgason, sem var
kosinn formaður félagsins, og
gegndi hann formennsku fram á
síðasta vor er hann lét af henni
vegna heilsubrests.
Stofnfundur félagsins var hald-
inn 24. mars 2011 og fékk félagið
nafnið Fornbílafjelag Borgar-
fjarðar. Stofnfélagar voru um 70
talsins en í dag eru félagar orðnir
rúmlega 200. Gerður var leigu-
samningur við Borgarbyggð um
að núverandi sýningarsalur yrði
gerður upp og nýttur þannig fyrir
félagið. Síðan hafa félagar unnið
markvisst að lagfæringum á hús-
næðinu og á Þorláksmessu voru
fyrstu bílarnir teknir í hús. Fyrsti
bíllinn var gjöf frá Gunnari Ei-
ríkssyni bónda frá Grjóti en hann
er af gerðinni Land Rover, ein al-
gengasta bílategund í sveitum
upp úr miðri síðustu öld. Sam-
göngusafn var svo opnað um
Jónsmessuna árið 2012. Síðar var
fjárréttin tekin í notkun og þá
meira fyrir stærri bíla fé-
lagsmanna. Einnig hefur verið
komið fyrir í sýningarsalnum lög-
regluhorni og Latabæjarsafni.
Ég heyrði af því að áhugi Ólafs
hefði snemma kviknað á gömlum
bílum, en hann var með föður sín-
um Helga Runólfssyni að gera
upp gamlan Chevrolet sem er
einn elsti bíll héraðsins og er nú í
eigu félagsins.
Sjálfur eignaðist Ólafur nokkra
bíla og man ég eftir honum eða
þeim hjónum akandi á blárri
Volkswagen-bjöllu og eins á
Mercedes Benz svo einhverjir séu
nefndir.
Við þökkum Ólafi fyrir hans
mikla þátt í stofnun þessa félags
okkar og fórnfúst starf í þess
þágu.
Við vottum Sigríði eiginkonu
hans, börnum þeirra og fjölskyld-
um innilega samúð.
F.h. Fornbílafjelags Borgar-
fjarðar,
Skúli G. Ingvarsson,
formaður.
Ólafur Helgason
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR VIBEKU BJARNADÓTTUR
frá Neskaupstað.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á
hjúkrunarheimilinu Eiri fyrir góða og kærleiksríka umönnun.
Viðar Norðfjörð Guðbjartss. Kulrapas Kaewin
Þorleifur Guðbjartsson
Bjarni Geir Guðbjartsson Kristín Ósk Gestsdóttir
Elín Guðbjartsdóttir Marten Ingi Løvdahl
Guðbjartur Guðbjartsson Perechta Kazi Pàta
Signý Guðbjartsdóttir Sigurður Reynisson
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
LILJA VESTMANN DANÍELSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
lést á Landakoti laugardag 9. nóvember í
faðmi fjölskyldu sinnar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Svavar Guðmundsson
Margrét Svavarsdóttir Reynir Geirsson
Guðríður Svavarsdóttir Friðrik Gíslason
Guðbjörn Svavarsson
Anna Maren Svavarsdóttir
Daníel Svavarsson Ruth Linda-Marie Blom
barnabörn og barnabarnabörn
Við þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR SIGRÚNAR
RAGNARSDÓTTUR
Sérstakar þakkar færum við starfsfólki á
Grund fyrir hlýtt viðmót, virðingu og góða umönnun.
Ásta R. Jóhannesdóttir Einar Örn Stefánsson
Guðrún Jóhannesdóttir
Ragnar Jóhannesson
Bjarni Jóhannesson Auður Þórarinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓREY HREFNA PROPPÉ
Gullsmára 11, Kópavogi,
lést á heimili sínu 22. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju
mánudaginn 2. desember klukkan 13.
Elínborg Proppé Vilhjálmur Óskarsson
Ingólfur Proppé Anna Jóhanna Sigurjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er
hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður grein-
in að hafa borist eigi síðar en á há-
degi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar