Morgunblaðið - 28.11.2019, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019
✝ Magnea Stíg-rún Sigmars-
dóttir fæddist á Ak-
ureyri 12. júní
1943. Hún lést á
Hrafnistu Boða-
þingi 14. nóvember
2019.
Foreldrar henn-
ar voru Guðbjörg
Stígsdóttir, f. 15.2.
1904, d. 13.12.
1990, og Sigmar
Hóseasson, f. 6.6. 1900, d. 22.11.
1985. Magnea átti eldri bróður,
Sigurð Inga, f. 1942, d. 2014, og
yngri systur, Guðlaugu, f. 1948.
barnabörnin Filip og Ella. 4) Eg-
ill, f. 7.8. 1966. Börn hans eru
Daníel Þór, Almar Þór og Berg-
hildur Björt og barnabörnin Júl-
ía Björk og Kristel Eva. 5) Anna
Eygló, f. 24.10. 1976, gift Jó-
hannesi Níelsi Sigurðssyni.
Börn þeirra eru Egill Andri og
Birta Magnea. Magnea og Karl
skildu árið 1998.
Magnea bjó alla tíð á Vatns-
endasvæðinu í Kópavogi. Hún
útskrifaðist úr Miðbæjarskól-
anum árið 1956 og tók eftir það
landspróf á Akureyri. Hún hóf
síðar nám við Sjúkraliðaskóla
Íslands og lauk því árið 1982.
Magnea starfaði við umönnun
nánast allan sinn starfsferil,
lengst af á augndeild Landakots
en síðar á sömu deild á Land-
spítalanum.
Útför Magneu fór fram í
kyrrþey að hennar ósk.
Hún átti einnig sjö
eldri hálfsystkini,
samfeðra.
Magnea giftist
Karli Martínssyni
árið 1961. Börn
þeirra eru: 1) Mar-
teinn, f. 30.10.
1961, giftur Esther
Gerði Högnadóttur.
Börn þeirra eru
Hadda Rakel,
Magnea Rut og
Birgir Þór. 2) Óskírður, f. 6.4.
1963, d. 23.7. 1963. 3) Sigmar
Örn, f. 1.12. 1964. Börn hans eru
Selma Rún og Karl Kristófer og
Elsku yndislega amma.
Við vissum svo sem hvert
stefndi en það gerir þetta ekkert
auðveldara. Alzheimer er ömur-
legur sjúkdómur, honum tekst að
taka manneskju frá þér, ekki
einu sinni heldur tvisvar. Fyrst
týnist sú sem maður þekkti og
eftir situr einhver sem þekkir
hvorki sig né sína nánustu, svo
fer manneskjan alveg.
Frá því sjónarhorni þá eru
nokkur ár síðan við misstum
ömmu okkar en það var þó ein-
hver huggun í því að vita af henni
þótt það hafi ekki endilega verið
amma Magga sem farið var að
heimsækja. Þessi frábæra mann-
eskja sem vildi allt fyrir alla gera,
gaf manni endalaust magn af
pönnukökum og vöfflum, þessi
sem var aldrei reið og pirruð,
sem sönglaði með sjálfri sér, full-
komin amma.
En núna er engin til að heim-
sækja, eftir eru bara brotin
hjörtu.
Tíminn og minningar um þig
koma þeim saman að einhverju
leyti, en það verður alltaf brot
sem vantar, það tekur þú með
þér.
Góða nótt, amma.
Við elskum þig.
Hadda Rakel, Magnea Rut
og Birgir Þór.
Elsku amma.
Nú er komið að kveðjustund.
Við minnumst þín með hlýju í
hjarta og innilegri væntumþykju.
Þú tókst alltaf á móti okkur með
hlýju brosi, gleði og alúð. Auka
ömmubörnunum þínum tveimur.
Það sem er okkur efst í huga
þegar við hugsum til baka um
stundirnar okkar saman er allt
spjallið við eldhúsborðið í Kleifa-
kórnum.
Alltaf höfðum við um nóg að
tala og gátum gantast fram og til
baka með málefni sem ollu okkur
kátínu. Frá okkar yngri árum eru
það stundirnar á eldhúsbekknum
hjá þér í Brekkuhvarfinu þar sem
þú bauðst upp á veitingar og þá
sérstaklega pönnsurnar þínar.
Það gerir enginn jafn góðar og
þunnar pönnukökur og þú. Við
munum líka seint gleyma sykur-
molunum sem þú notaðir í kaffið
þitt.
Alltaf gat maður stungið
nokkrum molum upp í sig úr syk-
urmolakarinu á eldhúsborðinu.
Okkur leið alltaf vel í Brekku-
hvarfinu, þar var nóg að gera,
óbyggð allt í kring og fullt af
tækifærum fyrir prakkarastrik.
Tveggja hæða hænsnakofinn á
næstu lóð entist endalaust sem
afþreying og alltaf var nóg af
leikfélögum þar sem börnin þín
og barnabörn vildu alltaf koma
og vera hjá þér. Þú hafðir svo
góða og notalega nærveru.
Við kveðjum þig með þakklæti
og ást fyrir öll árin sem við áttum
með þér. Hvíldu í friði, elsku
amma okkar.
Hver fugl skal þreyta flugið móti sól,
að fótskör guðs, að lambsins
dýrðarstól,
og setjast loks á silfurbláa tjörn
og syngja fyrir lítil englabörn.
Nú fljúga mínir fuglar, góða dís.
Nú fagna englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson)
Silja Guðbjörg og Hafliði.
Með þessum orðum vil ég
minnast móðursystur minnar,
Möggu frænku, sem var mér afar
kær. Það var erfitt að fylgjast
með henni berjast við alzheim-
ersjúkdóminn í fimm ár og ekki
síst þegar hún þurfti fyrir nokkr-
um árum að yfirgefa heimili sitt
og flytja á hjúkrunarheimili.
Magga frænka var með ein-
dæmum ljúf og glæsileg kona.
Hún átti einstaklega fallegt
heimili, var mikill fagurkeri og
flink hannyrðakona. Allt lék í
höndum hennar. Oft nutum við
fjölskyldan góðs af.
Ég var svo heppin að fá að
alast upp í nágrenni frænku
minnar.
Fjölskyldan bjó öll uppi á
Vatnsenda; amma og afi, Magga
og Kalli, Ingi bróðir þeirra og
Fanney konan hans og mamma
og pabbi ásamt öllum börnunum.
Samgangur var mikill og fyrir
mér voru það forréttindi að fá að
alast upp í þessu umhverfi, með
alla í kringum mig sem mér þótti
vænt um.
Það var alltaf gott að koma til
Möggu frænku og minnist ég sér-
staklega kökuboðanna. Þá var
fína stellið tekið fram, og svo bak-
aði hún bestu kökur í heimi.
Draumatertan fræga er enn bök-
uð fyrir nánast öll afmæli.
Skemmtilegast var að fylgjast
með þegar mamma, Magga og
Fanney hittust. Þær þrjár voru
góðar vinkonur og ekkert var
meira spennandi en að láta lítið
fyrir sér fara og hlusta á þær
masa svo ég tali nú ekki um
hlátrasköllin.
Mamma og Magga voru afar
samrýndar og fóru saman í
sjúkraliðanám. Ég gleymi aldrei
útskriftardegi þeirra og fæ enn
stjörnur í augun þegar ég minn-
ist hans. Þær voru glæsilegar í
hvítu kjólunum með rauð blóm í
barmi og fallegu gullúrin sem
amma gaf þeim í útskriftargjöf.
Hún var afar stolt af dætrum sín-
um.
Eftir útskrift fór Magga að
vinna á augndeildinni á Landa-
koti sem síðar fluttist á Landspít-
alann. Þær voru ófáar ferðirnar
sem ég heimsótti hana og
mömmu í vinnuna. Fyrir mér var
einhver ljómi yfir þessu göfuga
starfi og kannski ekki skrítið að
ég skyldi velja mér þennan
starfsvettvang, með þessar fyrir-
myndir.
Okkur gafst góður tími til að
spjalla um þessa hluti þegar ég
kom suður í verknám og bjó hjá
mömmu í þrjár vikur. Þá fékk ég
far með Möggu í og úr vinnu. Það
var dýrmætur og lærdómsríkur
tími sem ég fékk með frænku
minni.
Ekki má gleyma jólatiltekt-
inni. Þá var nú aldeilis tekið til
hendinni og að mörgu hlegið. En
maður gat líka orðið þreyttur á
tiltektaræði þeirra systra. Þær
bókstaflega héngu uppi um öll
loft og veggi, uppi á skápum eða
úti að viðra tau, gardínur, bækur
og guð má vita hvað. Held nú að
amma hafi smitað dætur sínar af
þessu uppátæki.
Ég minnist líka búðarferðanna
og eru heimsóknirnar í Verðlist-
ann og Guðrúnarbúð minnisstæð-
ar. Stundum keyptu þær sér föt í
stíl en kannski hvor sinn litinn.
Man sérstaklega eftir þeim í
rauðu og bláu dressunum. Þær
voru ómótstæðilegar.
Missir mömmu er mikill, hún
hefur misst bæði systkini sín sem
voru henni afar kær en lífið held-
ur áfram og eftir lifa góðar og
kærar minningar sem við eigum
eftir að rifja upp og njóta.
Ég kveð frænku mína með
söknuði og þakka henni sam-
fylgdina um leið og ég votta fjöl-
skyldu hennar og ástvinum ein-
læga samúð.
Guð geymi Möggu frænku.
Meira: mbl.is/andlat
Jóna Ósk.
Ég kynntist konu sem var um-
hyggjusöm og góð, hvatti börnin
sín til þess að borða líka kartöfl-
urnar, sneri öllu á hvolf ef eitt-
hvað týndist, setti búslóðina út í
snjóinn í jólahreingerningunni,
lagði sig alla fram við að gera
nýja herbergi dóttur sinnar full-
komið fyrir afmælið hennar, und-
irbjó aðfangadag eins og ég átti
að venjast og bauð mig velkomna,
var mikil hannyrðakona, prjónaði
vettlinga, sokka, peysur varð
amma, lék við barnabörnin, bar
þau á höndum sér, hjálpaði þeim
með dönskuna, elskaði sitt fólk,
bakaði pönnukökur alla sunnu-
daga og geymdi þá fyrstu fyrir
mig, fannst gaman að gefa gjafir
og gleðja, undirbjó heitt súkku-
laði og með því, á meðan við hin
fórum í nýársgöngutúrinn í Heið-
mörk eða á Vatnsendanum, bjó til
bestu púðursykurstertur í heimi,
var mín stoð og stytta á erfiðum
tímum, var dugleg sjálfstæð
kona, var vinkona mín og tengda-
móðir, sem síðan veiktist,
gleymdi, hægt og rólega fjar-
lægðist okkur.
Kvaddi.
Með sorg í hjarta kveð ég líka.
Magga, takk fyrir að vera vin-
kona mín.
Esther.
Magnea S.
Sigmarsdóttir
✝ Kristín SveineyBjarnadóttir
fæddist á Ísafirði
27. október 1932.
Hún lést á dvalar-
heimilinu Grund í
Reykjavík 5. nóv-
ember 2019.
Foreldrar henn-
ar voru Benedikt
Bjarni Hansson, sjó-
maður á Ísafirði, f.
7. apríl 1901, d. 18.
ágúst 1995, og Kristín Gradíana
Jóhannsdóttir verkakona, f. 18.
ágúst 1896, d. 5. júní 1982.
Systkini Kristínar voru: Jóhann
Sigurður Gunnar Aðalsteinn Sig-
urðsson, f. 15. júní 1913, d. 23.
október 1986, Benjamín Páll Sig-
urðsson, f. 15. maí 1917, d. 15.
febrúar 2013, Guðmundur Jósep
þeirra eru: Guðbjartur Atli
Bjarnason, f. 16. mars 1976, Guð-
jón Páll Bjarnason, f. 28. júní
1981, Auður Erla Bjarnadóttir, f.
23. september 1987 og Kristinn
Snær Bjarnason, f. 26. mars
1995. 2) Fríða Kristín Alberts-
dóttir, f. 17. janúar 1957, fyrrum
maki Hörður Kristjánsson, f. 8.
júní 1955. Börn þeirra eru: Hauk-
ur Már Harðarson, f. 23. október
1976, Jón Albert Harðarson, f.
12. mars 1979, Hörður Páll Harð-
arson, f. 18. ágúst 1981, Auðunn
Birgir Harðarson, f. 26. febrúar
1988. Sambýlismaður Fríðu er
Magnús Pétursson, f. 31. maí
1959. 3) Auður Erla Alberts-
dóttir, f. 15. september 1958, d. 5.
apríl 1986, börn: Kristín Sveiney
Baldursdóttir, f. 18. janúar 1982,
Erla Björk Pálmarsdóttir, f. 16.
apríl 1985, d. 5. apríl 1986.
Útför Kristínar fór fram í
kyrrþey í Fossvogskapellu 15.
nóvember 2019 að ósk hinnar
látnu og var jarðsetning í Ísa-
fjarðarkirkjugarði 16. nóv-
ember.
Sigurðsson, f. 21.
maí 1924, d. 7. ágúst
1992, Guðrún Guð-
ríður Sigurðar-
dóttir, f. 21. maí
1924, d. 3. mars
2019, Hermann Al-
freð Bjarnason, f.
28. janúar 1928, d.
3. júní 1946, Hákon
Guðberg Bjarnason,
f. 28. janúar 1928, d.
27. október 2009,
Oddur Jakob Bjarnason, f. 27.
október 1932, d. 9. október 2004.
Kristín giftist hinn 11. júní
1955 Alberti Ingibjartssyni, f. 11.
febrúar 1929, d. 11. nóvember
1996. Börn þeirra eru: 1) Bene-
dikt Bjarni Albertsson, f. 20.
febrúar 1953, maki Guðrún Guð-
bjartsdóttir, f. 24. maí 1955. Börn
Elsku amma mín, Kristín
Sveiney Bjarnadóttir er dáin.
Þó það sé mér huggun að vita
af henni á betri stað, þá er sökn-
uðurinn mikill. Amma var mér
kær vinkona og áttum við marg-
ar góðar stundir í gegnum árin.
Hjá henni dvaldi ég mikið sem
barn og þær stundir gleymast
aldrei. Oftar en ekki sofnaði
amma á undan mér eftir að hafa
sungið fyrir mig gömul lög og
vísur í þeim tilgangi að svæfa
mig. Tók ég þá af henni gler-
augun, slökkti ljósið og hjúfraði
mig svo upp að henni, því að af
ömmu stafaði mikil hlýja og
kærleikur sem ég sótti í alla tíð.
Hjá ömmu átti ég mitt skjól.
Sem barni kenndi amma mér að
fara með Faðir vorið og í hvert
sinn sem ég gisti hjá henni fór-
um við með það saman. Í lokin
báðum við svo góðan Guð um að
blessa okkar nánasta fólk og að
sjálfsögðu hvora aðra. Það
reyndist mér því afar erfitt að
fara með Faðir vorið í útför
hennar.
Amma samdi vísur um allt
mögulegt og skrifaði þær í bók
sem enginn mátti lesa fyrr en
eftir hennar dag. Á fermingar-
daginn minn gaf hún mér vísu,
sem á þeim tíma höfðaði engan
veginn til mín. Ég geymdi vísuna
á góðum stað og þegar ég les
hana í dag þá er það mér mikil
ráðgáta hvernig henni datt í hug
að semja þessi orð um mig, því
vísan er eins og töluð úr mínu
hjarta. Eitthvað hefur amma því
séð í mér sem ég vissi ekki af
sjálf, fyrr en mikið seinna. Þessi
vísa mun ávallt eiga sérstakan
stað í mínu hjarta.
Amma hafði mjög gaman af
kvikmyndum og man ég varla
eftir að hafa komið í heimsókn til
hennar öðruvísi en að hún hafi
legið í sófanum, með Stöð 2 í
gangi og Diet-Coke flösku á
borðinu. Mér er einnig mjög
minnisstæð heilsan hennar, sem
alltaf var sú sama: Nei, komdu
sæl. Amma var stolt kona og
vildi alltaf koma vel fyrir. Hún
lagði því mikið upp úr því að
vera snyrtilega til höfð og það
voru ófá skiptin sem ég tók hana
í dekur. Henni leiddist það nú
ekki. Þá voru augabrúnirnar lit-
aðar og plokkaðar, hárið blásið
eftir hennar óskum og oft fylgdi
fótanudd á lúnar lappir. Þegar
ég eignaðist mitt fyrsta barn,
Lindu Rós þá var amma mikið
hjá okkur. Hún kenndi mér að
búa til barnamat og hvernig ég
ætti að brjóta saman þvott. Það
voru góðar stundir sem við átt-
um saman allar þrjár.
Amma hafði síðastliðin sjö ár
dvalið á Grund í Reykjavík og
með árunum var amma farin að
gleyma. Hún var aftur orðin ung
stúlka á Ísafirði undir lokin. Mér
er það mikil huggun að hugsa til
þess að nú er hún komin aftur
heim, heim til foreldra sinna,
systkina, dóttur og dótturdóttur.
Elsku amma mín, ég óska þér
hvíldar og friðar. Ég þakka þér
fyrir alla þá ást og hlýju sem þú
gafst mér og dætrum mínum.
Þar til við hittumst á ný, þín litla
Stína.
Nú til þín, faðir, flý ég,
á föðurhjartað kný ég,
um aðstoð eg bið þig.
Æ, vert með mér í verki,
ég veit þinn armur sterki
í stríði lífsins styður mig.
En verði, Guð, þinn vilji,
þó veg þinn ei ég skilji,
ég fús hann fara vil.
Þó böl og stríð mig beygi,
hann brugðist getur eigi,
hann leiðir sælulandsins til.
(Guðmundur Guðmundsson)
Kristín Sveiney
Baldursdóttir.
Kristín Sveiney
Bjarnadóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
GUÐRÚN FILIPPÍA EYJÓLFSDÓTTIR
Kambaseli 47, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 12. nóvember.
Útförin hefur farið fram.
Kristinn Grímsson
Eydís S. Ástráðsdóttir Geir W. Kinchin
Elín H. Ástráðsdóttir Þórður Bogason
Ástráður K. Ástráðsson
og fjölskyldur
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýju
við andlát og útför ástkærs sonar okkar,
HALLGRÍMS ÞORMARSSONAR.
Þuríður Hallgrímsdóttir Finnbogi Kjartansson
Þormar Ingimarsson Þórunn Stefánsdóttir
systkini og fjölskyldur þeirra
Ástkær móðir okkar, sambýliskona, systir
og amma,
VÉDÍS DRAFNARDÓTTIR
Dalseli 29,
lést á Landspítalanum í Reykjavík
laugardaginn 2. nóvember.
Útför fór fram í kyrrþey miðvikudaginn 13. nóvember að ósk
hinnar látnu.
Vignir Þór, Eygló Huld, Hrefna Björt
Þorbjörn Unnar
systkini og barnabarn
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og
hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og klukkan
hvað útförin fer fram. Þar mega
einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og
börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem
er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar