Morgunblaðið - 28.11.2019, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019
✝ ÞorvaldurKristján Sverr-
isson, búsettur að
Staðarhrauni 36 í
Grindavík, fæddist
í Reykjavík 4.
ágúst 1954. Hann
lést 16. nóvember
2019 á Land-
spítalanum við
Hringbraut.
Hann var sonur
hjónanna Jóhanns
Sverris Jóhannssonar, f. 18.
janúar 1928, d. 7. júní 1989, og
Sæunnar Kristjánsdóttur, f. 3.
mars 1934, d. 9. febrúar 2017.
Baldur Jóhann Þorvaldsson, f.
13. janúar 1981, og Sverrir
Kristján Þorvaldsson, f. 18. júní
1983.
Þorvaldur flutti ungur að ár-
um til Grindavíkur og bjó þar
alla tíð. Hann var sjómaður í
eðli sínu og sigldi á ýmsum
skipum, en lengst af starfaði
hann sem háseti á Helgafelli
Samskipa. Árið 2007 hóf Þor-
valdur störf hjá Martaki í
Grindavík, en neyddist til að
láta af störfum sumarið 2012
þegar hann greindist með
mergfrumuæxli. Hann komst
aftur inn á vinnumarkaðinn
2018 þegar hann hóf störf hjá
höfninni hjá Grindavíkurbæ en
lét af störfum þegar veikindin
létu aftur á sér kræla.
Útför Þorvalds fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 28.
nóvember 2019, klukkan 14.
Þorvaldur giftist
26. nóvember 1981
Helgu Eysteins-
dóttur, f. 31. júlí
1954. Foreldrar
hennar eru Val-
gerður María Guð-
jónsdóttir, f. 17.
mars 1928, og Ey-
steinn Sigfússon, f.
22. mars 1923, d.
10. ágúst 2016.
Uppeldisfaðir
Helgu var Baldur Sigurbald-
ursson, f. 26. janúar 1930, d. 15.
desember 2016.
Synir Þorvalds og Helgu eru
Pabba nægði aldrei meðal-
mennska. Hann þurfti alltaf að
fara út fyrir skyldur sínar. Hann
var ekki aðeins eiginmaður
mömmu. Hann var stoð hennar
og styrkur. Hann var ekki aðeins
faðir okkar bræðranna. Hann
var besti vinur okkar. Hann var
ekki aðeins tengdasonur Gerðu
ömmu. Hann var henni sem eig-
inlegur sonur.
Pabba nægði ekki að vera að-
eins til staðar fyrir ættingja og
vini alltaf þegar á þurfti. Hann
var líka til staðar fyrir ókunnugt
fólk með tíðum blóðgjöfum í
gegnum tíðina. Að vísu þurfti
hann að taka út úr blóðbank-
anum nokkuð oft á síðastliðnum
sjö árum, en Blóðbankinn er
meðal annars til fyrir fólk í hans
stöðu. Ekkert frekar en með
aðra óeigingjarna blóðgjafa, þá
átti pabbi aldrei eftir að fá þakk-
ir frá blóðþegum fyrir örlæti sitt.
En hann vissi það, og var alveg
sama.
Pabbi bar ómælda virðingu
fyrir starfsfólki Landspítalans,
hvort sem það var á Bráðamót-
tökunni, Gjörgæslunni, Blóð- og
krabbameinslækningadeild,
Meltingar- og nýrnadeild eða
Grensási. Helsti löstur hans sem
manneskja var sennilega hvað
hann átti erfitt með að biðja
starfsfólk Landspítalans um
hjálp sem honum var ekki boðin
að fyrra bragði. Jafnvel í gegn-
um erfiðustu veikindin átti hann
erfitt með að slíta sig frá sam-
úðinni sem hann hafði með lækn-
unum, hjúkrunarfræðingunum
og sjúkraliðunum, sem hann
vissi að væru að vinna gífurlega
erfitt og oft vanþakklátt starf
daginn út og daginn inn. Við sem
fylgdum honum alla leið getum
sömuleiðis vottað að á Landspít-
alanum vinnur toppfólk, og
stöndum við í þakkarskuld við
það.
Sverrir Kristján
Þorvaldsson.
Þorvaldur Kristján Sverrisson
var aldrei kallaður annað en
Valdi innan minnar fjölskyldu.
Við vorum þremenningar og
báðir fæddir sumarið 1954.
Tengingarnar voru fleiri. Móðir
Valda, Guðmunda Sæunn Krist-
jánsdóttir, ólst upp á heimili föð-
urömmu minnar og -afa, þeirra
Sigríðar Daníelsdóttur og Magn-
úsar Guðmundssonar, en Kristín
Guðmundsdóttir, systir Magnús-
ar og móðir Sæju, lést þegar
Sæja var á þriðja aldursári.
Sæja var því uppeldissystir föð-
ur míns, Guðmundar Magnús-
sonar, og voru þau mjög náin. Af
öllum þessum ástæðum var mik-
ill samgangur á milli fjölskyldn-
anna. Við heimsóttum þau í
Grindavík og þau okkur í
Reykjavík. Eftir að amma Sig-
ríður flutti til okkar á Kleppsveg
84 þegar ég var undir fermingu
urðu heimsóknirnar frá Grinda-
vík jafnvel enn tíðari.
Vegna þessara aðstæðna urð-
um við Valdi á fyrstu árum ævi
okkar góðir vinir og leikfélagar
og var vettvangurinn ýmist í
Grindavík eða í Reykjavík.
Reyndar dvaldi ég á unga aldri
einhver sumur hjá Heiðu systur
ömmu og manni hennar Bjarti á
Bjarmalandi í Þórkötlustaða-
hverfinu í Grindavík og hitti þá
líka Valda. Í minningunni er
þetta góður tími. Valdi var glað-
vær og fjörugur og áttum við vel
saman. Ég held reyndar að við
höfum verið töluverðir grallarar
á þessum tíma. Ömmu Sigríði
varð tíðrætt um þegar við
hleyptum út úr hænsnakofa í
Garðbæ. Hún átti í miklum erf-
iðleikum með að hlaupa okkur
uppi því við vorum sprettharðir
en svo litlir að við sáumst hálfilla
í háu grasinu.
Þegar ég hélt upp á sextugs-
afmælið mitt mættu Valdi og
Helga og var hann nokkuð
sposkur á svip. Það kom í ljós að
systkini mín höfðu heimsótt
Valda við undirbúning afmælis-
ins og las Snorri bróðir sem var
veislustjóri upp úr bréfi sem ég
hafði sent Valda en var að vísu
með rithönd móður minnar enda
hvorugur okkar skrifandi á þess-
um tíma. Í bréfinu þakka ég hon-
um fyrir bréf og flyt honum svo
nokkuð spaugilegar fréttir af
mér og fjölskyldunni auk þess
sem ég lýsti nokkuð nákvæm-
lega afmælisgjöfum sem ég hafði
þá nýlega fengið. Þetta rifjaði
upp fyrir okkur Valda þessa
tíma. Þegar við urðum eldri varð
sambandið stopulla enda dvaldi
ég yfir lengri tímabil erlendis og
hjá báðum tóku annir fullorðins-
áranna við vinnu og fjölskyldu-
uppbyggingu sinn skerf. Það
urðu hins vegar alltaf góðir
fundir þegar tilefni leiddu okkur
saman.
Síðast þegar ég hitti Valda
vissi ég ekki betur en að hann
hefði náð bata eftir krabbamein
sem sótti hart að honum um
hríð. Hann hafði auðvitað látið á
sjá við þá raun og var líklega
ekki með fulla krafta. Það var
samt stutt í léttleikann og bros-
ið. En skjótt skipast veður í lofti
og nú er hann allur. Ég kveð
góðan vin og frænda og við Elsa
vottum Helgu, sonunum og fjöl-
skyldunni allri innilega samúð.
Már Guðmundsson.
Já, en Valdi er með Helgu! Á
þessa leið svaraði sonur okkar,
þá ungur að árum, þegar við átt-
um orðastað við hann og sögðum
að við yrðum að taka hann með
valdi en sá stutti var ekki alveg
tilbúinn að hlýða. Bragð er að þá
barnið finnur og börn eru oft
skemmtileg þegar þau túlka orð.
En það var alveg rétt hjá honum
og sagði svo margt, Valdi var
auðvitað með Helgu og þau voru
einstaklega samhent hjón. Þau
ferðuðust mikið og nutu lífsins, í
sérstöku uppáhaldi voru sameig-
inlegar ferðir þeirra til heitari
landa, í sól og sumaryl. En nú er
Valdi lagður af stað í aðra og
lengri ferð sem hann kemur því
miður ekki til baka úr. Hans er
sárt saknað.
Valdi var sínu fólki allt í senn
traustur, góður og greiðvikinn.
Það sem hann tók sér fyrir
hendur vann hann af krafti,
dugnaði og samviskusemi. Hann
hugsaði vel um fjölskylduna
sína. Aldraða móður sína ann-
aðist hann af einstakri natni. Var
hann alla tíð tilbúinn að rétta
tengdaforeldrum sínum hjálpar-
hönd, redda alls konar málum,
lagfæra, sendast og veita góð
ráð.
Valdi var áhugasamur um
nærumhverfi sitt og duglegur að
fylgjast með þjóðmálaumræð-
unni enda var hann vel inni í
ótrúlegustu málum. Hann sýndi
sínu fólki áhuga á því sem það
var að gera og naut þess að vera
innan um fólk. Hann hafði af-
dráttarlausar skoðanir um menn
og málefni, að kíkja við í kaffi,
spjalla og spá í hin ýmsu mál og
segja sögur var honum að skapi.
Valdi sýndi ótrúlega sterkan
lífsvilja og aðdáunarvert æðru-
leysi þegar hann tókst á við erfið
veikindin sín sem spönnuðu tæp-
an áratug. Þau tóku sinn toll en
aldrei kvartaði hann. Hann
reyndi að njóta lífsins með
Helgu sinni eins og honum var
frekast unnt.
Nú er komið að kveðjustund.
Við trúum því að látnir ástvinir
taki vel á móti honum. Við minn-
umst mágs og svila með kæru
þakklæti fyrir góðar fjölskyldu-
stundir og velvilja alla tíð í garð
barnanna okkar. Við munum
sakna Valda. Elsku Helgu,
Baldri og Sverri sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur og biðjum Guð að vaka yfir
þeim og styrkja á komandi tím-
um. Megi minningarnar vera ljós
á vegi ykkar.
Rósa Signý Baldursdóttir
og Þorsteinn Gunnarsson.
Kær mágur og svili er horfinn
á braut alltof snemma. Við áttum
samleið með honum í mörg ár
bæði í gleði og veikindum hans.
Valdi sýndi mikinn styrkleika í
veikindum sínum og væri hann
spurður um líðan var svarið allt-
af ég hef það fínt, þó stöðugt
væri eitthvað að bíta í hann.
Fjölskylda hans var honum afar
hugleikin ásamt því að fylgjast
með stórfjölskyldunni. Sjó-
mannslífið var stór þáttur í
vinnuferli Valda og kom sjó-
mannafélag hans sérstaklega vel
fram við hann eftir að hann
veiktist. Við söknum Valda mikið
og þökkum fyrir öll árin og biðj-
um góðan Guð að halda vel utan
um Helgu, Baldur og Sverri.
Sigurjón og Guðrún.
Þú grætur vegna þess sem
var gleði þín á sannarlega við
þegar við kveðjum kæran vin.
Þorvaldur Sverrisson, Valdi,
hefur nú kvatt þessa jarðvist eft-
ir langa og stranga baráttu við
meinið illa.
Valdi okkar er að fara héðan
langt um aldur fram, rétt 65 ára.
Valdi var með heilbrigðari
mönnum, bæði á sál og líkama
framan af. Já heilbrigður í sál-
inni og hafði mjög jákvæð við-
horf allt fram á síðustu daga.
Hann hafði lifað með krabba-
mein í mörg ár en þegar nýrun
voru líka farin og hann sá fram á
að þurfa að vera bundinn vél það
sem eftir var fór verulega að
draga af honum.
Valdi var duglegur að hreyfa
sig, hjólaði, synti og gekk á með-
an heilsan leyfði.
Jákvæður, geðgóður, þægileg-
ur í viðmóti, hjálpsamur, hress
og skemmtilegur. Mikill sögu-
maður. Var stundum að „fara
með okkur“ þegar hann var að
segja okkur sögur af sjálfum sér,
samstarfsfólki sínu og sveitung-
um.
Valdi var líka einstakur eig-
inmaður Helgu sinnar, sem hann
var svo ánægður með og talaði
svo fallega bæði til og um. Veit
að hann var þakklátur fyrir að
eiga hana alltaf að, enda vart
tryggari kona til. Ég er til vitnis
um tryggð Helgu við fjölskyldu
og vini, enda höfum við verið vin-
konur frá 7 ára aldri.
Öll hjón eiga sína sögu um
upphaf kynna. Helgu og Valda
saga er þannig að þær systur
Helga og Peta fóru til Kanarí,
um jól 1977. Gerða móðir þeirra
þekkti Valda í Grindavíkinni og
vissi að hann var líka að fara til
Kanarí á sama tíma og bað hann
að líta til með stelpunum sínum.
Valdi tók Gerðu á orðinu og hef-
ur haldið vel utan um Helgu sína
alveg síðan þá.
Við erum nokkrar vinkonurn-
ar sem höfum haldið hópinn allt
frá barnæsku og unglingsárum.
Hópurinn hefur brallað margt
saman í gegnum áratugina. Eft-
irminnilegar eru ferðirnar á
Dönsku dagana í Stykkishólm
sem við fórum í nokkuð mörg
skipti og gistu flest okkar á
tjaldstæðinu. Valdi lét það ekki
aftra sér frá að mæta, þó hann
væri stundum fárveikur, „við
gistum bara á gistiheimili eða
hótelinu“ sagði hann og þau
Helga mættu.
Ótal fleiri minningar leita á
huga minn. Svo oft höfum við
verið saman á góðum stundum,
vinahópurinn. Svo sem á páskum
á Ísafirði, Sólarkaffi Ísfirðinga,
Sjómannadaginn í Grindavík,
Tenerife og svo ótal margar aðr-
ar stundir og ferðir höfum við
átt saman. Alls þessa ber að
þakka.
Valdi var líka einstakur faðir,
einlæglega áhugasamur um flest
það sem synir þeirra hafa tekið
sér fyrir hendur í námi og starfi.
Elsku Helga, Baldur, Sverrir
og Gerða, missir ykkar er mikill
en minningarnar eru margar og
flestar vel skrásettar í fjölda
myndaalbúma sem elskulegur
eiginmaður, faðir og tengdason-
ur sá um að halda svo vel utan
um.
Að lokum vil ég þakka elsku
Valda fyrir vináttu og tryggð við
mig og mína.
Bestu kveðjur eru hér líka frá
æskuvinkonum frá Ísafirði þeim
Ásu og Svanfríði, einnig frá
Laugarvatnssystrunum og mök-
um.
Okkur finnst við hæfi að
kveðja með þessum orðum, úr
lagi sem við höfum sungið svo
ótal sinnum.
„Góða ferð, góða ferð, góða
ferð. Það er allt og síðan bros.“
Hinsta kveðja
María Kristjáns
og börn.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Þorvaldur eða Valdi eins og
hann var ávallt kallaður lést á
Landspítalnum 16. nóvember sl.
Hann lést eftir baráttu við
krabbameinið sem hann átti við
að stríða í rúmlega 7 ár.
Kynni okkar hófust um jól
1977 á Kanaríeyjum þegar við
systurnar (Helga og Peta) fórum
þangað yfir jól og áramót. Þann-
ig var að Helga bauð yngri syst-
ur sinni með sér til Kanarí og
þótti það mikið ævintýri þá.
Móðir okkar systra hafði haft
áhyggjur af því að dæturnar
væru á leið yfir hafið um hátíð-
ina og hitti Sæunni móður Valda
á viðburði í Festi þar sem þær
tóku tal saman. Frétti hjá henni
að Valdi væri á leið til Kanarí og
bað hún um að skila því til hans
að passa nú stelpurnar sínar.
Valdi tók skilaboðunum það al-
varlega að samfylgd hans og
Helgu systur minnar í gegnum
lífið hófst þarna á Kanarí. Sam-
fylgd sem aldrei bar á skugga á.
Valdi var einkabarn foreldra
sinna og því fylgdi því mikill
spenna og eftirvænting þegar
þau Helga rugluð saman reytum
sínum, eignuðst með stuttu milli-
bili synina tvo sem hafa verið
augasteinar þeirra frá fæðingu.
Helga varð tengdadóttir þeirra
sæmdarhjóna Sæunnar og
Sverris.
Valdi hafði marga góða eig-
inleika sem persóna og naut fjöl-
skylda okkar góðs af því. Hann
var traustur maður og bóngóður.
Gott var að leita til hans með
viðvik og skipti þá aldrei máli
hvort um var að ræða kaup er-
lendis á vöru, aðstoð við flutn-
inga, eða hvað sem er, ná í fólkið
okkar upp á Stapa og í Reykja-
vík. Hann var sjómaður og
stundaði sjóinn lengi, fyrst á
loðnuskipum og seinna meira á
millilandaskipum, lengst af á
Helgafellinu. Hann hafði gaman
af ferðalögum og hvenær sem
tækifæri gafst tók hann fjöl-
skylduna með í ferðir með
Helgafellinu.
Þannig gat hann uppfyllt
ánægju sína af að ferðast og
skoða sig um, m.a. með Helgu og
sonum sínum um fjarlæg lönd og
ævintýri þeirra þar voru mörg.
Helga og Valdi ferðuðust einnig
mikið meðan heilsa Valda leyfði.
Hann hafði mikla ánægju af
ljósmyndun og tók mikið af
myndum og þannig á fjölskyldan
margar minningar festar á ljós-
myndum af góðum tímum og æv-
intýrum með góðum fjölskyldu-
föður. Dýrmætar minningar og
gott að geta rifjað upp góðan
tíma.
Valdi hafði einnig mjög mikla
ánægju af því að fara í sund og
sundferðir hans voru æði marg-
ar, reiðhjólið var hans lífi og
yndi og göngur meðan honum
entist heilsa til.
En lífið tók óvænta stefnu ár-
ið 2012 þegar hann hafði verið
eitthvað slappur um tiltekinn
tíma og ekki fór á milli mál að
eitthvað var ekki eins og það átti
að vera. Þá kom greining um
mergæxli. Valdi tókst á við veik-
indi sín af miklu æðruleysi og
átti allan stuðning Helgu í gegn-
um allt það ferli.
Að leiðarlokum viljum við
þakka góðum dreng, mági og
svila fyrir samfylgd sem aldrei
bar skugga á og eigum við minn-
ingar um einstakan mann, fjöl-
skylduföður og fjölskyldumeðlim
í stórfjölskyldunni.
Með kærleikskveðju,
Petrína og Frímann.
„Hæ gæ“ var ávallt hvernig
þú heilsaðir mér, Valdi, þegar ég
var lítill og fyrsta minningin sem
ég á um þig, standandi í dyra-
gættinni á númer 44 að taka á
móti okkur í heimboð hjá ykkur
Helgu frænku. Seinna þegar ég
var orðinn eldri og fluttur í bæ-
inn spurðir þú mig ætíð: „Hvern-
ig baráttan gengi í Reykjavík?“
og ég hafði gaman af því, enda
getur borgarlífið oft verið flókn-
ara en bæjarlífið í Grindavík.
Þú varst duglegur, Valdi, sí-
fellt á sjó hér áður fyrr á frakt-
skipum og eitt skiptið komstu
færandi hendi til mín þegar ég
var nýfæddur og færðir mér
bangsa sem ég á enn þann dag í
dag og mér þykir vænt um. Ég
vona að hann verði dóttur minni,
henni Júlíu Ósk, jafnkær. Mér
þykir það leitt Valdi að þú hafir
ekki náð að hitta hana, þar sem
þú veiktist fljótlega eftir fæðingu
hennar. Ég vona að ljósmyndin
af henni sem ég sendi á þig hafi
veitt þér sömu gleði og þú fékkst
af öðrum ljósmyndum. Þú varst
ótrúlega iðinn við ljósmyndun í
ættarboðum og öðrum mann-
fögnuði og eftir þig liggur mjög
skemmtileg skrásetning af fjöl-
skyldulífi okkar og fyrir það
verðum við þakklát. Ég hefði nú
átt að bjóðast nokkrum sinnum
til þess að fá myndavélina hjá
þér og smella af þér myndum.
Þú ert velviljaður maður Valdi
og í öll þau skipti sem ég kom
ungur í heimsókn til ykkar
Helgu og tók þótt í strákapörum
með frændum mínum leystir þú
úr þeim rólegur og yfirvegaður.
Fyrir þær minningar sem og
aðrar er ég þakklátur. Á sama
tíma og ég kveð votta ég Helgu,
Baldri og Sverri innilega samúð.
Eftir situr minning um góðan
mann. Guð geymi þig Valdi.
Sigurbaldur P. Frímannsson.
Þorvaldur Kristján
Sverrisson
Sálm. 17.5-6
biblian.is
Skref mín eru örugg
á vegum þínum,
mér skrikar ekki
fótur. Ég hrópa til
þín því að þú svarar
mér, Guð,...
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undirbúnings og
framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbús-
skiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju
að leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Ellert Ingason,
umsjón sálmaskrár
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna