Morgunblaðið - 28.11.2019, Side 30

Morgunblaðið - 28.11.2019, Side 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019 www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL 50 ára Bogi er frá Ólafsvík en býr í Graf- arholti í Reykjavík. Hann er íþróttakennari að mennt og löggiltur fasteignasali. Hann rekur eigin fast- eignasölu – Heimili fasteignasala. Áhugamálin eru heilsu- rækt og golf. Börn: Þorbjörg Sigríður, f. 2005, og Pét- ur Ófeigur, f. 2008. Foreldrar: Pétur Bogason. f. 1949, fv. sjómaður, bæjarverkstjóri, hafnarvörður og margt fleira, og Kristjana Höskulds- dóttir, f. 1950, heimavinnandi. Þau eru búsett í Ólafsvík. Bogi Pétursson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Að hjálpa öðrum er besta leiðin til að gleyma eigin áhyggjum. Vertu heima í kvöld. 20. apríl - 20. maí  Naut Lestu smáa letrið vandlega ef þú ert að skrifa undir einhvern samning. Þér verður trúað fyrir leyndarmáli. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það sem þú kallar dekur finnst öðrum lífsnauðsyn. Þér tekst að kalla fram það allra besta í öðrum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Fyrir löngu áttir þú óafvitandi þátt í að skapa tiltekið ástand milli þín og ástvinar. Hlustaðu vel á innri rödd þína. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Láttu ekki ljós þitt skína um of, því það þreytir bara þá sem þig um- gangast. Með réttu hugarfari er allt mögulegt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það eru einhver atriði sem þú þarft að fara betur í gegnum áður en þú ert tilbúinn til nýrra átaka. Taktu það ekki nærri þér, þótt einhverjir fetti fing- ur út í verk þín. 23. sept. - 22. okt.  Vog Nú er ekki rétti tíminn til að vera ein/n. Varpaðu hugmyndum á milli þín og makans og vittu hvort lausnin lætur ekki á sér kræla. Horfðu fram á veginn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Gefðu þér tíma til þess að sinna vandamálum þeirra sem til þín leita. Ferðalag á framandi slóðir er á döfinni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Allt sem þú hefur verið að gera undanfarið hefur tekist framar vonum. Vertu bjartsýn/n. Þér verður boðið í mat. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú er kominn tími til að fara út, hitta skemmtilegt fólk eða finna sér nýtt áhugamál. Ástin svífur yfir vötnum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það jafnast fátt á við skemmtilegar samræður, sérstaklega þegar góður vinur er viðmælandinn. Að- dáun þín á börnum og vinum er einlæg. 19. feb. - 20. mars Fiskar Einhver í vinnunni hefur góða hugmynd varðandi betrumbætur. Taktu þér pásu seinnipartinn og einbeittu þér að fallegustu draumsýn sem þú getur hugsað þér. d. 13.10. 1983, húsmóðir í Reykja- vík. Börn Sigfúsar og Jóhönnu eru 1) Ingólfur Sigfússon, f. 21.4. 1967, fiskeldisfræðingur og svæðisstjóri Laxeldis Austfjarða á Fáskrúðs- firði, sambýliskona er Katrín Pét- og ferðaþjónustubóndi, fyrrverandi kennari við Barnaskóla Mjóafjarðar og stöðvarstjóri Íslandspósts. For- eldrar hennar voru hjónin Lárus Jóhannsson, f. 1.10. 1909, d. 7.2. 2003, vélsmiður í Reykjavík, og Margrét Þórarinsdóttir, f. 6.9. 1909, S igfús Mar Vilhjálmsson er fæddur: 28. nóvember 1944 á Brekku í Mjóa- firði og ólst þar upp. „Ég fæddist uppi á loftinu, ég hef síðan sofið í mörgum her- bergjum í húsinu og er núna aftur kominn í sama herbergi og ég fædd- ist í.“ Sigfús gekk í Barnaskóla Mjóafjarðar og var einn vetur í Eiðaskóla. Sigfús varð útvegsbóndi á Brekku 1964. „Ég og bróðir minn Páll vorum í 19 ár með trillu og þá kallaði ég mig útvegsbónda og hef alltaf verið ánægður með það heiti, en bæði afi minn og langafi kölluðu sig alltaf útvegsbændur.“ Það hafa verið margir fleiri titlarnir sem Sig- fús hefur borið, en hann hefur verið hreppstjóri, oddviti, formaður sókn- arnefndar Mjóafjarðarkirkju, verk- taki vinnuvéla, umboðsaðili N1, vél- gæslumaður RARIK, hafnarstjóri Fjarðabyggðar og landpóstur Ís- landspósts. Auk þess er hann ann- álaður grínisti og skemmtikraftur. Hann var oddviti þar til Mjóafjarð- arhreppur sameinaðist Fjarðabyggð en hann heldur enn þá flestum hin- um titlunum. „Ég hef stundum sagt að ég taki að mér störf sem aðrir nenni ekki að sinna.“ Sigfús og Jóhanna eru með fjárbúskap á Brekku, voru mest með 200 hundruð kindur en þær eru núna 100. Þau eru einnig með ferða- þjónustu á sumrin, tvo sum- arbústaði, Sólbrekku, sem er einnig félagsheimili og yfirgefið einbýlis- hús. Þótt Sigfús hafi alla tíð búið á Brekku þá hafa þau hjónin verið dugleg að ferðast og farið m.a. til Kúbu og Indlands og sigldu um á skútu milli Seychelles-eyjanna sem eru fyrir sunnan Indland. Þrettán síðustu haust hefur Sigfús svo verið fararstjóri í ferð til Færeyja ásamt Sveini Sigurbjarnarsyni. „Það er því ekki hægt að segja að máltækið heimskur er heimaalinn hundur eigi við um mig.“ Fjölskylda Eiginkona Sigfúsar er Jóhanna Lárusdóttir, f. 16.10. 1948, húsmóðir ursdóttir; 2) Lárus Sigfússon, f. 22.12. 1968, vinnur hjá Össuri í Kaliforníu, giftur Birgit Þórðar- dóttur; 3) Margrét Sigfúsdóttir, f. 9.9. 1971, kennari á Egilsstöðum, gift Guðjóni Halldórssyni; 4) Anna Guðrún Sigfúsdóttir, f. 14.6. 1976, vinnur hjá Brúnás innréttingum, bús. á Egilsstöðum, sambýlismaður er Magnús Sigurðsson, bóndi á Vík- ingsstöðum á Völlum. Barnabörnin eru 7. Systkini Sigfúsar: Hjálmar Vil- hjálmsson, f. 25.9. 1937, d. 20.8. 2011, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun; Páll Vil- hjálmsson, f. 23.5. 1940, fyrrverandi sjómaður, búsettur á Seyðisfirði; Stefán Vilhjálmsson, f. 11.9. 1949, matvælafræðingur, búsettur á Ak- ureyri, og Anna Vilhjálmsdóttir, f. 7.3. 1954, kennari á Selfossi. Foreldrar Sigfúsar voru hjónin Vilhjálmur Hjálmarsson, f. 20.9. 1914, d. 14.7. 2014. bóndi á Brekku, kennari, þingmaður og ráðherra, og Anna Margrét Þorkelsdóttir, f. 15.2. 1914, d. 21.4. 2008, húsmóðir á Brekku. Sigfús Mar Vilhjálmsson, fyrrverandi útvegsbóndi – 75 ára Fjölskyldan Sigfús, Jóhanna, barnabörn og Vilhjálmur Hjálmarsson stödd í félagsheimilinu Sólbrekku árið 2013. Grínistinn á Brekku Börnin Margrét, Lárus, Anna og Ingólfur. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Afmælisbarnið Sigfús Mar. 40 ára Karl er Húsvík- ingur, fæddur þar og uppalinn. Hann er tölvunarfræðingur að mennt frá HR og starfar sem slíkur hjá VÍS. Áhugamálin eru tónlist og tækni. Maki: Unnur Ösp Guðmundsdóttir, f. 1980, leikskólakennari á Grænuvöllum á Húsavík. Börn: Jakob Fróði, f. 2007, og Nína Fanney, f. 2011. Foreldrar: Hreiðar Karlsson, f. 1944, d. 2009, kaupfélagsstjóri á Húsavík, og Jónína Hallgrímsdóttir, f. 1943, fv. sér- kennslustjóri. Hún er búsett á Húsavík. Karl Hreiðarsson Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.