Morgunblaðið - 28.11.2019, Page 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
Bakteríuvörn
Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum.
Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri
bakteríu- og sveppavörn.
Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone.
Blettaþolið Sýruþolið
Högg- og
rispuþolið
Kvarts steinn
í eldhúsið
silestone.com
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Fjarstjörnur og fylgihnettir nefnist
sýning sem Katrín Matthíasdóttir
opnar í Galleríi Gróttu í dag kl. 17.
Þar getur að líta á annan tug olíu-
málverka Katrínar í samspili við ljóð
eftir Pálma R. Pétursson, eiginmann
hennar. Spurð um tilurð sýningar-
innar rifjar Katrín upp að hún hafi á
flóamarkaði í Berlín sumarið 2018
rekist á gamla kvikmyndabæklinga
alþjóðlegra kvikmynda frá sjötta og
sjöunda áratug síðustu aldar.
„Ég heillaðist af þessum bækl-
ingum og ætlaði að kaupa nokkur
stykki. Sá sem var að selja þá bauð
mér að kaupa einn bækling á eina
evru eða alla hundrað bæklingana á
fimm evrur, þannig að ég sló til og
tók þá alla,“ segir Katrín sem á þess-
um tíma bjó í íbúð sem Samband
íslenskra myndlistarmanna (SÍM) á
við Neue Bahnhofstrasse í austur-
hluta Berlínar.
Hamfarahlýnun sýnileg
„Bæklingarnir eru allir svart-
hvítir, en skemmtilega fjölbreyttir
enda prýða þá stjörnur frá ýmsum
löndum á borð við Japan, Finnland,
Frakkland, Ungverjaland, Tyrk-
land, Ítalíu og Bretland,“ segir Katr-
ín og bendir á að leikkonur prýði
flestar forsíðurnar, en einstaka leik-
ari fái að fljóta með. „Stjörnurnar á
myndunum kunna að vera fjarri
okkur í tíma og rúmi og kannski má
segja að járntjald, kynslóðir og ljós-
ár skilji þær frá okkur, að ógleymd-
um Berlínarmúrnum sjálfum.
Stjörnurnar eru þó ekki fjær okkur
en svo að ég er sjálf fædd um það
leyti sem bæklingarnir komu út og
því má segja að kvikmyndir þessara
stjarna hafi ferðast í hálfa öld og séu
því komnar 50 ljósár frá okkur,“ seg-
ir Katrín sem í verkum sínum vinnur
iðulega með samfélagslega og póli-
tíska skírskotun og er nýja sýningin
hennar þar engin undantekning.
„Ég hef verið loftslagsaktívisti frá
2007, eða frá því ég sá kvikmynd Als
Gore, An Inconvenient Truth. Í 800
þúsund ár hefur magn koltvísýrings
í andrúmsloftinu verið nokkuð stöð-
ugt, en frá iðnbyltingu hefur það
rokið upp. Það eru bein tengsl milli
magns koltvísýrings í andrúmsloft-
inu og hitastigs á jörðinni. Við lifum
nú á tímum þar sem við komumst
ekki hjá því að hugsa um hamfara-
hlýnun á hverjum degi, enda snertir
þetta málefni allt okkar líf. Málefni
hamfarahlýnunar birtist því óhjá-
kvæmilega í minni myndlist.
Í olíumálverkunum á sýningunni
hef ég gætt stjörnurnar lit og lífi og
staðsett í ókunnugri framtíð – ein-
mitt þeirri þar sem tilvera okkar
snýst um hamfarahlýnun af manna-
völdum,“ segir Katrín og bendir á að
viðvörunarbjöllur hafi þegar verið
byrjaðar að hljóma þegar kvik-
myndastjörnur bæklinganna skinu
sem skærast á sínum tíma.
„Núna eru stjörnunar komnar til
nútímans og sjá að ekkert hefur ver-
ið gert þrátt fyrir varnaðarorð vís-
indamanna. En þó erfiðleikar steðji
að okkur speglast óstöðvandi afl
breytinga, nýrrar hugsunar og von-
ar í augum okkar og í bliki stjarn-
anna,“ segir Katrín og tekur fram að
það sé engin tilviljun að aðeins kon-
ur fái andlit á sýningu hennar.
Karlarnir hafa ekki staðið sig
„Á þeim forsíðum þar sem bæði
kyn eru sýnileg valdi ég að má burt
andlit leikarans. Það er ekkert
leyndarmál að karlmenn hafa stjórn-
að heiminum í gegnum árhundruðin,
en þeir hafa ekki staðið sig þegar
kemur að loftslagsvánni. Ég er
sannfærð um að ef konur komast til
áhrifa og valda þá verði farið hraðar
í þær nauðsynlegu breytingar sem
við stöndum frammi fyrir. Og ég
vona að við förum nægilega hratt í
þær aðgerðir sem þarf að fara í til að
bregðast við þeirri hamfarahlýnun
sem ógnar tilvist jarðarinnar,“ segir
Katrín og bendir á að jörðin sé eina
lífvænlega heimilið í geimnum sem
við þekkjum í dag. „Það er ekkert
plan B ef jörðin verður óbyggileg.“
Að sögn Katrínar munu valdir
bæklingar liggja frammi í sýningar-
rýminu gestum til ánægjuauka, en
gaman sé til dæmis að skoða hvernig
allir kvikmyndatitlar séu þýddir á
þýsku. „Ég er ekki búin að vinna
með alla þá bæklinga sem mig lang-
ar að vinna með. Þetta er sá fjöldi
sem ég komst yfir að vinna með
fram að þessari sýningu. Ég mun
hins vegar halda áfram að vinna með
bæklingana í verkum mínum í fram-
tíðinni,“ segir Katrín að lokum.
Morgunblaðið/Eggert
Litur og líf „Í olíumálverkunum á sýningunni hef ég gætt stjörnurnar lit og lífi og staðsett í ókunnugri framtíð,“
segir Katrín Matthíasdóttir um sýninguna Fjarstjörnur og fylgihnettir sem hún opnar í Galleríi Gróttu í dag kl. 17.
„Í bliki stjarnanna“
Katrín Matthíasdóttir opnar sýninguna Fjarstjörnur og fylgihnettir
Olíumálverk unnin út frá gömlum svarthvítum kvikmyndabæklingum
Streymisfyrirtækið Netflix hefur
tekið á leigu sögufrægt kvikmynda-
hús á miðri Manhattan í New York,
Paris-bíóið sem var lokað í sumar
sem leið eftir að hafa verið í rekstri í
sjötíu ár. Ástæðan fyrir leigunni er
sú að streymisfyrirtækið mikilvirka,
sem hefur að markmiði að færa bíó-
upplifun inn á heimilin, vill jafn-
framt stuðla að því að bestu mynd-
irnar sem það framleiðir hreppi sem
flest verðlaun. En til að vera gjald-
gengar fyrir Óskarsverðlaun þurfa
kvikmyndir fyrst að vera sýndar í
kvikmyndahúsum. Hingað til hefur
Netflix því látið sýna slíkar myndir,
eins og verðlaunamyndina Roma,
um hríð í hinum og þessum bíó-
húsum, en nú verður Paris miðstöð
slíkra sýninga í New York-borg.
Verðlaunamynd? Netflix hefur látið sýna
The Irishman eftir Scorsese í bíóhúsum.
Netflix hefur leigt
kvikmyndahús
Odee, eða Oddur
Eysteinn Frið-
riksson, opnar
sýninguna Odee
Popup í Gallery
O í Ármúla 4-6 í
dag kl. 17. „Odee
hefur á stuttum
tíma vakið mikla
athygli bæði hér
heima og erlend-
is fyrir áhugaverða listsköpun.
Odee vinnur mest með svokallaða
digital fusion eða visual mashup
list, sem hann kallar samrunalist.
Þar blandar hann saman efni úr
vinsælli menningu til þess að skapa
ný sjálfstæð listaverk,“ segir í til-
kynningu. Þar kemur fram að á
sýningunni verði sérvalin álverk og
eftirprent frá listamanninum Odee.
Sýningin stendur til 19. desember.
Odee opnar sýn-
ingu í Gallery O
Eitt verka Odee.
Sýning á nýrri ljósmyndaröð Ólafs
Elíassonar, Bráðnun jökla 1999/
2019 verður opnuð í F-sal Lista-
safns Reykjavíkur – Hafnarhúsi í
kvöld klukkan 18. Myndröðinni hef-
ur einnig verið bætt inn á yfir-
gripsmikla yfirlitssýninguna á
verkum Ólafs sem stendur nú yfir í
Tate Modern í Lundúnum.
Áður en sýningin verður opnuð
munu Ólafur og Andri Snær
Magnason ræða saman í fjölnota-
safni Listasafnsins um hlut listsköp-
unar í umræðunni um hamfara-
hlýnun. Hefst samtal þeirra kl. 17.
Árið 1999 ljósmyndaði Ólafur
tugi skriðjökla og jökultunga hér á
landi, sem lið í langtímaskráningu
hans á náttúrufyrirbærum á Ís-
landi. Úr myndunum setti hann
saman verkið „The Glacier Series“
sem víða hefur verið sýnt. Nú í ár
flaug hann aftur yfir sömu jökla,
myndaði hvað þeir hafa bráðnað og
hopað og stillir nýju myndunum
upp með þeim gömlu í nýju mynd-
röðinni. Þessi þrjátíu pör sýna vel
áhrif hnattrænnar hlýnunar.
Birt með leyfi listamannsins og i8 gallerís
Bráðnunin Hluti hins nýja verks Ólafs sem fjallar um bráðnun jökla.
Sýna nýja jöklamynd-
röð Ólafs Elíassonar
Í Hafnarhúsinu og Tate Modern