Morgunblaðið - 28.11.2019, Síða 40
Söngsveitin Blær heldur þrenna
tónleika á næstu dögum. Í kvöld kl.
20 í Grundarfjarðarkirkju, á laugar-
dag kl. 17 í Laugarneskirkju í
Reykjavík og á sunnudag kl. 17 í
Stykkishólmskirkju. Á efnisskránni
eru ljúfar ballöður og létt jólalög.
Blæ skipa Elín Elísabet Hallfreðs-
dóttir, Kristín Rós Jóhannesdóttir,
Lucia de Korte, Eydís Eyþórsdóttir,
Hólmfríður Friðjónsdóttir, Halla Dís
Hallfreðsdóttir, Hrefna Gissurar-
dóttir og Ragnheiður Valdimars-
dóttir. Með þeim leika Hólmgeir
Þórsteinsson, Haukur Garðarsson
og Martin Markvoll.
Blær í tónleikaferð
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 332. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Enn er óvíst hvenær Ómar Ingi
Magnússon, landsliðsmaður í
handknattleik, snýr aftur á völlinn.
Hann glímir enn við höfuðáverka
síðan í úrslitakeppninni síðasta
vor. „Við töldum og teljum enn að
um fólskubrot hafi verið að ræða,“
segir Arnór Atlason, aðstoðarþjálf-
ari Aalborg, sem er í viðtali í
blaðinu í dag.
Ómar Ingi glímir enn
við höfuðáverka
ÍÞRÓTTIR MENNING
Söngvararnir Einar Ágúst Víðisson,
Gunnar Ólason, Hreimur Heimisson
og Magni Ásgeirsson blása til jóla-
tónleika í Bæjarbíói á föstudag kl.
20. Þeir eru þekktir fyrir að hafa
staðið í framlínunni hjá hljómsveit-
unum Skítamóral, Landi og sonum
og Á móti sól. Þeir hafa í gegnum
tíðina einnig sungið ýmis vinsæl
jólalög. Á tónleikunum á föstudag
flytja þeir jólalög
og fleira og segja
sögurnar að baki
lögunum. Með
þeim leika Þórir
Úlfarsson á
hljómborð, Árni
Ólason á bassa
og Stefán Ingi-
mar Þórhalls-
son á trommur.
Hátíðarstund félaga í
Bæjarbíói á föstudag
„Líkamlega álagið er mikið og það
á vel við mig,“ heldur hún áfram.
„Ég berst í mold og drullu, er í
kulda, stekk ofan í vatn, sjó, ár og
læki og ber tíu kílóa skjöld fyrir
mig. Þetta er ekki auðvelt og ekki
fyrir hvern sem er, en sundferillinn
er góður grunnur.“
Fimmta serían var frumsýnd í
byrjun árs þannig að nær ár er lið-
ið frá þeim viðburði. Ragga verður
viðstödd frumsýninguna í Los Ang-
eles. „Þetta er stór áfangi og við
verðum þarna nokkur saman að
halda upp á hann,“ segir hún.
Með auknum verkefnum hefur
staðan breyst. Ragga er komin
með umboðsmann og fram-
kvæmdastjóra og það vegur
þyngra þegar kemur að áheyrnar-
prufum og fundum. „Ég fer mikið
á milli en sonur minn er í Ísaks-
skóla og því reyni ég að vera eins
mikið og ég get á Íslandi, en hoppa
út þegar nauðsyn krefur vegna
verkefna.“
Auk hlutverks Gunnhildar er
Ragga í ýmsum öðrum verkefnum
og þegar hún er ekki að leika sinn-
ir hún meðal annars fatahönnun og
heldur merki Margrétar Árnadótt-
ur, ömmu sinnar, M-Design, á lofti.
„Hún lést fyrir um tveimur árum
en við erum að reyna að halda
áfram á sömu braut.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Sýningar á sjöttu seríu sjónvarps-
þáttaraðarinnar Vikings, sem
History Channel framleiðir, hefjast
í Bandaríkjunum 4. desember og
eins og í fimmtu seríunni verður
Ragnheiður Ragnarsdóttir í hlut-
verki Gunnhildar, eiginkonu Björns
Járnsíðu, sonar Ragnars Loð-
brókar. „Hlutverkið stækkar með
hverjum þætti og Björn og Gunn-
hildur eru í hópi helstu persóna,
þegar hér er komið sögu,“ segir
Ragga, eins og hún er gjarnan
kölluð.
Um árabil var Ragga ekki aðeins
ein besta sundkona landsins heldur
í hópi bestu íþróttamanna Íslands.
Hún var margfaldur Íslandsmeist-
ari, lét að sér kveða á alþjóðavett-
vangi og keppti meðal annars á Ól-
ympíuleikunum í Aþenu 2004 og
Peking 2008. Þegar fyrsta serían
var sýnd fyrir um sex árum féll
Ragga fyrir henni. „Þá ákvað ég að
ég ætlaði að leika í þessum þáttum
og vann mig í átt að því eins og í
öllu öðru, sem ég hef tekið mér
fyrir hendur.“ Hún segist hafa
tamið sér þennan hugsunarhátt í
sundinu, að setja sér markmið og
vinna að því að ná þeim í kjölfarið.
Sundið góður grunnur
Ragga var í leiklistarnámi í Los
Angeles og segist hafa rætt við alla
sem hún gat talað við til þess að
komast í samband við einhverja
sem voru viðriðnir þættina. „Það
tók mig langan tíma að ná mark-
miðinu en hvert samtal, hver dag-
ur, færði mig nær því. Ég var ekki
með umboðsmann, þegar ég land-
aði hlutverkinu, heldur kynntist
fólki, sem kynnti mig fyrir fólki,
sem kom mér á endanum í sam-
band við handritshöfundinn Mich-
ael Hirst, þegar búið var að taka
upp fjórar seríur. Ég sagði honum
að ég væri sú sem hann væri að
leita að og hann tók mig á orðinu.“
Hlutverkið er mun veigameira
en Ragga segist hafa gert sér
grein fyrir. „Ég sá fyrir mér flotta
búninga, hár, förðun, sverð, mikla
bardaga og fleira en þetta er í
raun miklu meira.“ Hún segir að
keppnisskapið komi að góðum not-
um og hún lifi sig inn í bardagana.
Er fær í flestan sjó
Ragnheiður í stóru hlutverki í bandarískri sjónvarpsseríu
Morgunblaðið/RAX
Leikari Ragnheiður Ragnarsdóttir hefur víða látið til sín taka.
Ljósmynd/MGM/History Channel
Gunnhildur Ragnheiður í ham.
Í VERSLUNUM ICEWEAR OG VEFVERSLUN
S M Á R A L I N D
Kr. 7.990.-
Áður kr. 11.990.-
EIR / BarnajaKKi
Kr. 8.994.-
Áður kr. 14.990.-
BRÁ
DÚNVESTI
BRÁ
DÚNÚLPA
Kr. 13.794.-
Áður kr. 22.990.-
Kr. 29.994.-
Áður kr. 49.990.-
HINRIK
DÚNÚLPA
Kr. 29.994.-
Áður kr. 49.990.-
Kr. 7.630.-
Áður kr. 10.900.-
30%AFSLÁTTUR
HLÝJA
100% ULLartePPi
HELENA
DÚNÚLPA
BRANDUR
DÚNVESTI
Kr. 8.994.-
Áður kr. 14.990.-
33%AFSLÁTTUR
REYKJAVÍKAUSTURSTRÆTI 5 • ÞINGHOLTSSTRÆTI 2-4 •
LAUGAVEGUR 91 • FÁKAFEN 9 OUTLET • SMÁRALIND
KÓPAVOGUR • AKUREYRIHAFNARSTRÆTI 106 •
VESTMANNAEYJAR BÁSASKERSBRYGGJU 2
VERSLANIR ICEWEAR
VEFVERSLUN ICEWEAR.IS
BRANDUR
DÚNÚLPA
Kr. 13.794.-
Áður kr. 22.990.-
40%AFSLÁTTUR