Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Qupperneq 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Qupperneq 2
Hvernig kviknaði hugmyndin um að gefa út Foreldra- handbókina? Upphaflega var þetta bara gert fyrir mig. Ég var með nýfætt barn og fannst ég ekki vita neitt. Ég byrjaði að punkta hjá mér allskonar lífs- nauðsynlegan fróðleik sem mér áskotnaðist og fljótlega kviknaði hug- myndin að deila þessum upplýsingum með öðrum foreldrum. Fyrst átti þetta að verða lítill bæklingur en verkefninu óx fiskur um hrygg og er í dag 440 blaðsíðna bók. Hvað kom helst á óvart við gerð bókarinnar? Hvað allir voru viljugir að leggja hönd á plóg – bæði aðrir foreldrar sem og sérfræðingar. Og hversu hreinskilið fólk var. Það er ekkert dregið undan og það er það sem mér finnst svo fallegt og einstakt við bókina. Og er svo óendanlega þakklát fyrir. Það hefur alltaf farið í taugarnar á mér þegar hlutirnir eru sykurhúðaðir. Það er nákvæm- lega engin sykurhúðun í Foreldrahandbókinni – bara raunveruleik- inn í öllum sínum myndum. Hverjar eru helstu áherslurnar í bókinni? Ég skipti henni í fjóra kafla: Barnið, Næring, Foreldrahlutverkið og Lík- aminn eftir fæðingu. Mér finnast allir þessir kaflar jafn mikilvægir. Það er svo margt sem enginn segir manni og þessi bók er heiðarleg viðleitni til að útskýra sem flest, hvort sem viðkemur barninu eða foreldrum þess. Nú er bókin endurútgefin, hvað varð til þess að þér fannst þess þurfa? Bókin kom fyrst út fyrir níu árum og seldist fljótlega upp. Ég ætlaði alltaf að bæta við hana þá og þegar en það verkefni vatt upp á sig og það tók þennan tíma að fullmóta verkið. Bæði er búið að fara yfir þær upplýsingar sem voru í fyrri bókinni og bæta við heilum ósköpum í viðbót. Landslagið hefur breyst heilmikið og bókin tekur mið af því. Pabbarnir fá til dæmis stærra pláss en áður sem er kærkomin breyting. Hvað er í vændum hjá þér? Vonandi eintóm ævintýri eða eitthvað óheyrilega skemmtilegt. Það kemur í ljós … Morgunblaðið/Eggert ÞÓRA KOLBRÁ SIGURÐARDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2019 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma Það fer að verða með fjölmennari samkvæmum á Íslandi, þarna „til hlið-ar“. Ég meina, það hefur enginn smá fjöldi stigið þangað á umliðnumárum og misserum, nú síðast Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Fyrir hittir hann aðra forstjóra og forvígismenn fyrirtækja, bankastjóra, ráðherra og alþingismenn, kappliðaþjálfara og ég veit ekki hverja og hverja. Það hlýtur að vera líf í tuskunum þarna, gargandi stemm- ari, eins og maðurinn sagði. Til hliðar er að verða til heilt samfélag. Ætli það sé hliðstætt því samfélagi sem við búum í? Það er eiginlega enginn maður með mönnum lengur nema að hann hafi „stigið til hliðar“. Menn er löngu steinhættir að draga sig í hlé, víkja sæti, fara í leyfi, láta staðar numið eða hreinlega bara hætta. Það stíga allir til hlið- ar. Menn stíga hvorki upp né niður, bara til hliðar. Sem minnir mig óþægi- lega mikið á dansnámskeiðin sem ég var látinn sækja í skólanum sem barn og gera án afláts „hliðar saman hlið- ar“. Það átti illa við mig. Og hvaða áhrif hefur þetta haft á sjálfa þjóðaríþróttina, glímu? Eru dæmendur hættir að segja: Stígið! og farnir að segja: Stígið til hliðar! Er ekki löngu tímabært að fólkið þarna „til hliðar“ stofni með sér félag, jafnvel stéttarfélag, sem myndi að sjálfsögðu hljóta nafnið „Hliðar sam- an hliðar“ til marks um samstöðu hópsins og einingu. Margir yrðu kall- aðir til að gegna formennsku í félaginu en blaðafulltrúi þess hlyti að verða Jó- hann „Hliðar“ Harðarson enda þótt ég minnist þess ekki að sá ágæti maður hafi nokkru sinni stigið til hliðar; alltént ekki með hamagangi og moldviðri í fjölmiðlum, eins og gjarnan felst í gjörningnum. En hversu lengi eru menn „til hliðar“? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson steig á sínum tíma til hliðar sem forsætisráðherra. Hann hefur ekki tekið aft- ur við því embætti – alltént ekki ennþá – og þýðir það að hann sé áfram „til hliðar“ enda þótt hann sitji sem fyrr á Alþingi og hafi hlotið til þess braut- argengi og nýtt umboð í síðustu kosningum? Og hvað um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Sigríði Á. Andersen, eru þær ennþá til hliðar. Er Guðmundur Árni Stefánsson jafnvel ennþá til hliðar líka? Hætta menn mögulega aldrei að vera „til hliðar“, hafi þeir á annað borð stig- ið þangað? Og hvert stíga menn þegar þeir eru búnir að vera til hliðar? Hljóta þeir ekki að stíga aftur til hliðar inn á það svið sem þeir voru á fyrir? Er annað í boði? Spyr sá sem ekki veit. Stigið til hliðar Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Og hvert stíga mennþegar þeir eru búnirað vera til hliðar? Hljótaþeir ekki að stíga aftur til hliðar inn á það svið sem þeir voru á fyrir? Encho Stoyanov Hrísgrjónaréttur með kjúklinga- fille og lax. SPURNING DAGSINS Hver er uppáhalds- maturinn þinn? Kasha Okrasa Kjúklingur og grænmeti. Eyjólfur Kristjánsson Lambalæri með bearnaise-sósu. Angelina Obas Lantano Heimagerður kjötréttur með græn- meti. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Ekkert dregið undan Þóra Kolbrá Sigurðardóttir fjölmiðlakona hefur endurútgefið Foreldrahandbókina frá árinu 2010. Bókin er hafsjór fræðandi upplýsinga fyrir verðandi og nýbakaða foreldra.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.