Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Qupperneq 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Qupperneq 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2019 Þessi bók er nokkurs konar hliðarafurð afrannsóknum mínum síðustu 15 árin,“segir Árni Heimir Ingólfsson tónlistar- fræðingur um bókina Tónlist liðinna alda – Íslensk handrit 1100-1800 sem nýverið kom út hjá Crymogeu. „Ég hef skrifað fjölda fræði- legra úttekta á handritaarfinum og flutt erindi bæði hér á landi og erlendis. Mig langaði að finna farveg til að miðla þessum fróðleik til almennings. Lengi vel var ég ekki viss hver væri besta leiðin til þess, en áttaði mig svo á því að best væri að gera sjónræna þættinum og tón- listarflutningnum jafnhátt undir höfði og hinu ritaða máli,“ segir Árni Heimir og vísar þar til þess að fjallað er um 70 handrit í máli og mynd- um auk þess sem hljóðritanir á tónlistinni sem handrit bókarinnar geyma eru aðgengilegar á Spotify og öðrum tónlistaveitum undir heiti bókarinnar. „Auðvitað er fjölda spurninga enn ósvarað og endalaust hægt að grúska áfram. Mér fannst ég hins vegar vera búinn að komast að það miklu að núna væri rétti tíminn til að koma þessu frá mér og miðla til almennings á aðgengilegan og læsilegan hátt,“ segir Árni Heimir og tekur fram að vonandi muni aðrir fræðimenn taka við keflinu og smám saman fylla upp í eyðurnar. „Vonandi verður þessi bók fleirum hvatning til að stunda þessar rannsóknir, því það eru mörg ævistörf enn óunnin í ritun íslenskrar tónlistar- sögu. Okkur vantar fleira fólk á akurinn til að standa í þessu með okkur,“ segir Árni Heimir. Áttaðu sig ekki á verðmætunum Spurður hvernig áhugi hans á tónlistarhandrit- unum hafi kviknað segir Árni Heimir um til- viljun að ræða og rifjar upp að þegar hann var að klára bakkalárnámið sitt í Bandaríkjunum hafi hann farið að venja komur sínar á hand- ritadeild Landsbókasafns Íslands sumarið 1996 til að skoða skissur Jóns Leifs að orgelkonsert tónskáldsins sem Árni Heimir skrifaði um í loka- ritgerð sinni. „Þar hitti ég fyrir Kára Bjarnason handritavörð og Helgu Ingólfsdóttur semb- alleikara, sem voru að vinna að verkefninu Trú og tónlist í íslenskum handritum sem miðaði að því að skrásetja öll íslensk handrit með nótum. Þau sýndu mér reglulega ýmsa dýrgripi úr safn- inu með þeim orðum að þetta þyrfti að rannsaka betur seinna. Þau voru svo áhugasöm að þau smituðu mig,“ segir Árni Heimir, sem frá þeim tíma hefur velt fyrir sér hvaðan handritin komu, hver hafi skrifað þau og í hvaða tilgangi, hvaðan lögin séu, hver sé saga þeirra og af hverju þau hafi endað á Íslandi af öllum stöðum. „Það eru meiri líkur á að yngri handrit hafi varðveist en eldri. Einnig eru meiri líkur á að efni úr eldri handritum hafi varðveist ef á þeim blöðum er efni sem tengist með einhverjum hætti Íslandi eða er skrifað á íslensku. Annars er það óskaplega handahófskennt hvað hefur varðveist og ljóst að aðeins brot af því sem til var hefur varðveist. Frá miðöldum hafa varð- veist um 100 handrit og handritabrot og frá tímabilinu 1550 til 1800 um 150 handrit,“ segir Árni Heimir og tekur fram að því miður beri Árni Magnússon handritasafnari nokkra ábyrgð á því hve rýr þessi arfur er. „Með fullri virðingu fyrir Árna Magnússyni, sem vann mjög mikilvægt starf í varðveislu handrita sem við getum öll verið honum þakklát fyrir, þá hafði hann engan áhuga á tónlist. Hann taldi nótnahandrit frá miðöldum gagnslaus þar sem þar er að finna efni, lög og texta sem er í raun samevrópskur arfur; helsta áhugamál hans var aftur á móti textaheimildir um sögu Íslands eða um íslenskar bókmenntir eða fræði. Hann skar því þessi handrit, sérstaklega kaþólsku handritin sem hafa varðveist mjög illa, í strimla og notaði í bókband og til viðgerða á öðrum handritum,“ segir Árni Heimir og flettir upp á bls. 25 í bók sinni til að sýna blaðamanni mynd af nótnablaði sem augljóslega var notað sem kápa utan um aðra bók. „Árni var ekkert einn um þetta. Svona var bara tíðarandinn. Fólk áttaði sig ekki á verðmætunum sem í þessum handritum fólust. Að vissu leyti er maður í forn- leifauppgreftri að grafa eftir lítilli flís sem hægt er að álykta út frá hvernig húsið hafi verið.“ Oft átt „eureka“-augnablik á söfnum Aðspurður segir Árni Heimir að þótt flest íslensku tónlistarhandritanna séu geymd hér- lendis á handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Stofnun Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum, Þjóðminjasafni Íslands og Þjóðskjalasafni Íslands hafi hann einnig leitað fanga víða um lönd. „Ég hef dvalið langdvölum erlendis til að skoða handrit í er- lendum söfnum,“ segir Árni Heimir og vísar þar til safna í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Oxford, London, Vatíkaninu og Cornell. „Ég hef varla farið til London síðustu 15 árin án þess að stimpla mig inn í British Library til að skoða handritin þar og ég hef einnig verið mikið í Kaupmannahöfn. Ég hef enn ekki gert mér sér- staka ferð til Þrándheims, þar sem finna má eitt lag á einni síðu í einni bók sem ég hef séð á ljós- mynd og þekki. Einhvern daginn legg ég leið mína þangað, þó ekki væri til annars en að geta sagt að ég hafi handleikið öll íslensk tónlistar- handrit fyrri alda,“ segir Árni Heimir kíminn. Spurður hverjar helstu niðurstöður rann- sókna hans á íslensku nótnahandritunum séu segir Árni Heimir ljóst að íslenskt tónlistarlíf fyrr á öldum hafi ekki verið einangrað. „Niður- staða mín er að hér á landi hafi oft og tíðum ver- ið eins blómlegt tónlistarlíf og hægt var að ætl- ast til miðað við allar aðstæður, enda erum við á ystu rönd Evrópu og samskiptin við umheiminn misjafnlega góð, sem og aðstæður til að rækta tónlist hér og þá menningu sem því fylgir. En þegar best tekst til er merkilegt hve mikið berst hingað af tónlist frá meginlandinu,“ segir Árni Heimir og tekur fram að stór hluti vinnu sinnar hafi falist í því reyna að rekja uppruna laganna sem hingað rötuðu. „Ég hef oft átt „eureka“- augnablik á bókasöfnum þegar ég allt í einu átta mig á að það sem við héldum að væri íslenskt þjóðlag er í raun t.d. ítalskur madrígali. Með því að sýna fram á þessa tengingu íslenskra tónlist- arhandrita við umheiminn hafa rannsóknir mín- ar opnað nýja gátt í fræðunum. Tengingin er öðruvísi en við héldum. Hún er ekki bara bund- in við kirkjusöng, Þýskaland og Danmörku heldur var þetta miklu fjölbreyttara, flóknara og áhugaverðara en við höfðum gert okkur í hugarlund,“ segir Árni Heimir og tekur fram að hinn bókmenntalegi hluti tónlistarsögunnar sé ekki síður mikilvægur. „Því Íslendingar ortu ný kvæði við erlendu lögin. Mjög stór hluti af ís- lenskri bókmenntaframleiðslu á árunum eftir siðaskipti er við tónlist. Fólk upplifði ekki ljóð- list sem lestur heldur sem söng. Þessi lög voru því grundvallarforsenda íslenskrar ljóðlistar í mörg hundruð ár.“ Spurður hvort hann sakni einhverra upplýs- inga úr handritunum svarar Árni Heimir ját- andi. „Sá sem skrifar nótur gefur yfirleitt ekki meiri upplýsingar en þarf að gefa til þess að hægt sé að flytja tónlistina á réttan hátt. Það sem fólki þótti ekki nauðsynlegt að taka fram var til dæmis hver ætti að syngja eða hversu margir, hversu hægt eða hratt ætti að syngja og hvernig raddbeitingin væri. Var hún meira í ætt við þjóðlagasöng eða íslenskan rímnaflutning og hversu mikið var í raun sungið í röddum? Í handritum er oft aðeins ein rödd úr verki sem ég hef síðan komist að að er fjögurra radda tón- smíð. Tilgáta mín er sú að á einhverjum tíma- punkti hafi verið hægt að stunda kórsöng í fjór- um röddum og að það hafi verið grundvöllur þess að fólk var að flytja hingað nótur að þess konar tónlist, annars væri ekki auðséð hvers vegna slík tónlist hefði átt að skila sér hingað. Eftir því sem flosnaði upp úr þess konar söng hafi samt einhverjir viljað halda í einhverjar lín- ur úr þessum lögum. En hversu lengi eða hversu mikið þessi kórsöngur var iðkaður og hvers vegna hann datt upp fyrir er ómögulegt að segja,“ segir Árni Heimir og tekur fram að hann finni fyrir vaxandi áhuga erlendra fræði- manna á íslenskri tónlistarsögu. „Þeir eru í auknum mæli að gera sér grein fyrir því að við erum ekki þessi menningarlega eyðimörk sem bæði við og aðrir hafa svo lengi haldið.“ Að sögn Árna Heimis er bók hans þó fyrst og fremst ætluð almenningi. „Markmiðið er að fólk geti skoðað myndirnar og hlustað á tónlistina og þannig upplifað þennan heim í margmiðlunar- umhverfi,“ segir Árni Heimir, sem útsetti nokk- ur laganna og stjórnaði þeim öllum, en meðal flytjenda eru Kammerkórinn Carmina, Nordic Affect og mikill fjöldi íslenskra söngvara sem vanir eru að syngja endurreisnar- og barokk- tónlist. „Það er mjög dýrmætt fyrir mig sem fræðimann, sem er að grúska einn í morknuðum blöðum á bókasafninu, að fá sem tónlistarflytj- andi tækifæri til að láta tónlistina lifna við. Þar verða til þeir galdrar sem tónlistin býr yfir en blaðið sjálft nær aldrei að fanga.“ Nú var rétti tíminn til að miðla Morgunblaðið/Eggert Endurunnin kaþólsk messubók „Handritið Thott 154 fol. á Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn hefur hlotið afar litla eftirtekt hjá fræðimönnum, að minnsta kosti þeim sem skrifa um tónlist. Kannski er það vegna þess að handritið er bara að hluta íslenskt; þetta er upphaflega ensk messubók frá 14. öld, en hún var skafin upp og íslenskir messusöngvar skrif- aðir á blöðin í staðinn, líklega um 1600. Mynd- irnar fögru fengu þó til allrar hamingju að halda sér. Ég var staddur í Kaupmannahöfn í fyrravor að skoða annað nótnahandrit og þegar aðeins fáeinir dagar voru í heimför ákvað ég að panta þetta handrit á lestrarsalnum, eiginlega bara af rælni. Ég gerði mér litlar vonir um að hér væri eftir einhverju að slægjast, þar sem ég hafði hvergi rekist á umfjöllun um þetta handrit. Það má með sanni segja að ég hafi misst andlitið þetta síðdegi á Konungsbókhlöðu, enda er þetta alveg einstaklega fallegt handrit og merki- legur gripur,“ segir Árni Heimir Ingólfsson. Tónlist liðinna alda nefnist bók sem Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur sendi nýverið frá sér. Þar rekur hann sögu íslenskrar tónlistar frá miðöldum til loka 18. aldar, gerir grein fyrir þróun nótna- ritunar og hræringum í þróun söngs auk þess að tæpa á sögu hljóðfæraleiks á Íslandi. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er mjög dýrmætt fyrir mig sem fræði- mann sem er að grúska einn í morknuðum blöðum á bókasafninu að fá sem tónlist- arflytjandi tækifæri til að láta tónlistina lifna við,“ segir Árni Heimir Ingólfsson.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.