Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Side 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Side 15
24.11. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 auglýsingu. Við fengum okkur lögmann sem hafði samband við þá og þeir borguðu okkur sæmilega fyrir. Þannig gátum við svo keypt græjurnar, sem var frábært,“ segir hann. „Af trilljónum norðurljósamynda sem til eru á netinu þá völdu þeir mína. Mér finnst það skrítin tilviljun.“ Pétur hafði áður myndað himingeiminn en fékk nú til þess betri tæki. „Ég var oft búinn að skoða myndir frá NASA og láta mig dreyma um að geta tekið svoleiðis myndir. En ég hélt að það væri ekki hægt. Ég var svo hissa en þegar ég skoðaði málið sá ég að venjulegt fólk var að taka svona myndir,“ segir Pétur. „Ég byrjaði að fikra mig áfram og í upphafi voru myndirnar herfilegar. Það þarf ákveðnar aðstæður og ég fór út nótt eftir nótt. Ég gerði þetta í tvö ár og myndirnar urðu sífellt betri,“ segir hann. „Ég bætti svo við græjurnar og nú erum við enn sem komið er þeir einu á Íslandi, að ég best veit, sem eru að taka geimmyndir með svona mikilli nákvæmni,“ segir Pétur og segist hann selja myndir sínar á Kosmoss.is en þær eru prentaðar í mestu gæðum á stálplötur. „Það sem þetta gerði fyrir mig var að breyta alheiminum í eitthvað áþreifanlegt og raun- verulegt,“ segir Pétur og er hann nú aðallega að starfa við djúpgeimsljósmyndun úr stjörnu- skoðunarstöð sinni nálægt Hellu. Að sitja andspænis drekanum Pétur hefur þurft að finna leiðir til þess að af- bera stöðuga verki. „Það fylgja þessu krón- ískir taugaverkir. Ég er eitt versta tilvik sem læknarnir á Grensási höfðu séð. Ég var stund- um öskrandi af kvölum og oft í marga klukku- tíma þar til einhver hringdi á sjúkrabíl og ég var sprautaður niður. Þegar þetta gerðist var eins og ég væri haldinn illum öndum. Þetta gerðist í upphafi um einu sinni í mánuði. Svo var lengra á milli og skánaði aðeins en ég fæ slæma taugaverki á hverjum degi,“ segir hann. „Það sem hefur bjargað mér er að ég hef náð að aftengja þjáningu frá sársauka. Ef þú setur hönd á heita hellu þá finnur þú sársauka og hugsar, þetta er vont. Þú þjáist. Það er hægt að breyta þessari hugsun. Það er hægt að upplifa sársauka án þess að þjást. Ef maður nær að aftengja og horfir inn í sársaukann, að sitja andspænis drekanum sem spúir eldi, þá nær maður að minnka þjáninguna,“ segir hann. Þrisvar á meðan á viðtalinu stóð þurfti Pétur að taka hlé, beygja höfuð niður og bíða eftir að bylgja verkja gengi yfir. Þá sat hann rólegur og yf- irvegaður með lokuð augu. „Þetta er vont; ég er með höndina á hellunni núna, en það er ekki þjáning. Ef ég hugsa um það og gretti mig, finn ég miklu meira til,“ seg- ir hann og segir verkina vera í hnjánum. Hvernig verkir eru þetta? „Þetta er svipað eins og þú myndir lemja hamri fast á þumallinn. Það kemur svona svakalegur þrýstingsverkur og það er í því hjartsláttur. Hver sláttur er eins og hníf- stunga í hnéð. Það er ein tegund af sársauka af mörgum.“ Þjáist minna og meiri sátt Til þess að lifa með þessa verki fór Pétur til Bretlands og lærði hjá dáleiðanda. „Hann í raun opnaði undirmeðvitundina. Hann dáleiddi mig en ég var með meðvitund. Hann kafaði of- an í undirmeðvitundina og talaði en ég heyrði ekkert. Þetta kveikti hjá mér þetta ferli að fara inn á við. Ég áttaði mig á því að það væri meira á bak við líkamann en bara það áþreif- anlega. Eftir margra ára þjáningu fann ég að ég vildi upplifa og skilja veruleikann eins og hann var í grunninn. Hráan. Þetta hefur breytt því hvernig ég horfi á veruleikann,“ segir Pétur og útskýrir hvað hann á við með veruleikann. „Ég er ekki að tala um lífið mitt eða mína sögu heldur allt sem ég skynja á hverjum tíma. Við höldum að veruleikinn sé einungis það sem við sjáum og skynjum en það er hálfgerð blekking. Veruleikinn er líka inni í meðvitund- inni; inni í huganum. Kaffibollinn hér á borð- inu er ekki eins fyrir alla; hver og einn er með sína upplifun af honum. Veruleikinn er ólíkur eftir fólki og ekki steyptur í mót, heldur frekar fljótandi.“ Hvað gerir það fyrir þig að skilja veru- leikann á annan hátt? „Þetta hjálpar við leitina að sannleikanum. Að finna það sem er virkilega raunverulegt. Það sýnir mér líka fegurðina í litlum hvers- dagslegum hlutum. Ég get til dæmis tárast bara við það að horfa á venjulegt sólsetur.“ Ertu búinn að finna sannleikann? „Nei,“ segir Pétur og hlær. „Ég held að ég muni aldrei segjast vera búinn að finna sann- leikann.“ Pétur segir að hægt sé að læra þá tækni að skynja veruleikann á annan hátt en við gerum flest. „Í hugleiðslu sem margir stunda er hægt að setjast niður og stilla hugann og ná slökun en alvöruhugleiðsla er miklu dýpri en það. Ef maður nær að sleppa tökum á öllum hugsunum og útiloka allt utanaðkomandi áreiti, þá kemst maður nálægt því að finna sannleikann. Hug- leiðsla er verkfæri til þess og hefur hjálpað mér rosalega mikið, bæði andlega og lík- amlega,“ segir hann. „Hugleiðsla kennir manni að bregðast öðru- vísi við áreiti og verkjum. Í stað þess að verða pirraður hugsar maður; „þetta skiptir engu máli“. Og þegar sársaukinn er vondur er hægt að horfa á hann utan frá og ákveða hvernig maður bregst við honum. Þetta er tækni sem allir geta notað til þess að eiga betra líf,“ segir hann. „Þetta hefur hjálpað mér að þjást minna og lifa í sátt við það sem er erfitt.“ Meðvitundin í draumaheiminum Draumaheimurinn heillar Pétur og segist hann æfa sig í að láta sig dreyma meðvitaða drauma. „Þetta eru draumar sem ég veit að mig er að dreyma, á meðan mig dreymir. Þá get ég svo opnað nýjar víddir,“ segir hann. „Þegar þetta er stundað kemst maður að því að draumaheimurinn er í raun hliðarveruleiki en við kunnum oft ekki að meta hann, ekki hér í vestrinu. Ef maður fer að pæla í undirmeðvit- undinni sér maður að draumar geta haft mikil áhrif á mann. Ég hef líka æft mig í að skipta á milli heima án þess að sofna. Líkaminn sofnar en meðvitundin er samt vakandi á meðan,“ út- skýrir Pétur. „Ef maður stundar hugleiðslu í draum- heiminum kemst maður beint í svakalegt vitund- arástand. Það getur valdið straumhvörfum í lífinu. Það er ólýsanleg tilfinning. Ég hef mik- inn áhuga á að vera stöðugt að þróa mín skoðanakerfi, mína heims- mynd og mitt andlega líf. Ég vil þróa það sem ég trúi á, án þess að það tengist endilega trúarbrögðum. Ég vil ekki staðna. Takmarkið er að komast að uppljómun. Þá verður maður ónæmur fyrir allri þjáningu,“ segir hann. „Ég byrjaði á þessu því það voru engin svör neins staðar. Læknar sögðust ekki geta gert neitt fyrir mig nema gefa mér fleiri pillur; deyfa mig. Það var endalaus þjáning. Þegar allt brást í vestræna kerfinu leitaði ég í austur- átt. Í búddisma lærir maður skilning og hvern- ig enda á þjáningu. Ég skilgreini mig ekki endilega sem Búddista heldur tek það besta úr mörgum trúarbrögðum. Ég er ekki kominn á leiðarenda en mér finnst ég vera á leiðinni. Og þegar maður kemst nær sannleikanum fer maður að skilja betur heiminn og fyllist meiri samkennd og samúð.“ Erfiður og harður lærdómur Pétur hefur lært mikið á þessum tæpa áratug frá slysinu. Nú vill hann hjálpa öðrum sem þjást. „Ég er kominn á þann stað að mér finnst loksins eins og ég geti kennt fólki að komast yfir sína þjáningu. Það hjálpar mér á minni eigin braut, að hjálpa öðrum. Þetta snýst um að öðlast innri frið og opna nýja heima fyrir fólki,“ segir hann. „Ég og vinkona mín, jógakennarinn og heilarinn, Sara María Júlíudóttir, ætlum að taka fólk á „retreat“; eins konar helg- arnámskeið, og höfum verið með nokkur nú þegar,“ segir hann. „Það er svo erfitt fyrir fólk að vera opið fyrir því sem það þekkir ekki. Við ætlum að breyta því með þessum námskeiðum. Þar munum við kenna öndun og hugleiðslu ásamt þeim aðferð- um sem við höfum lært til að opna vitund og minnka þjáningu,“ segir Pétur. „Við viljum búa til upplifun sem smitast út í lífið og hefur áhrif. Þetta snýst um að þekkja sjálfan sig betur. Fólk mun þurfa að horfast í augu við djöfla sína og þjáningu. Þetta er fyrir fólk sem leitar að sínum persónulega sann- leika.“ Ertu kominn á góðan stað í lífinu í dag? „Mér finnst það. Ég er búinn að ná innri sátt af því að ég get aftengt sársaukann þjáning- unni. Ég hugsaði áður að ég hefði hlotið verstu örlög í heimi. En nú get ég séð þetta sem gríð- arlega erfiðan og harðan lærdóm. Ég hef verið með verki í níu ár og það er nóg. Það væri kraftaverk ef þeir hyrfu en ég skil hvers virði það er að ganga í gegnum svona yfirgengilega þjáningu,“ segir Pétur. „Ég missti ekki bara getuna til að ganga, ég missti í raun hálfan líkama. Ég þarf að lifa með því að vera í líflausum líkama. Ég er ekki að fara að breyta því en hugurinn getur komist yfir hvað sem er. Yfirgengileg þjáning er oft leiðin að endanlegri uppljómun.“ Pétur tekur afar fallegar djúpgeimsljósmyndir sem hann selur á heimasíðunni kosmoss.is. Pétur féll stjórnlaust fram af tólf metra háum kletti í fjalli í Austurríki. „Ég lenti á veginum. Það er fáránlegt að lifa þetta af. Ég var með meðvit- und allan tímann nema þegar ég var í frjálsu falli; það er í móðu,“ segir Pétur. Hann fór síðar í hjólastólnum á slysstað og virti fyrir sér klettinn. Morgunblaðið/Ásdís „Ég þarf að lifa með því að vera í líflausum líkama. Ég er ekki að fara að breyta því en hugurinn getur komist yfir hvað sem er,“ segir Pétur Kristján Guðmundsson sem er lamaður fyrir neðan mitti. ’Ég var í afneitun í tvö ár ogtrúði því raunverulega aðég myndi geta gengið á ný envonin fór dvínandi. Ég sá fyrir mér að labba bara eins og For- rest Gump; labba þar til spelk- urnar myndu hrynja af mér.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.