Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Side 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Side 17
ekki aðeins litblindir í víðasta skilningi orðsins, held- ur um flest það sem nú var nefnt, úti að aka. En það þýðir ekki að við getum ekki notið myndar. Og það þýðir ekki heldur að við getum ekki ákveðið fyrir okkur hvaða mynd sé klassísk, þótt við séum ófær um að útskýra hvers vegna. Okkar „klassíska“ einkunn þýðir aðallega að við getum horft á þá mynd oftar en einu sinni. Hún þýðir líka að við getum horft á hana margoft, þótt við þekkjum söguþráðinn eins og væri hann litla gula hænan. Á sumar myndir horfum við aftur vegna þess að það liggur andrúm í lofti sem kallar á það. Eða við erum í sófanum með einhverjum sem er einmitt svo gott að horfa með á þessa mynd og það oft. Stundum á það andrúm ekki endilega við um alla, heldur bara þig og þann sem ætlar að njóta með þér. Rauði október ýtir við Myndina um æsilegan eltingaleikinn við ofurkafbátinn Rauða október fannst þessum skriffinni tilvalið að horfa á nú í nóvember. Hún er að hans mati klassísk. Ekkert skal fullyrt um að hún sé gallalaus. Það er örugglega hæpið að söguþráðurinn gangi algjörlega upp. Það er til dæmis fjarri því að vera líklegt að Sovét- ríkin hafi verið í færum um að smíða slíkan ofurkafbát á þessum tíma og margt annað má tína til. En klassísk er myndin á mælikvarða bréfritara, þótt sá gildi einungis fyrir hann. Sean Connerey, sir Thom- as, eins og hann forframaður heitir núna, er leikari í úr- valsflokki og á heima í stórmyndum. Ungt fólk ætti að geta haft gaman af þessari mynd, þótt rúmur aldarfjórðungur sé frá því að kynslóðirnar á undan, þá í blóma lífsins, hrærðust í og hræddust kjarn- orku- og kaldastríðsógn. Kjarnorkuvopnum fjölgar sífellt og „óábyrgari þjóð- ir“ komast yfir þau. Nægir að nefna Norður-Kóreu, Pakistan og Íran. En „kjarnorkuógnin“ er samt fjarlæg núna, enda hefur sænska barnið ekki nefnt hana einu orði enn. En svo ýtti það við aðdáanda þessarar klassísku myndar þegar hann, með sinn snert af innlokunar- kennd, var staddur í kafbátsferlíkinu á fjögur hundruð metra dýpi út af Reykjanesi, í stjórnendarými hans, og Pútín skaust skyndilega inn í umræðuna. Auðvitað var það ekki „okkar“ Pútín, en nafni hans í þessum ímynd- aða veruleika, og hann nægði til að ýta manni örstutta stund út úr draumkenndri spennu myndarinnar. Sú var reyndar ótrúlega vel tímasett og frumsýnd 1990 á fyrsta heila árinu eftir fall múrsins. Tom Clancy skrifaði bókina sem myndin er gerð eft- ir árið 1984 skömmu áður en Gorbatsjov varð leiðtogi Sovétríkjanna. Almenna bókafélagið, sem skrifari starfaði fyrir um skamma hríð á áttunda áratugnum og sat síðar í stjórn hjá, gaf þessa bók Clancys út. Varð dálítil saga um fyrirhugaða komu rithöfundarins hingað í tilefni af bókinni, en hún verður að bíða. Pútín rýnir í kúluna En það að Pútín skyldi mæta óvænt, eins og óboðinn gestur inn í þessa mynd, dró athyglina að nafna hans, forseta Rússlands, og að merkilegum viðhorfum hans sem hann viðraði í vikunni. Eins og nefnt var hér í síðasta Reykjavíkurbréfi kom fall múrsins og Sovétríkjanna hundruðum þús- unda sovétfræðinga í opna skjöldu. Um það gilti full- komlega það sem skáldið orðaði svo haglega af öðru tilefni: „Það var ekki fyrr en eftir hrunið sem allir sáu það fyrir.“ En í vikunni lýsti Pútín því yfir að hann teldi að Evr- ópusambandið myndi ekki lifa af næsta áratug. Hann bætti því svo við að hrun þess hefði hafist fyrir nokkru og ekki væri ólíklegt að það myndi taka um það bil áratug að lognast algjörlega út af. Pútin rökstuddi þetta mat sitt skilmerkilega og þá röksemdafærslu geta menn nálgast, en bréfritari vill ekki gera Gúggli það til geðs að éta það upp eftir hon- um hér. En af hverju féll þá sovétið? En það var ekki síður eftirtektarvert að forsetinn sagðist sjá líkingu með þessu falli og hruni Sovét- ríkjanna, en segja mætti að það hrun hefði einnig tekið áratug. Eins og rætt var hér fyrir viku þá voru þau tíu ár Sovétríkjunum erfið. Brésnév sat í átján ár sem leiðtogi sovétsins, og aðeins Stalín sat lengur. En seinustu 2-3 ár hans voru honum og ríkinu mjög erfið enda verulega af honum dregið, þótt reynt hafi verið að leyna því eins og frekast var unnt. En það eru þó til fréttabrot af fundum hans og ræðum sem hann komst ekki hjá að flytja frá þessum síðustu valdaárum og var það allt heldur dapurlegt að horfa upp á. Andropov, æðsti yfirmaður KGB, sem tók við af Brésnév látnum, var þá þegar farinn að heilsu og entist ekki nema í eitt ár og fáeina mánuði í valda- stóli og hafði þó iðulega verið frá vegna veikinda. Og eftirmaður hans, Tsjernenkó, dugði enn skemur. Gorbatsjov sem tók við árið 1985, eftir að þrír leiðtog- ar Sovétríkjanna, annars stórveldis veraldar, höfðu dáið á jafnmörgum árum og verið hrumir og óstarf- hæfir miklu lengur, tók við hörmulegu búi. Enda var honum mjög brugðið þegar hann skynjaði að ríkið stóð á algjörum brauðfótum. Eftir skattalækkanir Reagans, ótrúlega glæsilegt endurkjör og kraftmikla framtíðarsýn, sem hann sam- einaði landa sína um með einstæðum persónutöfrum, malaði efnahagsvél Bandaríkjanna sem aldrei fyrr. Yfirburðir hins frjálsa hagkerfis gagnvart þung- lamalegum áætlunarbúskap voru því himinhrópandi á þessum tíma. Það var virðingarvert af Gorbatsjov að leitast við að fækka fjötrum af fólkinu í þessu kerfi. En það breytti ekki því að það blasti við öllum að Sovétríkin voru eins og hlaupari sem var við það að springa, þótt keppi- nauturinn hefði þegar hlaupið nokkra hringi umfram hann og blési ekki úr nös. Kjarkurinn bilaði þá, bilar hann nú? Frjálsræðistilburðir hans og „undanlátssemi“ skapaði einnig ótta hjá forystumönnum í Æðstaráðinu og með- al leppríkjanna, sem urðu órólegir um sinn persónu- lega hag. Pútín forseti var einn af æðstu yfirmönnum KGB í Þýskalandi og hann þekkir vel til þýsku þjóðarinnar og helstu leiðtoga hennar og andrúmsloftsins í land- inu. Þýskaland leiðir ESB, hvort sem meðlimaþjóð- irnar kannast við það eða ekki. De Gaulle var síðasti forseti Frakklands sem var í húsbóndahlutverki gagn- vart þeim í álfunni og kom margt til. Sjálfsagt er að hafa í huga að Pútín ber þungan hug til ESB um þessar mundir vegna efnahagsþvingana þess. Hann myndi því sjálfsagt gráta fall sambandsins þurrum tárum. En það er ofureinföldun að útskýra þessa spá hans sem óskhyggjuna eina. Upp koma svik Í bandaríska þinginu fara nú fram „afsagnaryfir- heyrslur“ yfir Trump fjarstöddum sem nánast ein- göngu eru hugsaðar til þess að reyna að fá menn til að gleyma rússagaldursfloppinu sem foringjar CIA, FBI og sameiginlegrar leyniþjónustu Bandaríkjanna undir forystu Clapper héldu utan um. Þeir litu áfram á sig sem menn Obama forseta eftir að nýr forseti var kosinn, og virtust ráðnir í að „leið- rétta“ vitlausa niðurstöðu kosninganna, svo brjál- æðislegt sem það vissulega hljómar! Hingað til hefur ekkert komið fram í þeirri uppsetn- ingu sem nú er á fjölum þingsins vestra nema laus- beislaðar vangaveltur andstæðinga forsetans í dipló- matíunni um að framganga hans hafi verið „óviðeigandi“. Ef það væri mælistika mættu stjórnmálamenn í öll- um löndum og öllum álfum fara að biðja guð að hjálpa sér. Diplómatískur tepruskapur á rétt á sér ekkert síður en kirsuber efst á rjómatertu, en hann ræður aldrei för í alvöru landi. Það er ekki víst að öll viðhorf Markó Ramíusar, skipherra á Rauða október, eða framganga hans hefði staðist á mælikvarða dansskóla diplómatíunnar eða alltaf verið viðeigandi, enda mundi dúxinn í þeim skóla aldrei fá að nálgast brúna á slíku skipi. Það er klassísk staðreynd. Morgunblaðið/Árni Sæberg 24.11. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.