Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Page 32
SUNNUDAGUR 24. NÓVEMBER 2019
● Auka blóðflæði í höfði;
● Slaka á vöðvum í hnakka;
● Bæta öndun með því að slaka á
axlasvæði;
● Samhæfa ósjálfráða taugakerfið;
● Slaka á vöðvum í efri hluta kviðar;
● Bæta virkni meltingarkerfisins;
● Bæta blóðflæði í nára.
ÖRVUN MEÐ SVÆÐANUDDSINNLEGGI
MIÐAR AÐ ÞVÍ AÐ:
SLÖKUN
OG VELLÍÐAN
RAUÐ IR , B L Á I R , B L E I K I R , L JÓS I R OG GRÁ IR
BARA Í BETRA BAKI
Með fimm svæða nuddinnleggi
UNDRA nærðu slökun og vel
líðan sem dregur úr spennu
og örvar blóðflæði. Heilsu
inniskórnir eru fallegir, hlýir
og einstaklega þægilegir.
Fáanlegir í dökkgrárri, ljósri,
blárri, bleikri eða rauðri
merínóull. Komdu og prófaðu!
BYLTINGAKENNT
5 SVÆÐA NUDD-
INNLEGG ÚR LEÐRI
BYLTING FYRIR
ÞREYTTA FÆTUR
UNDRI HEILSUINNISKÓR
V E
F V E R S L U N
A
LLTAF OP
IN
www.betrabak.is
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
UNDRI
HEILSUINNISKÓR
RAUÐIR STÆRÐIR: 37–42
BLÁIR STÆRÐIR: 36–42
BLEIKIR STÆRÐIR: 35–42
LJÓSIR STÆRÐIR: 35–42
GRÁIR STÆRÐIR: 35–47
7.900 kr.
HÖFUM LAGT GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI Í
„Það var eitthvað geggjað við það að
sjá José Mourinho með Tottenham-
treyjuna í vikunni og ég er mjög
spenntur að sjá hvað gerist. Auðvitað
getur brugðið til beggja vona en mér
segir svo hugur að það séu spennandi
tímar fram undan hjá liðinu,“ segir
Björn Bragi Arnarsson, uppistandari
og bókaútgefandi með meiru, en hann
hefur fylgt hinu fornfræga enska knatt-
spyrnufélagi Tottenham Hotspur að málum frá blautu
barnsbeini.
Fyrir utan frábæran árangur í Meistaradeild Evrópu
síðasta vor hefur gengi Tottenham á þessu almanaksári
verið slakt og enda þótt Mauricio Pochettino hafi gert frá-
bæra hluti með liðið og stuðningsmönnum hljóti að þykja
vænt um hann er Björn Bragi sáttur við stjóraskiptin.
„Allt tekur enda og líklega var tími Pochettino liðinn,“
segir hann.
Björn Bragi á ekki von á öðru en að Mourinho fái hlýjar
móttökur þegar Tottenham sækir West Ham United heim
um helgina. „Hann er auðvitað súperstjarna í fótbolta-
heiminum og einn sigursælasti þjálfari sem sögur fara af.
Og eins og Eiður Smári hefur bent á, þá hlusta allir þegar
hann talar. Síðasta verkefni, hjá Manchester United, gekk
að vísu ekki vel en þess heldur ætti hann að vera staðráð-
inn í að standa sig vel. Það virðist liggja prýðilega á honum
og sennilega er hann búinn að átta sig á því að það þarf að
gefa til að fá. Ég trúi ekki öðru en að stuðningsmenn Tott-
enham sýni honum virðingu og gefi honum tækifæri. Mað-
ur styður alltaf liðið sitt, ekki bara þegar gengur vel. Það
vita engir betur en við Tottenham-menn!“
José Mourinho er ekki
allra en ekki verður
deilt um afrek hans.
AFP
Spark-Móri gengur aftur
Björn Bragi
Arnarsson
Skiptar skoðanir eru um ráðningu José Mourinho til Tottenham Hotspur en
Björn Bragi Arnarsson, aðdáandi liðsins, hefur mikla trú á kappanum.
Að gefnu tilefni sendi Samband
íslenskra samvinnufélaga, SÍS,
Morgunblaðinu eftirfarandi at-
hugasemd á þessum degi fyrir
fjörutíu árum, 24. nóvember
1979:
„Í Morgunblaðinu 20. nóv. er
birt grein um njósnamál brezka
listfræðingsins Anthony Blunt,
sem verið hefur í fréttum und-
anfarið. Meðal annars segir þar
frá þeim atburði, þegar Blunt
játaði sekt sína árið 1964, og
segir í greininni, að „þetta af-
drifaríka viðtal fór fram í auðri
íbúð tilvonandi forstöðumanns
SIS, sem var fjarverandi“. Án
þess að ástæða sé til að gera
þetta að stórmáli, þá má gera
ráð fyrir því, að þegar lesendur
Morgunblaðsins sjá skammstöf-
unina SIS, þá detti þeim fyrst af
öllu í hug Samband ísl. sam-
vinnufélaga. Þetta á enn frekar
við, þar sem Sambandið hefur
rekið innkaupa- og söluskrif-
stofu í London frá 1962, og svo
vill til, að árið 1964 urðu þar ein-
mitt framkvæmdastjórnarskipti.
Þess vegna skal það upplýst, að
Sambandinu er ekki kunnugt
um, að nokkur starfsmaður þess
hafi komizt í minnstu snertingu
við þetta umrædda njósnamál.
Þvert á móti má þykja trúlegast,
að skammstöfunin SIS eigi hér
við ekki ómerkari stofnun en
leyniþjónustu hennar hátignar
Bretadrottningar. Sú stofnun
heitir á ensku Secret Intelli-
gence Service, sem í daglegu tali
er skammstafað SIS.“
GAMLA FRÉTTIN
SÍS ekki
tengt
njósnum
SÍS kannaðist ekkert við að hafa tengst gömlu njósnamáli í Bretlandi.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Philip Seymour Hoffman
leikari
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
leikkona
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
alþingismaður