Fréttablaðið - 20.02.2020, Qupperneq 7
Verðmæti Tora rollu
samsvarar árslaunum
einstaklings.
Álverið í Straumsvík er
fyrirtæki sem margir byggja
afkomuna á, ítrekar bæjar-
stjórnin í Hafnarfirði.
best núna!
Afgreiðslutímar á www.kronan.is
Krónan
mælir með!
Mmm ...
mangó TRÚMÁL Íslenski gyðingasöfnuð-
urinn fékk í síðustu viku af henta
Torah rollu að gjöf. Avi Feldman
rabbíni segir þetta einstaklega
mikilvægt því Torah sé undirstaða
hvers gyðingasamfélags.
„Torah er biblían, handskrifuð
á fornhebresku, á pergamenti sem
hvert samfélag gyðinga verður að
eiga. Við lesum og lærum úr Torah
og það gefur okkur andagift, gildi
og leiðsögn,“ segir Feldman. „Torah
skilgreinir okkur sem þjóð.“
Segir hann Torah eins konar
stjórnarskrá gyðinga, sem eru ekki
þjóðríki. Gyðingar hafi orðið þjóð
áður en þeir áttu land.
Gjöfin kom frá svissnesku hjón-
unum Adinu og Uri Krausz, í til-
efni af 50 ára afmæli Uri, en þau
eru búsett í borginni Zürich. Komu
þau til Íslands til þess að afhenda
gjöfina með viðhöfn.
„Þau vildu gera eitthvað sérstakt
og ákváðu því að gefa Torah til safn-
aðar sem þarfnaðist ritsins. Af ein-
hverjum ástæðum völdu þau okkur
og við erum vitaskuld afar þakklát,“
segir Feldman.
Torah er engin smásmíði í fram-
leiðslu og það tekur heilt ár að
skrifa rolluna upp. Feldman getur
ekki nefnt neina ákveðna tölu hvað
rollan kostar, en það samsvari
heildarárslaunum einnar mann-
eskju. „Síðasti stafurinn var ritaður
hérna á Íslandi, sem hefur sérstaka
merkingu fyrir okkur.“
Það tekur nokkra þjálfun að lesa
úr rollunni, en textarnir eru einnig
til í venjulegum prentuðum bókum.
Rollan er aðeins notuð þegar söfn-
uðurinn kemur saman, svo sem í
athöfnum og á helgidögum okkar.
Feldman, sem er upprunalega
frá Brooklyn í New York, kom
til landsins með fjölskyldu sinni
vorið 2018. En fram að því hafði
ekkert utanumhald verið um sam-
félag gyðinga á Íslandi, sem er mjög
fámennt. Feldman segir að verið sé,
í samstarfi við lögmann, að koma
því í kring að söfnuður gyðinga
verði skráður sem trúfélag. En það
er meðal annars forsenda fyrir því
að hægt sé að afla sóknargjalda.
„Við erum búin að fylla út alla
pappíra og skila þeim inn. Lög-
maður okkar býst við því að þetta
verði samþykkt í næsta mánuði,“
segir Feldman.
Félagið fékk 25 meðmælendur,
sem er lágmarksfjöldi til þess að
sýslumaður geti staðfest það. Með-
mælendurnir þurfa hins vegar ekki
að vera skráðir í félagið og Feldman
segist ekki vita hversu stór söfnuð-
urinn verður.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Torah rolla fyrir nýtt
félag gyðinga á Íslandi
Íslenski gyðingasöfnuðurinn hefur fengið að gjöf Torah rollu frá svissneskum
hjónum. Samkvæmt rabbína safnaðarins er slík rolla grundvöllurinn að
hverju samfélagi. Söfnuðurinn er nú að sækja um að gerast formlegt trúfélag.
„Við erum vitaskuld afar þakklát,” segir Avi Feldman. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Í viðbragðsstöðu gegn hryðjuverkum
Rússneska alríkislögreglan hélt viðbragðsæfingar gegn hryðjuverkum í gær. Hér má sjá þungbúna sérsveitarmenn á stífum æfingum á Shuvakish
lestarstöðinni í Jekaterínburg, Rússlandi. Þar réðust þeir inn í lestirnar og skutu þar á myndir af meintum hryðjuverkamönnum. MYND/GETTY
STÓRIÐJA „Bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar skorar á stjórnvöld og aðra
hlutaðeigandi að vinna að því að
Ísland verði samkeppnishæft fyrir
fyrirtæki sem nýta umhverfisvæna
orku fyrir starfsemi sína,“ segir í
bókun sem bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar samþykkti samhljóma í gær.
Kveðst bæja r st jór nin ha fa
áhyggjur af óvissu um starfsemi
álversins í Straumsvík. Er þar vænt-
anlega vísað til fregna um að Rio
Tinto boði samdrátt í framleiðslu í
Straumsvík eða að hún verði jafnvel
alveg lögð af. Er það sagt vera vegna
orkuverðs sem félagið greiðir sam-
kvæmt samningi þess við Lands-
virkjun og félagið segir ekki vera
samkeppnisfært við það sem öðrum
álverum standi til boða, bæði á
Íslandi og erlendis.
„Er um að ræða rótgróið fyrirtæki
sem margir Hafnfirðingar byggja
afkomu sína á,“ undirstrikar bæjar-
stjórnin. – gar
Orkan hér verði
samkeppnishæf
Álver Ísal. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð