Fréttablaðið - 20.02.2020, Síða 9
Þó að erlendum
fjárfestum hafi
fækkað hljóta allir að vera
sammála um að mikilvægt
sé að þróa þetta form ef
markmiðið er að fá erlent
fjármagn til landsins.
Ólafur Sigurðsson,
framkvæmdastjóri Birtu
lífeyrissjóðs
Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn
þriðjudaginn 24. mars kl. 18:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Dagskrá fundarins
• Venjuleg ársfundarstörf, dagskrárliðir skv. grein 6.6
í samþykktum sjóðsins.
• Kynning tryggingastærðfræðings, tryggingafræðileg staða
LV og áhrif hækkandi lífaldurs.
• Önnur mál.
Sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum.
Fundargögn verða afhent á fundarstað.
Reykjavík, 23. janúar 2020
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Ársfundur 2020
Lífeyrissjóður
verzlunarmanna
—
live.is
Ti l nef n i ng a r nef nd i r geta gert skráð félög að álitlegri kosti fyrir e rle nd a f já r fe s t a . Mikilvægt er að fyrirkomulag ið sé f jöl
breytt svo að unnt sé að meta kosti
og galla við ólíkar útfærslur. Þá
getur verið æskilegt að virkja nefnd
irnar til að leita að frambjóðendum
frekar en að gera þær að stjórnsýslu
einingum sem taka við framboðum.
Þetta segir Ólafur Sigurðsson, fram
kvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs.
„Markmiðið hlýtur að vera að
skipa stjórn á hverjum tíma sem
hentar félaginu best að teknu til
liti til aðstæðna á hverjum tíma.
Aðstæður breytast og stjórnir og
tilnefningarnefndir þurfa að finna
verklagið sem leiðir til bestu liðs
heildarinnar á hverjum tíma,“
segir Ólafur sem heldur erindi á
vegum Stjórnvísis í dag um ábyrga
stjórnarhætti og auknar kröfur um
gagnsæi.
Ólafur segir að hvað stjórnar
hætti varðar sé nú mest umræða
um tilnefningarnefndir, starfsemi
þeirra og skipan. Hann segist ekki
þekkja orðið marga sem hallmæli
tilvist þessara nefnda. Það séu helst
„gamaldags, miðaldra karlar eins og
hann sjálfur sem hafa þurft lengri
tíma til að átta sig á kostum þessa
fyrirkomulags“.
Meginhlutverk tilnefningar
nefndar hjá skráðum félögum er
að leggja fram tillögur um næstu
samsetningu stjórnar. Þannig getur
nefndin metið hvers konar þekk
ingu vantar í stjórnina, ráðfært sig
við hluthafa um frambjóðendur
og hagað tillögunum eftir því. Hún
getur einnig leitað að frambjóð
endum upp á sitt einsdæmi.
Haustið 2014 varð fjarskipta
félagið Sýn fyrst skráðra félaga á
hlutabréfamarkaði hér á landi til
að skipa slíka nefnd og Skeljungur
fylgdi í kjölfarið árið 2016. Til
nefningarnefndir náðu útbreiðslu
í Kauphöllinni árið 2018 eftir
bréfaskriftir Eaton Vance til þeirra
skráðu félaga sem sjóðir bandaríska
sjóðastýringarfyrirtækisins höfðu
fjárfest í.
Nú er staðan þannig að langflest
skráð félög í Kauphöllinni hafa
komið á fót tilnefningarnefnd en
erlendu sjóðirnir, þar á meðal Eaton
Vance, hafa dregið verulega úr fjár
festingum sínum í íslenskum hluta
félögum.
„Ákvæðin hafa verið lengi í gild
andi leiðbeiningum um stjórnar
hætti en það þurfti hvatningu frá
erlendum fjárfestum til að koma
þessu til leiðar. Þó að erlendum
fjárfestum hafi fækkað hljóta allir
að vera sammála um að mikilvægt
sé að þróa þetta form ef markmiðið
er að fá erlent fjármagn til landsins,“
segir Ólafur.
Aðstæður misjafnar
Of snemmt er að dæma um árangur
nefndanna að sögn Ólafs en æski
legt er að þær séu fjölbreyttar þann
ig að hægt sé að bera kosti og galla
á ólíkum útfærslum saman. Þess
vegna hafi Birta ekki beitt sér fyrir
því að steypa allar nefndir í sama
mót.
„Þarfir og aðstæður fyrirtækja
eru misjafnar. Það er mikilvægt að
þróa þetta með hluthöfum og hags
munaaðilum, læra af reynslunni og
leita leiða til að bæta starfið á milli
ára,“ segir Ólafur.
Sem dæmi í því samhengi nefnir
Ólafur að það geti verið óþarft að
auglýsa eftir stjórnarmönnum
þegar ekki liggur fyrir hvort þörf
sé á breytingum eða á því að auka
þekkingarbreidd innan stjórnar.
Þeir sem vilja setjast í stjórnir
skráðra fyrirtækja verði að lág
marki að sýna að þeir geti hjálpað
sér sjálfir og leitað til nefndanna,
telji þeir sig hafa mikið fram að
færa.
„Þegar tíu hafa sótt um kemur svo
mögulega í ljós að enginn af þeim
sem sóttu um mætir þörfinni. Það
getur verið markvissara að virkja
nefndirnar til að leita að frambjóð
endum frekar en að gera þær að ein
hvers konar stjórnsýslueiningum
sem taka við framboðum. Ef það
vantar markaðsþekkingu í stjórn
ina er hægt að spara lögmönnum
og endurskoðendum sporin,“ segir
Ólafur. Auk þess verði að vera sam
ræmi milli orða og gjörða.
„Þegar tilnefningarnefndir voru
að ryðja sér til rúms töldu margir
það óheppilegt að stjórnarformenn
ættu sæti í nefndunum en svo skip
uðu jafnvel þeir sömu stjórnarfor
mann í tilnefningarnefnd,“ segir
Ólafur.
Rökstyðji val sitt
Þá segir Ólafur að í litlu þjóðfélagi
verði eftir sem áður tekist á um þá
einstaklinga sem skipa tilnefning
arnefndirnar og tengsl þeirra. Því
skipti miklu máli að nefndirnar geri
grein fyrir tilnefningum þannig að
hluthafar og sjóðfélagar lífeyris
sjóða viti á hverju valið byggir.
„Einkafjármagnið og stofnana
fjárfestar þurfa að koma sér saman
um verklag svo að bulli um að líf
eyrissjóðum gangi eitthvað annað
til en að tryggja langtíma virðis
aukningu linni,“ segir Ólafur.
thorsteinn@frettabladid.is
Mikilvægt að þróa nefndirnar áfram
Tilnefningarnefndir geta spilað hlutverk í að laða erlenda fjárfesta að íslenska hlutabréfamarkaðinum. Fjölbreytni mikilvæg svo unnt
sé að meta ólíkar útfærslur, að sögn framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs. Virkja þurfi nefndirnar til að leita að frambjóðendum.
Ólafur segir mikilvægt að tilnefningarnefndirnar geri grein fyrir því á hverju val þeirra byggir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Atvinnuvegaráðuneytið hefur til
skoðunar að lagfæra nýleg lög um
ábyrgðartryggingar ferðaskrifstofa
þannig að tryggingafélög, bæði inn
lend og erlend, sjái hag sinn í að
bjóða íslenskum ferðaskrifstofum
upp á slíkar tryggingar. Þannig geti
iðgjöld komið í stað mikillar fjár
bindingar af hálfu fyrirtækjaeig
enda.
„Ráðuneytið skilur vandamálið
og er með það til skoðunar. Við
erum að bíða eftir að sjá hvað kemur
út úr því,“ segir Jóhannes Þór Skúla
son framkvæmdastjóri í samtali við
Fréttablaðið.
Eins og greint var frá í Markað
inum í gær hafa margar ferðaskrif
stofur horft upp á verulega hækkun
á tryggingum sem þeim er skylt að
útvega eftir gildistöku laganna.
Samkvæmt svari frá Ferðamála
stofu nam heildarfjárhæð trygginga
ferðaskrifstofa um sjö milljörðum
króna. Áður en lögin tóku gildi stóð
heildarfjárhæðin í 4,3 milljörðum
króna og hefur hún því hækkað um
tæpa þrjá milljarða króna. Margir
eigendur smærri ferðaskrifstofa
eiga ekki annarra kosta völ en að fá
bankaábyrgð hjá viðskiptabanka
gegn þóknun og veði til að verða
sér úti um tryggingarnar sem geta
hlaupið á tugum milljóna króna.
Jóhannes segir að sænskt trygg
ingafélag hafi byrjað að bjóða
íslenskum ferðaskrifstofum upp á
tryggingar fyrir um einu og hálfu
ári síðan. Fljótlega hafi komið í
ljós að íslensku lögin, sem byggja á
Evróputilskipun, hafi verið orðuð
með öðrum hætti en sömu lög í
nágrannaríkjum. Sænska félag
ið hafi í kjölfarið dregið sig út af
markaðinum og ólíklegt sé að
annað tryggingafélag komi inn á
markaðinn á meðan lögin eru frá
brugðin þeim sem gilda í nágranna
ríkjum.
„Vandamálið er að séríslensk
útgáfa af reglugerðinni hefur haml
að því að hér verði virkur markaður
fyrir tryggingar af þessu tagi. Nær
tækasta lausnin er að kippa því í
liðinn þannig að iðgjöld taki við af
fjárbindingu,“ segir Jóhannes.
– þfh
Útfærslan hamlar virkum
markaði fyrir tryggingar
Vandamálið er að
séríslensk útgáfa af
reglugerðinni hefur hamlað
því að hér verði virkur
markaður fyrir tryggingar
af þessu tagi.
Jóhannes Þór
Skúlason,
framkvæmda-
stjóri SAF
MARKAÐURINN
2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð