Fréttablaðið - 20.02.2020, Side 13

Fréttablaðið - 20.02.2020, Side 13
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Velta má fyrir sér hvort þeir sem svona tala hafi haft fyrir því að vippa sér út úr bílnum og ganga um miðbæinn. Það er einfaldlega skemmtilegra og meira gefandi að búa, starfa og alast upp í borgum þar sem menn- ingin er blómleg. Járn & Gler ehf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin 104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is Bjóðum upp á sjálfvirkan hurðaopnunarbúnað, hurðir og gluggakerfi ásamt uppsetningu og viðhaldi á búnaði. Áratuga reynsla. Sérkennilegur björgunarleiðangur hefur í nokkurn tíma farið fram með hávaðalátum undir kjörorðinu: Björgum miðbænum! Þarna er um að ræða aðgerðahóp sem fer mikinn í tíma og ótíma í öllum þeim fjöl­miðlum sem honum tekst að troða sér í. Borgarbúar hafa fæstir tekið eftir því að ástand miðbæjarins sé slíkt að ástæða sé til stöðugra upphrópana um hnignun og stöðnun. Það er helst að andvarpa megi yfir nýbyggingum sem sýna glögglega að nútímaarkitektúr er ekki nokkuð sem ástæða er til að hylla alveg sérstaklega. Annars er ástandið í miðbænum bara nokkuð gott. Hópurinn sem bjarga vill miðbænum er í nostalgíu kasti og vill fylla hann af bílaumferð. Þá dreymir um liðna tíð þegar fólk gat rúntað um miðbæinn, nánast eins og það væri eitt á ferð. Þá var enginn að velta fyrir sér mengun eða þrengslum. Það eina sem skipti máli var vilji viðkomandi, sem ætlaði sér að fara á ákveðna staði og vildi ekki láta neitt stöðva sig. Þannig var gamli tíminn. Nú er annar tími. Tími þar sem áhersla er á göngugötur og aðlaðandi umhverfi. Þar er ekki pláss fyrir bílaum­ ferð. Bílastæði eru hins vegar víðs vegar. Það ætti að nægja, en samt heyrast óánægjuraddir sem fullyrða að meirihluti borgarstjórnar sé að leggja miðbæinn í rúst og neyðarástand eigi eftir að skapast vegna þess að bílaumferð fái ekki að njóta sín þar. Velta má fyrir sér hvort þeir sem svona tala hafi haft fyrir því að vippa sér út úr bílnum og ganga um miðbæinn. Þar er iðandi mannlíf á hverjum degi, en menn sjá það sennilega ekki svo glöggt í gegnum bílrúðuna. Áhersla meirihlutans í borginni á fjölgun göngu­ gatna og takmörkun bílaumferðar í miðbænum hefur vakið óhefta gremju þeirra bílelskandi, sem taka hvert frekjukastið á fætur öðru í fjölmiðlum. Einn aðaltalsmaður aðgerðahópsins Björgum mið­ bænum, Bolli Kristinsson fyrrverandi kaupmaður, hefur ítrekað sagt Dag B. Eggertsson vera versta borgarstjóra í sögu Reykjavíkur. Ansi furðuleg full­ yrðing þegar um er að ræða borgarstjóra sem hefur í öllum aðalatriðum reynst farsæll í starfi, en býr þó við það ólán að vera í návígi við einn versta minni­ hluta sem sést hefur í borgarstjórn. Þar er saman­ kominn hópur vælukjóa sem gagga við minnsta tilefni að borgarstjóri eigi að segja af sér. Dagur B. Eggertsson ætti að eiga nokkuð létt með að afgreiða stóryrði minnihluta borgarstjórnar sem og stórkarlalegar yfirlýsingar aðgerðahóps sem þráir endurkomu einkabílsins í miðbænum. Málstaður þessa hóps er ekki góður og í engum tengslum við raunveruleika nútímans. Í svo að segja öllum stórborgum heims er unnið að því að takmarka bíla­ umferð. Ferðamenn sem koma til stórborga leita svo yfirleitt uppi göngugötur því þar er notaleg stemn­ ing sem fyrirfinnst ekki innan um iðandi bílaum­ ferð. Skoðanakannanir hafa síðan sýnt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hlynntir göngugötum, enda vita þeir að þar er mannlíf, stemning og gróska. Björgunin Skipta menningarlíf og skapandi listir einhverju máli á okkar háværu tímum? Er ástæða fyrir borgaryfirvöld til að styrkja og styðja menningar­ og listalífið? Ég segi já og aftur já. Það er einfaldlega skemmtilegra og meira gefandi að búa, starfa og alast upp í borgum þar sem menningin er blómleg. Menningarborgir eru miklu áhugaverðari en menn­ ingarsnauðar borgir. Í þeim eru lífsgæðin meiri, meira andríki, meira stuð, meiri jákvæð upplifun. Mikilvæg forsenda blómlegs listalífs í Reykjavík er auðvitað að hér sé gott að búa og starfa sem lista­ maður. Borgin leggur sitt af mörkum til að svo megi vera. Fyrir utan rekstur eigin menningarstofnana og samninga við fjölda annarra menningarstofnana – Borgarleikhúsið, Nýló, Hörpu, Bíó Paradís og svo framvegis – leggur borgin til sérstaka verkefnastyrki og samstarfssamninga sem hægt er að sækja um. Fyrir fáeinum vikum var tilkynnt með fallegri athöfn í Iðnó að borgin veitir 90 styrki til menningarmála árið 2020 fyrir tæplega 60 milljónir króna. Þá eru ótaldir sex Borgarhátíðarsamningar við Iceland Airwaves, RIFF, HönnunarMars, Myrka músíkdaga, Hinsegin daga og Reykjavík Dance Festival fyrir samanlagt 50 milljón krónur í þrjú ár. Ástæða er til að geta sérstaklega um úrbótasjóð tón­ listarstaða. Sjóðurinn var stofnaður síðasta sumar og er ætlað að styrkja smærri tónleikastaði hvað varðar aðstöðu, aðbúnað og aðgengi. Í ár eru veittir átta styrkir til níu tónleikastaða. Þetta er tilraunaverkefni til tveggja ára. Bíó Paradís Borgin hefur styrkt reksturinn á Bíói Paradís undan­ farin ár. Vegna deilna um leigusamning sem nú hafa risið er mikilvægt að hafa í huga að þar deila tveir einkaaðilar. Borgin er ekki aðili að samningnum. Í mínum huga kemur þó ekkert annað til greina en að Bíó Paradís starfi áfram við Hverfisgötu. Lausn verður að finnast. Bíó Paradís á sinn þátt í að gera Reykjavík að lífvæn­ legri menningarborg. List og menning – já takk Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingar- innar í Reykjavík Króna með gati Fréttablaðið hefur rakið raunir Wei Li sem dröslaði hingað 170 kílóum af skemmdri mynt sem bankakerfið neitaði að breyta í nothæfan gjaldmiðil. Ekki er öll von úti þar sem verðmæti krónupeninganna er tvöfalt á gengi byggingavöruvísitölunnar í raunhagkerfinu. Skömmu eftir hrun komst vélsmiður á Suður­ landi að því að það væri ódýrara að breyta krónum í skinnur með því að gata þær frekar en að kaupa innf luttar í bygginga­ vöruverslunum. Stök bretta­ skinna kostar tvær krónur í Byko þannig að hæglega má dobla verðgildi ruslgóssins hans Li með einfaldri aðgerð og mátu­ lega nettum bor. Ginkaupin á eyrinni Gin er mjög móðins hjá frum­ kvöðlum þessi misserin og á barnum Kalda streymir strítt nýtt íslenskt gin sem enn fæst aðeins við Klapparstíginn. Íslenskar jurtir eru þar áhrifa­ miklar í bragðgöldrum eins þekktasta ginmeistara Bret­ lands og nefnist drykkurinn Ólafsson eftir skáldinu og náttúrufræðingnum Eggerti Ólafssyni. Arnar Jón Agnars­ son, laxveiðileiðsögumaður og fyrrverandi handboltakappi, hefur leitt þróunarvinnuna en bakhjarlar hans eru meðal annars vellauðugir Íslandsvinir frá Bandaríkjunum og Sigurjón Sighvatsson. toti@frettabladid.is 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.