Fréttablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 15
Café
AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI
AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM
Komdu í kaff i
Í Fréttablaðinu 24. janúar síðast-liðinn er viðtal við Erlu Björns-dóttur, konu með stórar hug-
sjónir. Viðtalið ber yfirskriftina
„Fljótum illa sofin að feigðarósi“.
Ekkert minna! Erla er sögð sál-
fræðingur og með doktorspróf í
líf- og læknavísindum frá Háskóla
Íslands. Eins og fyrirsögnin ber
með sér er Erlu annt um að við
Íslendingar fáum nægan svefn, og
er það virðingarvert. Hún heldur
því fram að við Íslendingar séum
í stórhættu vegna of lítils svefns.
Doktor Erla segir: „Því miður sefur
mjög stór hluti fólks allt of lítið í dag
og við Íslendingar erum alveg einir
á báti í þessu, en samkvæmt nýjustu
tölum segist um þriðjungur sofa sex
tíma eða minna, sem er bara orðinn
hættulega lítill svefn sem eykur
líkur á alls konar sjúkdómum,
skerðir lífslíkur og fleira“.
Vera kann að Íslendingar sofi
minna en aðrar þjóðir, en ekki er ég
viss um að til séu óyggjandi rann-
sóknir því til staðfestingar, og engar
tölur bendir Erla á í því sambandi,
segir einungis að tölur séu til um
lítinn svefn Íslendinga. En sé þetta
rétt hljótum við mörlandarnir að
lifa afar heilbrigðu lífi að öðru leyti,
þegar litið er til þess að meðal-
ævi okkar er með því lengsta sem
gerist meðal þjóða. Og hamingjan
almennt sú mesta!
Erla vitnar óspart í mikinn gúrú
í svefnrannsóknum, Matthew Wal-
ker, prófessor við Berkeley háskóla
í Kaliforníu. Erla segir hann „einn
þekktasta svefnsérfræðing heims“ og
„bara poppstjörnu í þessum heimi“.
Sá hefur gefið út bókina „Why We
Sleep“ sem farið hefur „sigurför
um heiminn“ og hefur hann verið
fenginn til að halda stjörnuerindi á
ráðstefnu um svefn í Hörpu í haust
og freista þess þar með að fá Íslend-
inga til að sofa nóg. Erla telur erindi
hans verða „klárlega það stærsta sem
hefur verið gert í þessum málum
fyrir almenning á Íslandi“.
Í viðtali við Sigurlaugu Margréti
Jónasdóttur í þættinum „Segðu mér“
á Rás 1 27. janúar, lýsir Erla því hve
glöð hún hafi orðið þegar hún frétti
að Donald Trump segðist bara þurfa
að sofa fjórar klukkustundir á sólar-
hring. „Þar væri kominn einhver
sem sýndi það að við þyrftum að
sofa meira“ sagði Erla. Ja há! Er það
nú alveg víst að Trump væri eitthvað
betri þótt hann svæfi meira? Og ætli
séu ekki til „góðir“ menn og rétt-
sýnir og í þokkalegu standi andlega,
sem sofa álíka mikið og hann? Og
„vondir“ menn sem sofa 8 klukku-
stundir eða meira? Hvað sem öðru
líður, virðist svefnskortur Trumps
ekki hafa komið í veg fyrir árangur
á sviði viðskipta og stjórnmála, né
er svo að sjá sem svefnvenjur hans
hafi stytt ævi hans til muna; kominn
á 74. aldursárið.
Ýmsar f leiri vafasamar fullyrð-
ingar eru í þessum viðtölum en hér
hafa verið taldar. Gaman væri að sjá
tölur sem styðja þær, t.d. þá að svefn
sé „mikilvægasta og öflugasta for-
vörn gegn andlegum og líkamlegum
sjúkdómum“. Svefninn er náttúrlega
nauðsynleg forsenda lífsins, svefn-
laus myndum við ekki lifa lengi.
Hið sama gildir um fæðuna, og er
vandséð hvort er mikilvægara, hún
eða svefninn. En hve mikið þarf af
þessu tvennu virðist nokkuð ein-
staklingsbundið. Og ætli fæðan sé
ekki nokkuð öf lug forvörn gegn
sjúkdómum, ef út í það er farið? Og
varðandi svefninn og andlega heilsu
má kannski spyrja spurningarinnar
sígildu um eggið og hænuna.
Lokaorð: Það sem doktor Erla
Björnsdóttir hefur hér látið frá sér
fara getur varla talist merki um vís-
indalegan þankagang. En sá veik-
leiki er svo sem ekki einskorðaður
við hana í hópi „lífvísindamanna“
nútímans.
Svefn – Ó, vísindi!
Eysteinn
Pétursson
eðlisfræðingur
á eftirlaunum
Þeir sem vilja búa og starfa á landsbyggðinni verða að geta reitt sig á að grunnþjónusta sé
til staðar. Nú hefur Arionbanki til-
kynnt fyrirhugaða lokun á Kirkju-
bæjarklaustri þar sem banki hefur
verið í marga áratugi, stjórnendur
átta sig líklega ekki á því hvað þjón-
ustan á landsbyggðinni er mikilvæg.
Ég starfa í Skaftafelli og þegar spurt
er um banka þá er styst að fara að
Klaustri, það er ekki valkostur að
senda fólk 140 km leið að Höfn eða
Vík. Fyrir ferðaþjónustuaðila er
einnig mikilvægt að geta komið inn-
komunni í banka og sótt skiptimynt.
Samkvæmt talningum Gyðu Þór-
hallsdóttur og Rögnvalds Ólafssonar
hjá Háskóla Íslands komu að meðal-
tali um 750 þúsund manns í Skafta-
fell árlega tvö síðustu ár og yfir 800
þúsund gestir að Jökulsárlóni hvort
ár – ég minni á að samkvæmt Hag-
stofunni voru Íslendingar 356.991
þann 1. janúar 2019. Þegar þjónustu-
stofnunum er dreift um landið þá er
mikilvægt að horfa ekki eingöngu
á íbúafjöldann, það þarf einnig að
skoða fjölda ferðamanna þegar
þjónustuþörf er metin. Ég skora á
forsvarsmenn Arionbanka að hætta
við lokun bankans á Kirkjubæjar-
klaustri: halda áfram að þjónusta
íbúa þar og í nærsveitum, ferðamenn
og starfsfólk í ferðaþjónustu.
Ferðaþjónustan er mikilvæg
atvinnugrein í Öræfum. Skafta-
fell hefur verið þjóðgarður í yfir 50
ár, síðustu árin sem hluti af Vatna-
jökuls þjóðgarði. Þegar ég flutti aftur
heim árið 1999 að loknu námi komu
ferðamenn nánast eingöngu á sumr-
in. Það er erfitt að halda þekkingu og
reynslu í greininni sé starfsmanna-
veltan mikil og heilsársstörf eru fá ef
ferðamenn koma bara í örfáar vikur.
Þá grunaði engan að árið 2020 yrði
úrval af hótelum og gististöðum í
Öræfum í góðum rekstri allt árið.
Á næsta bæ við mig búa frum-
kvöðlar í ferðaþjónustu, þau eru með
ferðir frá fjöru til fjalla og margir
Öræfingar starfa hjá þeim. Tæki-
færin eru til staðar og ferðaþjónust-
an hefur bætt lífsskilyrði margra hér.
Áskoranir eru margar á lands-
vísu. Það þarf að styrkja búsetu til
að halda uppi samfélagi á lands-
byggðinni: byggja upp vegakerfið,
efla löggæslu, heilbrigðisþjónustu,
skóla, leikskóla, þjónustu við aldraða
og fatlaða. Standa vörð um sögu og
menningu en á sama tíma skapa ný
atvinnutækifæri. Samfélagið okkar
er að breytast og við þurfum einn-
ig að taka vel á móti nýbúum, njóta
þess sem þeir hafa fram að færa og
hjálpa þeim að kynnast tungumáli
okkar og menningu.
Íslendingar eru þekktir fyrir
góða samstöðu þegar á þarf að
halda. Ef lum atvinnu og grunn-
þjónustu í sveitum landsins þar
sem ferðaþjónustan helst í hendur
við hefðbundinn búskap. Veitum
góða þjónustu í þéttbýliskjörnum
og tryggjum greiðar samgöngur að
höfuðborginni okkar allra.
Grunnþjónusta verður að vera til staðar
Skattur, persónuafsláttur, líf-eyrissjóður, lífeyrisréttindi. Veröldin sem blasir við er ekki
alveg einföld þegar við tökum fyrstu
skrefin á vinnumarkaði. Ungt fólk
vill að hlutirnir séu einfaldir, skýrir
og aðgengilegir til að skilja, helst
með fáeinum farsímasmellum! Veru-
leikinn er hins vegar ögn flóknari en
svo og einfaldast ekki af sjálfu sér.
Samtal um fjármálalæsi er nauð-
synlegt og þarf að eiga sér stað á
heimilum og á vinnustöðum. Fjár-
mál í víðasta skilningi eru reyndar
þess eðlis í umhverfi okkar allra
að fræðsla um þau á heima í skóla-
kerfinu strax á efstu stigum grunn-
skólans og ofar í skólakerfinu eftir
atvikum. Þar vísa ég ekki síst til
áhugaverðrar reynslu minnar sem
þátttakanda í verkefninu Fjármála-
vit sem Samtök fjármálafyrirtækja
standa að og Landssamtök lífeyris-
sjóða styðja. Útbúið var námsefni
og starfsfólk fjármálafyrirtækja og
lífeyrissjóða hefur síðan lagt verk-
efninu lið með því að fara í grunn-
skóla landsins, hitta fyrir þúsundir
nemenda í tíunda bekk, ræða málin
og láta þá fást við tiltekin viðfangs-
efni sem tengjast eigin veruleika og
viðfangsefnum í daglegu lífi.
Í verkefninu Fjármálaviti höfum
við tekið fyrir venjulegan launaseðil
sem ungmennin fá við útborgun
strax í unglingavinnunni en leggja
gjarnan til hliðar án þess að spá í
hvað á honum stendur. Auðvitað
kemur á daginn að ungmennin
vita mest lítið eða alls ekkert um til
dæmis lífeyrissjóði eða stéttarfélags-
gjöld sem af eru tekin og réttindi sem
þau veita. Reynsla af samskiptum
við nemendur í grunnskólum bendir
þannig til þess að foreldrar og aðrir
uppalendur sinni ekki umræðu um
ýmsa nærtæka þætti fjármála. Ég
velti líka fyrir mér hlut atvinnu-
rekenda. Má ekki hugsa sér að þeir
reyni að ná til yngstu starfsmanna
sinna með einföldum upplýsingum
um launaseðilinn um leið og ung-
mennin ráða sig til starfa?
Ungmennin okkar eru klár, áræð-
in og eldfljót að tileinka sér tækni og
möguleika sem tölvur og samskipta-
tæki bjóða upp á. Áreitið er hins
vegar lúmskt úr mörgum áttum og
til að mynda er lítið mál að slá vafa-
söm lán í símanum sínum með fáum
smellum til að freista þess að fleyta
sér yfir einhvern fjármálahjalla.
Slík skyndiredding getur hins vegar
orðið upphaf að keðjuverkun með
nýjum og enn brattari hjalla að klífa.
Reynslan af Fjármálaviti sýnir að
ungt fólk er móttækilegt fyrir upp-
lýsingum um meginatriði fjármála
strax í grunnskóla. Áskorun okkar
er að finna skilaboðunum form og
farveg sem hæfir tíðarandanum á
hverjum tíma. Í þeim efnum breytast
hlutir hratt.
Í einfölduðu máli aðhyllist ungt
fólk heiðarleika og gegnsæi í sam-
félaginu en hafnar pukri og undir-
málum. Það horfir á veröldina sem
heild og horfir fram hjá ýmsum
„landamærum“ í stjórnmálum, við-
skiptum og samskiptum sem fyrri
kynslóðir eru uppteknar af. Í þeim
skilningi er það frjálslyndara en
eldri kynslóðir, skiptir hiklaust um
skoðun eða breytir hegðun gagnvart
viðteknum venjum ef því býður svo
við að horfa. Það velur sér efni fjöl-
miðla á þeim tíma sem því hentar og
hallast mun frekar að myndrænni
framsetningu efnis en texta.
Ef við þurfum að útskýra iðgjald
og réttindaávinnslu í lífeyrissjóði,
stéttarfélagsgjald, útsvar eða per-
sónuafslátt með teikningum og
myndböndum á YouTube en ekki
í löngu máli – munnlegu eða skrif-
legu – þá einfaldlega gerum við það!
Þörfin er fyrir hendi, viðfangs-
efnin eru tiltölulega skýr og aðferða-
fræðin er í sjálfu sér augljós. Við
þurfum að vera tilbúin til að bæta
kerfið okkar, breyta venjum og ræða
hlutina eins og þeir eru, eins og unga
kynslóðin þegar það á við.
Tökum þetta öll til okkar og
gerum betur; foreldrar, skóli,
atvinnurekendur, bankar og aðrar
fjármálastofnanir. Það þarf heilt
þorp til að ala upp barn.
Fjármálalæsi á heima í skólakerfinu
Sigrún Sigur-
geirsdóttir
rekstrarstjóri
minjagripa-
verslunar í
Skaftafelli
Grunnkrafan í siðuðu sam-félagi ætti að vera sú að allir nái endum saman og
geti í einum og sama mánuði bæði
borðað og brotið tönn. Hver sem
menntun, félagsleg staða eða pól-
itísk viðhorf eru hlýtur fólk að geta
sammælst um það. Hér ætla ég að
fjalla um gildi háskólamenntunar
fyrir samfélagið. Margir hafa ekki
kost á því að fara í háskóla og aðrir
kjósa að láta það ógert af ýmsum
ástæðum. Ekki skal vanmeta þeirra
hlut í því að viðhalda gangverki
þjóðfélagsins. Þar fyrir utan er ekki
allt háskólanám jafngilt og þörfin
fyrir mannskap með hinar og þess-
ar gráðurnar er mismikil. Engu að
síður er það staðreynd að mennt-
uðum samfélögum vegnar betur og
allt háskólanám nýtist með einum
eða öðrum hætti, enda krefst það
skipulags, þekkingarleitar, vekur
upp spurningar og umræður um
álitaefni og stuðlar að nýsköpun.
Lýðhyggja (e. populism) er í örum
vexti víðs vegar um heiminn en hún
elur almennt á ótta og reiði. Ótta
við að tapa öllu sínu, ótta við aðra
menningarheima og ótta við allt
það sem er öðruvísi. Hátt mennt-
unarstig þjóðarinnar er öllum til
bóta og hindrar að vanþekking og
ástæðulaus ótti brjóti niður grunn-
stoðir samfélagsins. Það verður því
að vera þess virði að fara í fram-
haldsnám. Það verður að vera þess
virði að taka á sig launaleysi/ launa-
skerðingu í þann tíma sem námið
tekur. Það verður að vera þess virði
að koma síðar inn á vinnumarkað-
inn. Það verður að vera þess virði
að taka námslán fyrir þá sem þau
þurfa. Hver er hvatinn fyrir fólk að
mennta sig ef launamunurinn er lítill
sem enginn þegar upp er staðið og
litið er til ævitekna? Ævitekjur vísa
til þeirra tekna sem einstaklingur
aflar starfsævina alla. Hver er hvat-
inn fyrir fólk ef háskólamenntun er
nánast notuð sem skammaryrði?
Hver er hvatinn fyrir fólk ef vísa á til
háskólamenntaðra sem fitulagsins í
þjóðfélaginu sem alltaf fái mest?
Dr. Kári Stefánsson, hinn skoð-
anaglaði stofnandi Íslenskrar erfða-
greiningar sagði nýlega að ekkert
réttlæti fælist í því að laun þeirra
sem hafa mikla menntun væru hærri
en þeirra sem hafa litla menntun.
Eingöngu ætti að tengja laun við
afköst og ábyrgð. Ef unnið er með
fólk, hvernig mælum við afköst? Eiga
grunnskólakennarar að fá bónus
fyrir hvert barn sem fær A? Fyrir
hvert barn sem verður forstjóri?
Hver á svo að meta ábyrgð starfa?
Kári? Ábyrgðarmatsnefnd? Á hvaða
launum ætti hún að vera? Þjóðfélag-
ið þarf á sérfræðingum að halda, það
er óumdeilanlegt. Sérfræðikunnátta
og menntun á að vera þess virði að
hennar verði örugglega aflað, nú sem
og í framtíðinni. Jafnvel þótt Kári
Stefánsson sé ósammála.
Bókvit, afköst,
askar og ábyrgð
Linda Mark-
úsardóttir
ritari Fræða-
garðs – Félags
háskólamennt-
aðra
Svanhildur
Sigurðardóttir
markaðs- og
kynningarstjóri
Lífsverks líf-
eyrissjóðs
2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R14 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð