Fréttablaðið - 24.02.2020, Page 2
Veður
Vestan 8-15 m/s, en mun hægari
A-lands í fyrstu. Suðlæg átt 5-13
á morgun og lægir um kvöldið.
Gengur á með éljum en snjóar um
tíma SV til í kvöld og nótt og á SA-
landi á morgun. SJÁ SÍÐU 14
Klárir í slaginn
Á frettabladid.is
finnur þú Fréttablaðið í
dag og safn eldri blaða
undir flipanum Blöðin.
Lestu Fréttablaðið
þegar þér hentar á
frettabladid.is
Berglind, Helga og Stefanía hafa aðstoðað foreldra barna á BUGL.
UPPELDI „Það hefur ekki verið til
neitt aðgengilegt og auðskiljan-
legt íslenskt efni um uppeldi, hvað
þá eitthvað sem er alfarið byggt
á vísindum, hluti sem er búið að
rannsaka. Við erum enn þá mikið í
því að leita til ættingja eftir ráðum.
Nú ætlum við að breyta því,“ segir
Berglind Berndsen uppeldisfræð-
ingur. Hún, ásamt Helgu Theó-
dóru Jónasdóttur og Stefaníu Dögg
Jóhannesdóttur, hefur sett á lagg-
irnar vefinn Viðja – uppeldisfærni.
Þær kynntust við störf sín á
BUGL. Berglind og Stefanía eru
uppeldisfræðingar en Helga er sál-
fræðingur. „Við höfum verið að
aðstoða foreldra við að takast á
við margþættan og f lókinn vanda
barna. Við áttuðum okkur þá enn
frekar á mikilvægi þess að gera eitt-
hvað til að grípa fyrr inn í og reyna
að fyrirbyggja alvarlegri vanda. Ef
uppalendur geta nálgast upplýs-
ingar um hvernig hægt er að skapa
styðjandi umhverfi í uppeldinu og
hafa aðgang að verkfærum sér til
stuðnings hefur það jákvæð áhrif
á þroska barna á fjölmörgum svið-
um,“ segir Berglind.
„Við erum bæði með podcast sem
heitir Uppeldisspjallið og heima-
síðu þar sem má finna alls konar
fróðleik. Það eru ekki allir sem vita
af podcastinu enn þá,“ segir hún
glöð. „Svo erum við nýbyrjaðar að
taka upp myndbrot, þar sem við
svörum fyrirspurnum sem okkur
berast frá uppalendum. Fólk getur
sent fyrirspurn, við lesum hana upp
nafnlaust að sjálfsögðu og förum
yfir gagnlegar leiðir til að fást við
tiltekinn vanda,“ segir Berglind.
Viðbrögðin hafa ekki látið á sér
standa. „Það eru strax margir búnir
að hafa samband og þakka fyrir góð
ráð, eða fyrir að fá staðfestingu á að
þeir séu að gera rétt.“
Atriðin sem þær taka fyrir eru
margs konar, eitthvað sem f lestir
ef ekki allir foreldrar kannast við.
,,Við byrjuðum í haust á grunn-
þáttunum, hvað er hegðun og eðli-
legar væntingar til hegðunar, hvaða
þættir hafa áhrif á hegðun og svo
framvegis. Núna erum við að taka
fyrir ákveðna þætti sem hafa óbein
áhrif á hegðun eins og svefn, nær-
ingu, lyf, álagsþætti og fleira. Þetta
er eitthvað sem f lestir kannast
við. Það voru margir uppalendur
sem biðu spenntir eftir svefnþætt-
inum,“ segir Berglind. Stefna þær
svo að því að taka fyrir samskipti
systkina, skýr fyrirmæli, að setja
mörk, skjánotkun barna og margt
fleira á næstunni.
Upplýsingarnar eru ekki bundn-
ar við einhvern tiltekinn aldurshóp,
mörg ráðin geta átt við ungbörn og
jafnvel unglinga. „Það má segja að
áherslan sé mest á leik- og grunn-
skólabörn, en margt af þessu getur
vel átt við unglinga líka,“ segir hún.
„Það sem við leggjum áherslu á er
að ef la uppeldisfærni uppalenda
til að takast á við áskoranir sem
fylgja þessu hlutverki og draga þar
með úr líkum á frekari vanda. Það
er svo oft sem ekkert er gert fyrr en
allt er komið í óefni eða neikvæð
samskipti við barnið orðin að víta-
hring.“ arib@frettabladid.is
Auðskilið íslenskt efni
um uppeldi á vefnum
Berglind, Helga og Stefanía kynntust við störf sín sem uppeldisfræðingar og sál-
fræðingar á BUGL. Þeim fannst vanta aðgengilegt og auðskiljanlegt íslenskt efni
um uppeldismál og komu því á laggirnar vefsvæðinu Viðju – uppeldisfærni.
Það voru margir
uppalendur sem
biðu spenntir eftir svefn-
þættinum.
Berglind Berndsen
uppeldisfræðingur
ORKUMÁL Landsvirkjun og Rio
Tinto, eigandi álversins í Straums-
vík, eru sammála um að gagnsæi
ríki um samninga og raforkuverðið
verði gert opinbert.
Hörður Ar narson, forstjór i
Landsvirkjunar, kom fram í þætt-
inum Sprengisandi á Bylgjunni í
gær og sagði Landsvirkjun vilja
aflétta trúnaði af samningi við Rio
Tinto og hafi óskað eftir því form-
lega í síðustu viku.
Væri þá hægt að ræða innihald
samningsins fyrir opnum tjöldum.
Samningurinn var undirritaður
árið 2010 og endurskoðaður 2014.
Í samningnum væru meðal ann-
ars ákvæði um endurskoðun til
að tryggja samkeppnishæfi verk-
smiðjunnar.
„Það er ánægjulegt að sjá að
Landsvirkjun sé sammála okkur
um að raforkuverð ISAL verði gert
opinbert. Rio Tinto lagði þetta til
við Landsvirkjun í síðasta mánuði,“
segir Bjarni Már Gylfason, upplýs-
ingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi. „Rio
Tinto er sammála því að gagnsæi
verði að vera um þessi mál.“
Bjarni telur raforkuverð til ISAL
ekki samkeppnishæft, hvorki hér-
lendis né í alþjóðlega. Þess vegna
væri tap á rekstri ISAL og yrði svo
í fyrirsjáanlegri framtíð ef ekkert
breytist. Úrlausn væri sameiginlegt
hagsmunamál. – khg
Vilja opinbera
raforkuverð
Tvö sex vetra steingrá hross léku sér í vetrarveðrinu í Kópavogi í námunda við aðsetur hestamannafélagsins Spretts. Íslenska hestakynið er komið
í beinan legg frá því mongólska, með viðkomu í Noregi og Hjaltlandseyjum. Enginn veður yfir það frekar en Genghis Khan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Rio Tinto er sam-
mála því að gagnsæi
verði að vera um þessi mál.
Bjarni Már Gylfason,
upplýsingafulltrúi
Rio Tinto á Íslandi VERKFALL Slæm umgengni í mið-
bænum kemur í ljós nú þegar verk-
fall sorphirðufólks stendur yfir.
Mikill erill hefur verið á endur-
vinnslustöðvum Sorpu um helgina
þar sem fólk f lykkist til þess að
losa sig við heimilissorp. Engin
hefð bundin götu hreinsun eftir
skemmtana hald helgarinnar hefur
átt sér stað í mið bænum og má sjá
rusl á víð og dreif.
Þá er búist við á fram haldandi
röskun á skóla starfi í grunn skólum
borgarinnar næstu vikuna.
Verk fallið hefur á hrif víðar, en
í f lestum leik skólum borgarinnar
hefur verið haldið uppi lág marks-
þjónustu, en sumum hefur verið
lokað.
For eldra fé lög hafa til að mynda
sent frá sér á skoranir til Eflingar og
borgarinnar um að leysa deiluna.
Ekki er ljóst hve nær samninga-
nefndir Ef lingar og borgarinnar
munu funda að nýju. – vá, oæg
Ruslið fýkur
um göturnar
2 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð