Fréttablaðið - 24.02.2020, Page 6
Skýringin á lausum
plássum er því ekki
mannekla eins og haldið
hefur verið fram.
Skúli Helgason
Notkun: 2 hylki tvisvar á dag við vægum gigtarverkjum. Notist ekki ef ofnæmi fyrir jarðhnetum eða soja, eða sár
í maga eða þörmum er þekkt. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til
læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um
lyfið á www.florealis.is og www.serlyfjaskra.is.
Haltu þínu striki!
Harpatinum er eina viðurkennda jurtalyfið
á Íslandi til að draga úr gigtarverkjum
Fæst án lyfseðils í næsta apóteki www.florealis.is
Karnival í úrhelli í Erfurt
ÍRAN Harðlínumenn í Íran hertu
enn tökin í þingkosningum sem
fóru fram síðastliðinn föstudag.
Íranska ríkissjónvarpið greindi frá
því gær að harðlínumenn hefðu
unnið stórsigur í kosningunum, þar
af öll 30 sætin í Teheran.
Alls voru um 58 milljónir Írana
á kjörskrá, en kosið var um 16.000
frambjóðendur í 290 þingsæti. Þá
voru kjörnir nýir fulltrúar í klerka
ráð landsins, æðstu valdastofnun
Írans, í stað þeirra sem fallið hafa
frá, en ráðið velur erkiklerk lands
ins.
Fyrirfram var talið ólíklegt
að kosningarnar myndu leiða
til umskipta í írönskum stjórn
málum. Harðlínumönnum hafði
verið spáð sigri, eftir að níu þúsund
stjórnarandstæðingum var meinað
að bjóða sig fram. Flestir þeirra
myndu flokkast sem „hófsamir“ og
„umbótasinnaðir“.
Hinn áttræði Ajatollah Ali
Khamenei æðstiklerkur hvatti til
kjörsóknar í ríkisfjölmiðlum lands
ins og sagði það „trúarlega skyldu“.
Innanríkisráðuneytið sagði kjör
sókn hafa einungis verið um 42,6
prósent sem er minnsta þátttaka
frá byltingu klerkastjórnarinnar
árið 1979. Í stærri borgum landsins
sé þátttakan minni, eða allt frá tutt
ugu til þrjátíu prósent.
AP fréttastofan sagði í gær þessa
litlu kosningaþátttöku vera hugs
anleg merki um víðtæka óánægju
almennings með klerkastjórn
Írans og bágborna stöðu efna
hagsmála. Að meina þúsundum
stjórnarandstæðinga framboð dró
úr tiltrú á kosningarnar. Lítil kjör
sókn er þannig mælistika á óánægju
almennings.
Versnandi efnahagsástand og
mikil verðbólga hefur ýtt undir
mikla óánægju meðal Írana. Fin
ancial Times segir ríalinn, gjald
miðil Írans, hafa fallið um 60 pró
sent á síðustu tveimur árum og
verðbólga sé nú 37%. Alþjóðagjald
eyrissjóðurinn segir að dregið hafi
úr landsframleiðslu Írans um 9,5
prósent á síðasta ári miðað við árið
áður. Atvinnuleysi á síðasta ári var
tólf prósent.
Væntingar voru miklar um
aukið frelsi í landinu og betri lífs
kjör vegna aukinna samskipta við
Vesturveldin í kjölfar kjarnorku
samningsins við stórveldin árið
2015. Í stað þess eru miklir erfið
leikar vegna refsiaðgerða Banda
ríkjamanna sem Donald Trump
Bandaríkjaforseti kom á árið 2018.
Síðustu mánuði hefur margoft
verið boðað til mótmæla í Íran,
þar sem stjórnvöld eru gagnrýnd
fyrir efnahagsþrengingar, aukna
einangrun landsins og spillingu í
stjórnkerfi landsins. Mótmælt hefur
verið í stærstu borgum Írans. Það er
einkum ungt fólk sem hefur mót
mælt. david@frettabladid.is
Harðlínumenn í Íran
munu enn herða tökin
Kjörsókn í írönsku þingkosningunum sem var einungis 42,6 prósent er sú
minnsta frá byltingunni árið 1979. Lítil kjörsókn talin mælistika á óánægju
almennings enda efnahagur landsins mjög bágborinn og verðbólga mikil.
Frá einum kjörstaðanna í höfuðborginni Teheran á föstudag. MYND/GETTY
Í gær fór fram mikil útihátíð í Erfurt, höfuðborg Þýringalands, undir kjörorðinu „Öllum áhyggjum er lokið“. Þrátt fyrir úrhellisrigningu ríkti mikil
hátíðarstemming þegar 2.500 þátttakendur fóru í skrúðgöngu um borgina í litskrúðugum búningum, þeyttu lúðra og börðu bumbur. MYND/GETTY
Skúli Helgason, formaður skóla og
frístundasvið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
MENNTAMÁL Skúli Helgason, for
maður skóla og frístundaráðs
Reykjavíkurborgar, segir rangt að
aðeins 200 milljónir króna hafi
verið settar í að bæta starfsum
hverfi leikskólakennara. En það
kom fram í samtali við Guðrúnu
Jónu Thorarensen, samráðsfulltrúa
leikskólastjóra, á laugardag. Minnst
hafi verið sett í málaflokkinn fyrsta
árið, 2018, en í alls fari tæplega 2,3
milljarðar til hans eða um 765 millj
ónir á hverju ári.
„Frá 2017 og 2018 hefur Reykja
víkurborg gripið til ýmissa aðgerða
til þess að styrkja leikskólastigið
í heild, svo sem starfsaðbúnað og
menntunartækifæri,“ segir Skúli.
Starfsfólki hafi verið fjölgað á elstu
deildum, fjölgað launuðum undir
búningstímum, sett inn fjármagn til
heilsueflingar og liðsheildarvinnu,
fjármagnað launuð leyfi og fag
námskeið, opnað ungbarnadeildir
og tvöfaldað fjármagn í fjölmenn
ingarlegt leikskólastarf.
Einnig sé verið að byggja nýja
leikskóla og byggja við þá eldri til að
auka rými til þess að brúa bilið fyrir
fólk sem er að ljúka fæðingarorlofi.
„Þetta er eitt stærsta fjárfestingar
verkefni borgarinnar á komandi
árum og er fyrir utan þessa 2,3 millj
arða,“ segir hann. Með þessu hafi
biðlistum verið útrýmt. „Skýringin
á lausum plássum er því ekki mann
ekla eins og haldið hefur verið fram.“
Skúli segir ekki rétt að viðhald
hafi skort enda hafi mikið verið
gert. Viðhald hafi farið úr 185 millj
ónum árið 2016 í 695 milljónir nú.
Skúli tekur hins vegar undir
áhyggjur Guðrúnar Jónu af fjölda
leikskólakennara. Hrun hafi orðið
í náminu eftir að það var lengt í 5 ár.
„Það sem við í borginni getum gert
er að halda áfram að bæta vinnuað
stæðurnar og kjörin, en ríkið þarf að
koma inn með hvataaðgerðir.“ – khg
Leikskólastigið
verði stórbætt
á þremur árum
Erfitt efnahagsástand og
einangrun landsins hefur ýtt
undir mikla óánægju meðal
Írana.
BANDARÍKIN Bandaríski öldunga
deildarþingmaðurinn Bernie Sand
ers vann öruggan sigur í forvali um
næsta forsetaefni Demókrata í
Nevadafylki sem fram fór um helg
ina. Hann hlaut 47% atkvæða.
Joe Biden, fyrrverandi varafor
seti, gekk mun betur í Nevada en
í fyrstu tveimur forkosningum
flokksins sem haldnar voru í Iowa
og New Hampshire. Hann fékk nú
um 19 prósent atkvæða.
Forvalið skilaði Pete Buttigieg 15
prósentum atkvæða og Elizabeth
Warren 10 prósentum. Alls verður
36 landsfundarfulltrúum Nevada
nú skipt milli þeirra frambjóðenda
sem hlutu 15 prósent atkvæða eða
fleiri í forkosningunum í gær.
Á landsþingi Demókrata sem
haldið verður í Wisconsinfylki 13.
júlí næstkomandi, mun forseta
frambjóðandi f lokksins verða val
inn, til að etja kappi við Donald
Trump forseta. – ds
Öruggur sigur
Bernie Sanders
í Nevada fylki
2 4 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M Á N U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð